Morgunblaðið - 23.01.1979, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 23.01.1979, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1979 29 23. janúar—reyklaus dagur Leiðbelninjgar um hvermg má hætta aö reykja „ÞANNIG getur þú hætt að reykja“ nefnist bæklingur sem Samstarfsnefnd um reykingavarnir hefur gefið út í tilefni reyklausa dagsins næstkomandi þriðjudag og verður honum dreift um allt land. m.a. þar sem mjólk er seld, í yfir 20 þúsund eintökum. Bæklingurinn er byggður á leiðbeiningum, sem gefnar hafa verið út erlendis um hvernig megi hætta að reykja og byggt er einnig á reynslu sem fengist hefur á námskeiðum er haldin hafa verið fyrir fólk sem hyggst hætta að reykja. Fjallað er um þau atriði sem vert þykir að leggja áherzlu á og þykja árangursríkastar í þessum efn- um og er m.a. bent á að forðast beri ýmsar venjur sem tengst hafa reykingunum og að menn skuli hafa nóg fyrir stafni þannig að minni tími gefist e.t.v. til að hugsa um tóbak. hætt aó reykja Gefa út plötu á jafn- virði sígarettupakka BURT með reykinn nefnist hljómplata er Samstarfsnefnd- in hefur gefið út ísamvinnu við Illjómplötuútgáfuna. Á henni eru tvö lög og textar Jóhanns G. Jóhannssonar. sungin og leikin á annarri hlið hennar. en eingöngu leikin á hinni. með það fyrir augum að þeir sem vilja geti sungið sjálfir með þeim megin, og eru textarnir prentaðir á umslag plötunnar. Brunaliðið annast flutning laganna ásamt Ernu Hildi Gunnarsdóttur, Ernu Þórarins- dóttur og Evu Ásrúnu Alberts- dóttur frá Akure.vri, sem syngja annað lagið. Hitt lagið syngja Halli og Laddi. Hljómpiatan er jafnstór venjulegum 12 laga plötum en leikin á 45 snúninga hraða. Auk höfundar, flytjenda og upptökumanna gáfu vinnu sína, Flugleiðir, Gunnar H. Baldurs- son teiknari, Hljóðriti, Hótel Esja, Imynd, Kassagerð Reykja- víkur, Prentsmiðja Friðriks Jóelssonar, Prisma og Prent- stofan Blik. Samstarfsnefndin segir í frétt sinni að þrátt fyrir samþykki ráðherra hafi fjármálaráðu- neytið ekki séð sér fært að gefa eftir yörugjald og tolla af plötunni og greiddi Samstarfs- nefndin þau gjöld til ríkisins til að hægt yrði að selja hana á samá verði og sígarettupakka eða 565 kr. Platan er til sölu í öllum hljómplötuverzlunum Magnús Kjartansson hrunaliðsstjóri og Tómas Þorvaldsson starfsmaður Samstarfsnefndarinnar með hluta upplags plötunn- ar. Reykingar hafa nei- kvæð RICHARD L. Naeye pró- fessor við háskóla í Penn- sylvaníu kynnti niður- stöður rannsókna fyrir hópi sérfræðinga nýlega a fostur og bentu þessar rann- sóknir til þess að reyk- ingar hefðu skaðleg áhrif á fóstur. Samkvæmt athugunum á 50.000 þunguðum konum á 12 sjúkrahúsum í Bandaríkjunum kom fram að reykingar þeirra einhvern tíma ævinnar ýttu undir ýmsa sjúkdóma er drógu fóstur og nýfædd börn til dauða. Sagðist Naeye vera undrandi á þessum niðurstöðum, en eina ráðleggingin sem hann gæti gefið væri sú að konur sem hygðust eiga börn, hættu að reykja hið fyrsta. Hann gæti ekki sagt til um hversu lengi áhrifa tóbaksreykinga gætti á fóstur í þessu sambandi, en rannsóknirnar bentu eindregið til þess að reykingar mæðra ykju líkur á fósturláti, og þar yrði einnig að taka með í reikninginn reykingar þeirra áður fyrr. Hjálpar fólki til að taka ákvörðun — segir Tryggvi Ásmundsson iæknir — EG ER mjög meðmæltur þessum degi og það gerir ekki nema gott að menn hætti að reykja í einn dag. Reyklausi dagurinn gefur mönnum líka tilefni til að framlengja bindindið. en það þarf jafnan að byggja sig vel upp og undurhúa slíka ákvörðun sem þá að hætta reykingum. og það er gagnlegt að hjálpa fólki til þess. sagði Tryggvi Asmundsson læknir. en hann er lungnasér- fra“ðingur og starfar við Landspítalann og Vífilsstaði. — Ég sé fyrst og fremst þetta gagn með þessum degi, en það neikvæða er að sumir verða hálfvegis andsefjaðir og segjast framvegis