Morgunblaðið - 26.01.1979, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979
Sjálfstæðisflokkurinn felli
nióur alla skatta og álögur
vinstri stjórnarinnar
Ræða Alberts Guömundssonar alþm. á fundi í Holta- og Hlíðahverfi
Ég vil hefja mál mitt með því
að þakka stjórn Félags sjálf-
stæðismanna í Hlíða- og Holta-
hverfi fyrir að bjóða okkur
hjónum að vera gestir kvöldsins
á þessari virðulegu samkomu, og
jafnframt að leyfa mér að
ávarpa ykkur.
Ég reikna með því, að mér
leyfist að tala um stjórnmál —
mitt viðhorf til stjórnmálanna.
Hvert stefnum við? Hvar
stöndum við? Þessar spurn-
ingar leita mjög á alla þá,
sem eitthvað hugsa um stjórn-
mál á Islandi í dag. Stjórnarfar
okkar og meðferð landsmála og
öll stjórnsýsla á opinberum
vettvangi jafnt í landsmálum
sem í sveitarstjórnarmálum
hefur tekið á sig hinar margvís-
legustu og ótrúlegustu myndir,
allt frá tímum viðreisnar, eftir
kosningarnar 1971, og þó ekki
sízt eftir síðustu kosningar í
maí-júní 1978.
Tilgangurinn
helgar meðalið
Það er kannski erfitt að finna
hliðstæður með öðrum þjóðum
nú á undanförnum árum. Þó
verður ekki fram hjá því horft,
að einmitt með nágranna-
þjóðum okkar á Norðurlöndum
er að finna hliðstæður um
óvissu, um riðlun flokks-
skipunar og festuleysi í stjórn-
málalegu tilliti, miðað við það
sem áður var. Nefna má eitt
dæmi í þessu sambandi, stofnun
og starfsemi Framfaraflokksins
í Danmörku, sem skóp mest af
sínu fylgi frá gamla Hægri-
flokknum og gerði hann mátt-
vana, sem og ýmsa smáflokka
þar í landi. Einnig má á það
minna, að jafnaðarmanna-
stjórnin í Bretlandi hefur setið
sem minnihlutastjórn í skjóli
nokkurra smáflokka, sem er
einsdæmi í allri sögu þess mikla
lýðræðislands og stjórnarfars
þess, sem byggist á Magna-
Carta, hinni heimsfrægu gömlu
stjórnarskrá frá árinu 1215.
Það er þó eftirtektarverðast í
þessu sambandi, að á bak við
allar þessar þjóðfélagsbyltingar
var orsökina fyrst og fremst að
finna í miðstýringu alþjóða
kommúnismans frá Moskvu,
sem hafði það á stefnuskrá sinni
og órjúfanlegu markmiði að ná
völdum í öllum þessum Jöndum
með hvaða ráðum sem væri,
undir kjörorðinu „Tilgangurinn
helgar meðalið". En þessi fyrir^
ætlun alþjóða kommúnismans
mistókst.
Virdingarleysi
fyrir Alþingí
Ég hefi nefnt þessi fáu dæmi
vegna þess, að ef við skoðum
hina pólitísku eða stjórnmála-
legu stöðu á Islandi í dag, fer
ekki hjá því, að líkingin blasi
óhugnanlega við okkur. Leyfi ég
mér að rökstyðja þessa skoðun
mína.
Það eru því miður — jafnvel
þúsundir ungmenna, verkafólks,
miðaldra og miðstéttafólks, sem
í dag hafa glatað áhuganum, og
þá ekki síður trúnni á íslenzkt
stjórnarfar og stjórnmálamenn.
Þetta kom tilfinnanlega fram í
síðustu kosningum.
Það er ótrúlegt vonleysi og
áhugaleysi með fólki í þessum
efnum samfara virðingarleysi
fyrir Alþingi, löggjafarvaldi og
stjórnsýslu. Fólk lætur sér
standa á sama hvernig rekur.
Fólkið segir: Flokkarnir eru
allir eins, enginn öðrum betri,
ailir jafn duglitlir. Þessu illgresi
hefur fyrst og fremst verið sáð
inn í hugi manna af alþýðu-
bandalagsmönnum (kommúnist-
um), en — dáðleysi andstæðinga
þeirra og kjarkleysi með undan-
látssemi hefur ýtt undir
árangur af iðju þeirra. Þetta
hættulega og- hnitmiðaða
áróðursstarf þeirra skapaði það
hugarfar, sem fyrst og fremst
skóp glundroðann i síðustu
kosningum. F’ólki var orðið
sama hvern það kaus.
Fastmótuð stefna —
Mótvægi gegn öfgaöflum
Svona undirbýr kommúnis-
minn valdatöku sína hér á
íslandi, eins og í öðrum löndum.
