Morgunblaðið - 11.02.1979, Page 7

Morgunblaðið - 11.02.1979, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979 7 HUG- VEKJA eftir séra Jón Auðuns Höldum áfram frá síðasta sunnudegi með líkingu Krists af mustarðs- korninu og sáðmanns- starfi. Hvað mundi blasa við, mættum við skyggnast um í hugar- heimi sjálfra okkar: Garður fullur af margvís- legum gróðri og honum óvæntum á marga lund. Hverjir höföu verið hér að verki? Hverjir höfðu hinir óvæntu sáðmenn veriö? Alla ævi eru áhrif frá öðrum aö seytla inn í sál okkar, sum af því aö við viljum þau, önnur án þess við vitum, og þó vaxa þau fræin engu síöur en hin, sem sótzt var eftir. Allir erum við sáðmenn, stundum vitandi vits, áróðursmenn, en stundum án þess við gerum okkur þess grein. En uppskeru- tíminn kemur, ávöxturinn kemur í Ijós. Þorst. Erlingsson kvað um þá, sem sáð hföðu í sál hans á yngri árum: „Ég veit þó sitt bezta hver vinur mér gaf, og viljandi blekkti mig enginn, en til þess aö skafa það allt saman af er ævin að helmingi gengin." Sú er reynsla margra á efri árum, þegar litið er um öxl yfir málefni og menn af meiri rósemi, meiri skilningi en fyrr, en á ári sem barninu skal helgað, er sérstök ástæða til að gefa þessu gaum. Þú kannt að vera trúgjarn á yngri árum og áhrifagjarn. Barnssálunni er oft og með réttu líkt við vorjörðina, gljúpa og mót- tækilega, og greiðari leið finna frækorn annarra, áhrif annarra að henni en hugskoti þeirra, sem fullorðnir eru og reynsla hefir kennt að vera á verði, ekki síður gegn þeim sem þeir bera góöan hug til en hinna, sem þeir gruna um græsku. Rennum hug að heimilunum, þar sem börn eru að alast upp, fyrst og fremst að þeim. Meöan börn eru lítil, áður en þau eignast daglega félaga utan heimilisins, mótast þau af heimilinu mest. Ríkir ekki of víða á heimil- unum það andrúmsloft, sem skaðar börnin svo að þau bíða þess aldrei bætur? Svo er víða því ekki til að dreifa að foreldrar móti heimilin þegar báöir for- eldrar vinna fullan vinnu- dag utan heimilisins og koma svo þreytt frá vinnu- deginum heim, aö þau geta ekki lifað verulegu samfélagslífi með börnum sínum. Mér rann oft til rifja þegar ég spurði fermingarbörnin um starf móöur þeirra og þau sögðu næstum feimnis- lega: „Mamma er bara húsmóðir.“ Bara húsmóðir! Á því er blygðunarlaust þrástagast að þjóðfélagið, „vinnu- markaðurinn" þurfi nauösynlega aö kalla mæðurnar frá heimilun- um, börnunum, til aö auka „hagvöxt“ fólksins í land- inu. Víst veit ég að vegna dýrtíöarflóösins er afkoma margra heimila svo erfið, aö full þörf er þess aö móðirin vinni úti. En jafn- vel veit ég hitt, aö margar mæöur vinna utan heimilisins allan daginn vegna þess að lífskröfurn- ar eru óheilbrigðar og unninn er hóflaus vinnu- eru af kynofsa, allskonar siöleysi, moröum og of- beldi? Það er vissulega lofstvert aö seðja hungruð börn og lækna þau af líkamsmeinsemdum. En börn eru víöar en í van- þróuðum löndum, og lofs- vert væri ekki síður aö hafizt væri handa um að vernda þau fyrir látlausum straumi óþverra, sem yfir þau er hellt í svonefndum siðuöum heimi. Og hver áhrif hefur þaö á ungling- ana að lesa, heyra og vita að margskonar forsmán, glæpir og margt, sem jaðrar viö glæpi þrífst í óhugnanlegum mæli í þeirra eigin þjóöfélagi? Ekkert væri veröugra viðfangsefni á ári barnsins en aö gefa því sem skýr- asta mynd af kenningu Krists og honum sjálfum. Hvernig rækja heimilin