Morgunblaðið - 26.01.1979, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1979
Jón Torfason,
Torfalæk:
Frumvarp
bænda?
Framleiðslu-
gjaldið
I 2. grein frumvarpsins eru
ákvæði um framleiðslugjald og
kjarnfóðurskatt og nánari skýr-
ingar í greinargerðinni. Ætlunin
er að leggja á stighækkandi
framleiðslugjald, þannig að af búi,
sem er minna en 400 ærgildi (1=1
ærgildi; 1 kú=20 ærgildi), skal
'greiða 2% af grundvallarverði
afurðanna. Af 401—600 ærgildum
á að taka 4% af grundvallargverði,
af 601—800 ærgildum verður
skerðingin 6% af grundvallar-
verði, af 801 ærgildi og meira skal
greiða 8% af grundvallarverði og
af framleiðendum utan lögbýla
skal taka 10% af grundvallarverði.
Hjá smábændum hefði þetta þýtt
milli 100—200 þúsund króna tekju-
missi á síðasta ári en hjá stór-
bændum hefðu þetta orðið 1 —1,5
milljóna króna skerðing. Þetta
gjald eiga bændur að bera einir,
það dregst frá tekjum þeirra og
vinnur þannig gegn 4. grein
títtnefndra framleiðsluráðslaga
sem hljóðar þannig: „Söluverð
landbúnaðarvara á innlendum
markaði skal miðast við það, að
heildartekjur þeirra, er landbúnað
stunda, verði í sem nánustu
samræmi við tekjur annarra vinn-
andi stétta." En aldrei hefur tekist
að ná þessu ágæta markmiði.
Helstu gagnrýnisatriðin á fram-
leiðslugjaldið eru að ósanngjarnt
sé að láta það ná yfir alla bændur,
smábændur ætti að undanþiggja
því þeir mega síst við tekjumissi.
Þá er hætt við að gjaldtakan verði
flókin og setja þurfi á fót viðamik-
ið skrifstofubákn til þess að reikna
út gjaldið og fylgjast með inn-
heimtunni — kannski gætu ein-
hverjir uppgjafabændur fengið
þar vinnu. Loks hefur verið bent á
að óvíst sé hvort framleiðslugjald-
ið komi að notum — það sé ekki
nógu afgerandi. Jafnvel gætu
sumir bændur brugðist þannig við
að stækka búin og auka fram-
leiðsluna til að mæta gjaldinu.
Samfara ákvæðunum um fram-
leiðslugjaldið eru heimildir til að
refsa fyrir framleiðsluauka með
tvöföldu skerðingargjaldi á aukn-
inguna. Þá er heimild til að greiða
bændum fyrir að draga úr fram-
leiðslu. Ekki eru þessar heimildir
skýrðar í greinargerðinni og kem-
ur raunar ekki fram hvort þær
verði notaðar og hvernig. Það gæti
haft töluverð áhrif að greiða
bændum fyrir að draga framleiðsl-
una saman. í öðrum löndum, t.d.
Noregi, hafa bændum verið
greiddar uppbætur fyrir að
minnka mjólkurframleiðsluna, það
hefur gefið ágæta raun.
Bent hefur verið á aðrar leiðir
t.d. kvótakerfi, þar sem bændum
yrði úthlutaður ákveðinn fram-
leiðslukvóti, og það, sem umfram
er, yrði greitt lægra verði.
Það er alvarlegur galli á grein-
argerð sjömenninganna að engir
útreikningar eða áætlanir fylgja
um áhrif framleiðslugjaldsins og
kjarnfóðurgjaldsins. Þar segir
aðeins: „Ljóst er, að þó fallist yrði
á þær tillögur (þ.e. tillögur nefnd-
arinnar) og þeim beitt, tekur
nokkurn tíma að áhrifa þeirra
gæti.“ Minna er varla hægt að
segja. Hvað er nokkur tími
Iangur? 2 ár? 8—10 ár7 Eða 20 ár?
