Morgunblaðið - 14.03.1979, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979
Forsætisráðherra knýr á
um afstöðu borgarinnar
um framtíð Bernhöftstorfu
Svohljóðandi bréí sendi forsætis-
ráðherra borgarstjóranum í
Reykjavík út af framtið Bern-
höftstorfu:
Vísað er til bréfs yðar til þessa
ráðuneytis dags. 21. febrúar 1979,
þar sem send er ályktun Um-
hverfismálaráðs borgarinnar um
svonefnda Bernhöftstorfu. I tilefni
af þessu bréfi þykir rétt að rifja í
stuttu máii upp samskipti Reykja-
víkurborgar og ríkissjóðs um um-
rætt svæði:
28. maí 1964 ritaði fjármálaráð-
herra bréf til borgarráðs Reykja-
víkur þar sem því er tilkynnt að
ríkisstjórnin hafi ákveðið að gefa
Árbæjarsafni tvö húsanna í húsa-
röðinni við Lækjargötu frá Banka-
stræti að Amtmannsstíg þ.e. Bern-
höftsbakarí ásamt tilheyrandi
geymsluhúsum og hús það sem
nefnt var Gunnlögsenshús eða
Smiths-hús. Lofar ríkissjóður að
kosta flutning og uppsetningu
húsa þessara við Árbæ. Gert er
ráð fyrir að húsin megi flytja á
árinu 1965. Með bréfi 3. júní 1964
tilkynnir borgarráð að það hafi
samþykkt að þiggja húsin að gjöf.
22. júní 1970 ritaði fjármálaráð-
herra bréf til borgarráðs þar sem
skýrt er frá því að ríkisstjórnin
hafi í hyggju að hefja undirbúning
að byggingu stjórnarráðshúss á
áðurgreindum lóðum og því þurfi
að taka afstöðu til þess hvort og að
hvaða marki og hvernig ráðist
skuli í flutninga nefndra húsa í
Árbæjarsafn. Sagt er að ástand
húsanna sé slíkt, að kostnaður við
flutning þeirra sé mjög mikill, þar
eð þau þurfi verulega að styrkja ef
þau eigi að flytja ef þau á annað
borð megi teljast flutningshæf.
Telur ráðuneytið að í ýmsu horfi
öðruvísi við um flutning húsanna
en ráð var fyrir gert árið 1964.
Leitað var álits borgarráðs
Reykjavíkur á því hvort unnt sé að
fallast á að húsin verði rifin og
ekki til þess hugsað að freista
flutnings þeirra í Árbæjarsafn.
Þrátt fyrir ítrekun á þessu bréfi
barst aldrei efnislegt svar frá
borgarstjórn Reykjavíkur en í
bréfi frá henni 1. desember 1970 er
greint frá því að málið sé enn á
athugunarstigi hjá borgarráði.
26. júlí 1972 skrifaði forsætis-
ráðherra borgarráði Reykjavíkur,
þar er minnt á efni bréfsins frá 28.
maí 1964 og minnt á gjafaloforðið
og loforðið um að kosta flutning og
uppsetningu húsanna við Árbæ.
Loks segir ráðuneytið að það vænti
svars borgarráðs um afstöðu þess
til þessarar ákvörðunar ríkis-
stjórnarinnar við fyrstu hentugl-
eika enda standi framangreint
boð.