ganga með tvær sígarettur í munni í einu í stað einnar. En í mínu starfi rekst ég á afleiðingar reykinga þar sem er lungnaþemba, króniskur bronkítis og lungnakrabbamein og þó að þessir sjúkdomar séu einnig til hjá fólki gem aldrei hefur reykt þá eru menn almennt orðnir sammála um að oftast megi rekja þá nokkuð beint til reykinga sjúklinga. Enda hefur það verið sagt að það yröi lítið að gera í minni grein ef reykingar legðust niður með öllu og það er nokkuð til í því. Þá sagði Tryggvi Ásmundsson að þakkarvert væri hversu mikið Krabbameinsfélögin Samstaða á vinnustöðum Margir áhugamenn um reykingavarnir hafa sett sig í samband við Samstarfs- nefndina um reykingavarnir vegna reyklausa dagsins og hefur nefndinni borist vitneskja um að á nokkrum vinnustöðum verði samstaða um að leggja reykingar niður í dag og að það hafi jafnvel í för með sér að einhverjir hætti alveg að reykja. Þá nefndi Esther Guðmundsdóttir fram- kvæmdastjóri Samstarfs- nefndarinnar að á sumum vinnustöðum ætti að reyna að hluta sundur t.d. kaffi- stofur og skipta þeim milli reykingafólks og hinna sem ekki reyktu, og fleira i þessum dúr væru menn að reyna að gera til að útiloka reykinn. Á einstaka vinnu- stað var ætlunin að safna í sérstakan sjóð andvirði eins sígarettupakka á dag á hvern starfsmann og nota til ferða- laga eða einhvers í þá áttina. Samstarfsnefndin ráðgerði að koma saman nú í morgun og ætlaði síðan að fylgjast með hverju fram yndi í dag. REYKINGAMAÐUR sem not- ar einn pakka á dag reykir samtals 7.300 sígarettur ár- lega. Ávani hans er því tengdur þessari athöfn 7.300 sinnum á ári eða 73.000 sinnum hafi hann reykt í 10 ár. Fjöidinn er orðinn 116.000 eftir 20 ára reykingar miðað við pakka á dag. Þennan ávana þurfa menn því að losna við og því er lögð áherzla á það við þá sem vilja hætta að reykja að þeir brjóti upp vanann og reyni að taka upp nokkuð breyttar venjur ef verða ma'tti til þess að draga úr tóbakslöngun og að reyking- ar verði ekki ósjálfrátt tengdar við einhver hefðbundin atriði hinna daglegu athafna. hefðu unnið að reykingavörnum og nefndi m.a. starf Þorvarðar Örnólfssonar framkvæmda- stjóra, en hann hefur heimsótt grunnskóla og haft fræðslufundi þar. Kvaðst Tryggvi álíta að slík starf væri það raunhæfasta, illa gengi oft að sannfæra fullorðið fólk en fyrirbyggjandi starf meðai barna væri það sem gæfi béztan árangur. 50 milljón reykinga- menn Baráttan hefur harðnað mjög síðustu misserin hjá 50 milljón reykingamönnum í Bandaríkjunum, en þeir eru að verða eins og peð á taflborði milli tóbaksframleiðenda og þeirra ýmsu samtaka sem herja á reykingamenn til að fá þá ofan af venju sinni. Sala tóbaks nemur á ári yfir 20 milljörðum dala í Banda- ríkjunum og auk þess er varið árlega nokkrum milljörðum dala til að reka áróður gegn reykingum. Um 500 milljónum dala er varið til að auglýsa tóbak og koma þær auglýsingar hvarvetna fyrir í daglegu lífi Bandaríkjamannsins, á inn- kaupapokum, í kvikmyndum og sjónvarpi og með flugvélum sem iátnar eru „teikna" á himininn. Fyrir nokkru var kynnt í Bandaríkjunum skýrsla um Eru reykingar aðallega ávaninn? áhrif tóbaks á manninn og spannar hún 30 ára tímabil og meira en 30 þúsund rannsóknir sem benda ótvírætt til þess að reykingar orsaki lungnakrabba. Skýrsla þessi sem unnin var af sérfræðingum hefur hlotið nokkra gagnrýni tóbaksfram- leiðenda, sem segja hana vera óáreiðanlega. Þetta er í annað sinn sem landlæknir Bandaríkjanna legg- ur fram slíka allsherjarskýrslu, hin fyrri var lögð fram árið 1964. Sýnir hún nú að reykingar hafa aukizt nokkuð meðal kvenna og ungra stúlkna en fremur staðið í stað eða minnk- að meðal karlmanna. Síðan 1964 hafa unt 30 milljónir manna hætt að reykja. Reykingamenn voru 42% fullorðinna 1964 en eru nú 35% fullorðinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.