Morgunblaðið - 14.03.1979, Page 2

Morgunblaðið - 14.03.1979, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979 DC-8 þota Flugleióa: 100 milljón kr. viógerd vegna sprungna í væng DC-8 ÞOTA Flugleiða er nú í París í viðgerð vegna sprungna sem fram komu í vængkjæðningu við mótor- festingar. Vélinni var flog- ið til Parísar s.l. sunnudag en reiknað er með að við- gerð taki um þrjár vikur Ekki yfirheyrt í kókaín- málinu vegna verkfalls YFIRHEYRSLUM lauk í gær yfir íslenzku konunni, sem situr í gæzluvarðhaldi í Kaupmanna- höfn vegna kókaínmálsins. Yfir- heyrslur yfir öðrum íslendingum hefjast ekki fyrr en í fyrsta lagi á föstudaginn, m.a. vegna verkfalls lögreglumanna á fimmtudag, en á föstudaginn rennur út gæzluvarð- hald eins þriggja íslenzkra karl- manna, sem sitja inni vegna þessa máls. Jón G. Tómas- son næsti borg- arlögmaður BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær með 5 sam- hljóða atkvæðum að leggja til við borgarstjórn að Jón G. Tómasson verði ráðinn borgar- lögmaður frá næstu mánaða- mótum. Jafnframt var samþykkt með 3 atkvæðum að auglýsa stöðu skrifstofustjóra borgarstjóra, sem Jón G. Tómasson hefur gegnt. og kosti 90—100 millj. kr. Slíkar sprungur sem vart hefur orðið í DC-8 vél Flug- leiða hafa fundist í allmörg- um DC-8 vélum, en þó aldrei fyrr í íslenzkri vél. Þær vélar sem þessi sprungumyndun hefur kom- ið fram í hafa allar þurft að fara í dýra viðgerð. DC-10 breiðþotan sinnir því aðallega áætlunarflug- inu á Evrópu-Ameríkuleið- inni um þessar mundir, en einnig kemur vél Air Bahama inn í áætlun og vél Arnarflugs kemur inn á leiðunum til Chicago og Baltimore. Svavar Gestsson: Edera ÍTALSKA flutningaskiðið Edera lagði úr höfn í gær áleiðis til Bandarfkjanna. en um helgina lauk viðgerð á skipinu. Það skemmdist talsvert þegar það fékk á sig brotsjó vestur af landinu um miðjan febrúar. Skipið, sem er um 40 þúsund tonn, sigldi til Reykjavíkur í fylgd Bifrastar og hefur það verið hér síðustu 3 vikurnar til viðgerðar, sem er orðin mjög kostnaðarmikil. Gengið hefur verið frá tryggingu vegna björgunarlauna til Bifrast- ar. Myndin er tekin í Straumsvík- urhöfn í gær þegar dráttarbátur- inn Magni var að undirbúa för Edera út úr höfninni, en ítalska skipið lagði úr höfn klukkan 20 í gærkvöldi. Ljósm. Mbl. RAX. Höfum ekki tekið endanlega afetöðu r um viðbrögð við frumvarpi Olafs Haukur Guðmundsson: Morðhótanir í garð Kristjáns Péturssonar leiddu til handtökunnar YFIRHEYRSLUR eru nýlega hafnar í handtökumálinu svokall- aða og hefur Haukur Guðmunds- son fyrrverandi rannsóknarlög- reglumaður m.a. gefið skýrslu í málinu. Það hefur komið fram í máli Hauks að á þeim tíma sem Guð- bjartur Pálsson var handtekinn, þ.e. seinni hluta árs 1976, bárust Kristjáni Péturssyni deildarstjóra í tollgæzlunni á Keflavíkurflugvelli allmargar morðhótanir, sem þeir Haukur og Kristján töldu komnar frá Guðbjarti. Kvaðst Haukur hafa af þeim sökum m.a. talið brýna þörf á því að beita öllum ráðum til þess að handtaka Guðbjart. Handtökumálið er til dómsmeð- ferðar hjá Ólafi St. Sigurðssyni héraðsdómara í Kópavogi. „ÞAÐ ER að sjálfsögðu hverjum og einum þingmanni