Morgunblaðið - 26.01.1979, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 26.01.1979, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979 13 Jónas Pétursson fyrrv. alþm.: 99 Reiður ertu nú sonur minn 99 Svo mælti Rannveig á Hlíðar- enda við Gunnar son sinn eitt sinn er hann tók atgeir sinn og söng hátt í vopninu. Ég var niðri á loftinu hérna við Lagarfljótið í dag og heyrði þá tilkynningar í hádegisútvarpinu — enn heyri ég, — ef einn og ótruflaður. Dundu þá í sífellu tilkynningar stjórnmálaflokka um fundi þar og fundi hér — í dag, í kvöld og á morgun. Kom þá allt í einu í huga minn þessi setning úr Njálu. En hvers vegna nú? Kosningasumar er nýliðið og ný ríkisstjórn kom eftir langt þóf og hefir starfað um skamma hríð. Stjórn, sem almennt var talið að hlyti að koma er úrslit kosning- anna lágu fyrir. Slík stjórn hafði Bræðrafélag Garðakirkju tíu ára Næstkomandi sunnudag, 28. jan. mun Bræðrafélag Garðakirkju minnast tíu ára afmælis síns með hátíðafundi á Garðaholti að lok- inni Guðsþjónustu í Garðakirkju. Félagið var stofnað 1968 í nóvember og hefur æ síðan stutt drengilega kirjulegt starf í Garða- sókn, en hæst ber byggingu hins nýja safnaðarheimilis, sem nú er risið. Þar hafa félagar lagt að mörkum mjög mikið starf. Formenn félagsins hafa verið Kristján Fr. Guðmundsson, Einar Guðmundsson, Matthías Gíslason, Jón Bárðarson, Magnús S. Magnússon og núverandi for- maður er Benedikt Björnsson. Hann mun minnast þessara tíma- móta á afmælisfundinum, en auk þess mun Jón Sigvaldason sýna litmyndir úr Kínaferð og Bill Jón Hólm, ungur háskólakennari frá Minneota í Minnesota mun flytja kveðjur frá íslendingum á þessum slóðum, en Bill er alíslenskur og þekktur fyrir góða sönghæfileika og auk þess er hann skáld gott. (Fréttatilkynning). beggja hliða verið krafa kjósendanna. En mér fannst vera vopnagnýr í þessum látlausu tilkynningum í útvarpinu, sem ekki ætti að heyrast svo að segja í upphafi stjórnarsamstarfs — ekki sízt séð í ljósi þeirrar niðurstöðu er kosningarnar skil- uðu. Vopnagnýr í fjölmiðlum er tæpast undrunarefni þegar kjör- tímabilinu er að ljúka. En nú eru hér einhverjir alvarlegustu tímar, sem stjórnmálamenn og alþingis- menn ættu að líta alvarlegum augum. Tímar sem krefjast að vopn séu slíðruð og bökum snúið saman til að ráða bót á ástandinu — kröfuþjóðfélaginu. sem allir stagla með orðinu verðbólgu. Miklu betur lýst með gömlu, rómversku orðunum: Brauð og leikir. Stjórnarkreppa væri enn nýtt heimilisböl og þungt, sem á dögum Brynjólfs biskups. Við tvær síðustu Alþingiskosn- ingar skeði mikil efnahagsógæfa vegna langtíma óstarfhæfis á Alþingi. Að efna nú enn til slíkrar stöðu ætti ekkert heiti frekar skilið en landráð. Hvað á að uppskera með nýjum kosningum? Halda sjálfstæðis- menn að þeir hafi stækkað eða batnað í augum þjóðarinnar á þessum fáu mánuðum? E.t.v. en væri þá ekki von meiri við lengri setu þessarar stjórnar? Eða er hún að gera of gott? En framsóknarmenn? Jafnvel efast ég um að augun hafi opnast enn á þeim nytsömu sak- leysingjum hér á Austurlandi, sem kusu Alþýðubandalagið. En þetta er ekki málið. Heldur hitt að þessi ríkisstjórn verður að gegna skyldu sinni og sýna hvað hún getur. Þjóðin óskaði eftir henrti, og hvort sem hún gerir gott eða illt, er hið skemmsta að hún ríki 10—12 mánuði. A þeim tíma mætti einhvern dóm byggja — og ein- hvers árangurs mætti vænta í að stöðva smækkun okkar litlu krónu. Jónas Pétursson Kjósendur eru áttavilltir enn. En skelli kosningar yfir vegna stjórnarkreppu yrði forseti vor að skipa stjórn á meðan, sem stjórnaði. Sýningu Guðbergs að Ijúka SÝNINGU Guðbergs Bergssonar í Suðurgötu 7 lýkur á föstudags- kvöld kl. 10. Sýningin hefur verið ágætlega sótt og Guðbergur hefur selt nokkur verk. 'm aF9 afborgunárskilmálar á Kanaríevjaferðum 25% út og eftirstöóvar á 5 mánuóum Kíktu inn til okkar og kynntu þér Kanaríeyjafeió á kostakjörum FLUCFÉLAC LOFTLEIBIR URVAL LANDSYN ÚTSTTN /C/á Lækjargötu 2 og Hótel Esju ' aL/i/fí/a Sími 27800. v/Austurvöll Sími 26900 Austurstræti 12 Sími 27077 Austurstræti 17 Sími26611

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.