Morgunblaðið - 23.01.1979, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.01.1979, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1979 23 Júlíus Hafstein nýkjörinn formaður HSÍ: „Fjármálin krabbamein í íslenzku íþróttalífi“ — ÉG GET EKKI verið bjartsýnn. það getur enginn forystumaður íslenzkum íþróttum verið í því náttmyrkri sem ríkir í fjármálum íþróttahreyfingarinnar. en fjármálin eru hálfgert krabbamein í íslenzku íþróttalífi. Mín skoðun er sú að innan skamms verði mikill hörgull á hæfum forystumönnum til starfa í iþróttunum ef ekki verður gerð bragarbót af hálfu hins opinbera með styrki og stuðning við íþróttahreyfinguna. Það krefst orðið svo gífurlegrar vinnu að fjármagna íþróttastarfið að menn geta varla gert sér það í hugarlund. 011 íþróttahreyfingin fékk á síðasta ári fiO miiljónir króna í styrki frá hinu opinbera en það er minna fé en velta HSÍ. Ég vona þó. að ef allir leggjast á eitt við uppgang og þróun handknattleiksins þá megi vel takast og ég tók ekki að mér formennsku í Handknattleikssamband- inu með annað í huga. Ég vona að allir áhugamen um handknattleik standi við bakið á mér og þeim mönnum sem starfa með mér í stjórninni. Þannig mæltist Júlíusi Hafstein nýkjörnum formanni Handknatt- leikssambands Islands er Morg- unblaðið tók hann tali að þing- störfum loknum á laugardaginn. Júlíus var gjaldkeri síðustu stjórn- ar og tekur nú við formennsku af Sigurði Jónssyni, sem dregið hefur sig út úr stjórn HSÍ eftir dugmikið starf undanfarin ár. Júlíus Haf- stein er aðeins 31 árs að aldri, en hefur eigi að síður lagt gjörva hönd á félagsstörf íþróttahreyf- ingarinnar siðastliðin 14—15 ár. Fyrst starfaði hann í stjórn handknattleiksdeildar IR og varð síðan formaður deildarinnar. Hann var á sínum tíma formaður Handknattleiksráðs Reykjavíkur, í stjórn íþróttabandalags Reykja- víkur, varaformaður IR og síðan gjaldkeri HSÍ. Miklar breytingar urðu á stjórn HSI á þinginu um helgina. Auk Sigurðar Jónssonar hættu nú í stjórninni þeir Birgir Björnsosn og Birgir Lúðvíksson. I stjórn HSI til tveggja ára voru kosin Gunnar Torfason, Gunnlaugur Hjálmars- son og Svana Jörgensdóttir. Til eins árs voru kjörnir Jón H. Magnússon, Jón Sæmundur Sigur- jónsson og Jón Kr. Óskarsson. í varastjórn voru kosnir Ólafur Aðalsteinn Jónsson, Friðrik Guð: mundsson og Hiimar Sigurðsson. í raun var ekki um kosningar að ræða í hin einstöku störf innan HSI. Mótframboð voru engin og þeir sem upp á var stungið fengu lófaklapp sem stuðningsyfirlýs- ingu. I samtali við Morgunblaðið sagði Júlíus Hafstein að sitt aðalverkefni væri breytt skipuiag á mótafyrirkomulaginu. Sagði Júlíus að nauðsynlegt væri að menn settust niður og íhuguðu hvort mótin væru ekki orðin of B-keppnin kost- ar 3.5 milljónir í FJÁRIIAGSÁÆTLUN IISÍ fyrir tímabilið frá síðustu áramótum og út maímánuð næstkomandi er gert ráð fyrir að velta sambandsins verði 17 milljónir króna. í áætluninni er reiknað með að tap verði á rekstrinum upp á eina milljón króna. Kostnaður vegna b-keppninnar á Spáni er áadlaður 3.5 milljónir króna. cn vegna þátttöku landsliðsins í Baltica keppninni er reiknað með 2.5 milljónum kr. í kostnað. Annar kostnaður vegna landsliðsins er áætlaður 2.5 milljónir króna. Á tímabilinu er aðeins reiknað með einni heimsókn erlends landsliðs. þ.e. Póllands. sem keppti hér á dögunum. í áætluninni er reiknað með 1 miiljón króna hagnaði vegna Pólverjaleikjanna. stór í sniðum og farin að vaxa íþróttinni yfir höfuð. Aðstæðurnar væru bundnar húsnæðisvandamál- um og hugmyndir væru uppi um breytt fyrirkomulag mótanna, sérstaklega hjá yngri aldurshópn- um. Margir vildu koma á minni háttar mótum með hraðkeppnis- fyrirkomulagi, með þeim væri hægt að koma við aukinni kennslu, en eins og fyrirkomulagið væri núna fengju yngri flokkarnir kannski ekki leik nema á tveggja mánaða fresti. — Varðandi erlend samskipti er b-keppnin á Spáni í næsta mánuði eðlilega efst á baugi og í rauninni eina stórverkefni Iandsliðsins í tíð þeirrar stjórnar sem nú var kjörin, en HSÍ-þing verður á ný haldið í júnímánuði, segir Júlíus Haf- stein.