og einnig Olafi Jóhannessyni frjálst að leggja fram hvaða frumvarp sem þeim sýnist, og við höfum ekki tekið endanlega aístöðu til þess hvernig við munum bregðast við frumvarpi Ólafs þegar það kemur íram,“ sagði Svavar Gestsson viðskiptaráðherra, þegar hann var spurður hvaða viðbragða mætti vænta af hálfu Alþýðubandalagsins, þegar frum- varp forsætisráðherra kæmi fram á Alþingi. „Það er hins vegar alveg ljóst og það hafa samstarfsráðherrar okkar, t.d. Steingrímur og Bene- dikt, viðurkennt í útvarpsviðtölum í kvöld, að enda þótt margt sé enn í þessu frumvarpi, sem við vildum hafa öðru vísi, þá hefur það breytzt verulega frá því sem það var í upphaflegri gerð þegar Ólafur Jóhannesson kynnti það fyrst, þannig að ýmislegt er í þessu frumvarpi til bóta. En þetta meginatriði, þar sem er verðbóta- kaflinn, er hins vegar með þeim hætti að við getum ekki staðið að frumvarpinu. Þarna er um að ræða nokkur skerðingarákvæði — ekki aðeins þau er varða viðskipta- kjörin og setja vísitöluna í 100 heldur ýmis fleiri atriði, sem óhjákvæmilegt er að taka inn í myndina. Þess má líka geta í þessu sambandi, að það var ekki fyrr en núna í dag að fyrir ríkisstjórninni lágu alveg óyggjandi tölur frá opinberum aðilum hvað þessi kafli þýddi í heild. í frétt frá ráðuneytinu um stöðv- un loðnuveiðanna segir: Eins og komið hefur fram, hefur verið veitt úr tveimur aðskildum hrygningargöngum á þessari vetr- arvertíð. Rann önnur hefðbundna slóð fyrir Austfjörðum, Suðaustur- Lúðvík Jósepsson: „Og þá taka þeir þvi og þá verða kosningar” „ÞESSI VINNUBRÖGÐ ólafs að leggja fram frumvarpið á þennan veg og vilja ekki fallast á neinar breytingar á því hlýtur að leiða til þess að þessi ríkisstjórn leysist upp, því að hann rekur sig á það nú sem áður að hvorki hann né aðrir beygja okkur frá okkar grundvallaratriðum,“ sagði Lúðvik Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins í samtali við Morgunblaðið þegar leitað var eftir afstöðu hans til áforma Ólafs Jóhannessonar að ieggja fram efnahagsmálafrumvarpið sjálfur á Alþingi. „Við stöndum við það sem við höfum samið um,“ sagði Lúðvík ennfremur, „en verðum ekki beygðir með neinum hrópum og köllum. Og þá taka þeir því, og þá verða kosningar." Hann kvað af- stöðu Alþýðubandalagsins liggja ljósa fyrir. Það hafi getað fallizt á að standa að þessu frumvarpi að frátöldum kaflanum um verðbæt- urnar, sem það mótmælti algjör- lega en samkvæmt útreikningum þjóðhagsstofnunar fælist í þessum kafla að kaupgjald í landinu lækkaði um 6,6% miðað við 1. júlí n.k. Þessu mótmæltu launþega- samtökin í landinu og þetta féllist Alþýðubandalagið ekki á. „Hér er sem sagt enn komin deilan mikla um kaupið," sagði Lúðvík. „Það er sama gamla sagan að þessir herramenn virðast ekki hafa nein önnur ráð en að ráðast á hið almenna kaup í landinu á sama tíma og þeir styðja á beinan og óbeinan hátt, samanber fyrra frumvarp Ólafs Jóhannessonar, að létta af vísitöluþakinu og láta þá fá kauphækkun um einn milljarð á ári, sem höfðu kaup fyrir 280 þúsund á mánuði, þá skal bæta svona kauplækkunaraðgerðum á láglaunafólkið í landinu. Við höfum ekkert að gera í slíkri stjórn." Lúðvík