Morgunblaðið - 14.03.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979
11
Kosið í Háskólan-
um á fimmtudaginn
Fimmtudaginn 15. mars 1979
fara fram kosningar meðal nem-
enda við Háskóla Islands. Kosið er
til Stúdentaráðs 26 fulltrúar og
auk þess fjórir fulltrúar stúdenta í
Háskólaráði sem jafnframt eiga
sæti í Stúdentaráði.
í framboði eru tveir listar,
A-listi Vöku félags lýðræðissinn-
aðra stúdenta og B-listi, listi
Vinstri manna.
Kosið verður í Hátíðasal Há-
skóla íslands frá kl. 9.00—18.00 og
auk þess kýs hluti líffræðinema að
Grensásvegi 12.
Þriðjudaginn 13. mars kl. 20.00
fer fram framboðsfundur í
Hátíðasal Háskóla íslands. Verður
útvarpað frá fundinum á sér
bylgju, 1412 kHz, 212 metrum á
miðbylgju. Stúdentaráð er nú
skipað svo: Vinstri menn, 16 full-
trúar í Stúdentaráði að viðbættum
tveim í Háskólaráði, samtals 18. —
Vaka, 10 fulltrúar í Stúdentaráði
að viðbættum tveim í Háskólaráði,
samtals 12. Hefur þetta hlutfall
verið á milli hinna tveggja fylk-
inga allt frá 1977.
Framboðslistarnir eru þannig
skipaðir:
A-listi til
Stúdentaráðs
Framboöslisti Vöku, félags lýöreöissinnaöra
stúdenta. viö Stúdentaráös- og Háskólaráös-
kosningar 1979:
Til Stúdentaráös:
1. Auöunn Svavar Sigurösson. Leknisfr.
2. Gunnlaugur S. Gunnlaugsson. Lögfr.
3. Helga ólafsdóttir, Hjiikr.fr..
4. Magnús Guölaugsson. Lögfr.,
5. Arni C.Th. Arnarson, Viösk.fr.
1 Kristinn Tómasson, Leknisfr..
7. HUdur Sverrisdóttir, Lögfr.,
8. óskar Magnússon, Lögfr.,
9. Sigurgeir Þorgrlmsson, Heimsp.d.,
18. Siguröur Thoroddsen, Verk/raun.
11. Oddný Sverrisdóttir, Heimsp.d..
12. ólafur Jóhannsson, Lögfr..
13. Tryggvi Jónsson, Viösk. fr.,
14. Einar Hálfdánarson, Lögfr.,
15. Hreinn Loftsson, Lögfr.,
18. Anna Sverrlsdóttir, Leknisfr.
17. Guömundur Snorrason, Viösk.fr.,
18. Arni Snebjörnsson, Vibsk.fr.,
18. Kristieifur t>. Kristjánsson, Leknisfr.,
28. Ottó Guöjónsson, Leknisfr.
21. Kristinn Andersen, Verk/raun.
22. Höröur Jóhannesson. Lögfr.
23. Róbert T. Arnason, Heimsp.d.
24. Tryggvi Pétursson, Verk/raun.
25. Asta Möller, Hjdkr.fr.,
28. Tryggvi Agnarsson, Lögfr.,
A-listi til
Háskólaráðs
1 1. Elvar örn Unnsteinsson, Lögfreöi
2. Stefán Jónsson, Viösk.fr.
3. Inga Arnardóttlr, Lyfjafreöi
4. Kristján Hjaltason, VIAsk.fr.
B-listi til
Stúdentaráðs
Framboöslisti Félags vinstri manna viA
Stúdentaráös- og Háskólaráöskosningar
1979:
Til Stúdentaráös:
1. Þorgeir Pálsson .verkfr.
2. Ýr Logadóttir, leknisfr.
3. Steingrlmur Sigfússon, Jaröfr.
4. ólafur Grétar Kristjánsson, sálarfr.
