Morgunblaðið - 26.01.1979, Síða 8

Morgunblaðið - 26.01.1979, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979 Sasa Jónsdóttir (Ilulda) Aftalstoinn Bcn'dal (Stjáni). áhrifamenn á vinstri væng þjóð- mála er talin ungum skáldum vænlegust til vegs. En hreinskilni Vésteins er svikalaus og jafnframt yljuð þeirri nauðsynlegu kímni, sem baráttuglöðum mönnum gleymist of oft, þegar þeir haf mikið að segja. Á frumsýningu leikritsins var ég enn minntur á myndirnar frá bernskuárunum, þegar Þórður, höfuð fjölskyldunnar, sem verkið fjallar um, var sestur í slitinn stól undir brjóstmynd af Lenín með Þjóðviljablað í höndum. Þarna var einn af þessum gömlu jöxlum, einörðu og hreinskiptu, sem trúðu á málstaðinn og greiddu umyrða- laust tíund sína til flokksins og blaðsins. Þráinn Karlsson er það ungur maður, að mér sýndist í fyrstu fráleitt að ætla honum að túlka þennan lúna og seiga harð- jaxl nær sextugan að aldri. Sú hætta er ávallt á næsta leiti, að óttinn við þann annmarka, mikinn aldursmun leikara og þeirrar persónu, sem hann túlkar, leiði til ofleiks eða fráleitra tilburða. Þráinn virðist ekki vita af því vandamáli og hélt réttum svip og látbragði frá upphafi til enda. Þó hefði reisn heimilisharðstjórans mátt vera ívið meiri með köflum. Þráinn stóðst átök í síðustu atriðum og var í fyllsta máta sannfærandi, er hann að lokum sat uppi áttavilltur með gestaþraut að glíma við í ellinni. Sigurveig Jónsdóttir leikur Mundu, seinni konu Þórðar. Hæfileikinn til innlifunar bregst henni ekki frem- ur en endranær. Fortíð þeirrar persónu, sem hún birtir, leynir sér aldrei; mismunandi viðhorf til annarra persóna verksins koma skýr fram í raddhreim og svip- brigðum, en ekki er ég frá því að hún hefði mátt vera heldur hóglátari og fyrirferðarminni á sviöinu. Viðar Eggertsson fékk ágætt tækifæri til þess að sýna, að hann getur meira, en að leika skringilegar ævintýrapersónur eins og þær, sem hann lék af mikilli látbragðskúnst í Skugga- Sveini. Hlutverk Kalla, sonar Þórðar, er vandasamt; honum eru lögð þau orð í munn, sem vekja kæti ájbprfenda. Hann er grallara- spói framan af og glannaskapur- inn getur auðveldlega leitt leikar- ann í þá gildru að klúðra hlutverk- inu. En Viðar leikur af þeirri íþrótt og list, er nær dregur leikslokum og átökin við föður og stjúpu harðna, uns hann kveður heimili sitt, að það vekur aðdáun og viðkvæmni. Umskiptin verða án þess að eftir verði tekið, líkt og þegar tónverk, sem hefst hratt og létt tekur hægri breytingu, niður fjarlægrar, þungrar undiröldu færist nær og magnast smám saman til áhrifamikillar reisnar. Svanhildur Jóhannesdóttir leikur Svandísi yngri dóttur Þórðar, veldur hlutverkinu vel og þá best, Pólitískar sviptingar Aðalsteinn Uergdal (Stjáni). Sigurveig Jónsdóttir (Munda). Þráinn Karlsson (Þórður) og Svanhildur Jóhannesdóttir (Svandís). upp í háls. Þannig voru þó ýmsir ágætir hjálpræðishermenn á sunnudögum, en móðir mín sagði mér, að þessi maður hefði stýrt allt öðrum herjum. Þetta væri hann Jósef Stalín, leiðtogi komm- únista í Rússlandi, sagður harður í horn að taka og lítið fyrir kristindóm. Hillubúinn væri Len- in, sá sem hefði hrundið öllu af stað þar eystra með blóðugri byltingu. Síðar hefur mér oft verið hugsað til þessa hreinlega og fátæklega heimilis, þar sem hjónin strituðu hörðum höndum til þess að framfleyta stórum barnahóp. Húsmóðirin vann í fiski; var stórlynd og þess vegna ákveðnari þátttakandi í verkalýðsbaráttunni, heldur en húsbóndinn, sem var blóðug og rauð lyfti vopni sínu í Prag 1968. Víðs vegar um ísland hrikti þá í stoðum þeirra hug- sjónahalla, sem græskulaust fólk og gott hafði byggt sér. Og afkomendur margra þeirra, sem haldið höfðu fast við þá trú, brugðust hart við blekkingunni og gerðust ákafir dýrkendur annarra stefna. Sumir stigu þá fast dans- inn um þann gullkálf, sem lýst hefur af um langt skeið á Islandi. Jóhann skáld segist hafa haldið ræðu við Miðbæjarskólann gegn innrás Varsjárbandalagsins í Prag 1968 og vitnað í Stein, „sem orti um múra hatursins. Dimmir kaldir og óræðir grúfðu þessir múrar yfir gagnmerkt og heilsteypt verk sprottið af áhrifum þeirra tíma- mótaviðburða í veröldinni, sem hér hefur verið á drepið og höfðu mikil áhrif hér á landi ekki síður en annars staðar. Hefði verið næsta óeðlilegt og skaði íslenskum bókmenntum og þá jafnframt íslenskri menningarsögu hefðu skáldin setið þögul við þeim