Morgunblaðið - 26.01.1979, Side 7

Morgunblaðið - 26.01.1979, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979 Fundahöld formanns Framkvæmda- stofnunar ríkislns AlÞýðuflokkurinn hefur efnt til fundahalda vítt um land sem út af fyrir sig er ekkert nema gott að segja um. Það hefur hins vegar vakið furöu, hvern veg flokkurinn hefur kvatt til fundar á Vestfjöröum. Fundirnir eru auglýstir sem almennir borgarfundir og framsögumaður (Sig- hvatur Björgvinsson) kynntur sem formaður stjórnar Framkvæmda- stofnunar ríkisins — en ekki t.d. Þingmaður eða formaður Þingflokks AlÞýðuflokksins. Hvers vegna er Þann veg staðið aö málum? Er Það vegna Þess að Framkvæmdastofnun ríkisins er „klettur í kerfinu", sem hefur með að gera bæði áætlana- gerðir og fjármagnsdreif- ingu í Þjóðfélaginu (byggðasjóður og fram- kvæmdasjóður)? Er Þaö ti4 að undirstrika Þá stöðu valds og fyrir- greiðsiu, sem Þessi Þing- maður AlÞýðuflokksins er kominn í? Færi ekki betur á Því að Sighvatur Björgvinsson mætti á fundum, er AlÞýöu- flokkurinn boðar til, sem Þingmaður hans og kjör- dæmis síns en sem for- maður Framkvæmda- stofnunar ríkisins, sem vera á hlutlaus ríkisstofn- un? Hvar eru nú háleitar predikanir um „kerfis- kalla“, „siðgæöi“, „póli- tíska kommisara" og Þar fram eftir götunum, sem hæst var haft um vikurn- ar fyrir kosningar í vor? Ætlar AIÞýðuflokkurinn ekki að linna látum í vinnubrögðum fyr en sannmæli verður, að aldrei hafi jafn margir Þingmenn svikið jafn mörg heit jafn kyrfilega og á jafn skömmum tíma og Þingmenn hans? Stefna Sjálfstæöis- flokksins Ásgeir Þórhallsson skrifar grein í Morgun- blaðið í gær, Þar sem hann dregur stefnu Sjálf- stæðisflokksins saman í nokkra meginpunkta. Hann vitnar fyrst til oröa Birgis heitins Kjarans, greinar er hann reit í Stefni, 3. hefti 2. árgangs 1958. Þar lagði Birgir áherzlu á að hugmynda- heimur Sjálfstæðis- flokksins byggöi á íslenzkum grunni, væri ekki ínnflutt hugmynda- fræði, Þótt tengsl væru á mílli skyldra Þjóðfélags- kerfa. En flokkurinn hefði tekiö breytingum í sam- ræmi við Þjóðfélags- Þróunina. Núverandi stefna hans sé í hnotskurn: • 1) Varðveita og tryggja sjálfstæöi lands og lýðs og standa vörð um tungu, bókmenntir og annan menningararf ís- lendinga. • 2) Treysta Þegnrétt- indi, lýðræði og Þing- ræði. • 3) Vinna að víðsýnni Þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli ein- staklingsfrelsisins og athafnafrelsisins með hagsmuni allra stétta fyrir augum. • 4) Nýta Þekkingu og tækni Þann veg, að auðlindir lands og hafs veröi hagnýttar af hyggindum í Þágu Þjóðarheildar. • 5) Skapa öllum lands- mönnum félagslegt öryggi. Þetta er grunnur sjálf- stæöisstefnunnar. Nú er unnið að Því aö marka Sjálfstæöisflokknum framtíðarstefnu, sem byggð verði á Þessum grunni, en taki jafnframt mið af staðreyndum líð- andi stundar, efnahags- legum, atvinnulegum, félagslegum og menn- íngarlegum, og æskilegri Þróun Þjóðfélagsins næstu ár og áratugi. Stefnt er að Því að Þessi stefna verði lögö fram, að Því er efnahagsmál varðar, í næsta mánuði, en á heildina litið verði hún afgreidd á lands- fundi í vor. Ykkur öllum vinum og vandamönnum er heimsóttu mig og glöddu meö gjöfum og skeytum á áttræöisafmæli mínu sendi ég bestu kveöjur og þakklæti. Guö blessi ykkur öll. Ingibjörg Siguröardóttir, Víkurbraut 18, Vík í Mýrdal. FRANZ SCHUBERT vetrarferöin „Die Winterreise" SIMON VAUGHAN (Bariton) ÓLAFUR VIGNIR ALBERTSSON (píanó) í Norræna Húsinu, Sunnudaginn 28. jan. kl. 3. Verö aðgöngumiða 2000 kr. HEKLAhf Laugavegi 170—172 — S(mi 21240 Solex blöndungar fyrirliggjandi í ýmsar geröir bifreiöa. Einnig blöökur í Zenith blöndunga. Útvegum blöndunga f flestar geröir Evrópskra bifreiöa. Hagstætt verö. Gamall og slitinn blöndungur sóar bensíni sá nýi er sparsamur og nýtinn. Vegna sameignarslita veröur flugvélin TF- MEY-Piper Cherokee PA-28-180 árgerð 1966 seld á uppboði í flugskýlinu við gamla flugturninn mánudaginn 29. jan. kl. 4.30 e.h. 500 flugtímar á motor (1500 tímar eftir) Tvö V.H.F. radio - A.D.F.- Marker Beacons-Rafmagns Trim. Stór útsala hefst i dag Dömudeild Herradeild Kjólefni Peysur Metravara Skyrtur Borödúkar Sokkar Karlmanna- og drengjaundirföt. Ótrúlega lágt verð. Égill Sacobsin Austurstræti 9 Lítidtil beggja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.