Skyldi nefndin ekki hafa reynt að
áætla hve mikið framleiðslan
drægist saman á næstu tveim til
þrem árum ef tillögurnar væru í
gildi? Það hefði líka verið gaman
að sjá í greinargerðinni útreikn-
inga á því hvaða áhrif kalár á
Síðari hluti
Norðurlandi eða rigningasumar á
Suðurlandi munu hafa á búvöru-
framleiðsluna. Það eru aðrar eins
reikningskúnstir í kringum vísi-
tölubúið og verðlagsmálin að
sjömenningunum hefði ekki átt að
blöskra að gera einhverja útreikn-
inga og birta þá.
Kjarnfóðurgjaldið
I frumvarpinu er heimild til að
ieggja gjald á allt innflutt kjarn-
fóður, þegar útflutningsbætur
nægja ekki, og nota það m.a. til að
jafna hallann af útflutningnum.
Af samþykktum bændafunda og
ummælum bænda má ráða að
þorri bænda sé andsnúinn kjarn-
fóðurgjaldinu eins og það er
hugsað samkvæmt frumvarpinu.
Ástæður eru m.a. þær að skattur,
sem lagður hefur verið á, er
sjaldan eða aldrei afnuminn og
hækkar yfirleitt með ári hverju.
I öðru lagi er rökleysa að
skattleggja sig til að borga sjálf-
um sé kaup. I þriðja lagi hefur það
lengi verið (eðlileg) stefna Stéttar-
sambands bænda að reyna að
lækka álögur á aðföng til landbún-
aðar til að gera reksturinn hag-
kvæmari. En nú á að hækka
fóðurbætinn — af því leiðir að
búrekstur verður óhagkvæmari og
erfiðari. Þá hefur verið bent á að
kjarnfóðurgjaldið komi líklega
verst við smærri bændur því þeir
hafa af minni tekjum að taka.
Loks kynnu bændur að stækka bú
sín til að geta borgað kjarnfóður-
skattinn því hann dregst frá
tekjum þeirra. Tökum dæmi. Á
vísitölubúinu (miðað við árslok
1978) er keypt kjarnfóður fyrir ca
1 milljón króna. Ef kjarnfóður
hækkaði um t.d. 30% gerði það um
300.000 króna útgjaldaauka hjá
bóndanum sem hann á ekki gott
með að borga. Mjólkurkýr getur
greitt kringum 200.000 krónur
fyrir vinnu bóndans. Bóndinn
tekur því til þess ráðs að þilja stíu
í verkfærageymslunni handa geld-
neytunum og kálfunum til að rýma
í fjósinu, slær síðan upp tveim
básum í viðbót. hættir við að
slátra kvígunni Laufu og lætur
Rósu gömlu lifa eitt ár enn. Sum
sé hann bætir við sig tveim kúm
sem mjólka upp í fóðurbætisskatt-
inn. Afleiðing: mjólkurframleiðsl-
an eykst og vandinn magnast.
Vitanlega bregðast ekki allir
bændur svona við en sumir munu
gera það, ekki af mannvonsku eða
fjandskap við neytendur og krata
— bændafólk er yfirleitt góðlynt
og gæft — heldur vegna þess að
þeir verða að gera það til að eiga
fyrir nauðþurftum.
Kvóti á kjarnfóður eða kjarnfóð-
urskömmtun, þar sem ákveðinn
skammtur fæst gjaldfrjálst á grip
en umframkaup yrðu með háu
gjaldi, drægi ef til vill ekki mikið
úr mjólkurframleiðslunni heldur,
en ætti að draga úr óeðlilegum
fóðurbætisaustri og ýta undir
fóðuröflun heima fyrir. Kjarnfóð-
urskömmtun yrði einfaldast komið
á með því að leggja gjald á allt
innflutt kjarnfóður, en greiða
hluta þess til baka, ákveðna
upphæð á hvern framtalinn grip. I
tillögum sjömenninganna var gert
ráð fyrir þessu, þeir höfðu ákvæði
um að endurgreiða mætti kjarn-
fóðurgjaldið en þegar frumvarpið
kom fram á Alþingi var því miður
búið að fella þessa heimild niður.