þaö hlutverk, — og skólarnir? Leita heimilin þess ? Er sú fræðsla í höndum kennara, sem Sáðmenn Ar barnsins dagur utan heimilis til þess að afla heimilinu þeirra hluta, sem hver heilbrigður maður veit, að lítilsvirði eru hjá því, aö foreldrarnir geti lifað eðli- legu samfélagslífi með barninu heima. Ég veit líka þaö, að margar mæður myndu kveðja „vinnustað- inn“, ef þeim væri Ijóst hverju þær svipta börn sín meö því að láta þau fara á mis viö daglegar samvistir við sig. Sáömenn í stórum stíl eru fjölmiðlarnir meö sínu sefjandi valdi. Þaö er býsnast mikið yfir óþverra, sem sjónvarpið flytji inn á heimilin og oft með þeim fyrirvara aö myndin sé ekki ætluð börnum, sem vitanlega orkar öfugt á vel stálpuð börn. Tímar hafa breytzt og börn ekki síður en fullorðnir. Vindhögg og annað ekki væri það aö sýna þær glansmyndir af lífinu, sem ég og jafnaldr- ar mínir ólumst upp viö. En þarf munurinn aö vera eins mikill og er á þeim og þeim myndum, sem sjón- varp og aörir fjölmi^ar sýna og fjöldi barna og unglinga horfir á og fullar verðugir eru þess, sem þeim er trúað fyrir? Foreldrar, sem hafa viljað leysa af hendi þetta hlutverk, hafa sagt mér frá sárum vonbrigðum, að sáðmannsstarf þeirra hafi ekki boriö þann ávöxt í barninu, sem þeir þráðu. „Sæðið grær og vex,“ sagði Kristur. í undirvit- und, sálardjúpum barnsins lifir fræiö og ber ávöxt þótt jarðnesku árin leiði hann ekki í Ijós og foreldrarnir hverfi svo af þessum heimi, að þau sjái ávöxtinn ekki. En hver sem sáir þeim fræjum, sem Kristur fær okkur öllum í hendur, er ekki aö sá fyrir jarðnesku árin ein, heldur einnig fyrir „eilífa tíð“. Árin líöa, líða fljótt og í eilífð Guðs verður frækornið aö miklum meiði þótt okkur skamm- sýnum virðist það hafa kulnaö og dáið. Lofsvert er að bæta skortinn, seðja hungruð börn, og lækna þeirra líkamsmein, en það eitt skapar ekki betri þjóð, betri heim, ef barnssálin gleymist á sjálfu ári barns- ins — barnssálin og Krist ur. ■ P r V búoin Skipholti 19 Sími 29800 27 ár í fararbroddi Vatnsþéttur krossviður af öllum geröum og þykktum. Mjög hagstætt verö. Timburverzlunin Volundur hf. KLAPPARSTÍG 1, SÍMI 18430 — SKEIFAN 19, SÍMI 85244 Öllum þeim, ættingjum, lögmönnum og öörum vinum, sem heiðruðu mig með heimsóknum og gjöfum á sjötugs afmæli mínu, 25. jan. s.l. færi ég mínar innilegustu þakkir. Jón N. Sigurdsson, hæstaréttarlögmadur. ' *....... ..............C Það bezta í bænum ÞORRABAKKAR Útbúum þorramat í hverskonar veizlur og mannfagnaði. Á þorrabakkanum okkar eru 17 mismun- andi tegundir af úrvals þorramat. Komið og reynið. Stjórnunarfélag íslands Ék Efnahagsmál Dagana 19., 20. og 21. febrúar efnir Stjórnunarfélag íslands til námskeiðs um efnahagsmál. Námskeiðið verður haldið að Hótel Esju og stendur frá kl. 15—19 dag hvern. Á námskeiöinu verður gefiö yfirlit yfir helstu þjóðhagsstærðir. Fjallað verður um samhengi hinna ýmsu stærða, áhrif opinberra aðgerða og einnig verða skilgreind helstu þjóðhagfræði- hugtök. Meðal máms- gagna er bókin „Efna- hagsmál" sem nýlega kom út hjá A.B. Leiöbeinendur veröa Ásmundur Stelánsson hagfræðingur og dr. Þráinn Eggertsson hagfræöingur, en eins og kunnugt er önnuðust peir gerð sjónvarpspátta um efnahagsmál sem sýndir voru á liönum vetri. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélags íslands, Skipholti 37, sími 82930.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.