Morgunblaðið - 11.02.1979, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979
fUínrgjn Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Ritstjórn og afgreiósla Aðalstræti 6, sími 10100.
Auglýsingar Aöalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 125 kr. eintakiö.
ess er nú minnzt, að
800 ár eru frá því
snjallasti rithöfundur og
sagnfræðingur íslands-
sögunnar, Snorri Sturlu-
son, fæddist. Hann er
„réttan“ hátt, þ.e. að mið
sé vandlega tekið af
marxistískri tízkustefnu
samtímans. Morgunblað-
ið vill hvetja
marx-leninista í kennara
íslenzku fornritunum að
nemendum sínum, hvorki
íslendinga sögum né kon-
ungasögum. Þetta væru
yfirstéttarrit, skrifuð af
höfðingjum og þeir einir,
sem hefðu átt a.m.k. stórt
hundrað kálfa, hefðu haft
efni á því að rita eina
sögu forna á bókfell.
Innrætingin ætti að taka
mið af alþýðufróðleik og
öreigabókmenntum, en
ekki klassískum ritum
íslenzkrar höfðingja-
stéttar. Voru kennarar
áminntir um að vera vel á
verði!
En þá brá svo við, að
að svara að engum hefur
dottið þetta í hug fyrr.
Jón Leifs sagði á sínum
tíma í samtali, sem birt-
ist hér í Morgunblaðinu:
„Listin er aristókratísk.
Hún getur ekki dafnað,
nema það sé auðvald á
bak við hana. Það sýna
fornar bókmenntir okkur.
Þær hefðu aldrei verið
skrifaðar, ef ekki hefði
staðið sterkt auðvald á
bak við þær. Það þurfti
skinn af 120 kálfum til að
skrifa á meðal sögu, hef-
ur Jón Helgason prófess-
orsagtmér.l20kálfar allt
okkar stolt! Það var eng-
að vera nú vel á verði
gegn kapítalískri bók-
mennt — og helzt að
stinga ritum hans undir
stól, svo að æskan fari nú
ekki að álpast í þau. Eða
— hvað sagði ekki Sig-
urður Nordal í riti sínu
um Snorra Sturluson?
Hann sagði m.a.: „Það
sem bezt er í íslenzkri
sagnaritun er allt ritað af
höfðingjum (leikum og
lærðum) fyrir höfðingja."
Og ennfremur: „Það er
nauðsynlegt að hafa
þetta sjónarmið í huga:
að Snorri hefur engar
mætur á því alþýðlega;
Varið ykkur á Snorra!
frægastur allra íslend-
inga fyrr og síðar. Þykir
því mikið við liggja að
gera honum nokkur skil.
Hans verður án efa ræki-
lega minnzt í skólum
landsins. Við skulum
vona, að það verði gert á
stétt til að detta nú ekki
af línunni. Mikið er í húfi!
Ekki alls fyrir löngu
voru lærifeður hvattir til
þess í forystugrein Mbl.
að gæta sín vandlega á
því að halda sig á línunni
og fara nú ekki að halda
blessaður Þjóðviljinn dró
upp rykfallinn essa-
yuræfil eftir Einar
Olgeirsson, þar sem því
er haldið fram í blákaldri
marxistískri alvöru, að
fornsögurnar séu alþýðu-
bókmenntir. Þessu er til
inn ölmusumaður, sem
átti svoleiðis bústofn."
Og til að bæta gráu
ofan á svart og einnig til
að halda 800 ára afmæli
Snorra dálítið hátíðlegt
— mætti enn áminna
marxistíska kennara um
grófa, barnalega, að hann
er sífellt að gæta virðing-
ar konunganna.“
Kennarar allra landa
sameinist — í baráttunni
gegn Snorra og öðrum
kalkvistum íslenzkrar
höfðingjamenningar!
Rey kj av íkurbréf
10. febrúar
Yfirburdir
kristninnar
I hugvekju sr. Jóns Auðuns
sunnudaginn 2. júlí 1978 talaði
hann um kristna trú og þá ábyrgð,
sem fylgir kristinni kenningu.
Hugvekjan er ekki sízt athyglis-
verð fyrir þá sök, að í henni kemur
fram, að „nálægt 50 af 60 kennara-
efnum, sem eru að ljúka prófi frá
Kennaraháskólanum neita að skila
úrlausnum um kristindóm." Segir
hann, að þetta hafi vakið undrun
margra, enda sé hér alvörumál á
ferð, eins og hann kemst að orði.