Það er nú hlutverk Sjálfstæðis-
flokksins að græða upp hugarfar
fólksins. Það verður að gefa
þjóðinni nýja von, nýja trú og
skapa traust á þeirri stjórn-
málastarfsemi sem unnin er í
Sjálfstæðisflokknum.
Sjálfstæðisflokkurinn verður
að skapa með fastmótaðri
stefnu almenna hugarfarsbylt-
ingu í andstöðu við kommúnis-
mann. Til þess að svo megi
verða þarf öflugt og einart
flokksskipulag, kjark, áræði og
einbeitni, og umfram allt ferska
stjórnmálahugsjón, sterka
stefnumótun og göfugt mark-
mið. Slík pólitísk hreyfing
verður að ná til allra lýðræðis-
lega hugsandi manna.
Það er skylda Sjálfstæðis-
flokksins — sem er hið eina
andstæða pólitíska afl á Islandi
gegn kommúnistum — að skapa
og móta hreyfingu með öflugu
starfi sínu, sem rumskar við
fólki og vekur það til vitneskju
um hættuástandið. Þetta starf
þarf að vinna með einföldum
rökum sem öll þjóðin^kilur.
Sjálfstæðisstefnan og Sjálf-
stæðisflokkurinn er og verður
eina öfluga mótvægið gegn
öfgaöflum á Islandi. Til að ná
árangri verðum við að vinna
betur en mótherjar okkar.
Okkur stafar engin hætta af
hugsjónasnauðum og stefnu-
lausum Framsóknarflokki, sem
fer sífellt hnignandi. Okkur
stafar ekki heldur hætta af
ofstopafullum Alþýðuflokki,
Albert (Juðmundsson
sem í síðustu kosningum naut
góðs af glundroða og áhugaleysi
fólksins fyrir íslenzkum stjórn-
málamönnum.
Ábyrg stjórnmálastefna,
brennandi vilji — án eigingirni
— sprottinn af íslenzkum rótum
og rökum, mundi skapa virðingu
og stjórnmálalega festu, og
verða skæðasta vopnið gegn
baráttuleiðum kommúnismans.
Æskan og baráttuviljinn
— Verkamaöurinn
Eitt af því þýðingarmesta er
að ná eyrum og augum
æskunnar í landinu, sem á
líðandi stundu er að verulegu
leyti stjórnmálalega ráðvillt.
Við verðum að skapa henni
hugsjónir og stefnumið, sem
hún getur meðtekið og verið
hreykin af. Gefa henni baráttu-
vilja.
Varðandi verkalýðshreyfing-
una í landinu, hinn vinnandi
einstakling, má Sjálfstæðis-
flokkurinn aldrei missa sjónar á
því, að „verður er verkamaður
launa sinna." Ekki hans sjálfs
vegna — heldur vegna framlaga
hans til íslenzku þjóðarinnar
allrar. Þessu má Sjálfstæðis-
flokkurinn. aldrei gleyma.
Uppgjöriö
Það hlýtur að vera ljóst, að
framtíðin í íslenzkum stjórn-
málum stefnir í lokaátök milli
Sjálfstæðisflokksins annars
vegar og Alþýðubandalagsins
(kommúnismans) hins vegar.
Það getur raunar engin barátta
átt sér stað gegn Framsóknar-
flokknum sem stjórnmálaflokki,
heldur er þar um að ræða
uppgjör við ákveðið peninga-
vald, auðhring samvinnufélag-
anna, sem Framsóknarflokkur-
inn hefur sölsað undir sig og
misnotað í marga áratugi.
Svik Alþýöuflokksins
— Styrkur
Sjálfstæöisflokksins
Þá getur tæplega átt sér stað
hörð pólitísk barátta við Al-
þýðuflokkinn, þar sem hann
hefur sýnt sig einskis megnugan
á pólitískum vettvangi, aðeins
svikið kjósendur og prettað,
samkvæmt síðustu reynslu.
Það er því skylda Sjálfstæðis-
flokksins að undirbúa sig sem
bezt undir þau átök sem fram-
undan eru og berjast af einlægni
fyrir heilbrigðum íslenzkum
viðhorfum í stjórnmálum,
byggðum á heiðarleika, sparn-
aði, grandvarleika og þjóðar-
sóma. Við verðum að standa
saman inn á við í flokknum
jafnt sem út á við.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
átt við ýmis vandamál að glíma.
Það væri ekki heiðarlegt af mér
að tala hér eins og lognmolla
hefði ríkt eða ríki innan okkar
vébanda. Enginn flokkur hefur
orðið fyrir eins miklum áföllum
á jafn skömmum tíma og
Sjálfstæðisflokkurinn. Það er
ekki langur tími liðinn síðan við
misstum formann okkar, Ólaf
Thors, og minnumst þess, að frá
þeim tíma höfum við orðið fyrir
hverju áfallinu á fætur öðru.
