Morgunblaðið - 23.01.1979, Síða 48
Al (.LYSINí.ASIMINN KK:
22480
Verzlið
í sérverzlun með
litasjónvörp og hljómtæki.
Skipholti 19
BUÐIN sími
ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1979
4500 sextán áranem-
ar þrey ta próf í dag
Um 4500 nemendur sem
verða 16 ára á þessu ári
taka samræmd grunnskóla-
próf um allt land næstu
fjóra daga, en fyrsti próf-
dagurinn er í dag. Þessir
nemendur ljúka við grunn-
skólapróf í vor samkvæmt
upplýsingum Árna Stefáns-
sonar formanns prófa-
nefndar, en samræmdu
prófin eru nú í fjórum
greinum. Valgreinar eru
danska eða enska og sam-
félagsfræði eða raungrein-
ar, en í samfélagsfræði er
um að ræða landafræði og
sögu og í raungreinum
íslenzku og stærðfræði.
Prófin eru á sama tíma yfir
allt landið og á föstudags-
morgun verður útvarpað
munnlega þættinum í
dönsku og ensku. Þessi
miðsvetrarpróf eru liður í
útskrift nemenda úr grunn-
skóla og gildir skólaprófið í
vor jafn mikið.
Flugslysið á Sri Lanka:
Hólmavík:
Reyklaus skóli hjá
yngri sem eldri
Ilólmavík. 22. janúar
í tilefni reyklausa dagsins má geta þess að í
grunnskóla Hólmavíkur þar sem eru nemendur á
aldrinum 6—16 ára um það bil 90 að tölu, reykir
enginn. Við skólann eru starfandi 6 kennarar og
enginn þeirra reykir, svo að í þessum skóla eru allir
dagar reyklausir.
Sajít er frá reyklausa deKÍnum á bls. 29.
Séra Andrés.
Formleg málsmeð-
ferð gagna í febrúar
Ráðstefnu sem halda átti í janúar
á Sri I.anka vejfna rannsókna
flujíslyssins þar 15. nóv. s.l. hefur
verið frestað fram í febrúar n.k..
samkvamt upplýsinjíum frá Sri
Lanka. en þá verður málið tekið
f.vrir í formletíri málsmeðferð.
Þeir aðilar sem unnið hafa að
rannsókninni hafa að undan-
fiirnu unnið úr ýmsum jíiijínum
varðandi fJujjslysið m.a. upplýs-
inj'um úr „sviirtu kiissunum" ok
af soKulböndum í stjórnklefa
fluiívélarinnar.
Votrarvertíð er nú að hefjast af fullum krafti í stærstu verstiið
landsins. Vestmannaeyjum. ok eru milli 30 og 40 bátar af liðlejja 70
byrjaðir róðra. Sívaxandi fjöldi línuháta hefur verið s.l. ár, en þessa
mvnd tók SijjurBeir í Eyjum í jja-r í einum beituskúrnum þar sem
strákainir kepptust við að beita.
Stanzlaus
loðnulöndun
á Eskifirði
Eskifirði. 2á. janúar
STANZLAUS loðnulöndun
hefur verið hér síðan á sunnu-
da«smorgun og er nú búið að
taka á móti 10 þúsund tonn-
um. Fyrsta loðnan barst hér á
land siðastliðinn fimmtudaK.
Bræðsla loðnunnar hófst í dag,
mánudaK, en afköst verk-
smiðjunnar eru eitt þúsund
tonn á sólarhring.
Línubátarnir voru að koma
að með misjafnan afla, frá 3—8
tonn á bát. Línuafli hefur verið
ágætur það sem af er, en 6
bátar róa héðan með línu.
Togararnir lönduðu 60 og 80
tonnum um helgina eftir
stuttar veiðiferðir.
A laugardag héldum við
okkar árlega þorrablót hér á
Eskifirði. Mikið fjölmenni sótti
blótiö og skemmtu menn sér
konunglega fram undir morgun
við söng, skemmtiatriði og
dans. Heiðursgestir blótsins að
þessu sinni voru hjónin Viggó
Loftsson og Kristín Þorsteins-
dóttir, en þau hjón bjuggu um
árabil hér á Eskifirði og var
hann bakari og hótelhaldari á
staðnum og sá um matartil-
búning á fjölmörgum þorra-
blótum. Blótsgoði að þessu
sinni var Gunnar Finnsson
kennari.
