Morgunblaðið - 26.01.1979, Page 1

Morgunblaðið - 26.01.1979, Page 1
32 SÍÐUR 21. tbl. 66. árg. FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Santo Domingo. 25. janúar. AP, Reuter. JÓHANNES Páll páíi 2. kom í kvöld til Santo Domingo í Dóminikanska lýðveldinu á leið sinni á biskuparáðstefnu í Mexíkó. Þetta er fyrsta utanlandsferð páfa frá því hann tók kosningu sem slíkur í október sl. Páfi kraup eftir að flugvél hans var lent og kyssti jörðina. en örstuttu síðar bauð Antonio Guzman forseti Dóminí- kanska lýðveldisins hann velkom- inn og hleypt var af 21 fallbyssu- skoti. í stuttri ræðu við komuna til Santo Domingo sajfði páfi að latneska Ameríka hefði lykilhlut- verki að gegna í þróun kaþólsku kirkjunnar á næstu árum. Jóhannes Páll páfi er fyrsti páfinn sem kemur til Dóminíkanska lýðveldisins, en þaðan breiddist kristin trú upphaflega út um nýja heiminn. Á leið sinni yfir Atlantshafið í sérlega útbúinni DC-10 þotu frá ítalska flugfélaginu Alitalia ræddi páfi óformlega við fréttamenn í rúma klukkustund og er slíkt samtal án fordæmis í páfagarði. Páfinn staðfesti í samtali sínu við fréttamenn, að hann myndi á næstunni fara í heimsóknir til Bandaríkjanna og Frakklands. Jafn- framt sagði hann að sér væri ekki á móti skapi þegar stjórnir kommúnistalandanna gagnrýndu störf hans. Páfi átti fund með Andrei Gromyko í drykklanga stund í gær, en Gromyko er nú í Róm. Fundur þeirra er fyrsti einkafundur páfa og háttsetts embættismanns sovézku stjórnarinnar. Jóhannes Páll ræddi við frétta- menn á mörgum tungumálum. Hann staðfesti m.a. að hann hefði tekið að sér að miðla málum í deilu Argen- tínu og Chile um yfirráð yfir smáeyjum syðst í Suður-Ameríku. Pafi heldur áleiðis til Mexíkó á morgun, föstudag. Bretland: Liggur vid öngþveiti London, 25. janúar. Reuter. AP BREZKA stjórnin bar í kvöld sigurorð af stjórnarandstöðunni i atkvæðagreiðslu í þinginu um meðfeð stjórnarinnar á verkfallinu, sem lamað hefur athafnalíf og þjónustu í landinu undanfarna daga. Fékk stjórnin 289 atkvæði, en stjórnarandstaðan 273. í umræð- unni á undan atkvæðagreiðslunni sakaði Healy fjármálaráðherra verkfallsmenn um ábyrgðarleysi og sagði kröfuhörku þeirra vera að leiða til öngþveitis. Lestarþjónusta í Bretlandi var lömuð í dag vegna verkfalls lestar- stjóra og opinber þjónusta lá víða niðri vegna verkfalls verkamanna í þjónustu hins opinbera. Á spítala einum þurfti að senda krabbameins- sjúklinga heim, þar sem verkfalls- menn komu í veg fyrir að aðföngum væri komið í sjúkrahúsið. Sjá viAtöl við íslrnzka námsmenn í Bretlandi á bls. 19. Jóhannes Páll páfi 2. kyssir jörðina í Dóminíkanska lýðveldinu eftir komu sína þangað í ga“r. símam.vnd ap „Suóur-Ameríka gegn- ir lykilhlutverki innan kaþólsku kirkjunnar” — sagði páfi við komuna þangað 1 rá hópgöngu stuðningsmanna Bakhtiars forsa'tisráðherra í Teheran í gær Nordli hefur ekki endanlega kveðið upp úr með það að hann muni segja af sér verði málalok á þessa lund, en hann dregur enga dul á að samningurinn skipti sköpum fyrir framtíð stjórnarinnar. Á blaða- mannafundi í morgun sagði Nordli að hann vissi að meirihluti væri fyrir þvi í Stórþinginu að staðfesta samninginn en að einstakir fulltrúar borgaraflokkanna myndu hafna hon- um vegna þess þeir væru beittir þrýstingi flokka sinna. Nordli sagði að Noregur færðist mörg skref aftur á bak í öllu tilliti væri samningnum hafnað. Kínverjar skila uppteknum eignum Pekinjt. 25. jan. Reuter. AP. KÍNASTJÓRN hefur ákveðið að skila kaup- sýslumönnum og öðrum þeim sem urðu fyrir eignaupptöku í menningarbyltingunni á árunum 1966—G9 aftur eignum sínum og fjármunum, að því er fréttastofan Hsinhua skýrði frá í dag. Ákvörðun þessi kemur mjög á óvart, en vestrænir fréttaskýrendur telja að með þessu vilji leiðtogar landsins reyna að tryggja að hæfileikar þessa fólks í stjórnun, viðskiptum og iðnaði nýtist til fulls. Sömuleið- is er litið á þetta skref sem vísbendingu til Kínverja erlendis og á Taiwan, að séreignar stefna sé ekki eitur í bcinum ráðamanna. í framhaldi af þessari ákvörðun hefur einnig verið ákveðið að ýmsir forstjórar og stjórnend- ur iðnfyrirtækja skuli fá endurgreitt með fullum vöxtum þau laun, sem af þeim voru tekin í menningarbyltingunni og hafa verið skert síðan. Talið er að um sé að ræða geysimikla fjármuni m.a. í formi bankainn- stæðna, sem