Fráfall Bjarna Benediktssonar,
veikindi næstu forustumanna
þar á eftir, Jóhanns Hafsteins
og Magnúsar Jónssonar. Allt
dynur þetta á flokknum með
stuttu millibili — og skapar
vandamái í forustu flokksins —
en það, að Sjálfstæðisflokkurinn
skuli aldrei bogna, sýnir á hve
sterkum grunni hann er byggð-
ur.
Boginn og strengurinn
Nýlega talaði ég á kvöldi
sem þessu á Hvolsvelli og sagði
ég þá, að fáum ætti að vera
Ijósari en Rangæingum —
vegna sögu sinnar — þörfin
fyrir samstarf og samvinnu, því
hvar myndi hún þekktari sagan
um það, að ekki er hægt að
verjast eða berjast til sigurs
með bogann sér og strenginn
sér. — Hvort í sínu lagi er
hitlaust, en saman mynda
strengurinn og boginn vopn
bæði til sóknar og varnar.
Enginn ágreiningur
innan okkar raða
Á síðasta kjörtímabili stóð ég
ekki að myndun ríkisstjórnar
Geirs Hallgrímssonar vegna
ágreinings um stefnu þá í
efnahagsmálum o.fl., sem sú
ríkisstjórn gerði að sinni.
Því var þá uppi viss
ágreiningur innan okkar raða,
sem hélzt út allt kjörtímabilið
— En það kjörtímabil er liðið.
Nú erum við í stjórnarandstöðu
og í andstöðu við núverandi
ríkisstjórn og skattpíningar-
stefnu hennar er engin
ágreiningur ríkjandi innan
okkar raða.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
tekið þátt i samstjórnum með
öllum flokkum með misgóðum
árangri — en endanlega hafa
þær samstjórnir gefizt upp —
eða tapað fylgi og þar með
völdum
Skattpíningarstjórnin
Samstjórnir vinstri manna
hafa alltaf brugðizt, og nú blasir
við í upphafi nýja ársins
þyngsta skattbyrði, sem yfir
landsmenn hefur nokkru sinni
dunið. Það hefur því aldrei verið
meiri þörf fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn og hinar heiðríku,
djörfu hugsjónir hans, en ein-
mitt nú, á þessum dimmu
tímum vinstri stjórnar, þar sem
Alþýðubandalagsmenn
(kommúnistar) ráða mestu um
stjórnarstelfiiúna.
Við verðum því að setja
saman bogann og strenginn og
búast til sóknar, því ný orrusta
getur skollið á fyrr en varir,
kosningar eru kannski nær en
margan grunar.
Meirihlutastjórn
Sjálfstæóisflokksins
Hrein meirihlutastjórn Sjálf-
stæðisflokksins er hin eina, sem
þjóðin hefur aldrei reynt. Með
störfum okkar frá degi til dags
verðum við að vinna að meiri-
hlutastjórn Sjálfstæðisflokks-
ins.
Eitt af því sem ég vil beita
mér fyrir innan þingflokks
sjálfstæðismanna og skapa hon-
um þar með stóraukið fylgi í
næstu kosningum er, að þing-
flokkurinn lýsi því yfir nú
þegar, að Sjálfstæðisflokkurinn
muni fella niður alla þá skatta
og álögur, sem lagðar hafa verið
á þjóðina frá valdatöku vinstri
flokkanna sl. ár.
Og standa við þau loforð —
gefa þjóðinni vonir og loforð,
sem ekki bregðast.
Stuðla að nánari tengslum
við Vestur-íslendinga
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt fyrsta tölublað nýs
„Fréttabréfs“, sem Ferða-
klúbburinn Ameríkuferðir
stendur að.
Aðaltilgangur og verkefni ferða-
klúbbsins, sem er ólíkur öllum
öðrum ferðafélögum í landinu, er
eins og fram kemur í þessu fyrsta
„bréfi" að efla um ókomna framtíð
enn nánari tengsl við Vestur-ís-
lendinga er verið hefur. Að vinna
að meiri kynningu, sambandi og
samvinnu við þá íslendinga, sem
búsettir eru í Vesturheimi, en alls
er talið að um hálf milljón manna
sé af íslenzku bergi brotin vestan-
hafs. Til þess aö ná því marki eru
margar leiðir farnar og ýmis störf
unnin innan „klúbbsins".
„Klúbburinn" er samtök áhuga-
fólks víðs vegar um Island. En
mjög nauðsynleg er allveruleg
fjölgun félagsmanna, sem er frum-
skilyrði þess, að eitthvað raunhæft
sé hægt að gera til að efla hin
bráðnauðsynlegu tengsl við ís-
lendinga vestanhafs.
Ennfremur segir, að þar sem
mikilvægasti máttarstólpi
íslenzkrar sögu sé ættfræðin, þá
vilji ferðaklúbburinn stuðla að því,
að sem flestir viti deili á uppruna
sínum og hjálpi fólki til að komast
í kynni við frændfólk í Banda-
ríkjunum og Kanada eftir því sem
föng eru til.
Litiðtilbeggja