Morgunblaðið - 26.01.1979, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979
Arndís Björnsdóttir:
Hvar eru nú radd-
ir þessara manna
Fimmtudaginn 16. jan. birtist í
Mbl. ágæt grein eftir Ellert
Schram alþm. um skattpíningar-
stefnu þá, er nú ríkir hjá stjórn
landsins. Grein þessi er umhugs-
unarverð og þarft innlegg í þær
umræður um skattamál, sem fram
hafa farið undanfarna mánuði. Er
skemmst að minnast greina Sveins
Jónssonar aðstoðarbankastjóra
Seðlabankans um hættu þá, sem er
samfara of mikilli skattlagningu
tekna einstaklinga og félaga og
telur Sveinn Jónsson, eins og
reyndar flestir, sem um þau mál
hafa fjallað, að allt of langt sé nú
gengið í skattakröfum ríkisins.
Ellert átelur í grein sinni
vinnubrögð á Alþingi, sem hann
telur ekki sæma þeirri stofnun.
Slíkar upplýsingar eru fróðlegar
fyrir okkur, sem ekki höfum svo
glögga hugmynd um störf Alþing-
is, en höfum þó frá barnæsku borið
virðingu fyrir löggjafarsamkundu
íslendinga. En nýir siðir fylgja
nýjum herrum og á Alþingi sitja
nú allmargir einstaklingar, sem
fyrir kosningar töldu óhugsandi að
komast á þing, en ultu þangað inn
frir hreina tilviljun. Það er því
varla von annað en þingstörfin
beri þess einhvern vott. Við höfum
nú í þeirri stofnun sjálfskipaða
„frelsara" þjóðfélagsins, sem sjá
drauga í hverju horni, véfengja
allt og alla og hafa að því er virðist
snúið þeirri grundvallarreglu við,
að sakborningur skuli frjáls talinn
unz sekt hans er sönnuð — nú er
sakborningur sekur, nema honum
takist að sanna annað.
Það sem uggvænlegast er í
þjóðlífi okkar íslendinga hlýtur að
vera sú staðreynd, að þegar vinstri
stjórnir sitja eins og sú, sem nú
situr, láta launþegasamtökin yfir
sig ganga hverja launaskerðing-
una af annarri átölulaust, láta
stinga upp í sig dúsum eins og
svokölluðum félagslegum umbót-
um í stað samningsbundinna
hækkana og kyngja orðalaust
gífurlegum skattaálögum, sem
ekki eiga sér hliðstæðu í sögu
lýðveldisins. Allt er semsé leyfi-
legt, þegar „rétt stjórn" situr.
Núverandi ríkisstjórn hefur sett
algert met í skattaálögum, enda
virðast alþingismenn hugleiða það
eitt, hvar hægt sé að finna nýja
skattstofna. Nýjasta dæmið eru
hinir hrikalegu fasteignaskattar,
sem nú eru lagðir á og jaðra við
hreina eignaupptöku, en með þeim
er fólki hreinlega refsað fyrir að
hafa komið sér upp eigin húsnæði.
Að vísu er inn á milli rætt um
nauðsynlegt aðhald í ríkisrekstri,
en það eru orðin tóm og gersam-
lega meiningarlaus, eins og kosn-
ingasigursslagorðið „samningana í
gildi", sem stjórnarliðum hefur
aldrei dottið í hug að standa við.
Sá áróður, sem nú er hafður í
frammi gegn öllu frjálsu framtaki,
er stórhættulegur, því að undir-
staða frjáls þjóðlífs hlýtur að vera
frelsi einstaklingsins til athafna.
