Morgunblaðið - 26.01.1979, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979
17
Yfírlýsing vegna Kjarvalsstaða:
VEGNA samþykktar aðalfund-
ar Félags íslenzkra myndlistar-
manna og yfirlýsingu talsmanns
Bandalags íslenzkra listamanna
í fjölmiðlum að undanförnu
viljum við undirritaðir stjórnar-
menn Kjarvalsstaða taka eftir-
farandi fram:
Deilur um rekstrarform Kjar-
valsstaða voru settar niður
skömmu fyrir jól með sam-
komulagi, sem undirritað var af
stjórnarmönnum Kjarvalsstaða
annars vegar og forseta BIL og
formanni FÍM hins vegar. I
staða, sem fær þær stjórnum
BÍL og FÍM til umsagnar.
Umsagnirnar skulu lúta að
faglegu mati á því, hverjir
umsækjenda uppfylla þau skil-
yrði sem sett voru er starfið var
auglýst. Endanleg ráðning list-
ráðunauts er hins vegar í
höndum fulltrúa borgarstjórnar
í stjórn Kjarvalsstaða.
Það var ætíð ljóst, að stjórn
Kjarvalsstaða var alls ekki
alfarið bundin af því að ráða
listráðunaut úr hópi þeirra, sem
Svo brá hins vegar við, að
umsagnirnar gengu lengra en að
kveða á um framangreind atriði
og var tekið fram í umsögnum
beggja stjórnanna, að þær
mæltu með því, að Ólafur
Kvaran yrði ráðinn til starfans.
Þeim meðmælum fylgdu þó
hvorki rök né skýringar. Var
þarna gengið lengra en sam-
komulagið gerir ráð fyrir og svo
sannarlega lengra en fulltrúar
listamanna töluðu um á samn-
ingafundunum, því að þeir
Sjöín
Davíð
„Gentteman’s agreement” sam-
rýmistekki nútímavinnubrögðum
framhaldi af þessu samkomu-
lagi setti borgarráð reglur fyrir
stjórn Kjarvalsstaða og voru
þær í fullu samræmi við sam-
komulagið og þær tillögur, sem
áður höfðu verið lagðar fram í
stjórninni og ekki var ágrein-
ingur um.
Aðilar voru sammála um að
ráða Kjarvalsstöðum listráðu-
naut, til að vera í forsvari um
iistrænan rekstur. I samkomu-
laginu er nákvæmlega greint
frá, hvernig að þeirri ráðningu
skuli standa. Umsóknir ber að
senda til stjórnar Kjarvals-
stjórnir FÍM og BÍL teldu
uppfylla hæfnisskilyrði. En auð-
vitað var út frá því gengið, að
mjög ríkar ástæður hlytu að
þurfa að vera fyrir hendi ef
fulltrúar borgarstjórnar kynnu
að ráða umsækjanda, sem um-
sagnaraðilarnir teldu ekki upp-
fylla hæfnisskilyrði.
Um stöðu listráðunauts sóttu
þrír aðilar. Af umsögnum
stjórna FÍM og BÍL mátti ráða,
að tveir þeirra uppfylltu öll
hæfnisskilyrði, þau Ólafur
Kvaran listfræðingur og Þóra
Kristjánsdóttir listfræðingur.
áréttuðu þar oft, að þeir myndu
ekki raða umsækjendum. Ljóst
er, að menntun framangreindra
tveKgja umsækjenda er ákaflega
svipuð og sambærileg en úrslit-
um réð af okkar hálfu hin mikla
og góða reynsla af starfi Þóru
Kristjánsdóttur í áþekku starfi í
Norræna húsinu.
A síðustu stigum samninga-
viðræðna í desember s.l. var
margoft eftir því leitað, að gert
yrði það sem kallað var „gentle-
man’s agreement" um listráðu-
nautsstöðuna, þannig að fyrir-
fram yrði frá því gengið, hver
fengi þá stöðu, áður en hún væri
auglýst. Þessari málaleitan var
af okkar hálfu alfarið vísað á
bug, enda samræmist hún ekki
nútíma vinnubrögðum við af-
greiðslu opinberra mála.
Þeir, sem fylgst hafa með
málum Kjarvalsstaða að undan-
förnu, mega sjá, að við undirrit-
uð höfum fylgt hinu staðfesta
samkomulagi út í yztu æsar í
þeim tilgangi að fá góðan
vinnufrið um Kjarvalsstaði, svo
þar megi blómstra starf og list
sem sé höfuðborginni til sóma.
Ef að þeir, sem undirrituðu
samkomulagið fyrir hönd lista-
manna, hefðu unnið að málum
með sama hugarfari og farið
eftir gerðum samningum, þá
hefði þessum skugga ekki brugð-
ið nú á upphaf starfs að
Kjarvalsstöðum.
Stóryrðum manna í okkar
garð vegna þessa máls, með
brigslum um svik, fais og
blekkingar verður ekki svarað
hér. Þau koma sannleika þessa
máls ekkert við og falla því
sjálfkrafa dauð og ómerk.
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir
Davíð Oddsson.
Leikarar og aðrir þátttakendur í Uppskafningnum.