22. ágúst 1972 svaraði borgar-
stjóri Reykjavíkur bréfi forsætis-
ráðherra frá 26. júlí 1972 þar segir
m.a.: „Sumir draga í efa að unnt sé
að teikna á þessari lóð byggingu,
sem geti fallið vel inn í þetta
umhverfi án þess að rjúfa heildar-
myndina, en aðrir telja, ð arki-
tektar eigi að geta leyst þetta
verkefni og teikna á lóðinni til-
tölulega lága byggingu sem tæki
mið af næsta umhverfi. Er
spurning hvort ekki væri rétt að
hafa um þetta verkefni almenna
samkeppni meðal arkitekta. Þá
ber og að hafa í huga, að sterkar
raddir, sem eiga sér fylgjendur í
borgarráði og borgarstjórn, eru
uppi um það, að nú þegar eigi að
lýsa yfir friðun þessara húsa. Með
tilliti til þess, sem að framan
greinir telur borgarráð, að á
meðan ekki hafi verið sýnd og
samþykkt teikning af nýju
stjórnarráðshúsi, sem uppfylli þau
skilyrði að falla vel að umhverfinu
og að vera innan hóflegra stærðar-
marka, sé ekki unnt að taka
ákvörðun um það nú að rífa
svonefnda Bernhöftstorfu og flytja
tvö hús hennar í Árbæjarsafn. Ef
sú yrði hins vegar niðurstaðan, að
þarna yrði samþykkt og byggt nýtt
stjórnarráðshús myndi borgarráð
þiggja og þakka umrædd tvö hús
sem gjöf til Árbæjarsafns með
þeim kjörum, sem fram koma í
bréfi forsætisráðuneytisins."
25. apríl 1977 var samþykkt á
fundi borgarstjórnar Reykjavíkur
tillaga þar sem m.a. kemur fram
að borgarstjórn treysti því, að
ríkissjóður geri ekkert á svæðinu
þar sem svonefnd Bernhöftstorfa
stendur sem „torveldi framkvæmd
eðlilegrar verndunar meðan
nauðsynlegar viðræður fara fram
við ríkisstjórnina sem eiganda
mannvirkja" þessi tillaga barst
forsætisráðuneytinu 28. apríl 1977
og daginn eftir ritaði ráðuneytið
bréf til félagsmálaráðuneytisins
þar sem þess var farið á leit, að
svo fljótt sem kostur væri yrði
fengið álit skipulagsfróðra manna
á því, hvaða áhrif þessi samþykkt
hefði á áform stjórnvalda um að
reisa stjórnarráðshús á svonefndri
Bernhöftstorfu. Umsögn skipul-
agsstjóra ríkisins barst forsætis-
ráðuneytinu 1. júní 1977. Niður-
staða hans er sú að á meðan
borgarstjórn hafi ekki enn „gert
upp hug sinn varðandi hugsanlea
verndun þeirra húsa á Bernhöfts-
torfunni sem enn standa uppi,
virðist ekki vera tímabært að taka
frekari ákvarðanir um uppbygg-
ingu reitsins."
26. mars 1977 brann hluti
húsanna á hinu umrædda svæði.
Vegna slysahættu af þeim sökum
og almennt til að leysa úr þeim
vanda, sem skapast hafði vegna
mismunandi sjónarmiða um
framtíð mannvirkjanna, var af
hálfu forsætisráðuneytisins lögð
áhersla á að borgaryfirvöld til-
nefndu menn til þeirra viðræðna
sem þau gerðu tillögu um. Með
orðsendingu dags. 18. október 1977
var skýrt frá því að tveir fulltrúar
borgaryfirvalda myndu ræða við
fulltrúa forsætisráðuneytis og
fjármálaráðuneytis um þessi mál.
Skiluðu viðræðuaðilar skýrslu til
umbjóðenda sinna 6. janúar 1978.
Af hálfu fulltrúa ríkisstjórnar-
innar var því lýst yfir í viðræðun-
um að áform eiganda lóðarinnar
væri að reisa á henni hús, sem
hýst gæti eitthvert eða einhver
ráðuneyti og gömlu húsin hverfi.
Mæltust fulltrúarnir til þess, að
Reykjavíkurborg tilnefndi menn í
nefnd er dæmi um, hvernig útlits
slíkt hús skuli vera, enda fari fram
samkeppni meðal arkitekta um
teikningu á því. Ekki féllust
fulltrúar borgaryfirvalda á þessi
tilmæli.
