Morgunblaðið - 11.02.1979, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1979
Skólasýning í
Ásgrímssafni
I daK verður 15. skólasýning
AsKrímssafns opnuð. Eins og
undanfarin ár er leitast við að
gera sýningu þessa sem fjölþætt-
asta. og sýna hinar ýmsu hliðar í
listsköpun Ásgríms Jónssonar og
verkefnaval.
Sýndar eru í vinnustofu lista-
mannsins vatnslita- og olíumynd-
ir, einnig nokkrar þjóðsagnateikn-
ingar. Viðfangsefni eru m.a. lands-
lag, blóm, hestar og eldgos.
I heimili Ásgríms er sýning á
þjóðsagnamyndum frá ýmsum
tímabilum, flestar málaðar með
vatnslitum, en safnið hefur gert
sér far um að kynna skólafólki
þessar merkilegu bókmenntir okk-
ar í myndlist Ásgríms Jónssonar.
Þær voru honum óþrjótandi við-
fangsefni allt hans æviskeið. Og
síðasta verkið sem hann vann í,
fjórum dögum fyrir andlát sitt, þá
veikur á sjúkrahúsi, er þjóðsagna-
teikning sem honum tókst ekki að
ljúka við. Hún er ætíð sýnd á
öllum sýningum safnsins.
Guðmundur Benediktsson
myndhöggvari aðstoðaði við val
mynda, og sá um upphengingu
þeirra.
Þessar árlegu skólasýningar Ás-
grímssafns virðast njóta vaxandi
vinsælda. Ýmsir skólar gefa
nemendum sínum tómstund frá
námi til þess að skoða listaverka-
gjöf Ásgríms, hús hans og heimili,
sem er nákvæmlega í sömu skorð-
um og þegar hann hvarf þaðan, en
heimili hans er eina listamanna-
heimilið sem til sýnis er í Reykja-
vík.
Skólayfirvöld borgarinnar hafa
stuðlað að heimsóknum nemenda í
söfn, enda virðist slík listkynning
sjálfsagður þáttur í námi uppvax-
andi kynslóðar.
Breyting hefur orðið á stjórn
Ásgrímssafns. Hjörleifur Sigurðs-
son listmálari, sem verið hefur í
stjórn safnsins undanfarin ár, og
tók við því starfi af Jóni bróður
Ásgríms, er nú á förum til útlanda
Kötlugos. Á flótta undan jökulhlaupi. Olíumálverk. málað 1955. •
um óákveðinn tíma. Við starfi
hans á meðan tekur Guðmundur
Benediktsson myndhöggvari.
Þegar Ásgrímur Jónsson kunn-
gerði erfðaskrá sína á sinni tíð
óskaði hann þess að í stjórn
safnsins tæki sæti frænka hans
Guðlaug Jónsdóttir hjúkrunar-
kona. En vegna heilsubrests lætur
hún af því starfi nú, en við því
tekur frænka hans Sigrún
Guðmundsdóttir kennari.
Skólasýningin er öllum opin
sunnudaga, þriðjudaga og fimmtu-
daga frá kl. 1.30—4.00. Sértíma
geta skólar pantað hjá forstöðu-
konu Ásgrímssafns í síma 14090
og 13644. Aðgangur er ókeypis.
Skákþlng Reykjavíkur 1979. A-flokkur (14. jan,—8. feb.)
hann fær annað tækifæri á
Islandsmótinu, því að þar hefur
hann þegar unnið sér landsliðs-
réttindi.
I B flokki kom efsta sætið í
hlut Þorsteins Þorsteinssonar.
Hann hlaut tíu vinninga af
ellefu 'mögulegum, sem er frá-
bær árangur. Þeir Gylfi Magn-
ússon og Jóhann Þórir Jónsson
veittu honum þó lengst af harða
keppni, en með sigri yfir
Jóhanni í síðustu umferð í æsi-
spennandi skák tryggði Þor-
steinn sér efsta sætið. Lokastað-
an í riðlinum varð þessi:
1. Þorsteinn Þorsteinsson 10 v.
2. Gylfi Magnússon 9 v. 3.
Jóhann Þ. Jónsson 7 (/2 v. 4. Karl
Þorsteins 7 v. 5.-7. Þórir Sigur-
steinsson, Björgvin Guðmunds-
son og Björgvin Jónsson 5‘/2 v.
Róbert Harðarson, unglinga-
Asgeir var sterkari
á lokasprettinum...