var þá að því spurður hvort Alþýðubandalagið myndi freista þess að ná fram breyting- um á frumvarpinu í meðferð Alþingis en Lúðvík svaraði því til að það ætti eftir að koma í ljós, þegar Ólafur legði fram frum- varpið, hvort hann gæti hugsað sér einhverjar breytingar á frum- varpinu, en afstaða Alþýðubanda- lagsins í þeim efnum væri skýr. „Þeir eiga valið í þessum efnum — hvort þeir vilja halda ríkisstjórn- inni áfram á þeim grundvelli, sem stjórnin var mynduð á, þ.e. að viðurkenna þá launasamninga, sem gerðir voru sumarið 1977. Þarna er verið að brjóta þá og breyta í grundvallaratriðum." Lúðvík tók fram, að líkt og miðstjórn Alþýðusambandsins Loðnuveiðar stöðv- aðar á sunnudaginn SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að stöðva loðnuveiðar frá klukkan 12 á hádegi n.k. sunnudag. Heildarloðnuveiðin á vertíðinni nemur nú um 480 þúsund lestum og er þá afli Færeyinga meðtalinn, en fiskifræðingar höfðu lagt til að aflinn færi ekki yfir 450 þúsund lestir. og Suðurlandi. Fyrir viku síðan voru allar veiðar úr þessari göngu stöðvaðar í friðunarskyni, þar sem sú loðna var þá ýmist hrygnandi eða komin að hrygningu. Beindust veiðar þá að vestangöngunni, sem hefur verið talin allsterk. Rétt þykir að stöðva veiðar úr þessari göngu einnig áður en hrygning hefst að ráði, sem er áætlað að verði um vikulokin. Með þessum aðdraganda gefst veiðiskipum nokkur umþóttunar- tími til þess að haga veiðiferðum sínum m.a. með tilliti til þess að afli nýtist sem best. Við þessa ákvörðun er einnig tekið mið af áliti Hafrannsókna- stofnunarinnar um nauðsyn þess að takmarka heildarveiði af loðnu. í gærkvöldi klukkan 12 hafði 21 bátur tilkynnt afla til loðnunefnd- ar s.l. sólarhring, samtals 6.660 lestir: Víkurberg 80, Hilmir 450, Keflvíkingur 230, Faxi 130, Hamravík 70, Þórshamar 150, Skírnir 300, Húnaröst 580, Gísli Árni 600, Arney 140, Helga II 350, Örn 550, Heimaey 100, Vonin 130, Bjarnaey 130, Huginn 550, Albert 570, Seley 390, Náttfari 430, Þórður Jónasson 450 og Freyja 260 lestir. hefði Alþýðubandalagið verið til- búið til viðræðna um að gera tvær breytingar á núverandi vísitölu- kerfi, annars vegar að kaupgjalds- vísitalan yrði sett á 100 þannig að hún fylgdi í raun framfærsluvísi- tölu núna en það hefði þýtt nokkra lækkun á kaupi frá fyrra formi eða um 1,1%. Hins vegar hefði Alþýðubandalagið verið til viðtals að tengja kaupgjaldsvísitölu við viðskiptakjaravísitölu en þar hefði þó skipt öllu máli að samkomulag yrði um þá tengingu. „Þessu hafi verið lýst yfir af fulltrúum laun- þegasamtakanna í vísitölunefnd- inni, sem buðu upp á þetta þar, en við þá hefur ekkert verið rætt né okkur heldur eru það forstöðu- maður Þjóðhagsstofnunar og Ólafur Jóhannesson sem koma með sína útgáfu af þessu sem leiðir til þessarar kjaraskerðingar og á það fc.tumst við ekki,“ sagði Lúðvík. Lærbrot í Bláfjöllum UNG stúlka lærbrotnaði í Blá- fjöllum um kvöldmatarleytið í gær en hún var þar á skiðum. Sjúkrabifreið sótti stúlkuna og fyrr um daginn hafði sjúkrabifreið farið upp í Bláfjöll til þess að sækja pilt, sem hafði slasast á fæti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.