Morgunblaðið - 26.01.1979, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979
15
Mexico:
400 milljónir svelta að
staðaldri í heiminum
Wa-shinKton 25. jan. — AP
HUNGUR og skortur í fátækustu
löndum heims mun að öllum likind-
um aukast enn þó svo að matvæla-
framleiðslan í heiminum sé svo
mikil, að nægilegur matur ætti að
vera handa öllum ef rétt væri skipt.
Maurice J. Williams, framkvæmda-
stjóri Alþjóðamatvælaráðsins,
sagði þetta í ræðu sem hann flutti á
fundi matvælanefndar bandarísku
fulltrúadeildarinnar í dag. Hann
sagði að um 400 milljónir manna í
þróunarlöndunum væru soltnar að
r
Ognari
Ankers
fundinn
Kaupmannahöfn. 25. jan. — AP
PIETRO nokkur Sassara. þrítug-
ur ítali. sem hefur verið leitað um
þvera og endilanga Evrópu. var í
dag ákærður fyrir að skrifa
hótunarbréf til Ankers Jörgen-
sens. forsætisráðherra Dana. og
skipuleggja sprengjusamsæri.
sem varð til þess að yngri bróðir
hans lét lífið. Enrico Sassara. 20
ára gamall. fórst fyrir hálfum
mánuði þegar sprengja sprakk í
höndum hans. Um þær mundir
höfðu margar sprengjur fundist
hér og hvar um Kaupmannahöfn
þótt ekki hafði mannskaði af
hlotizt.
Samtímis því að sprengjur
fundust streymdu hótunarbréf til
forsætisráðherra og var gæzla
öryggisvarða um hann stórlega
efld eins og sagt hefur verið frá.
Talið er að ástæðan fyrir þessu sé
sú að Sassara missti forræði sonar
síns er hann skildi við danska
eiginkonu sína ekki alls fyrir
löngu.
Þetta gerðist
1978 — Geislavirkni vart í
Kanada úr braki sovézks gervi-
hnattar.
1968 — ísraelsks kafbáts sakn-
að á Miðjarðarhafi og 68 taldir
af.
1964 — Brezkt herlið bælir
niður uppreisnir hermanna í
Tanganyika, Kenya og Uganda.
1957 — Stjórnarskrá Kasmírs
um innlimun í Indland tekur
gildi.
1952 — Shepherd’s hótelið í
Kaíró brennt til ösku í óeirðum.
1950 — Indland veröur lýðveldi
i brezka samveldinu.
1943 — Rússar sigra Þjóðverja
við Voromezh.
1939 — Spænskir þjóðernissinn-
ar taka Barcelona með aðstoð
ítala.
1931 — Þjóðverjar gera 10 ára
griðasamning við Pólverja.
1931 — Mahatma Gandhi sleppt
úr haldi til að taka þátt í
viðræðum.
1885 — „Mahdíinn” tekur
Khartoum.
1855 — Piedmont gengur í lið
með Bandamönnum gegn Rúss-
um.
1699 — Friðurinn í Kariowitz:
Austurríkismenn, Rússar,
Pólverjar og Feneyingar sam-
einast gegn Tyrkjum.
1627 — Wallenstein tekur
Mecklenburg.
1564 — Píus páfi IV staðfestir
ákvarðanir Trent-ráðsins.
Afmælii Karl XIV Svíakonung-
ur (1763—1844) Ugo Foscolo,
ítalskt skáid (1778-1827) -
Douglas Marcarthur, bandarísk-
ur hermaður (1880—1964) —
Eartha Kitt, handarísk söng-
kona.
Andláti Edward Jenner, braut-
ryðjandi í bólusetningum, 1823.
— Charles Gordon hershöfðingi
1885 - W.P. Yeats, skáld, 1939.
Innlenti d. Sveinn Björnsson
forseti 1952 — Verkamanna-
Fjöldi týndra sagður
hafa fallið í átökum
staðaldri og vannærðar og verst
væri ástandið í 40 fátækustu
ríkjunum.
Hann tilgreindi ekki þau lönd.
Williams sagði, að þróunarlöndin
yrðu að flytja inn obbann af öllum
matvælum sínum og spáði því að sá
innflutningur sem hefði árið 1977
verið um 52 milljón tonn myndi
þrefaldast á næstu áratugum. Hins
vegar hrykki það ekki til og fátæk-
ustu þjóðirnar yrðu ekki færar um
að auka innflutninginn eins og þær
þyrftu vegna þess að þær skorti
fjármagn til að greiða verð sem
alltaf væri að hækka. Hann sagði að
ekkert útlit væri fyrir að breyting til
batnaðar væri í sjónmáli næstu 25
árin.
