Morgunblaðið - 14.03.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.03.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979 VlK> MOBö-dlv KArriNU Ofsa jakki þetta.- Fjörtíu- prósent nylon, 60 prósent ull ok 20 prósent afsláttur. Get fcnKÍð aukalykil að útidyrunum. því ég ætla að KÍfta mÍK um helgina? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Sagnvandamálin eru oft erfið enda er dulmál sagnanna ekki svo fullkomið, að ávallt sé til einhlít lausn. Og á dögunum fékk einn þátttakenda í Reykjavíkurmóti að spreyta sig á óskemmtilegu tilfelli. Allir á hættu, vestur gaf og var með þessi spil. S. K743 H. - T. 1064 L. ÁK9863 Hann þurfti að taka ákvörðun á háu sagnastigi. Vestur P 4 Spaðar P 6 Spaðar Norður 1 Hjarta 5 Tíglar P 7 Hjörtu Austur 1 Spaði P 5 Spaðar P Suður 2 Tíglar 5 Hjörtu 6 Hjörtu P þarna sérðu, sú gamla sá okkur ekki! Glatadar vinnustundir „Kæri Velvakandi. Ekki man ég betur en að það hafi verið að tilhlutan okkar mikla stjórnmálaskörungs Bjarna Bene- diktssonar að skemmtistöðum og veitingahúsum voru á sínum tíma settar ákveðnar reglur um lokunartíma. Og ég man heldur ekki betur en þetta væri gert meðal annars að undirlagi at- vinnurekenda með hliðsjón af því að fólk kæmi á réttum tíma til vinnu og sæmilega útsofið. Það var vitað að óhemjumargar vinnu- stundir fóru í súginn vegna þess að stundvísin var ekki í lagi og eins að menn komu misjafnlega fyrir- kallaðir til vinnu eftir vökunætur og skemmtanahald. En nú á að fara að ónýta þennan stíflugarð Bjarna heitins Benediktssonar og hafa allar gáttir opnar fram eftir nóttu og geta menn þá ímyndað sér hvernig vinnubrögð verða að morgni eða mæting eftir slark fram eftir nóttu og hvað skyldi atvinnurekstur þjóðarinnar líða við þetta. Hafa þeir „frjálshyggju- rnenn" sem fyrir þessum van- hugsuðu tillögum standa, athugað þessa hlið málsins eða skiptir það ef til vill litlu máli hvort fjöldi vinnustunda fer í súginn og getur dómgreindin ekki beðið hnekki ef það er engin goðgá hvernig menn stunda sína atvinnu. Þetta hefir líklega lítið að segja í sukki nútímans." • Hvað kostar mínútan? „Eg hlýddi í útvarpi nú fyrir nokkru á góðan og athyglisverðan þátt þeirra Andreu Þórðardóttur og Gísla Helgasonar um stundvísi. Og væri engin goðgágá að það yrði endurflutt því á sama tíma var í sjónvarpi góð dagskrá og því fór þessi þáttur fram hjá mörgum. Þar var rætt við ýmsa aðila á vinnumarkaðinum og sýnt fram á hversu mikið hver mínúta kostaði og hversu mikið tap væri hverju fyrirtæki sem missti þó ekki væri nema 5 til 10 mín. á dag allt árið um kring. Og mér datt í hug þegar sú viðbót kemur sem verið er að stuðla að með svalli fram eftir nóttu þá myndu þessar tölur verða svimandi. Hafa flutningsmenn þessara tillagna hugsað um þetta og hafa atvinnurekendur ekkert við þessar breytingar að athuga. Eg held að þjóðin sé nógu langt komin niður í sukki og þvílíku þótt ekki væri við þetta bætt. Og er ekki kominn tími til að taka á vandanum, ekki með undanhaldi heldur viðnámi? Árni Helgason Stykkishólmi“ • Óveðurshjal „Óveðurshjal fimmtudaginn 8. 3. 1979“ nefnir Guðrún Jacobsen eftirfarandi pistil: „Fjólur — mín Ijúfa" Framhaldssaga eftír Else Fischer Jóhanna Kristjónsdóttir pýddi Hvað gerðir þú, lesandi góður? Sjálfsagt þykir þér óþægilegt að hafa ekki sagt frá lauflit þínum. Þá væri ef til vill auðveldara að segja pass og sætta sig við loka- ákvörðun makkers. En varla kem- ur til greina að láta þá spila alslemmuna ódoblaða. Þeir virðast jú vera í fórnarskapi. En moguleikarnir á eigin al- slemmu virðast vera fyrir hendi. Ekki mun tapast slagur á hjarta og varla á makker marga tígla. Já, hver veit nema alslemman vinnist. Við borðið sagði vestur sjö spaða, sem suður síðan doblaði og spilaði út tígulás. Norður S. 106 H. ÁK1054 T. KD953 L. G Austur S. ÁDG98 H. G T. G2 L. D10542 Suður S. 52 H. D987632 T. Á87 L. 7 Tígulsögn suðurs leiddi svo sannarlega asnann í herbúðirnar. Norður-suður hefðu orðið þrjá niður og í stað þess að fá 800 í þeirra spili töpuðu austur og vest- ur 500 í sinni alslemmu. 