5. Guölaug Glsladóttir, landafr.
6. Torfi K.S. Hjaltalin, guöfr.
7. EMsabet Guöbjörnsdóttir. danska
8. ólafur ólafsson, lögfr.
9. Aldis Baldvinsdóttir. uppeldisfr.
10. Már Jónsson. sagnfr.
11. Þóra Steingrimsdóttir, leknisfr.
12. óöinn Jónsson, islenska
13. Magnús Már Kristjánsson, matvelafr.
14. Magnús Nordahl, lögfr.
15. Anna Gyöa Gunnlaugsd. hjúkrunarfr.
16. Sigrlöur ólfsdóttir, llffr.
17. Eyþór Kristjánsson. sjúkraþj.
18. Eggert Eggertsson. lyfjafr.
19. Oddfriöur H. Þorsteinsdóttir, sálarfr.
20. Bjarni Kjartansson. sagnfr.
21. Benjamln Bjartmarsson, sálarfr.
22. Páll K. Pálsson, þjóöfélagsfr.
23. Rúnar Svanur Svansson, verkfr.
24. Tryggvi Jónsson. verkfr.
25. Pétur Þorsteinsson. guöfr.
2« nolli Héöinsson, viAskiptafr.
B-Iisti til
Háskólaráðs
1. Jón Guömundsson. Ilffr.
2. Hannes Jónsson. efnafr.
3. Stefán Baldursson, heimspeki
4. Heimir Þór Sverrisson, verkfr.
Ljósm. Mbl. Georg.
Hveragerði, 12. marz. — Ungur Hvergerðingur, Stefán Gunnlaugsson, sýnir nú í fyrsta skipti
opinberlega í Eden og hefur sýning hans fallið mönnum vel í geð. Myndin er af nokkrum verkum á
sýningunni, en henni lýkur 17. marz n.k.
Gróska í starfí Borgfirðingafélagsms
Borgfirðingafélagið í Reykja-
vik hefur starfað af miklum
þrótti að undanförnu eins og
endranær. og hefur stjórn þess
nýlega sent frá sér eftirfarandi
fréttabréf:
„Starfsemi félagsins á liðnu ári
hefur í aðalatriðum verið með
hefðbundnum hætti. Haldin voru
spila- og skemmtikvöld. Eldra
fólkinu boðið til kaffidrykkju og
skemmtunar í nóv. og er það mjög
vinsælt og jafnan vel sótt. Árs-
hátíð er að sjálfsögðu haldin og þá
venjulega í marz. I nokkur undan-
farin ár hefur tíðkast að bjóða
einum hjónum úr hvorri sýslu á
árshátíð félagsins. Þetta er einn
liðurinn í þeirri viðleitni félagsins
að viðhalda tengslum við heima-
byggðina.
Þessar heimsóknir fulltrúa
heimabyggðarinnar hafa verið
mjög ánægjulegar, eins og öll
samskipti, sem félagið hefur átt
við fólkið heima í héraði. Fyrir
nokkrum árum byrjaði félagið að
taka þátt í landgræðslu heima í
héraði, í samráði við landverndar-
félög héraðsins. Félagið hefur lagt
fram nokkurt fjármagn til áburð-
ar- og frækaupa og síðan hafa
félagsmenn tekið þátt í dreifingu
þess á þeim stöðum, sem valdir
hafa verið af landverndarmönnum
í samráði við landeigendur. Þessi
þáttur félagsstarfsins hefur bæði
verið skemmtilegur og nytsamur.
Eitt er það, sem gerir árið 1978
minnisstætt í sögu Borgfirðinga-
félagsins, og er það bygging
sumarhúss á landi því er félagið
hefur haft á leigu í Svignaskarði
og nefnir Borgarsel. Smíði hússins
hófst í október 1977 og var það
reist við Auðbrekku í Kópavogi og
flutt fullsmíðað á ákvörðunarstað
í apríl 1978. Húsið var í leigu frá
17. júní og fram í september. Að
þessi árangur náðist er tvímæla-
laust að þakka því fólki, sem lagði
á sig mikla sjálfboðavinnu og
einnig þeim er gáfu félaginu pen-
inga og ýmsir háar upphæðir til
styrktar þessu áhugamáli. Þrátt
fyrir góða aðstoð félagsfólks á
félagið enn við stóran skuldabagga
að glíma og til að reyna að létta
hann hefur félagið farið af stað
með happdrætti með nokkrum
góðum vinningum og væntir góðra
undirtekta félagsfólks og velunn-
ara þess. Allar nánari upplýsingar
um þetta sem og aðra starfsemi
gefur stjórnin.
