Morgunblaðið - 23.01.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.01.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1979 fltargtsiiMafrife Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 125 kr. eintakið. Pólitísk poppsýning Hver ríkisstjórn hefur sinn svip og yfirbragð. Höfuðeinkenni þeirrar ríkisstjórnar, sem nú situr, er það, að aðstandendur hennar efna til pólitískrar poppsýningar í hvert skipti, sem vanda ber að höndum, til þess að draga athyglina frá því, sem er að gerast. Þannig var það strax í september og þannig var það fyrir 1. desember, við afgreiðslu fjárlaga og nú er nýtt sýningartímabil að hefjast. Og ástæðan er sú, að síðustu efnahagsráðstafanir með tilheyrandi kaupskerðingu áttu aldrei að duga nema til 1. marz, þegar ný kollsteypa er fyrirsjáanleg, ef ekkert verður að gert. Hin pólitíska poppsýning nú hófst á því, að Benedikt Gröndal utanríkisráðherra lýsti því yfir úti í Stokkhólmi sl. fimratudag, að ríkisstjórnin myndi falla 1. febrúar ef ekki næðist samkomulag um langtímaáætlun í efnahags- málum fyrir þann tíma. Daginn eftir birtist grein í Þjóðviljanum eftir Lúðvík Jósepsson, þar sem því er slegið föstu, að Alþýðubandalagið muni ekki ljá máls á því að skerða launin á ný 1. marz, enda felist ekki annað í margrómuðum kjarasáttmála Alþýðuflokksins en „lög- binding á kauplækkun“. Þessu sv^rar svo Kjartan Jóhanr.sson sjávarútvegsráðherra sl. sunnudag með því, að Alþýðubandalagið hafi fallizt á skerðingu verðbótavísi- tölunnar niður í 5% strax í nóvember sl., eins og fram kemur í greinargerð með frumvarpi um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgu. Eftir yfirlýsingum að dæma ber of mikið á milli til þess að hægt sé að hu^sa sér að samkomulag náist um verðbótavísitöluna. A hinn bóginn er svipur og yfirbragð ríkisstjórnarinnar þannig, að ekkert er líklegra en að enn náist málamyndasamkomulag um bráðabirgðaráðstafanir og nú til 1. júní. Þingmenn Alþýðuflokksins munu sem áður láta undan síga, og Alþýðubandalagið ná sínu fram, en Ólafur Jóhannesson lætur sig einu gilda. í hans huga hefur aldrei verið jafn langt til Bessastaða og nú, þótt hann kunni að hafa annað við orð. Dómsmálaráðherra kýs að fara milliveginn og segir, að ekki skipti máli, þótt vísitöluhækkunin verði eins og 1% meiri, „ef samkomulag næðist um efnahagsstefnuna til tveggja ára“. Til þess að þessi pólitíska poppsýning fari ekki fram hjá neinum hafa stjórnarflokkarnir hver í sínu lagi gefið út sérstaka stefnu í efnahagsmálum til langs tíma, þótt þeir séu a.m.k. tvisvar sinnum búnir að gera það áður sameiginlega á sl. fjórum mánuðum. Að sjálfsögðu kemur ekkert nýtt fram. Til þess er leikurinn heldur ekki gerður, heldur er hann liður í því áróðursstríði, sem nú er í algleymingi innan stjórnarherbúðanna. Reyklaus dagur Idag hefur íslendingum verið sett kjörorðið „reyklaus dagur“. Vonandi erum við menn til að standa við það, þannig að við gerum daginn í dag að þeim tímamótadegi, sem við verður miðað í sambandi við minnkandi reykingar hér á landi. Nú er barnaár. í tilefni af því hafði Morgunblaðið viðtal við nokkur börn og spurði þau, hvers þau vildu óska sér af því tilefni. Og það stóð ekki á svarinu: Að þeir fullorðnu hætti að reykja og drekka. Svör barnanna minna á ævintýri H.C. Andersens, Nýju fötin keisarans, þegar barnið benti á, að keisarinn væri ekki í neinu. Þeir fullorðnu ættu að íhuga, hvað að þeim snýr. / Birgir Isl. Gunnarsson: Yfirlit yfir álögur vinstri meirihlutans Þar scm sídari hluti með- tylgjandi nrcinar féll alveg niður í hlaðinu sl. laugardag er greinin hirt hér á ný í heildt Undanfarnar vikur hafa birzt hér í Mbl. fréttir og greinar um þær miklu skattahækkanir, sem vinstri meirihlutinn í Reykjavík hefur samþykkt