örlagaríku atburðum. Ekki er ástæða til að fjölyrða um þetta verk, sem Leikfélag Akureyrar hefur nú tekið til sýningar, því þegar það var sýnt í Reykjavík fyrir rúmum tveim árum, vakti það mikla athygli, kom róti á hugi margra og var þá mikið um það ritað. Ádeila höfundar er dirfsku- full á tímum, þegar tillitssemi við Leikfélag Akureyrar STALÍN ER EKKI HÉR.. eftir Véstein Lúðvíksson. Leikmyndi Hallmundur Kristins- son. Leikstjórii Sigmundur Örn Arngrímsson. Þegar ég hugsa til þess tíma, er ég var að alast upp á Oddeyri á fimmta áratugnum, er mér minnisstætt, að á heimili tveggja leikfélaga minna, bræðra, voru myndir, sem mér þóttu athyglis- verð stofuprýði. Önnur var lítil, brúnmáluð brjóstmynd úr gifsi, sem stóð á hillu yfir legubekk. Hún var af sköllóttum manni með hökutopp. Hin var allstór Ijós- mynd í póleruðum viðarramma af Jökkhærðum manni með grósku- mikið yfirskegg og kipruð augu. Það þótti mér skrítið, að hann var ekki með hvítt um hálsinn eins og afar mínir á gömlu, hörðu mynd- unum heima, heldur með hneppt Lelklist eftir BOLLA GÚSTAVSSON í LAUFÁSI einkar hægur og hlédrægur. Þetta voru sómakærar manneskjur og engir flysjungar. Þau trúðu á málstaðinn, efuðust ekki um, að öreigar allra landa myndu samein- ast, og því gengu þau örugg undir rauðum fánum 1. maí, sannfærð um að roðinn í austri boðaði betri tíð. Þegar ég las kvæðabálkinn Myndina af langafa eftir Jóhann Hjálmarsson, komu þau mér oft í huga og ég skildi betur, hve vonbrigðin hafa verið logandi sár við ofbeldið í Búdapest í október 1956 oir begar böðulshöndin brúna. von föður míns, umluktu hið illa. Þegar ég spurði hann um myndina af Stalín sem forðum hékk í stofunni í Skuld, vildi hann ekki tala um hana. Þjóðviljann keypti hann ekki lengur, blað, sem hann hafði áður gefið síðasta eyri af lágu kaupi." Það er vandratað meðalhófið og lærist seint, að trúin á pólitísk kerfi er haldlítil. „Stærsta axar- skaft okkar vinstrisósíalista fólst í trúgirni. Það er í flestum tilfellum meiri glæpur að vera auðtrúa en lygari," ritaði Halldór Laxness í Skáldatíma. Þeir, sem halda áfram að berja höfðinu við steininn, segja, að hann sé prakkari. Það eru rök blindrar, ólæknandi hjá- trúar. Leikrit Vésteins Lúðvíks- sonar, Stalín er ekki hér. er „DagurHal ogHöUu” Ræðismaður íslands í Los Angeles, Kaliforníu, og kona hans Halla hafa hlotið þann heiður, að borgarstjóri Los Angeles-borgar hefir fyrirskip- að, að 21. janúar 1979 skuli nefndur „Dagur Hal og Höllu“. Don Bradley borgarstjóri gaf í þessu tilfelli út skrautritaða yfirlýsingu, þar sem getið er afreka þeirra hjóna sem sjón- varpslistamanna. í skjalinu er minnst á, að Hal Linker hafi fyrst vakið athygli sem túlkur úr japönsku í síðari heims- styrjöldinni og að hann hafi sótt brúði sína til íslands þegar hann var að taka þar kvikmynd fyrir sjónvarpsþátt sinn. Síðar hafi Halla kona hans tekið þátt i sjónvarpsþáttum hans, sem nefndust „Vegabréf til ævin- týra“. Þá er minnst á það í heiðursskjalinu að Link- er-hjónin hafi á s.l. ári hafið nýjan sjónvarpsþátt, sem nefnist „Það villta, skrýtna og dásamlega". Alls hafa þau hjón- in ásamt syni þeirra tekið kvikmyndir í 149 löndum heims. Fyrri sjónvarpsþáttur þeirra var sýndur alls í 13 ár. Linkerhjónin hafa með sjón- varpsþáttum sínum unnið að skilningi milli þjóða. Bradley borgarstjóri lýkur heiðursskjalinu með eftir- farandi orðum: „Þar af leiðandi lýsi ég, Tom Bradley borgarstjóri Los Angel- se, því yfir, að ég fyrir hönd borgara Los Angeles nefni 21. janúar 1979 „Dag Hal og Höllu Linker" í viðurkenningarskyni fyrir 21 árs sjónvarpsstarf þeirra, sem hefir aukið hróður Los Angeles. Ennfremur lýsi eg virðingu minni fyrir frábærri frammistöðu þeirra á mörgum sviðum og óska þeim gæfu og gengis í því sem þau takast á hendur í framtíðinni." 4 sækja um prófessors- embætti í lögfræði Umsóknarfrestur um 2 prófessors- embætti í lögfræði við lagadeild Háskóla íslands með aðalkennslu- greinar á sviði ríkisréttar og réttar- fars sem auglýst voru laus til umsóknar 5. desember s.l. rann út 3. þ.m. 4 umsóknir bárust og eru umsækjendur: Björn Þ. Guðmunds- son, settur prófessor, Gunnar G. Schram settur prófessor (um embætti á sviði ríkisréttar), dr. Páll Sigurðsson dósent (um embætti á sviði réttarfars) og Stefán Már Stefánsson settur prófessor (um embætti á sviði réttarfars).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.