Morgunblaðið - 14.03.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.03.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979 17 Framtíð Bernhöftstorfunnar: Ekki hægt að láta málið dankast öllu lengur — segir Birgir ísl. Gunnarsson FORSÆTISRÁÐHERRA hefur með bréfi svarað borgarráði vegna bókunar umhverfismálaráðs borg- arinnar út af framtíð Bernhöftstorfu. í brefinu er því haldið fram, að ríkissjóður hafi hvað eftir annað ítrekað við borgaryfirvöld að þau tækju þátt í sameiginlegu átaki til að leysa til frambúðar skipulags- og umhverfisvanda á svonefndri Bern- höftstorfu í samræmi við upphaflegan ásetning um nýtingu lóðarinnar, sem borgaryfirvöld hafa aldrei hafnað. í bréfi forsætisráðherra er enn farið á leit við borgaryfir- völd aö þau taki afstöðu til hvort þau vilji standa við fyrri ákvörðun um að þiggja húsin og að þau verði flutt í Arbæ og sett þar upp á kostnað ríkisins, eða hafni endanlega öllu tilkalli til húsanna byggt á gjafaloforði frá 1964 og merki ákvörðun og þakkir borgarráðs frá sama ári. Birgir Isleifur Gunnarsson, talsmaður minriihlutans í borg- arstjórn, sjálfstæðismanna, sagði í samtali við Mbl. þegar hann var spurður um framtíð Bernhöftstorfunnar í ljósi bréfs forsætisráðherra, að þarna væri um að ræða mál sem ekki væri hægt að láta dankast öllu leng- ur, heldur yrði að taka afstöðu til. í bréfi forsætisráðherra væri ítrekað fyrra tilboð um að gefa ákveðin hús úr „Torfunni" og flytja upp í Árbæ. „Ég er enn sömu skoðunar og ég var 1972 þegar sams konar bréfi var svarað, að ég tel ekki hægt að þiggja húsin að gjöf nema unnt verði að átta sig á hvað koma eigi í staðinn," sagði Birgir. Hann kvað mjög vanda- samt að fella nýbyggingu inn í þetta svæði, og kvaðst þess vegna kominn á þá skoðun að það ætti að teikna þarna hús, þar sem leitast væri við að fella nýju bygginguna inn í þetta umhverfi svo sem kostur væri, en þegar sú teikning lægi síðan fyrir yrði unnt að vega og meta hvort það væri til bóta að reisa þarna slíka nýbyggingu eða vernda húsin sem fyrir væru. „Ég er þannig ekki eindreginn verndunarmaður,“ sagði Birgir Isleifur. „Hins vegar sýnist mér að meðan ríkið á þessar eignir, þá beri því skylda til að halda húsunum þannig við að ekki sé til vanza fyrir borgina." Björgvin Guðmundsson, for- maður borgarráðs, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, þegar hann var spurður álits á bréfi forsætisráðherra, að hann ætti ekki von á því að málefni Bern- höftstorfunnar yrðu á dagskrá í borgarráði, sem síðan hefði sent þessa bókun áfram til forsætis- ráðuneytisins, en hefði að öðru leyti ekki látið málið til sín taka. Sjá bls. 12 — Forsætisráðherra knýr á um aístöðu borgarinnar um framti'ð Bernhöftstorfu. Ljóem: Emllfa Frá ráðstefnu Sjálfstæðisflokksins um landbúnaðarmál sem haldin var um helgina: Geir Hallgrfmsson formaður Sjálfstæðis- flokksins, Friðrik Sophusson alþingismaður. ráðstefnustjóri, og Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur í ræðustól. Sjálfstæðisflokkurinn: Vel heppnuð ráð- stefna um landbúnað- armál um helgina Ráðstefna Sjálfstæðisflokksins um landbúnaðarmál var haldin í Valhöll í Reykjavík um helgina, og sótti hana fjöldi manna víða að af landinu. Ráðstefnan stóð bæði á laugardag og sunnudag, og var fjallað um margvísleg málefni tengd landbúnaði á íslandi, og þá einkum þau vandamál sem nú steðja að íslenskum landbúnaði. Ráðstefnunni stjórnaði Friðrik Sophusson alþingismaður. Þingsályktunartillaga Alberts um símann: Lausnin mitt á milli tillögunnar og þess ástands sem ríkir? ALBERT Guðmundsson, alþingismaður hefur lagt fram í sameinuðu Alþingi þingsályktunartillögu um að símnot- endur ráði tækjum sínum innan veggja sinna, þ.e.a.s. að símtæki verði eins og hvert annað heimilistæki, en einkaréttur símans verði ekki þannig að Landssíminn einn hafi einkarétt á sölu þessara