83 af því að myrða. það verður þú að skilja. Rödd hans var smeðjuleg og þó ógnarleg.— Ég ætlaði að leyfa þér að lifa, ef ég sann- íærðist um að þú hefðir ekki séð mig. Það verður þú að skilja. hélt hann áfram og rödd hans virtist næstum hiðjandi. — Ég hef ekkert gaman af morðum en ég get ekki valdið aðdáendum minum vonbrigð- um. — Og þeir hcfðu auðvitað orðið fyrir vonbrigðum. ef þcir hefðu komist að þvi að þú hafðir með svikum eignað þér lagið „ Fjólur — mín ljúfa.“ Rödd Susanne var full fyrir- litningar, en Jasper virtist ekki skynja hana. — Ég vissi ekki að ég hefði gert það, sagði hann einfeldnis- lega. — Ég var með þetta lag í höfðinu og ég gerði mér ekki grein fyrir að það væri komið frá þessum nótum á fórnar- krukkunni — en svo fékk ég bréf frá Einari. — Og Einar hefur skrifað að lagið væri hans. en hvers vegna krafðist hann þá ekki réttar síns, spurði Susanne til að reyna að vinna tíma. — Hann hafði verið veikur þegar danska söngvakeppnin var haldin og hann heyrði ekki sitt eigið lag fyrr en það vann. Þá fannst honum það óbærilegt að fara að koma með útskýr- ingar — að það væri hans lag sem ég hefði sent inn. . og svo fylltist hann eftirvæntingu. Ilann langaði að vita hvernig laginu hans vegnaði í Alþjóða- söngvakeppninni í Cannes. — Og hvers vegna stalstu þá ekki fórnarkrukkunni, fyrst hún var sönnunargagnið fyrir því að hann hefði samið lagið árinu áður? — Vegna þess ég var full- komlega búinn að gleyma þess- ari krukku. Hann rak annað sönnunargagn upp að nefinu á mér. Það var upptaka sem hann hafði árið áður sungið inn á þetta lag með ungri dægurlagasöngkonu, en hún hafði dáið aður en lagið var scnt í dönsku keppnina. Þetta var tvímadalaust sönnun, því að stúlkan var veljækkt. Með segulbandsupptökuna f hönd- unum gat hann svo neytt mig til að skrifa undir að ég afsal- aði mér réttinum að laginu ef mér byðust mögulcikar meiri en grammafónútgáfa á heima- markaði. Bcrnild rétti krukkuna til hans og Martin virti hana fyrir sér. — É verð víst að vera yður sammála, sagði hann og and- varpaði. — Þetta er sannarlega ákaf- lcga óspennandi hlutur. Og við höfum notað ærinn tíma til þacss að hafa uppi á þessari krukku. Hefði Einar stolið frummyndinni og reynt að koma henni f verð þá skil ég að einhverjir hefðu viljað allt til vinna að komast yfir hana. — Kannist þér við frum- myndina? spurði Bernild. — É hef séð hana. Ekki svo að skilja að hún sé falleg, en snúningurinn sem er á henni hæfir vissulega betur....... Hann blés frá sér reyknum — heldur en upphafsnóturnar að „ Fjólur mín Ljúfa... “ Hann ínæsti fyrirlitlega. — Jæja, sagði Bernild ró- lega. — Það er Ijómandi snot- urt lag. Og ég veit ekki betur en þér hafið grætt góðan pcn- ing á því. Og Einar Einarsen græddi á iaginu, svo að ekki sé nú minnzt á höfund lagsins, Jasper Bang, sem hefur íengið Bandarfkjasamning út á það. Martin settist snögglega upp í sætinu. — Bandaríkjasamningurinn, æpti hann og greip í handlegg Bernilds. — Við sáum hann og engan okkar grunaði nokkurn skapaðan hlut. Bernild — akið cins og vitlaus maður heim... Bernild leit sem snöggvast á hinn æsta farþega sinn. Martin var næstum grænn í framan og Vestur S. K743 H. - T. 1064 L. ÁK9863

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.