á borgarbúa. Hefur þetta efni birzt jafnóðum og skattahækkanirnar hafa verið samþykktar. Til glöggvun- ar verður hér birt skrá yfir þær hækkanir á gjöldum, sem sam- þykktar hafa verið, en stór hluti þessara gjalda er á fasteigna- gjaldaseðlunum, sem verið er að bera út þessa daga. Fasteigna- skattur Fasteignaskattur er lagður á allar fasteignir, þ.e. hús og eignalóðir, og reiknast sem ákveðin hlutfallstala af fast- eignamati. Aðalregla laganna er sú, að lagt skuli 0,5% á íbúðar- húsnæði, en 1,0% á fasteignir í atvinnurekstri. Sveitarstjórnum er þó heimilt að veita allt að 25% afslátt eða leggja 25% á ofangreindan grunn. Á s.l. ári veitti borgin tæplega 20% af- slátt og lagði á íbúðarhúsnæði 0.421% og á atvinnuhúsnæði 0.842%. Nú hefur verið sám- þykkt að fella niður afslátt á íbúðarhúsnæði og leggja 25% álag á fasteignaskatt atvinnu- húsnæðis. Álagningarprósentan á íbúðarhúsnæði verður því 0,5%. ep 1,25% á atvinnuhús- næði.' Þetta þýðir 807 millj. kr. í auknar álögur á borgarbúa. Fasteignaskattur af íbúðarhús- næði hækkar um 68,6% að meðaltaii, en af atvinnuhúsnæði um 110,8%. Lóðarleiga Lóðarleiga er það endurgjald, sem borgin innheimtir af þeim, sem tekið hafa á leigu lóöir frá borginni til að byggja á húseign- ir. Lóðarleiga vegna íbúðarhúsa- lóða verður óbreytt, en lóðar- leiga vegna atvinnuhúsnæðis hækkar úr 0,58% af fasteigna- mati í 1%. Heildarhækkun á lóðarleigu eftir slíkt húsnæði verður 144,8% og er þá hækkun vegna fasteignamats á milli ára meðtalin. Aukaálögur vegna þessa eru 70,6 millj. kr. Aðstöðugjöld Aðstöðugjöld eru lögð sem ákveðin hlutfallstala á útgjöld fyrirtækja og er álagningin mismunandi eftir atvinnugrein- um. Sjálfstæðismenn hafa á undanförnum árum hlíft ýmsum greinum, einkum þeim sem tengdar eru nauðþurftum al- mennings. Vinstri meirihlutinn hefur nú samþykkt að fara með allt upp í hæsta lögleyfðan topp. Það þýðir m.a. auknar álögur á rekstur fiskiskipa, fiskiðnað, kjötiðnað, tryggingarstarfsemi, útgáfustarfsemi og matsölur. Ennfremur á matvöruverzlanir, en þar er hækkunin nálægt þreföldun frá því aðstöðugjaldi, sem gilt hefur. Samtals mun þetta hafa í för með sér auknar álögur að fjárhæð 757 millj. kr. Kvöld- söluleyfi Allir þeir sölustaðir í borg- inni, sem hafa fengið heimild til að reka kvöldsölur, hafa þurft að greiða sérstakt leyfisgjald í borgarsjóð. Þetta gjald var 50 þús. kr. á s.l. ári. Nú hefur verið ákveðið að hækka það í 240 þús. kr., þ.e. næstum fimmföldun á gjaldinu. Það mun gefa í auknar tekjur um 18,7 millj. króna. Vatnsskattur Vatnsskatturinn er afhnota- gjald, sem borgarbúar greiða Vatnsveitu Reykjavíkur fyrir afnot af kalda vatninu. Það er lagt á sem ákveðið hlutfall af fasteignamati húsa. Þetta hlut- fall var á s.l. ári 0,115, en verður nú 0,130. Þetta þýðir 65% hækkun vatnsskatts og er þá hækkun vegna fasteignamats meðtalin. Gtsvör Lög um tekjustofna sveitar- félaga heimila að leggja 11% útsvar á brúttótekjur borgar- búa. Vinstri meirihlutinn hefur nú ákveðið að fresta samþykkt fjárhagsáætlunar, þar til í febrúar, til að freista þess að fá Alþingi til að heimila 12% útsvar í stað 11%. Það myndi væntanlega hafa í för með sér um 1250 millj. króna auknar álögur á borgarbúa. - Álögurnar í heild Þetta yfirlit hér að framan sýnir að vinstri meirihlutinn seilist æði langt til fanga í skattheimtunni. Samtals nema þær aukaálögur, sem samþykkt- ar hafa verið, um 1800 millj. króna og ef útsvarið bætist við, þá fer hin aukna skattheimta yfir 3 milljarða. Það voru því vissulega orð að sönnu hjá Davíð Oddssyni hér í blaðinu s.l. sunnudag, að kjörseðillinn frá því í vor hefur verið að breytast í skattseðil í höndum vinstri manna. ► Skattheimtumennirnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.