Sr. Jón gerir kristindómsfræðsl-
una og kennslumálin að umræðu-
efni í þessari hugvekju sinni og
vitnar í því sambandi í predikun
sr. Hjalta Guðmundssonar, sem
hann flutti í Dómkirkjunni fyrr á
árinu. Sr. Hjalti sagði m.a.: „Mér
fannst því mjög dapurleg frétt,
sem ég sá í blaði í sl. viku og var á
þá leið, að „yfirgnæfandi meiri-
hluti þeirra 60 kennaraefna, sem
útskrifast frá Kennaraháskóla
íslands í vor hefðu skilað auðu á
lokaprófi í kristnum fræðum. Að-
eins 11 þreyttu prófin, hinir létu
sér nægja að skila prófblaðinu
með nafninu 'sínu einu,“ sagði
blaðið. Þetta áttu að vera mótmæli
gegn því, að einvörðungu séu
kennd kristin fræði en ekki víð-
tækari trúarbragðafræði."
Bessí Jóhannsdóttir kennari,
einn af varafulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins í borgarstjórn Reykja-
víkur, skrifaði kjallaragrein í Vísi,
Um pólitíska innrætingu í skólum,
og segir þar m.a.: „Hvað finnst
mönnum um það, þegar nemandi á
grunnskólastigi á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu kemur heim til sín og
spyr foreldra sína: „Af hverju eru
vondu mennirnir, sem stjórna
landinu, að ræna af okkur kaup-
inu?“ Eða ungi kennarinn, sem var
yfirlýstur kommúnisti og kenndi
fermingarbörnum úti á landi einn
vetur. Hann bað þá að rétta upp
hönd, sem tryðu á guð. Síðan valdi
hann einn úr hópnum, fékk honum
krít, og sagði: „Teiknaðu hann þá á
töfluna." Er þetta sú meðferð, sem
við viljum að kristin trú fái í
skólum landsins? Kristinfræði er
ein mikilvægasta námsgrein
grunnskólans. Þar lærir nemand-
inn ekki samsafn þurra stað-
reynda, heldur þann kærleika og
þá mannúð, sem sízt má víkja á
þeim tímum, þegar öfl mannfyrir-
Iitningar og neikvæðni hafa náð
tökum á alltof mörgum."
Þessi orð félagsfræðingsins og
kennarans eru íhugunarefni, ekki
sízt í tengslum við þær fréttir, sem
bárust af fyrrnefndum mótmælum
Kennaraháskólanema. En kristin
trú þarf enga sérstöðu. Hún er
mikil af sjálfri sér og engin
trúarbrögð komast í hálfkvist við
kærleiksboðskap Krists né heldur
þann siðalærdóm, sem felst í
kristninni. Það er því ástæðulaust
að óttast um kristna trú sé hún
kennd í skólum landsins í ein-
hverjum tengslum við önnur trú-
arbrögð, svo mjög sem hún ber af
þeim. En þá þurfa kennarar að
vera á verði og koma boðskap
hennar vel og hlutlaust til skila,
svo að nemandanum megi auðnast
að finna yfirburði kristinnar trúar
og mannúðarstefnu hennar, eins
og hún birtist í orðum og raunar
öllu lífi og starfi meistarans sjálfs,
en ekki í margvíslegum útlistun-
um síðari tíma boðenda harla
sundurleitra trúarsafnaða.
Skilningur —
ekki
afkristnun
Það var fróðlegt að kynnast
öðrum trúarbrögðum en kristninni
í kennslu sr. Jakobs Jónssonar í
Menntaskólanum í Reykjavík á
sínum tíma og engin hætta á því,
að sú kennsla yrði til þess með
neinum hætti að skyggja á þá
kristnu uppfræðslu, sem nemend-
ur höfðu hlofið í föðurhúsum,
skólum og hjá prestum sínum.
Kennaraefni eiga að sjálfsögðu að
hljóta fræðslu í almennri trúar-
bragðasögu og fá þannig undir-
stöðu, sem nauðsynleg er til sam-
anburðar í kennslu sinni. Það er
rétt, sem sr. Jón Auðuns segir í
fyrrnefndri hugvekju: „Sé rétt
haldið á kennslunni, á fræðsla um
önnur trúarbrögð að kenna mönn-
um betur en ella að skilja og meta
kristindóminn. Og mér er það
kunnugt um kennara í kristin-
dómsfræðum við eina æðstu
menntastofnun þjóðarinnar, að
honum var það starf fyrir ung-
mennin hið ljúfasta og leiðin
auðveld til að vekja áhuga þrosk-
aðra nemenda á kristindómsmál-
um, enda haldið af viti og víðsýni
hleypidómalaust á kennslunni."