En frelsi hans er nú reynt að
skerða með öllum tiltækum ráðum
og fæst ekki annað séð, en að
stefnt sé í stórkostlegt atvinnu-
leysi. Sé fótunum kippt undan
rekstri fyrirtækja, stórra og
smárra, eins og stefna núverandi
stjórnar er, er erfitt að hugsa sér,
hvert ríkið hyggst beina því fólki
til vinnu, sem mun missa atvinnu
sína og hver eigi að borga því
launin. Hvert ætlar ríkissjóður að
sækja sér eyðslufé, þegar gengið
hefur verið af þeim örfáu kúm
dauðum, sem enn er hægt að
mjólka?
Frjáls atvinnurekstur hefur
3ja mánaéa némkeió
þar sem 11 adaldansarnir úr kvikmyndinni
GREASE veröa kenndir.
Innritun frá kl 17.00 til kl. 22.00 í Skírteini afhent sunnudaginn 4
Brautarholti A cími nr\OAc _' „ • * . . . - - - .** .
Brautarholti 4, sími 20345
Drafnarfelli 4, sími 74444.
og febrúar frá kl. 16.00 til kl. 19.00 í
Brautarholti 4 og Drafnarfelli 4.
Kennslugjöld fyrir námskeiöiö
greiöist viö afhendingu skírteina.
Verið með og lærið
toppdansana í dag.
löngum átt erfitt uppdráttar hér á
landi og núverandi stjórnvöld ætla
að slá met í þeim efnum að gera
honum erfitt fyrir. Það er í raun
og veru sárgrætilegt, hvernig t.d.
hinir nýju þingmenn Alþýðu-
flokksins láta Alþýðubandalags-
menn svínbeygja sig til þess að
koma hér á ófrelsi og höftum og
skerða ráðstöfunarrétt einstakl-
ingsins á öllum sviðum. Það mun
verða Alþýðuflokknum lítill sómi
að hafa átt á Alþingi þá menn,
sem næstum endalaust er hægt að
etja á foraðið. Það er lítill
mannsbragur að því, að tala hátt
og mikið, fordæma og skammast,
en samþykkja síðan það, sem
fordæmt var. Þá fer að verða
kátbroslegt allt tal um „neðan-
jarðarhagkerfi" og aðrar ámóta
órökstuddar fullyrðingar.
Það er hins vegar óhrekjanleg
staðreynd, að nokkrir óprúttnir
forystumenn launþegasamtaka
ráða algerlega ferðinni í þjóðmál-
um íslands. Því er vert að staldra
við og hugleiða hvert stefnir.
Ríkisstjórn Geirs Hallgrímsson-
ar, sem féll í síðustu kosningum,
fékk aldrei vinnufrið fyrir þeim
aðilum, sem nú standa fyrir
kjaraskerðingaraðgerðum, sem
ekki eiga sinn líka. Verkalýðsfor-
ingjarnir voru staðráðnir í að
leyfa þeirri stjórn ekki að láta
neitt gott af sér leiða. Ef þeirri
stjórn þótti ástæða til að grípa til
einhverra ráðstafana til þess að
draga úr verðbólgu, þótt þær væru
hreinir smámunir miðað við að-
gerðir núverandi stjórnar, ætlaði
allt af göflunum að ganga og
„svívirðilegu kaupráni" var mót-
mælt með verkföllum, útflutnings-
banni og öðrum skemmdaraðgerð-
um. En hvar eru nú raddir þessara
manna? Þeir sitja þegjandi og
aðhafast ekkert, nú þykja allar
þessar kaupráns- og eignaupp-
tökuaðgerðir nauðsynlegar og
sjálfsagt að rýja alla launþega inn
að skyrtunni. „Réttir menn“ sitja
við stjórnvölinn og maka sinn krók
og verkalýðsforingjarnir sitja eins
og sneyptir rakkar við fætur
þeirra.
Erum við íslendingar þá orðnir
svo skyni skroppnir, að við látum
teyma okkur eins og ómálga börn,
en hugsum ekki lengur sjálfstæða
hugsun? Er það þessi ömurlega
„línumennska" í stjórnmálum, sem
koma skal?