tækja. Hins vegar hafi síminn með höndum gæða- og öryggiseftirlit með tækjunum. Morgunblaðið ræddi í gær við Jón Skúlason, póst- og símamála- stjóra og spurði hann um viðbrögð Pósts og síma við þess- ari tillögu. Jón kvað símnotendur ráða því nú, hvar símtæki væru á heimili þeirra, en hins vegar kvaðst hann furða sig á því, að Albert skyldi ekki kynna sér betur í hverju þessi mál væru fólgin. Almennt sagði Jón Skúla- son, að þegar rætt væri um símakerfi í bæjum og kauptúnum þá skiptust þau í þrjá megin- þætti, sjálfvirku stöðina, línurnar og tækin. Eins og allir vita, sagði Jón, þá eru tæki á markaði erlendis bæði góð og léleg og þegar símakerfið væri skipulagt, kvað hann þurfa að taka tillit til þess símatækis, sem notað væri, og jafnframt þeirra víra, sem notaðir væru. Hér áður fyrr var staðlaður gildleiki á vírum miðaður við tækin þá, sem voru ekki eins góð og nú. Þróunin hefur verið sú, að notaðir hafa verið upp á síðkastið miklu grennri vírar en áður — vegna þess að unnt hefur verið að kaupa vandaðri tæki, sem skila betur talinu en gömlu tækin. Almennt væri því hægt að segja að símatækið og símalínan væru í mörgum tilfellum einn og sami hluturinn. „Þetta er hlutur sem Albert hugsar ekki út í, sem ekki er von, þar sem hann er ekki tæknimaður," sagði Jón Skúla- son. Jón Skúlason kvað þetta vera mikilvægasta þáttinn, en einnig kæmi margt fleira til, svo sem eins og varahlutaþjónusta í sím- tækin. Þótt menn seldu hluti, væri ekki tryggt að þeir ættu varahluti í þá einnig. Þá kvað hann og alþjóðlegar reglur gera ; kröfu til að styrkleiki frá símtæki næði ákveðnu marki. Hann kvað ! Póst og síma kaupa inn tæki í það ; miklu magni að þeir fengju magnafslátt og ættu jafnan til varahluti. Því sagði hann að ef menn íhuguðu málið vel, hlytu þeir að komast að þeirri niður- stöðu, að þjóðhagslega hagkvæmt væri að hafa þetta allt á einni hendi. Þá yrði einnig að gæta þess, að símtækið passaði við það sjálfvirka kerfi, sem hér er notað. Aðalatriði málsins kvað Jón Skúlason vera, að símalínan og tækið væru nánast einn og sami hlutur. Símalínurnar væru hlut- fallslega dýrasti hlutur kerfisins og þar yrði að beita mestri hagkvæmninni. Hins vegar væri ekki hægt að skipuleggja kerfið, nema vitað væri hvaða símtæki ætti að nota. Guðmundur Ólafsson verk- fræðingur, sem rekur fyrirtækið Símtækni, kvað Albert Gúðmundsson gera í tillögu sinni samanburð á útvarpsviðtækjum, rafmagnsbúnaði og jafnvel hita- veituofnum, en taka yrði tillit til þess, að ýmis önnur sjónarmið giltu í sambandi við símakerfið. Þessi sjónarmið væru þó ekki það sterk, að ekki mætti verða breyt- ing á. Guðmundur sagði, að reglur Pósts og síma ættu að verða miklu frjálsari, en gera yrði þó ráð fyrir tegunda- prófunum Póst og síma. „Það er út í hött,“ sagði Guðmundur, „að síminn legði línuna, en sagði síðan: Gjörið svo vel, nú megið þið tengja hvað sem er við þetta.“ Hins vegar kvað hann eðlilegt, að viðkomandi símamálastofnun leyfði engan búnað, nema hann hefði verið tegundaprófaður. Slíkt væri mjög æskilegt, enda væri nauðsynlegt að breyta ástandinu eins og það væri nú. Guðmundur kvaðst einhvern tíma hafa kailað núgildandi ástand misnotkun á einkarétti ríkisins á fjarskiptum. „Ég tel að Póstur og sími misnoti þennan einkarétt í þá veru, að hann stendur hreinlega í vegi fyrir því að símnotendur geti notað marg- vísleg hjálpartæki, sem hafa verið á boðstólum í öllum nálæg- um löndum í jafnvel áratugi, en hafa ekki verið leyfð hér á grund- velli þessa einkaréttar. En það sem koma skal, að mínu mati, er mitt á milli þess sem Albert er að tala um, að leyfa allt frjálst, og þess ástands sem er í dag.“ Þá sagðist Guðmundur vita það, að símamenn segðu, að slík breyting, sem hann talaði um, ylli glundroða. Á þeim rökum kvað hann ekki unnt að standa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.