hugmyndin er að skila fyrri eigendum. Jafnframt verður öllum húsum og persónulegum munum, sem teknir voru af fólki í menningarbyltingunni, skilað. Hsinhua segir í frétt sinni í dag, að eignaupptakan í menningarbyltingunni hafi verið brot á stjórnarskránni og eigi hinir fyrri eigendur nú fullan rétt á því að fá eigur sínar aftur með bótum og einnig fyrri starfsheiti og titla. Jafnframt beri að hegna þeim, sem notfært hafa sér eigur þessa fólks í eigin þágu undanfarin ár. Margt af því fólki, sem nú fær eignir sínar á ný, stundaði verksmiðjurekstur eða rak önnur fyrirtæki, þegar kommúnistar tóku völdin í Kína árið 1949. Stjórnin þjóðnýtti þessi fyrirtæki árið 1956, en eigendurnir fengu bætur, sem síðan voru gerðar upptækar í menningarbyltingunni. „Kem næstu daga þótt það muni kosta blóðsúthellingar’ ’ Teheran. París, 25. janúar. AP. Reuter ÍRANSKI trúarleiðtoginn Khom- eini frestaði í dag för sinni til (rans um nokkra daga, en sagðist jafn- framt mundu snúa til baka til landsins jafnskjótt og flugvellir þar verða opnaðir, jafnvel þótt það kynni að leiða til blóðsúthellinga. Búizt er við því, að Khomeini leggi af stað frá París á laugardagskvöld og komi til Teheran á sunnudags- morgun. stuttu eftir að fyrirhugað er að opna þar flugvöilinn að nýju. Talsmaður hans hefur sagt að verði flugvöllurinn ekki opnaður muni Khomeini grípa til „annarra ráða“. Sendimaður frá Bakhtiar for- sætisráðherra Iran hugðist í dag ná fundi Khomeinis, en trúarleiðtoginn neitaði að ræða við hann. Sendi- maðurinn hafði þau skilaboð með- ferðis frá Bakhtiar, að þess væri óskað að Khomeini frestaði heim- komu sinni í a.m.k. þrjár vikur eða þar til hinni nýju stjórn hefði gefist nokkurt svigrúm til að koma á ró í landinu. Mjög stór hópur stuðningsmanna Bakhtiars fór í göngu um götur Teheran í dag til að hvetja til þess að forsætisráðherrann fengi starfsfrið og farið yrði eftir stjórnarskrá landsins. Er talið að margir hafi reiðzt ákvörðun Khomeinis að hafa að engu tilmæli forsætisráðherrans um að fresta heimkomu sinni og ákveðið að taka þátt í göngu stuðningsmanna Bakhtiars. Engu að síður telja fréttamenn í Teheran að fjöldagöngur fylgismanna trúarleið- togans hafi verið töluvert fjölménn- ari en gangan í dag. Khomeini var í dag spurður að því í París, hvort hann hygðist hvetja til vopnaðrar andstöðu gegn stjórn Bakhtiars, en hann sagðist ekki hafa það í huga „að svo komnu rnáli". I bréfi því sem Bakhtiar sendi Khomeini og lesið var í útvarpi í Teheran er trúarleiðtoginn varaður við því að leggja á ráð um að brjóta gegn stjórnarskránni, því þá gætu skapast aðstæður, sem stjórnin gæti ekki borið ábyrgð á. Stjórnarkreppa í aðsigi i Noregi? Ósló. 25. jan. Frá Jan Erik Laurc frcttaritara MorRunblaósins ÝMSAR blikur eru nú á lofti í norskum stjórnmálum og stjórn Verkamannaflokksins undir forsæti Nordlis í hættu og kynni að verða að segja af sér. Það er hið umtalaða Volvomál sem gæti orðið ríkisstjórninni að falli. f gærkvöldi varð það ljóst í miðstjórnum Hægriflokksins og Kristilega þjóðarflokksins. að þær munu mæla með því að fulltrúar þessara flokka á þingi greiði atkvæði gegn Volvo samningum og það bcndir fátt til þcss að þingmcnn hiýðnist ekki þcssum boðum. Fulltrúar Miðflokksins munu að líkindum greiða atkvæði gegn samningnum, en það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en á mánudag- inn. Áður var orðið ljóst að Sósíalíski vinstriflokkurinn og Vinstri munu greiða atkvæði á móti. Þar með væri meirihluti þingmanna á móti samningnum og Odvar Nordli yrði þá að leggja fram lausnarbeiðni sína. Þótt það virðist mótsagnakennt lítur nú svo út fyrir að þeir einu sem gætu bjargað norsku stjórninni væru hlutafjáreigendurnir í Volvo. Volvo mun halda aðalfund hinn 30. janúar. Ef samningurinn verður felldur þar mun hann ekki koma til afgreiðslu í norska stórþinginu og þar með yrði ríkisstjórn Nordlis lengri lífdaga auðið. Er því aðalfund- ar VOLVO beðið með mikilli eftir- væntingu. Það dugar að þriðjungur hlutabréfaeigenda greiði atkvæði gegn fyrirhuguðum samningi og verður þá málið tekið út af dagskrá. Mjög skiptar skoðanir eru hjá sænskum hlutafjáreigendum varðandi þetta mál og sem stendur ógjörningur að spá hvernig leikar fara að lokum en ekki beinlínis líklegt að samningurinn verði giltur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.