SKÁKÞINGI Reykjavíkur 1979
er nú lokið með sigri Ásgeirs
Þórs Árnasonar eftir harða og
spennandi baráttu á milli hans
og ómars Jónssonar. Ómar var
einn efstur lengi framan af, en
í níundu umferð hleypti hann
Ásgeiri upp að hlið sér með því
að tapa fyrir Braga Ilalldórs-
syni. I næstu umferð unnu þeir
félagar báðir og ríkti því raf-
mögnuð spenna í síðustu um-
ferðinni. Þá tefldi Ásgeir við
Júh'us Friðjónsson, en Ómar
við Sævar Bjarnason. Júh'us
misstei^ sig illa í byrjuninni
gegn Ásgeiri og reyndi síðan
mannsfórn sem stóðst ekki og
varð því að gefast upp. Athygli
manna beindist þvi' lengst af að
skák þeirra Ómars og Sævars,
þar sem Ómar hafði greinilega
öruggt frumkvæði. Sævar varð-
ist hins vegar af hörku og
ieitaði mjög eftir uppskiptum. í
framhaldinu missti Ómar þráð-
inn, honum sást tvívegis ýfir
mjög vænlegar ieiðir og um
tíma virtist Sævar vera að ná
yfirhöndinni. Skákin leystist
þá skyndiiega upp í riddara-
endatafl, sem flestum virtist
steindautt jafntefli. Ómar þrá-
aðist samt við 1' biðskákinni,
enda til mikils að vinna, en
tókst ekki að brjóta varnir
Sævars á bak aftur.
Ásgeir Þór, sem er 21 árs
gúmall lögfræðinemi, varð þar
með skákmeistari Reykjavíkur.
Það kemur vart nokkrum á
óvart, því að Ásgeir hefur sinnt
skáklistinni mikið á undanförn-
um árum, hann varð t.d. í þriðja
sæti á Skákþingi íslands 1977.
Skákstíll Ásgeirs er mjög
skemmtiiegur fyrir áhorfendur,
hann teflir mjög djarft til sókn-
ar og finnur oft úrræði þegar
öðrum virðast öll sund lokuð.
Með þessum sigri sínum er
Ásgeir tvímælalaust aftur kom-
inn í röð fremstu skákmanna
okkar og verður fróðlegt að
fylgjast með honum á íslands-
mótinu í vor.
Stíll Ómars er hins vegar
gjörólíkur stíl Ásgeirs. Ómar
kann bezt við sig í þungri stöðu-
Ásgeir Þór Árnason,
baráttu og minnir að því leyti
mikið á Magnús Sólmundarson,
byrjanavai þeirra er t.d. svipað.
I þriðja sæti kemur aðeins 15
ára gamall piltur, Elvar
Guðmundsson. Elvar var lang-
stigalægstur þátttakenda, en
hann lét ekki reynsluleysið á sig
fá og bjargaði sér oft skemmti-
lega úr erfiðum stöðum. Jafn-
aldri Elvars, Jóhannes Gísli
Jónsson, kemur síðan í 4.-5.
sæti ásamt Birni Þorsteinssyni.
Það er athyglisvert hversu mik-
ið skákiðkun virðist leggjast í
ættir hérlendis, eins og allir vita
eru þeir Ásgeir Þór og Jón L.
Árnason bræður og faðir
Jóhannesar Gísla er enginn
annar en Jón Þorsteinsson. Þótt
Jón hafi greinilega kennt synin-
um margt, mætti hann þó miðla
honum meira af sinni alkunnu
endataflskunnáttu, því að
Jóhannes missti a.m.k. tvö unn-
in endatöfl niður í jafntefli á
mótinu. Ef þeim feðgum tekst
að lagfæra þennan galla, er
mikils að vænta af Jóhannesi í
framtíðinni, því að á öðrum
hliðum skákarinnar kann hann
góð skil. Þeir Björn og Sævar
ollu töluverðum vonbrigðum.
Þeir byrjuðu báðir vel, en þegar
efsta sætið fór að fjarlægjast
virtust þeir báðir missa áhug-
ann. Að þessu sinni lék lánið
ekki við Jóhann Hjartarson, en
meistari íslands, varð efstur í C
riðli, hlaut áttá vinninga af 11
mögulegum. Jóhann Pétur
Sveinsson varð annar með sjö
vinninga, en þriðja sætinu
deildu þeir Magnús Alexanders-
son og Haukur Arason . sem
hlutu báðir 6‘A v.
í D riðli varð Ólöf Þráinsdótt-
ir efst, en hún er einmitt dóttir
hins kunna siglfirzka skák-
manns Þráins Sigurðssonar.
Þessi ágæti sigur Ólafar sýnir
vel þá< miklu framför sem hefur
orðið í kvennaskák hér á landi á
síðustu árum. Lokastaðan í riðlíF
inum varð þessi: 1. Ólöf Þráins-
dóttir 8 v. 2.-3. Páll Þórhalls-
son og Hrafn Loftsson 7‘/2 v. 4.
Gunnar Freyr Rúnarsson 7 v.
í E flokki sem var opinn bar
Gylfi Gylfason bæði höfuð og
herðar yfir alla andstæðinga
sína og sigraði með 10 vinning-
um af 11 mögulegum, heilum
tveimur og hálfum vinningi á
undan næstu mönnum, þeim
Jóni H. Steingrímssyni, Birgi
Guðmundssyni og Jónasi G.