Eins og af þessari skýrslu sést
hefur ríkissjóður hvað eftir annað
ítrekað við borgaryfirvöld að þau
tækju þátt í sameiginlegu átaki til
að leysa til frambúðar skipulags-
og umhverfisvanda á svonefndri
Bernhöftstorfu í samræmi við
upphaflegan ásetning um nýtingu
lóðarinnar, sem borgaryfirvöld
hafa aldrei hafnað. Nú er þess enn
farið á leit við borgaryfirvöld að
þau taki afstöðu til þess hvort þau
vilji standa við fyrri ákvörðun um
að þiggja húsin eða hafni endan-
lega öllu tilkalli til þeirra byggt á
gjafaloforðinu 1964 og ómerki
ákvörðun og þakkir borgarráðs frá
sama ári.
Ólafur Jóhannesson,
Björn Bjarnason.
Rannsóknir á steypuskemmdum
Á síðustu vikum voru kynntar
rannsóknir, sem framkvæmdar
hafa verið hjá Rannsóknarstofnun
byggingariðnaðarins á útbreiðslu
steypuskemmda í húsum frá
síðustu tveim áratugum. Voru
þessar rannsóknir gerðar að til-
hlutan og á kostnað Steinsteypu-
nefndar, en Sementsverksmiðja
ríkisins á fulltrúa í þeirri nefnd.
Eins og allir vita sem kynnt hafa
sér niðurstöður rannsóknarinnar
sýna þær að ástandið í þessum
málum er mjög alvarlegt og miklu
verra en efni standa til. Að undan-
skildum þeim skemmdum sem
stafa af alkalívirkni, hefur allan
þann tíma sem rannsóknin nær til
verið næg þekking til þess að koma
í veg fyrir að steypuskemmdir
komi fram. Hvernig stendur þá á
því að ástandið er eins slæmt og
rannsóknin sýnir? Ástæðan er
örugglega sú, að gerð steinsteypu
er miklu flóknara verkefni en
flestir gera sér Ijóst og mjög
margir aðilar leggja hönd á plóg-
inn áður en steypan er orðin að
byggingarefni í fullbúnu húsi.
Skipta má þeim aðilum sem
standa að gerð steinsteypu í tvo
flokka, sem eru framleiðsluaðilar
og byggingaraðilar. Framleiðslu-
aðilar eru hráefnaframleiðendur,
þ.e. framleiðendur sements,
steypuefnis, íblöndunarefna
o.s.frv. og framleiðendur steyp-
unnar, sem eru steypustöðvarnar,
múrarameistarar og fleiri.
Byggingaraðilar eru arkitektar og
verkfræðingar, múrarameistarar
og aðrir byggingameistarar.
Leggja verður þunga áherslu á
það, að ekki þarf nema að einn
þessara aðila bregðist skyldu
sinni, til þess að steypan verði
miklu lélegra byggingarefni en
hún þyrfti að vera, ef rétt væri
farið að. Það má nefna sem dæmi,
að einkar auðvelt er að skemma
steypu á byggingarstað, þó að hún
hafi verið framleidd óaðfinnan-
lega. Algengasta skyssa sem gerð
er við niðurlögn steypu er að bæta
í hana vatni til þess að hún renni
betur í mótin. Eflaust gera fæstir
sér ljósa þá skaðsemi sem felst í
því að setja það mikið vatn í
steypuna á byggingarstað að sig-
mál fari t.d. úr 10 cm upp í 15 cm.