Hann sagði að kannski væri
átakanlegast að íhuga þá staðreynd,
að matvælaframleiðslan í heiminum
væri út af fyrir sig næg og allir ættu
að geta fengið í sig ef horft væri
einvörðungu á framleiðslutölur, en
hins vegar væri víða' vitandi vits
dregið úr framleiðslunni til þess að
halda verðlaginu eins háu og unnt
væri.
Lausnin kynni að liggja í ví að
reyna að efla atvinnuvegi og finna
þar fleiri störf handa íbúum, ýta
undir framleiðslu smábænda og
vinna að bættum hag þeirra. Hann
mælti og með því að erlend hjálp
yrði stórkostlega aukin.
Mexicoborit. 25. jan. AP.
FULLTRÚI Mexicostjórnar,
Flores Sanchez dómsmálaráð-
herra, sagði í dag að 154 af
314 manns sem saknað hefur
verið, hefðu látið lífið í
átökum við lögreglu eða
hermenn. Hann neitaði að
fangar hefðu verið pyndaðir
og að til væru leynifangelsi
og ólöglegar fangabúðir.
Hann sagði að þeir 160 sem
ekki hefðu farizt í átökum við
lögreglu væru annaðhvort
látnir af öðrum ástæðum,
sætu í fangelsi ellegar væru á
flótta.
Sanchez var að svara ýmsum
alvarlegum ásökunum sem fram
hafa verið settar í alþjóðlegri
skýrslu þar sem talið er að
alvarleg brot á mannréttindum
hafi verið framin í Mexico. I
skýrslunni er talið að töluvert
sterkar sannanir hafi fundist fyrir
því að líkamlegum og sálarlegum
pyndingum hafi verið beitt við
fanga og einnig að þar séu rekin
eins konar leynifangelsi þar sem
aðbúnaður fanga sé hinn ömurleg-
asti.
Flores Sanchez vék einnig að
skýrslu Amnesty Int. frá 1977 þar
sem mjög alvarlegar ásakanir
koma fram á hendur Mexicostjórn
að þessu leyti og sagði, að hún
væri ekki á neinum rökum reist og
talsmenn Amnesty hefðu lítið
vitað um málið. Sanchez sagði að
stjórnin liti svo á, að hún þyrfti
aðeins að svara til um slíkt
gagnvart mexikönsku þjóðinni og
fráleitt væri að alþjóðasamtökum,
páfanum eða öðrum kæmi málið
við.
8 ára stjóm-
arafmæli
Idi Amins
Nairobi 25. jan. — Router
IDI AMIN forseti Uganda hélt í
dag upp á að átta ár eru liðin
síðan hann komst til valda. Hann
sagði í ræðu sem hann flutti
þjóðinni að hersveitir Tanzaniu-
manna sem nytu stuðnings
hvítra málaliða væru komnar
fimm kílómetra inn í Úganda.
Ilann rifjaði upp í ræðu sinni
þegar hann náði völdum af
Obote. en sagðist enn vera að
velta því fyrir sér hvernig bezt
væri að fara að því að brjóta
Tanzaníumcnn á bak aftur í eitt
skipti fyrir öll.
Stjórn Tanzaníu sagði frá því í
gærkvöldi að hún hefði skotið
niður þrjár orrustuvélar frá
Úganda rétt við landamærin. Það
hefur ekki verið staðfest.
Hins vegar ber öllum saman um
að hátíðahöld Amins vegna
afmælis hans hafi verið óinnblás-
in og litlaus og mikil spenna ríki í
landinu.
18 þúsund hvitir
menn fluttu frá
Ródesíu í f yrra
Flugslys
Algeirsborg. 25. jan. — AP.
FJÓRTÁN manns fórust og tíu
slösuðust í flugslysi í innanlands-
flugi í Alsír í dag, skammt frá
landamærum Marokkó.
Vélin var tveggja hreyfla og með
henni voru 25 farþegar. Ekki er
vitað um orsakir, en mikið hvass-
viðri var á þessum slóðum og stóð
áttin af eyðimörkinni.
Salisbury. 25. jan. — AP
ÁTJÁN þúsund hvítir
menn fluttu frá Ródesíu
síðasta ár og er það mesti
brottflutningur hvítra
manna í þau sex ár sem
liðin eru síðan skærur,
deilur og væntanleg stjórn
svertingja komst á dag-
skrá þar fyrir alvöru.