— Ævar.
Björgvin Guðmundsson formaður borgarráðs:
Horfur á að borgin
þurfi 12% útsvar
„MÉR sýnist málið standa þannig í dag, að það sé útlit
fyrir að það þurfi a.m.k. hluta af þessu 12 prósentustigi
ef ekki allt, sagði Björgvin Guðmundsson, borgar-
fulltrúi Alþýðuflokksins og einn af talsmönnum
borgarstjórnarmeirihlutans, þegar hann var inntur eftir
afstöðu til þess að leggja á 12% útsvar í Reykjavík.
Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga liggur nú hjá
félagsmálaráðherra um að sett verði í lög heimild þar að
lútandi.
Björgvin sagði, að þessa stund-
ina væri unnið að niðurskurði á
fjárhagsáætlun borgarinnar milli
untræðna og kvaðst hann álíta að
nást yrði um einn milljarður
króna með þessum niðurskurði til
að vega upp á móti ýmsum
kostnaðarhækkunum á yfirstand-
andi ári. Þá yrði að gera ráð fyrir
fyrirsjáanlegum launahækkunum
hjá borgarsjóði á árinu á fjár-
hagsáætlun en hún væri lauslega
áætluð um 1200 milljónir króna
eða nokkurn veginn sú fjárhæð
sem hækkunin úr 11% í 12%
útsvar myndi gefa í tekjur. Að
vísu kvað Björgvin mögulegt að
fara sömu leið og fráfarandi
meirihluti sjálfstæðismanna hefði
jafnan gert, að reikna ekki með
launahækkunum af þessu tagi á
fjárhagsáætlun en núverandi
meirihiuta þætti miður að skilja
eftir slíkt gat. Björgvin kvað allar
horfur á því að fjárhagsáætlunin
yrði afgreidd 15. febrúar.
Kristján Benediktsson, borgar-
fulltrúi Framsóknarfiokksins,
kvað engar formlegar samþykktir
liggja fyrir um þetta efni hjá
PVamsóknarflokknum. Vara-
borgarfulltrúi flokksins, Eiríkur
Tómasson, hefur lýst því yfir að
12% útsvar komi ekki til greina,
en Kristján sagði að væntanlega
væru skoðanir manna innan hans
flokks sem og í öðrum flokkum
mjög skiptar um þetta atriði.
Hann kvað ekki verða tekna
afstöðu í þessu máli fyrr en lokið
væri þeirri endurskoðun sem nú
stendur yfir á fjárhagsáætlun en
hins vegar færi ekki á milli mála
að Reykjavíkurborg veitti ekki af
þessari hækkun.
Sigurjón Pétursson, borgarfull-
trúi Alþýðubandalagsins og for-
seti borgarstjórnar, kvaðst ekki
vita að formleg afstaða um þetta
atriði lægi fyrir hjá neinum
flokkanna og kvaðst ekki gera ráð
fyrir að tekin yrði afstaða til
álagningargjalda nema í tengslum
við annað hvort væntanleg útgjöld
eða framkvæmdir og það gerðist
þá ekki nema við lokaafgreiðslu
fjárhagsáætlunarinnar.
Lamb nærðist í
krafei 50 hreindýra
Höfn í Hornafirði, 22. jan.
ÞRÍR eftirleitamenn
komu í gær úr Kollumúla-
göngu og fundu þeir 13
kindur þar og 9 í Eski-
fellsfjöllum, eða samtals
22. Auk þess vita þeir af
tveimur lömbum sem þeir
gátu ekki handsamað
vegna harðfennis í klett-
um sem lömbin voru í.
Ferðin var farin á snjó-
sleða inn eftir Jökulsár-
gljúfri allt inn að Vestur-
dalsrákum. Skarpa hjarn
var yfir öllu og vita
haglaust utan kvistbeit. í
Víðidal fundu leitarmenn
eitt lamb í 50 hreindýra
hópi og nærðist það í
krafsi dýranna. Eftirleit
þessa átti að fara fyrir jól
en það tókst ekki vegna
slæmra veðurskilyrða.