Til þess þarf ekki mikið vatn, en
það getur valdið því að styrkleik-
inn falli um 50 kg/cmz niður fyrir
tilskilin mörk, það getur þar að
auki gert frostþolna steypu forst-
næma og það getur haft í för með
sér rýrnunarsprungur, sem einnig
valda frostskemmdum. Jafnvel
eftir að steypan er komin í mótin
eftir öllum kúnstarinnar reglum
getur hún skemmst, ef hún er ekki
varin ófkólnun eða útþornun. í
þessu sambandi skal bent á það, að
nú er hægt að afla sér nægilegra
upplýsinga um framleiðslu og
niðurlagningu steypu í ritum, sem
gefin hafa verið út á síðustu árum
aðallega af Rannsóknarstofnun
byggingariðnaðarins, en einnig af
Steinsteypufélaginu, Sements-
verksmiðjunni o.fl.
Allt frá þeim tíma er í ljós kom
hversu alvarlegar og algengar
steypuskemmdir eru, sérstaklega á
höfuðborgarsvæðinu, hefur Stein-
steypunefnd fjallað um leiðir til
þess að bæta þetta ástand. Hefur
Greinargerð
frá Sements-
verksmiðju
ríkisins
komið fram krafa um að eftirlit
með framleiðslu og niðurlögn
steypu verði stóraukið og eftirlitið
falið byggingaryfirvöldum á hverj-
um stað. Er nú til þess rétti
tíminn, þar sem verið er að endur-
skoða og endurbæta byggingar-
reglugerðir fyrir Iandið allt. Var
það tillaga Steinsteypunefndar, að
Reykjavíkurborg riði á vaðið og
byggingareftirlit borgarinnar ráði
a.m.k. einn starfsmann, sem sjái
um eftirlit með steinsteypu. Þá
hefur Steinsteypunefnd einnig
lagt til að eftirlit með hráefnum
og framleiðslu steypunnar verði
hert. Var einhugur um þetta í
nefndinni og eins og fram kemur í
rannsóknarskýrslunni beindi
Steinsteypunefnd þeim tilmælum
til borgaryfirvalda í Reykjavík, að
slíku eftirliti verði komið á og
ráðinn verði sérstakur eftirlits-
maður í þessu skyni. Hafa borgar-
yfirvöld þegar sett í byggingar-
reglur eftirlit með steypuefnum,
en ekki hefur fengist leyfi fyrir
ráðningu eftirlitsmanns. Sements-
verksmiðja ríkisins telur það mjög
varhugavert ef slíkt leyfi fæst ekki
því að strangt eftirlit virðist eina
raunhæfa leiðin til þess að bæta
það ástand sem rannsóknin leiddi í
ljós. I þessu sambandi má benda á
það ósamræmi sem er í því að
strangt eftirlit er með járnbind-
ingu steinsteyptra húsa, en ekkert
með steypuframkvæmdinni sjálfri.
Það hefur og sýnt sig, að miklu
minna er um steypuskemmdir í
mannvirkjum þar sem eftir-
litsmenn eru til staðar en þar sem
ekkert eftirlit er. Sementsverk-
smiðja ríkisins vill einnig benda á
þá staðreynd, að sementið er eini
þátturinn í sambandi við stein-
steypugerð á íslandi, sem er undir
reglubundnu opinberu eftirliti, en
það er framkvæmt af Rannsóknar-
stofnun byggingariðnaðarins og
kostað af Steinsteypunefnd. Hefur
svo verið s.l. 9 ár. Eru niðurstöður
eftirlitsins öllum opnar til afnota,
en meðaltalsniðurstöður hefur
Sementsverksmiðjan birt opinber-
lega í ársskýrslu sinni í Iðnaðar-
málum s.l. 7—8 ár.
En eins og áður segir, eftirlit
með einum þætti steypufram-
leiðslunnar nægir ekki, eftirlit
verður að vera með þeim öllum:
Hráefnum, steypuframleiðslunni,
niðurlögninni og aðhlúun
steypunnar eftir' niðurlögn. Ráðn-
ing eftirlitsmanns í Reykjavík og
eftirlit Rannsóknarstofnunar
byggingariðnaðarins væri hér góð
byrjun.
Akranesi 8. mars 1979.
Sementsverksmiðja ríkisins á Akranesi.