Uppskafningurinn í Breiðholtsskóla
Leiklistarklúbhurinn Aristo-
fanes í Fjölbrautaskólanúin í
Breiðholti frumsýndi s.l. þriðju-
dag 23. jan. í Breiðholtsskóla
gamanleikritið Uppskafninginn
eftir franska leikritaskáldið
Moliérc. Þýðinguna gerði Bjarni
Guðmundsson en leikstjóri er
Anna S. Einarsdóttir. Tónlist
siimdu Árni Guðmundsson og
Birgir Bragason. en búningar
eru fengnir að láni hjá Þjóðleik-
húsinu. Bandalagi íslenzkra Ieik-
félaga og Leikfélagi Reykjavíkur.
Leikritið er nteð síðari verkum
Moliére og gerist í París 1670 og er
ádeila á snobb þess tíma. Leikritið
hefur samt sent áður þótt eiga
fullt erindi til dagsins í dag.
Uppskafningurinn hefur aðeins
einu sinni áður verið sýndur hér á
landi, hjá Herranótt MR 1956.
Sýningar eru í Breiðholtsskóla
sem fyrr segir og verða tvær
síðustu sýningarnar n.k. sunnudag
og þriðjudag kl. 20.30. Miðasala er
við innganginn.
Þingsályktunartillaga Sverris Hermannssonar:
Þegar verði rannsökuð ítarlega
innsiglingin í Höfn í Hornafirði
LÖGÐ IIEFUR verið fram á Alþingi tillaga
til þingsályktunar frá Sverri Hermannssyni
um rannsókn á innsiglingarleiðinni í Höfn í
Ilornafirði. Ályktunartillagan er svohljóð-
andii „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórn-
ina að láta þegar f stað rannsaka ítarlega
innsiglingarlciðina í Höfn í Hornafirði og
alla hafnaraðstöðu austur þar."
I greinargerð með tillögunni segir, að
ýmislegt þyki benda til að ískyggilega horfi um
siglingu skipa til Hafnar í Hornafirði sökum
breytinga á innsiglingarleið. Höfn í Hornafirði
sé ört vaxandi bær sem liggi einna best allra að
fiskimiðum.
Það er þjóðhagsleg nauðsyn að fá
úr því skorið þegar í stað til hvaða ráða þurfi
að grípa, svo tryggja megi örugga innsiglingu
og góða hafnaraðstöðu austur þar.
> SexáYundi^
1 jnedSighvatij,
»m—ivsinjju. sem henjíd var upp athyjílisvert er aö ha*,T'
*':^iim á Patreks-
Get nafngreint á ann-
an tug fundargesta
— segir Sighvatur
Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá
Sighvati Björgvinssyni. alþingismannit
I dag, er ég var að fletta
Morgunblaðinu eins og gjarna
kemur fyrir, rakst ég á frétta-
klausu, feitletraða, undir hinni
athyglisverðu fyrirsögn:
„SEX HJÁ SIGHVATI". Eins
og gefur að skilja vakti klausan
þegar í stað óskipta eftirtekt
mína, en í ljós kom fljótlega, að
átt var við, að á fundi, sem ég
hélt á Patreksfirði s.l. sunnudag
hafi aðeins sex manns verið
mættir, þ.á.m. „bílstjóri minn".
Kom mér hvort tveggja spánskt
fyrir sjónir, en þó meira
bílstjórinn. Til þessa hef ég
aðeins talið mig eiga bíl, en
engan bílstjóra og veit ekki
betur en svo sé enn.
Eins og Matthías Á.
Matthiesen, alþm., getur upplýst
Mbl. um var daginn áður,
laugardaginn 20. þ.m., haldin á
Patreksfirði vel heppnuð þorra-
hátíð kvenfélagsins, sem stóð
fram á nóttina og fór í alla staði
prýðilega fram. Leynigestur
blótsins var umræddur
Matthías ásamt borðfélaga
Pétri Sigurðssyni, fyrrum alþm.
Skemmtu þeir gestum. Var
almannamál, að ráðherranum
fyrrverandi tækist jafnvel að
skemmta fólki og honum hafði
illa tekizt að stjórna fólki. Um
það var rætt. „Aldrei myndi ég
skipa Kjartani að syngja", var
haft eftir Alþýðubandalags-
manni í því sambandi. Svo
miklu hafði Matthías betur.
Daginn eftir, sunnudag kl. 2
e.h., fór svo fram þessi
margfrægi fundur Alþýðu-
flokksins. Rétt er, að atburðir
kvöldsins áður höfðu áhrif á
fundarsókn. Fundarmenn hefðu
gjarna mátt vera fleiri. En ekki
voru þeir þó sex. Svo illt var það
ekki. í svipinn get ég nafngreint
á annan tug fundargesta, en
fjölmennari hafa allir aðrir
fundir okkar á Patreksfirði
verið. Satt er það.
Nú veit ég, að ekki hefir Mbl.
búið umrædda frásögn til. Hún
er heimasmíðuð og send.
Kannski hefur höfundur um
þetta leyti verið að ganga frá
framtali sínu til skatts og sú
athöfn haft • þau áhrif að ekki
var rétt fram talið í frásögninni.
Meira en helmingi skotið undan.
Og bílstjóra bætt við „framtal-
ið“. Þeir sletta skyrinu sem eiga
það.
Hitt er hinsvegar
umhugsunarefni, að ef jafn stór
— eðalítill — hópur og sótti
fund Alþýðuflokksins á Patreks-
firði hefði varið atkvæði sínu
með öðrum hætti en gert var í
síðustu Alþingiskosningum á
Vestfjörðum hefði annar af
tveimur þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins þar fallið.
Með vinsemd.
Sighvatur Björgvinsson.