Er ekki mál til komið að linni og
snúa vörn í sókn. Við skulum gera
okkur Ijóst, að frelsi einstaklings-
ins er i hættu. Því er það mikil
nauðsyn, að allir hugsandi Islend-
ingar fylki sér í þann flokk, sem
berst fyrir rétti einstaklingsins og
ákvarðanatöku hans sjálfs og veiti
Sjálfstæðisflokknum það brautar-
gengi að ná meirihluta á Alþingi.
Arndís Björnsdóttir,
kennari.
Islenzk stúlka
stofnar blásara-
k vin te tt í Berlín
NÝLEGA hélt blásara-
kvintettinn Das Char-
lottenburger Blaser-
quintett sína fyrstu tón-
leika í British Centre í
Berlín og hlaut sérlega
góða dóma. Kvintettinn
samanstendur af fimm
stofnendum hans,
Evrópubúum frá ýmsum
löndum, en einn þeirra er
íslenzk stúlka, Sigríður
Vilhjálmsdóttir óbóleik-
ari, sem dvalist hefur í
Berlín síðastliðið ár.
Sigríður er dóttir Astu Al-
bertsdóttur og Vilhjálms Guð-
jónssonar heitins, klarinettleik-
ara í Sinfóníuhljómsveit Is-
lands. Sigríður lauk námi í
Barnamúsikskólanum á sínum
tíma og síðar frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík, 19 ára gömul,
og þá jafnframt fyrsti óbóleik-
arinn, sem útskrifast úr Tón-
listarskólanum. Eftir tveggja
ára nám við Royal College of
Music and Drama í Lundúnum
hélt hún til Berlínar og reyndi
við inntökupróf í
Orchesterakademie des Berliner
Philharmonischer Orchester,
sem er undirbúningsdeild fyrir
Fílharmoníuhljómsveit Berlín-
ar, en hvort tveggja er undir
stjórn Herberts von Karajan. I
þessari undirbúningsdeild
hljómsveitarinnar eru eingöngu
25 manns, hljóðfæraleikarar
víðs vegar að úr heiminum, og
eru gerðar mjög strangar kröf-
ur. Hljóðfæraleikarar í Aka-
demíunni eru á styrk hjá þýzka
ríkinu, en tilhögun í deildinni er
þannig, að tónlistarmennirnir
yfirgefa hana ekki fyrr en þeir
hafa fengið fast starf, ýmist hjá
Fílharmoníuhljómsveit Berlínar
eða beztu hljómsveitum lands-
ins.
Sigríður Vilhjálmsdóttir
Sigríður er eini íslendingur-
inn, sem tekið hefur próf í
akademíuna og stóðst með
prýði. Kennari hennar nú er
fyrsti óbóleikari Fílharmoníu-
hljómsveitarinnar, Lothar
Koch, sem er einn frægasti
núlifandi óbóleikari, og hefur
Sigríður þegar leikið tvívegis
með hljómsveitinni.
Forsaga áðurnefndra tónleika
er sú, að fimm félagsmenn
akademíunnar tóku sig til og
stofnuðu Das Charlottenburger
Bláserquintett. Kvintettinn hef-
ur aðeins æft í nokkra mánuði
og hélt sína fyrstu tónleika nú í
janúar og hlaut hina prýðileg-
ustu dóma.
Á menningarsíðu Die Welt frá
12. janúar segir m.a. á þessa
leið: — Samspil þeirra ber vott
um öryggi og góða samstillingu
og hljómfegurð. Tónlist fimm-
menninganna er gædd þeim
ferskleikablæ, krafti og fjöri,
sem einkennir góðan samleik
þeirra. — Der Tagesspiegel
hrósar þeim einnig mjög fyrir
hæfni, sem það segir að verð-
leikum, og rómar hinn góða
árangur, sem þau hafa náð á
þeim fáu mánuðum sem
kvintettinn hefur æft saman.