Vera má að bollaleggingar um
kjarnfóðurskatt, til að draga úr
framleiðslu, séu að verða óþarfar.
Svo er forsjóninni fyrir að þakka.
Til allrar blessunar var árferði
heldur óhagstæðara sumarið 1978
en 1977. í helstu kornræktarlönd-
um heims varð uppskeran því
minni og Efnahagsbandalagið gat
dregið úr niðurgreiðslum á fóður-
korni. íslendingar njóta því þess
hagræðis að kaupa fóðurbætinn á
um það bil helmingi hærra verði
nú en árið 1977. Bændur geta gefið
kúnum sínum dýrari fóðurbæti og
neytendur fá að kaupa mjólkur-
vörurnar hærra verði — já,
guðirnir eru góðir.
Hverjum er
um að kenna?
Engum dylst að landbúnaðurinn
á við örðugleika að etja. Bændur
framleiða meira af mjólk og kjöti
en þjóðin getur torgað. Fram-
leiðsla dilkakjöts hefur að vísu
ekki aukist verulega síðustu ár —
nema í haust — en nokkur
aukning hefur orðið í mjólkur-
framleiðslu. Neysla innanlands
hefur minnkað og verðlagshækk-
anir hafa komið sérlega óhagstæð-
ar gagnvart útflutningi. Útflutn-
ingsbótakvótinn dugði hvergi
nærri á nýliðnu ári og horfur eru á
að um 3 milljarða króna vanti á
þessu ári. Það er ósanngjarnt að
bændur beri þennan skakka einir,
þar sem þeir eiga ekki sök á
verðbólgunni, hafa enda ekki
bolmagn til þess. Bændur og
samtök bænda munu reyna að
draga úr framleiðslunni en þar til
það tekst er eðlilegt að „ríkis-
sjóður greiði útflutningsbætur,
sem tryggi bændum fullt afurða-
verð“ eins og segir í skýrslu
sjömannanefndarinnar.
Nú má spyrja, hverjum um sé að
kenna. Hafa ekki bændur stækkað
bú sín sjálfir? Ekki hafa kratarnir
og Jónas dagblaður staðið í að
byggja hlöður eða taka frá líf-
gimbrar með bændum. Ekki hafa
smjörlíkisframleiðendur hvatt
bændur til að fjölga mjólkurkún-
um eða kynbæta þær, Mikið rétt,
en bændur hafa einfaldlega fylgt
þeirri landbúnaðarstefnu, sem í
gildi hefur verið, að stækka búin
og framleiða meira. Auk ríkisins
og ráðunautaþjónustunnar, sem
hafa mótað og framkvæmt þessa
stefnu, hafa margir aðilar óbeint
ýtt undir stækkun búa og aukna
framleiðslu. Svokallaðir neytenda-
fulltrúar í sexmannanefnd hafa
sífellt krafist þess að vísitölubúið
yrði stækkað, af því leiðir fram-
leiðsluaukningu. Ábendingar sér-
fræðinga í atvinnumálum og
áróður hafa beinst að því að
lofsama hagkvæmni stærðarinnar.
Kallað er á stærri skip, stærri
flugvélar, stærri verksmiðjur,
stærri álver, og hvernig bú?
Smærri bú? Ónei. STÆRRI bú.
Innflytjendur véla og rekstrarvara
til búskapar hafa flutt inn af-
kastameiri tæki og dýrari og hvatt
menn til að kaupa meira og meira.
Vinnslustöðvar búvara hafa líka
hvatt bændur til að framleiða
meira tii að auka veltuna hjá sér.
Nú er verið að byggja ostagerðir
hjá fjórum mjólkurbúum — samt
er ostaframleiðslan miklu meiri en
þarf til innanlandsneyslu. Hvað á
að gera við þessar nýju ostagerðir
ef mjólhurframleiðsla er komin í
samræmi við innanlandsneyslu
eftir 3—4 ár? Þær verða ekki
afskrifaðar þá. Hvað á að gera við
fólkið sem vinnur við úrvinnslu og
dreifingu útfluttra búvara? Nei,
það verður enginn hægðarleikur
að draga úr framleiðslunni í
skyndi.