Allar skemmtanir og samkomur
hafa verið haldnar í Domus
Medica og þar verður árshátíðin
haldin núna 17. marz og skemmti-
kvöld síðasta vetrardag.
Núverandi stjórn skipa: Svavar
F. Kjærnested form., Garðar
Erlendsson varaform., Guðrún
Helgadóttir gjaldk., Magnús
Skarphéðinsson ritari, Einar
Thorlacíus meðstj."
Flugfélagið Ernir
færir út kvíarnar
(safirði, 9. marz.
FLUGFÉLAGIÐ Ernir á ísafirði
hefur um margra ára skeið ann-
ast áætlunarferðir milli ísafjarð-
ar og kauptúnanna á Vestfjörð-
um vestan ísafjarðar. Nú hefur
félagið aukið við starfsemi sína í
áætlunarfluginu.
Flogið verður tvisvar á föstu-
dögum inn um ísafjarðardjúp, kl.
8.30 að morgni, og aftur kl. 17.30.
Lent verður í Reykjanesi og á
Melgraseyri. Farþegar geta pant-
að far hjá símstöðvunum ( Djúp-
inu, í Reykjanesskóla eða hjá
skrifstofu félagsins á ísafjarðar-
flugvelli. Flugfélagið hefur til
umráða tvær tveggja hreyfla
flugvélar, aðra 9 farþega en hina
5 farþega.
I viðtali við fréttaritara sagði
Hörður Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri félagsins, að þeir
hjá félaginu hefðu hug á að auka
áætlunarflugið og væri þá helzt
rætt um beint flug milli minni
flugvallanna á Vestfjörðum og
Reykjavíkur. _ Úlfar
Bilatryggingar:
Beðið umsagíiar
Tryggingaeftirlits
Tryggingafélögin háfa farið fram
á 79% hækkun iðgjalda ábyrgðar-
trygginga b(Ia svo sem fram hefur
komið ( fréttum blaðsins. Um þess-
ar mundir vinnur Tryggingaeftir-
litið að þvi að fara yfir útreikning
félaganna á hækkunarbeiðninni.
Erlendur Lárusson forstöðumaður
Tryggingaeftirlitsins sagðist búast
við að þeirri skoðun yrði lokið i
vikulok eða byrjun næstu viku og
málið yrði þá sent tryggingaráðu
neytinu til endanlegs úrskurðar.
Runólfur Þorgeirsson hjá Sjóvá
sagöi, að ekki væri enn farið að huga
að útreikningum á hækkun iðgjalda
húftrygginga bíla, og kvaðst ekki
geta sagt um hvenær það yrði.
HLJOMDEILD
Laugavegi 66, 1 hæð SimitráskiptiboiAi ?81b!>
Luxor verksmiðjurnar sænsku hafa nú
framleitt sjónvarpstæki, sem vakið hefur
gífurlega athygli um allan heim og eru rifin
út. Hér er um að ræða 22 tommu skerm í
sérlega fallegum umbúöum og á hjólum á
veröi, sem enginn getur staðist eöa
aöeins
p;: I þessari auglýsingu ætlum viö ekki aö
birta mynd af tækinu, því þaö er sannar- S:
lega þess viröi aö koma og skoöa
sýningartækið og kynnast hæfileikum
þess, sem eru ótrúlegir.
Látið ekki happ úr hendi sleppa
Sendum heim.
Vigeröarþjónusta á eigin verkstæöi.