— Ofarirnar í Danmörku síðasta vetur hafa kennt okkur öllum okkar lexíu og ég held að við höfum öll verið alltof bjartsýn fyrir þá keppni. — Nú er stutt í b-keppnina á Spáni og þar hef ég trú á að við sýnum hvers við erum megnugir í handknattleiknum en ég vara við of mikilli bjartsýni. I Balt- ic-keppninni náðum við athyglis- verðasta árangri, sem við höfum náð í handknattleiknum í langan tíma. Landsliðið er eðlilega alltaf okkar stolt og takmarkið er að ná góðum árangri í b-keppninni og uppskera laun erfiðisins. Það næst þó ekki nema með sameinuðu átaki og stuðningi og ég vara enn við of mikilli bjartsýni, slíkt kann aldréi góðri lukku að stýra, sagði Júlíus. I spjalli okkar kom ennfremur fram að mörg önnur mál knýja á hjá nýkjörinni stjórn HSI. Bragar- bót þarf að gera í dómaramálum . og sagði Júlíus að vonandi yrðu nokkur dómaranámskeið haldin á næstu mánuðum, bæði fyrir lands- og héraðsdómara. Sagði hann það sína skoðun að gera þyrfti félögin ábyrgari í dómara málunum. Þá sagði hann að fjármálin hefðu haldið aftur af stjórn HSÍ í fræðslumálunum, en Jóhann Ingi Gunnarsson hefði drifið þau áfram á undanförnum mánuðum og vonandi yrði framhald á því starfi. — áij. • Júlíus Hafstein nýkjörinn formaður HSI ásamt Sigurði Jónssyni formanni HSÍ siðustu árin og Sveini Ragnarssyni þingforseta. Ljósm. Mbl. RAX. Breytt tekjuskipting í 1. deild karla: Leikaðilar með sér tekjuiíum S Á ÞINGI HSÍ um helgina var þinginu um verkefnalaust þing og skipti ! samþykkt tillaga þess efnis að tekjuskipting í 1. deild karla verði á þann veg að þau félög.sem leika hvern Icikdag skipti jafnt með sér tekjum eða tapi af leikdeginum. Af brúttótekjum leikja í 1. deild karla eiga \0% að renna til framkvæmdaaðila og verður því fé varið til að greiða tap á leikkvöldum annarra flokka. Þessi tilhögun á keppn- inni í 1. deild er sú sama og verið hefur í knattspyrnunni undanfar- in ár. en hjá handknattleiks- mönnum var þessi tillaga aðeins samþykkt fyrir það keppnistíma- bil. sem nú stendur yfir. Á HSI-þinginu. sem halda á í júní verður þetta fyrirkomulag tekið til endurskoðunar. Heldur var HSÍ-þingið snautt af verkefnum og ofangreind tillaga í rauninni sú eina sem eitthvað var rædd. Ólafur A. Jónsson formaður mótanefndar talaði í ræðu á ma það til sanns vegar færa. Tíminn, sem þingið var haldinn á, á trúlega mesta sök á hve fá mál voru til umræðu, þar sem nú stendur handknattleiksvertíðin sem hæst og um þetta leyti árs er erfitt að breyta hlutum, sem byrjað er að starfa eftir. Samþykkt var að í Norðurlands- riðli íslandsmóts yngri flokkanna yrði leikið heima og heiman í vetur til að fjölga leikjum yngri flokk- anna nyrðra, en það hefur löngum háð Norðlendingum hve fáa leiki lið þeirra hafa fengið áður en til úrslitakeppninnar hefur komið. Kosin var á þinginu nefnd til að endurskoða reglur um dómstól HSÍ og í nefndina voru kosnir Bergur Guðnason, Rósmundur Jónsson og Guðmundur Óskars- son. Þá var samþykkt að stjórn HSI skipaði nefnd fyrir 15. febrúar til að kanna hugsanlegar breyting- ar á mótafyrirkomulagi. ~ áij Velta HSI yfir 70 millj. króna Skuldir umfram eignir 4,3 milljónir NIÐURSTÓÐUTÖLUR reikninga Handknattleikssambandsins námu liðlega 53.5 milljónum króna á tímabilinu frá 1. júní 1977 til 31. desember síðastliðinn. Velta HSÍ á þessu tímabili v;ar þó í rauninni talsvert meiri eða 73—74 milljónir króna. Tap HSÍ á starfstímabili síðustu stjórnar nam 3.1 milljón króna pg