Kannski ætti að kenna stjórn-
málamönnunum um þessi vand-
ræði enda er ábyrgðin þeirra,
skyldi maður ætla. Samt er ekki
sanngjarnt að krossfesta þá eina
vegna þessa, því þeir eru í raun
ekki annað en fulltrúar aðskiljan-
legra stétta og klíkna. Árið 1972
var samið frumvarp, sem gekk í
svipaða átt og nú er lagt til, þ.e.
miðaðist við að auka möguleika
Framleiðsluráðs á að stjórna
framleiðslunni. Það frumvarp dag-
aði uppi á Alþingi. Haustið 1977
var sýnt að stefndi í óefni og
Stéttarsamband bænda gerði til-
lögur um að víkka heimildir
Framleiðsluráðs með vægum fóð-
urbætisskatti og framleiðslukvóta.
Hefðu þær komist til framkvæmda
væri vandinn með mjólkina eitt-
hvað minni nú. Margir bændur
voru andvígir fóðurbætisskattin-
um þá eins og nú. Gunnar
Guðbjartsson, formaður Stéttar-
sambandsins, segir um þetta í
Frey (18. tbl. 1978): „En það lét svo
hátt í andstæðingunum (þ.e. and-
stæðingum fóðurbætisskattsins),
að stjórnvöldin heyktust á að
breyta Framleiðsluráðslögunum
að þessu sinni.“ Og allt var látið
danka við það sama. Síðastliðið
vor voru svo sumir þeirra þing-
manna, sem heyktust á að rýmka
Framleiðsluráðslögin, felldir í
kosningunum — fyrir illvirki sín.
Og hvað kom í staðinn? Hópur
krata sem virðast hafa ósköp
takmarkaðan skilning á landbún-
aðarmálum. Er bótin bölinu betri?
Valkostir?
Hvernig, sem þessi mál þróast,
er afar óæskilegt að sveitafólki
fækki. Það er svosum ekkert
allsherjar sáluhjálparatriði að
bændur búi endilega eingöngu með
kýr og kindur. En það er sálu-
hjálparatriði að fólk búi í sveitun-
um — bæði af félagslegum ástæð-
um og fjárhagslegum.
Fámennið í mörgum sveitum er
að verða óbærilegt, einkum á
veturna. Tvær til þrjár manneskj-
ur eru að rjátla við skepnurnar
oftast sitt í hvoru lagi allan
daginn og félagslíf er lítið og
dofinlegt. Ef sveitafólki fækkar
meir verður félagsleg aðstaða
þeirra, sem eftir eru, ennþá
erfiðari, framkvæmdir sveitarfé-
laganna torveldari, rekstur skól-
anna dýrari og sum verk vart
framkvæmanleg, t.d. smala-
mennskur og göngur.
Loks er þess að geta, að ef fækka
ætti bændum að marki, væri
einfaldast að ganga hreint til
verks og leggja t.d. í eyði Húna-
vatnssýslur báðar, Skagafjörð,
Eyjafjörð og Þingeyjarsýslu. Á
þessu svæði búa rúmlega 1000
bændur svo þetta yrði milli 20 og
25% fækkun. Þá missa að vísu
íbúar Hvammstanga og Blönduóss,
stór hluti íbúa Sauðárkróks, Akur-
eyrar og Húsavíkur atvinnu sína
líka — en sagði ekki einhver að hér
væri um valkosti að ræða. Þetta
gætu orðið 6—8000 manns. Hvar á
þetta fólk að vinna? Á kannski að
tildra upp 4—5 álverum handa því
að vinna í? Hvar á fólkið að búa?
Er ekki verið að kvarta yfir því að
of mikið sé fjárfest í óarðbærum
byggingum? 3—4000 nýjar íbúðir
eru ekki líklegar til að skila
miklum arði. Nei, hér er ekki
spurning um valkosti. Þetta er
spurning um það hvernig afkoma
og lífsskilyrði fólks til sveita verða
bætt og tryggð.