Friðjónssyni, sem hlutu 7*A v.
En lítum nú á eina jskemmti-
Skák
eftir MARGEIR
PÉTURSSON
EUang Nafn 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. ' Vinn. Röð
2145 1. Ómar Jónsson T.K. 'k 1 1 1 1 1 'h 0 1 'h 'k 8 2
2240 2. Jónas P. Erlingsson T.R. 'h \ 1 0 0 0 'h 'h 'h 'k 0 'h 4 10.-11.
2220 3. Guðmundur Ágústsson T.R. 0 0 'k 'h 0 1 0 'h 'h 0 0 3 12.
2240 4. Jóhann Hjartarson T.R. 0 1 'h 0 0 'h 0 1 'h 'h 'h h'k 8.-9.
2300 5. Björn Þorsteinsson T.R. 0 1 'h 1 0 0 1 1 'k 1 0 6 4.-5.
2170 6. Júlíus Friðjónsson T.K. 0 1 1 1 1 0 'k 0 0 0 0 4'/! 8.-9.
2165 7. Haraldur Haraldsson S.M. 0 'h 0 'k 1 1 1 0 'k 1 0 % 6.-7.
2130 8. Jóhannes Gísli Jónsson T.R. 'k 'h 1 1 0 'k 0 1 ''h 'h 'h 6 4.-5.
2205 9. Bragi Halldórsson S.M. 1 'k 'k 0 0 1 1 0 0 0 0 4 10.-11.
2060 10. Elvar Guðmundsson T.R. 0 'h 'h 'h 'h 1 'k 'h 1 * 111 1 'h 6 'k 3.
2285 11. Sævar Bjarnason T.R. 'h 1 1 'h 0 1 0 'h 1 0 9 5 'h . 6.-7.
2270 12. Ásgeir Þór Árnason T.R. 'h 'h 1 'h 1 1 1 'h 1 'h 1 8 'h 1.
/
lega skák frá Reykjavíkurmót-
inu, með sigurvegurunum í A
flokki: ,
Hvítt: Ásgeir Þ. Árnason
Svart: Sævar Bjarnason
Ben-Oni byrjun
1. d4 - RÍ6. 2. c4 - c5, 3. Rí3
— e6, 4. d5 — exd5, 5. cxd5 —
d6,6, Rc3 — g6,7. e4 — Bg7,8.
Be2 - 0-0, 9. 0-0 - He8, 10.
Rd2 - Ra6, 11. f3 - Rc7, 12.
a4 - b6, 13. Rc4 - Ba6, 14.
Hbl (Hið hvassa framhald 14.
Bg5 hefur verið töluvert í sviðs-
ljósinu að undanförnu, en ekki
reynst valda svörtum umtals-
verðum erfiðleikum)
Bxc4, 15. Bcx4 — a6 (15.
... Rd7, 16. Bd2 - a6, 17. b4 -
cxb4, 18. Hxb4 - De7, 19. Khl
— Hfc8, með tvísýnni stöðu.
Adamski-Matulovic, Óiympíu-
mótinu í Lugano 1968. I þessari
skák ákveður Ásgeir hins vegar
að blása til allvafasamrar sókn-
ar á kóngsvæng).
16. Dd3 - Rd7, 17. Í4 - Db8,
18. e5I? - dxe5,19. Í5 - e4, 20.
Dg3 — b5 (Svartur hefur nú
náð ágætu mótspili, en í stöðum
eins og þessari njóta leikfléttu-
hæfileikar Ásgeirs sín vel)
21. d6J? - bxc4, 22. dxc7 -
Db7, 23. Bg5 - Hac8, 24. Hbdl
— Bd4+, 25. Khl - Dxc7, 26.
Dh4 - Dc6. 27. Dh6 - gxf5
(Hvítur hótaði 28. Hxd4 — cxd4,
29. f6, en 27. ... Dd6 kom ekki
síður til greina)
28. Dh3 - Rf8, 29. Hxf5 -
Rg6?
(29.... e3!)
30. Hxf7! - Rf8, 31. Hafl -
Hc7, 32. Df5-------Rg6? (Afger-
andi afleikur. Bezt var 32.
... Hxf7, 33. Dxf7+ - Kh8, og
hvítur á fullt í fangi með að
sýna fram á nægilegt mótvægi
fyrir peðið. T.d. 34. Be7 — Dg6!,
35. Bxf8 - Dxf7, 36. Hxf7 -
Kg8)
33. h4! - Hxf7, 34. Dxf7+ -
Kh8, 35. h5 - Rf8, 36. h6!
(Hótar bæði 37. Dxf8+ og 37.
Hf6! Svartur getur því ekki
umflúið liðstap).
Dg6. 37. Dxf8+ - Hxf8, 38.
Hxf8+ - Dg8, 39. Hxg8+ -
Kxg8, 40. Bcl — e3, 41. g4
Gefið.