Hvítum mönnum í Ródesíu
hefur á sl. ári fækkað um 5 prósent
og er trúlegt að sú þróun haldi
áfram. Hvítir menn i landinu eru
nú 250 þúsund og er hlutfallið
gagnvart svertingjum 1 á móti 27.
Búizt er við því að svo geti farið að
hvítum mönnum fækki svo að þeir
nái ekki 200 þús. innan örfárra
ára.
Einnig kemur fram í skýrslunni
að rúmlega fjögur þúsund hvítir
innflytjendur hafi setzt að í
landinu á árinu 1978 og er það
langtum minna en árið 1977 þegar
til landsins fluttust ellefu þúsund
hvítir menn.
félagið Dagsbrún stofnað 1906
— Skipaábyrgðarfélag Vest-
mannaeyja (elzta starfandi
tryggingafélagið) stofnað 1862
— Kvenfélagið Hringurinn
stofnað 1904 — Vb. „Hulda“ frá
Keflavík talin af (neitað um
afgreiðslu í Reykjavík) 1932 —
„Egill rauði“ strandar við
Gramuhlið 1955 — „Kingston
Peridot" ferst út af Axarfirði
1968 — f. Þorsteinn Gíslason
1867 — Valtýr Stefánsson 1893
— Friðrik Ólafsson 1935 — d.
Eysteinn Erlendsson erkibiskup
1188 — Húsfreyjan í Bræðra-
tungu sver af sér hórdómssakir
1702.
Orð dagsinsi Umburðarlyndi er
beztu trúarbrögðin — Victor
Hugo, franskur rithöfundur
(1802-1885).
Sjöundi
njósnarinn
gómaður
VesturBerlín 25. jan. Reuter
SJÖUNDI njósnarinn hefur nú
verið handtekinn í Vest-
ur-Berlín í kjölfar flótta Aust-
ur-Þjóðverjans þangað í íyrri
viku.
I fréttum er sagt, að maður
þessi, sem var nú gripinn, hafi
starfað í rafveituskrifstofu
Vestur-Berlínar í nokkur ár. í
gær voru tveir gripnir í Karls-
ruhe eins og þá var sagt frá.
Annar þeirra er blaðamaður
við hið útbreidda þýzka blað
Bild Zeitung.
Veður
víða um heim
Akureyri -4 skýjaö
Amsterdam 2 skýjaö
Apena 15 bjart
Berlín 0 bjart
BrUssel 2 skýjað
Chicago -5 bjart
Frankfurt 2 snjókoma
Genf 3 mistur
Helsinki •5 snjókoma
Hong Kong 21 bjart
Jerúsalem 11 skýjaó
Jóhannesarb. 24 sól
Kaupmannah. -3 snjókoma
Lissabon 12 rigning
London 4 rigning
Los Angeles 19 skýjaö
Madrid 9 skýjaó
Miami 26 bjart
Moskva -16 snjókoma
Nýja Delhi 23 bjart
New York 1 snjókoma
Ósló -7 bjart
París 3 sól
Reykjavík -3 léttskýjaó
Rómaborg 13 skýjaó
San Francisco 13 skýjað
Stokkhólmur -5 skýjað
Tel Aviv 11 skýjaö
Tókió 12 skýjað
Vancouver 5 skýjaó
Vín 2 skýjaö
Begin bjartsýnn
Kaíró. 25. janúar. AP. Reuter.
BEGIN forsætisráðherra ísraels
sagði í dag að samkomulag milli
Egypta og ísraelsmanna mundi
nást um síðir. en það yrði að vera
óháð viðbrögðum annarra aðila
eins og t.d. Jórdaníu og Sýrlands.
Alfred Atherton, sérlegur sendi-
maður Carters Bandaríkjaforseta,
kom í dag til Kaíró með nýjar
málamiðlunartillögur Israels-
manna, sem samdar voru á meðan
hann dvaldi í Jerúsalem undan-
farna daga.
Atherton átti þriggja stunda
fund með Boutros Ghali utanríkis-
ráðherra Egyptalands, þar sem
skipzt var á skoðunum, en hvorug-
ur vildi láta uppi eftir fundinn,
hvað þeim hefði farið í milli í
smáatriðum. Að því er næst
verður komist er nú fyrst og
fremst reynt að ná samkomulagi
um það hvort samningsuppkast
það sem fyrir liggur skuli ryðja úr
vegi samningum, sem Eg>fptar
hafa gert við önnur Arabalönd, en
ísraelsmenn hafa haldið því
ákveðið fram.