Sá, sem kynnist Biblíunni ræki-
lega, finnur, að hún er innblásin af
anda, sem er manninum æðri og af
sérhverri setningu Krists sjálfs
sindrar það guðdómlega fyrirheit,
sem er öllum fyrirheitum meira:
að maðurinn standi í skjóli þess
kærleiksríka guðs, sem himininn
skóp og jörðina.
íslenzka þjóðin þarf á þessum
boðskap að halda, ekki síður en
aðrar þjóðir heims. Nemendur
Kennaraháskólans ættu að gera
sér grein fyrir því, ekki síður en
aðrir þeir, sem hafa fundið köllun
hjá sér til að bæta umhverfi
íslenzkrar æsku, styrkja siðgæði
hennar og náungakærleika og
leiða hana inn í fögnuð og fyrir-
heit Fjallræðunnar. Það er fjall-
ræðufólkið í þjóðlífi íslendinga,
sem hefur varðað veginn og enda
þótt það eigi undir högg að sækja
vegna nýrra siða og háværrar
tízku þurfum við á því að halda nú
fremur en nokkru sinni áður, að
það standi sem eins konar tákn
þess þjóðfélags, sem við viljum
þróa í átt til frjálshyggju og
íslenzkrar mannúðarstefnu. Is-
lenzkur samtími stendur á göml-
um merg þjóðlegrar menningar og
ekki síður kristinnar trúar. Þetta
tvennt hefur farið saman í gegnum
aldirnar og við getum án hvorugs
verið, ef við ætlum að halda þeirri
andlegu reisn, sem hefur verið
stolt okkar á stórum stundum og
skjól þegar á móti hefur blásið. En
þessi kristna arfleifð kallar einnig
á umburðarlyndi fyrir trú annarra
og skoðunum. Forsenda slíks
umburðarlyndis er skilningur —
og það er væntanlega þessi skiln-
ingur sem nemendur Kennarahá-
skólans sækjast eftir, en ekki
afkristnun æskunnar. Undirstaða
uppeldis hér á landi eru heimili,
skóli og kirkja. Samstarf þessara
stofnana er mikilvægast í uppeldi
æskunnar. Þetta samstarf þarf að
byggjast á gagnkvæmu trausti, en
ekki tortryggni og togstreitu. En
af þessu þrennu eru heimilin
hornsteinninn.
Skólinn
Það er einnig rétt, sem Bessí
Jóhannsdóttir, segir í kjallara-
grein í Vísi, að kennarinn megi
aldrei líta á sig sem trúboða
ákveðinna kenninga, svo og sú
fullyrðing að skólinn sé ein af
mikilvægustu stofnunum samfé-
lagsins. Á það hefur oft verið bent
hér í blaðinu og verður aldrei lögð
á það of mikil áherzla. Skólinn á
að vera bjarg sem lýðræði okkar er|
reist á, ekki sízt nú þegar fjölmiðl-
ar sækja eins hart á hugi manna
og raun ber vitni. „Almenningur
hefur vaxandi tilhneigingu til að
láta mata sig á einföldum stað-
reyndum," segir Bessí. Ennfremur:
„I sjónvarpi virðist skipta meira
máli hvað menn sjá en þau rök,
sem fram eru færð. Þetta kallar á
ný vinnubrögð innan skólans. Það
þarf fyrst og fremst að þjálfa og
örva nemendur til að leita sér
ítarlegri upplýsinga í ýmsum mál-
um og kenna þeim heiðarlega
gagnrýni í afstöðu sinni til mála. í
þessu reynir á aukna ábyrgð kenn-
arans.“
Hún varpar fram þeirri spurn-
ingu, hvort rétt sé, að kommúnist-
ar misnoti aðstöðu sína innan
skólanna til að innræta marxískar
kenningar. Hún segir, að erfitt sé
„að festa hönd á þeim, sem beita
pólitískum áróðri í skólum, eink-
um vegna þess að nemendur hafa
hvorki þroska né þekkingu eða
kjark til að andmæla slíku. Skól
inn sinnir ekki þeirri skyldu af
upplýsa foreldrana um námsefn
barna sinna. Foreldrar eiga hér Oj
nokkra sök á. Þeir hafa verið o(
eru mjög andvaralausir. Það ætt
að vera grundvallarskylda þesí
foreldris, sem ann lýðræði oj
kristnu siðgæði að fylgjast náii
með námsefni barna sinna fri
upphafi skólagöngunnar." Húi
bendir á, að sumir kennarar sýn
fornum verðmætum fyrirlitningt
svo og valdhöfum nema væntan
lega á vinstri vængnum! Þá einnij
foreldrum, kirkju og kristn