skuldir sambandsins umfram eignir eru nú 4.3 milljónir króna. í reikningum IISÍ kemur fram að víxilskuldir sambandsins nema nú 8.5 milljónum kr. Kostnaður vegna utanferða landsliðanna nam á tímabilinu 12.2 milljónum króna, a-landsliðsins samtals 8,fi milljónum, unglingalands- liðs karla 1.9 milljónum króna og a-landsliðs kvenna 1.7 milljónum. Af einstökum utanferðum a landsliðsins kostaði ferðin á HM í Danmörku fyrir ári síðan 3.3 milljónir og Frakklandsferðin í nóvember sl. 3 milljónir. Annar kostnaður vegna a-lands- liðsins á þessu tímabili nam samtals 10,4 milljónum. Þar vega þyngst dagpeningar og vinnutap alls rétt tæplega 6 milljónir króna. Liður sem kallaður er landsliðs- þjálfunin í reikningum HSÍ kost- aði 1,5 milljónir, en kostnaður vegna Janusar Cerwinskys nam 218 þúsund krónum. Húsaleiga vegna æfinga var 709 þúsund og fatnaður vegna HM-ferðarinnar 522 þúsund kr. Kostnaður HSÍ vegna leikmanna erlendis nam 824 þúsundum. í fræðslustarfsemi HSÍ var á • tímabilinu varið rúmlega einni milljón króna og skiptist sá kostnaður í þrennt, þjálfaranám- skeið 386 þúsund, þjálfaraskóli í Póllandi 303 þúsund, leikreglur 347 þúsund. Dómaranefndin kost- aði HSÍ 898 þúsund krónur og tveir stærstu liðirnir þar eru IHF-dómaraferð til Kaupmanna- hafnar, 386 þúsund krónur, og ferð landsdómara til Finnlands, 569 þúsund. Tekjur HSÍ af samningum við sjónvarpið námu á árinu 1977—78 1,5 milljónum króna, en sá samn- ingur var hækkaður um hálfa milljón króna í haust og er 2 milljónir fyrir það keppnistímabil, sem nú stendur yfir. Samningur HSI og útvarpsins fyrir það tímabil, sem nú stendur yfir nemur einni milljón króna. Ýmsar auglýsingatekjur HSI námu 5,4 milljónum, úr Afreksmannasjóði ISI fékk Handknattleikssamband- ið 3 milljónir á starfstímabili síðustu stjórnar. Nettó hagnaður af þingi Alþjóða handknattleiks- sambandsins hér á landi síðastlið- ið haust nam 2,9 milljónum króna. Tekjur af pressu- og úrvalsleikjum námu 1,8 milljónum, styrkir ÍSÍ einni milljón. Ýmsir styrkir vegna HM á síðasta vetri námu 1,4 milljónum króna og ferðastyrkur frá IBR 689 þúsundum. Þeir landsleikir, sem mestar tekjur gáfu af sér á starfstímabil- inu voru landsleikirnir við Dani í desembermánuði síðastliðnum. Hagnaður af þeim nam rúmlega 5,4 milljónum króna, en þá komu tæpar 7 milljónir í aðgangseyri á leikina tvo. Aðgangseyrir á Norð- urlandamótið í október 1977 var hins vegar samtals 4,2 milljónir og tekjur af NM rösklega ein milljón. Mótane-fnd HSÍ kostaði 939 þúsund krónur vegna Islandsmóts- ins 1977—78. Stærsti gjaldaliður nefndarinnar var vegna verð- launapeninga en þeir kostuðu 928 þúsund krónur. Þátttökugjöld námu rösklega 1,1 milljón króna. í viðamikilli skýrslu HSÍ er birt skipting á útbreiðslustyrk ÍSÍ og fer sú tafla hér á eftir: SERSAMBAND, IÐK- fj. 76 rm Badmintonsamh. 2936 500.000.- Blaksamb. 1974 500.000.- Borðtennissamb. 1681 500.000.- Fimleikasamb. 3136 500.000.- Frjálsíþr.samb. 6331 500.000.- Glímusamb. 489 500.000.- Golfsamb. 1017 500.000.- Handknatt- leikssamb. 8858 500.000,- Judosamb. 687 500.000.- Knattspvrnu- samb. 14239 500.000.- Körfuknatt- leikssamb. 3253 500.000.- Lyftinga- samb. 440 500.000,- Siglingasamb. 208 500.000.- Skíðasamb. 6511 500.000,- Sundsamband 4128 500.000,- 30Ýr 236.000,- 159.000- 135.000- 253.000- 510.000- 39.000- 84.000,- 20% 50.000- 61.000- 164.000- 244.000- 874.000- 0.0 Samt. 786.000- 720.000,- 799.000- 997.000- 1884.000,- 539.000- 584.000- 713.000- 487.000,- 1700.000- 55.000- 250.000- 805.000- 1146.000.-0- 1646.000- 262.000,- 545.000- 1307.000,- 35.000- 189.000 - 724.000- 17.000- 0- 517.000- 524.000- 0- 1024.000- 332.000- 136.000 - 968.000- 55921 7.500.000 - 4.500.000.-3.000.000.-15.000.000- I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.