Morgunblaðið - 14.03.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.03.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979 29 TT^1 æ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA s10100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI Ófært að setja lífeyrissjóðun- um slík skilyrði — segir Eðvarð Sigurðsson um frumvarp ríkisstjórnarinnar, sem sé i andstöðu við Alþýðusambandið „Velvakandi góður. Það er engin sígandi lukka fólg- in í því lengur að vera íslendingur. Hálfpartinn er maður farinn að skammast sín fyrir öll þessi „vandamál" þjóðarinnar, sem farin eru að hlaðast upp frá degi til dags eins og hvert annað óniðurgreitt smjörfjall. Af því að fólk getur ekki skrifað, málað, sungið, leikið, dansað eða lært lengur nema í hóp — enginn þorir fyrir sitt auma líf að vera einn með sjálfum sér, þarf ríkis- valdið að greiða skemmtanaskatt- inn fyrir stundargamanið. Hærri styrki, stærri skóla. Ja hvað ég man það eins og það hefði skeð í gær — Háskólasveinn á aðventu 1977, feitur og sællegur eins og nýsleginn jólasveinn á strætisvagnastöð í miðborginni með spjald framan á sér: Hærri námslán eða — ? (Peningana eða lífið?) Mikið urðum við, nokkrir eldri borgarar hissa, þarna sem við biðum eftir strætó, minnug þess þegar við átta ára seldum blöð til að geta lagt 25 aura í heimilið. • ... og fleiri vandamár Þetta er nú meiri aumingja- skapurinn. Núnú, — Þá eru það annarskonar „vandamál". Fólk fær ekki svo skitustíng í einhverju formi, að ekki séu kallaðir til einn eða fleiri sálfræðingar í hring- borðsumræður í útvarpi eða sjón- varpi um „vandamálið". Margir af þessum fylgikvillum lífsins eru meira að segja gefnir út í bók, og höfundi afhent bókmenntaverð- laun með pompi og pragt. Eg er með þeim ósköpum fædd, að ég veit ekki hvað vandamál er fremur en pilturinn í Grimms- æfintýrum, sem fór útí heiminn til að læra að verða hræddur. Ég held að fólk rísi betur undir sínu eigin lífi ef það gerði meira af því að lesa góðar bækur, en sleppti því um óákveðinn tíma að lesa ein- vörðungu bækur um sérhönnuð „vandamál" lítilsgildra sögu- persónahöfunda, sem taka meira frá lesendum sínum en þeir gefa. Þetta nær vitaskuld sér í lagi til þeirra „bókmenntapáfa, sem eru að fikta við útdeilingu á bók- menntastyrkjum og annarskonar upphafningu á illgresi. Fuglarnir syngja þá helzt og SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á meistaramóti sovézka bæjarins Tjumenj í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Cherkasovs og Khokhlovs, sem hafði svart og átti leik. 14.... Rxe4! 15. Bxe4 — Rxd4 16. Ht4 (Eftir 16. Bxb7 - Dxb7+ og 17. ... Rxf5 hefur hvítur tapað skiptamun) Rf5! 17. Df3 — Rxg3+! og hvítur gafst upp, því að eftir 18. hxg3 — Dxh3+19. Kgl — Hxg3+ er staða hans algjörlega vonlaus. Kandídat- meistari nokkur, Obodchuk að nafni, sigraði á mótinu. hvernig sem viðrar, þegar þeim er gefið rétt fóður. Guðrún Jacobsen.“ • Lífsegulmagn og fleira Þorsteinn Guðjónsson skrifar: „Það er af mörgum talið til hlunninda, ekki lítilla, að búa við málfrelsi, og það hefur einnig verið sagt að ábyrgð fylgi þessu frelsi, sú ábyrgð að nota það. Nýlega rakst ég á eftirtektarvert dæmi þessu viðvíkjandi. í Sovétríkjunum er að sjálf- sögðu fjöldi ágætra vísindamanna, og meðal annars hefur orðið þar sú þróun síðan 1961, og þó einkum síðustu árin, að rannsóknum á „dularfullum fyrirbrigðum“ hefur fleygt fram, og telja margir að þeir þar séu lengra komnir en Vesturlandamenn. í blaðinu „Fréttir frá Sovétríkjunum“, sem er víst gefið út af einhverjum Sovétvinum hér, febrúar 1979, er grein með nafninu „Sovézkir vísindamenn glíma við Dularfull Fyrirbrigði". í greininni koma fyrir þessi eftirtektarverðu orð: lífsegulmagn, lífmögnun, líforka, lífgeislun, fjarhrif. Ennfremur er talað um að „til viðbótar við þá óbeinu orkuöflun, sem maðurinn er væddur fyrir tilstyrk orku- keðjunnar: orka sólar, gróðurs, dýra — finnist einnig bein orku- leiðni til mannsins beint utan úr geimnum". Samkvæmt þessu „ættu að vera til í manninum „rásir" sem beint er út í geiminn. Einmitt um þessar rásir tekur maðurinn á móti orku þeirri sem honum er nauðsynleg til andlegs lífs síns og starfsemi taugakerf- anna“. • Losnar um tunguhaftið Gott hjá Rússum! Það vantar aðeins á, að frumheimildanna að þessum skilningi sé getið. En úr því er ég viss um að fulltrúar málfrelsisins á íslandi munu fús- lega bæta. Þeir munu segja: „Þess- ar hugsanir eru miklu fremur íslenzkar en rússneskar, og heim- spekin sem gerir þær að sam- stæðri og skiljanlegri heild er algerlega íslenzk, og munum vér nú taka til við að kenna þær við háskóia vorn!“ En raunar munu bæði ís- lendingar og Rússar og allir aðrir gleðjast yfir því að málin taka að þróast á þessa leið — um leið og losnar um tunguhaftið og menn fara að heiðra málfrelsið. Þorsteinn Guðjónsson.“ • Leiðrétting Nokkrar prentvillur slæddust inn í grein Önnu Matthíasdóttur hjá Velvakanda í gær, þar sem hún ræddi náttúrlækningar. „Ekkert er, allt er að vera“ var ein millifyr- irsögn í grein hennar en á að vera: „Ekkert er allt á að verða. Þá féll niður orð fremst þar sem hún segist ' eiga baráttumönnum náttúrlækningafélagsskaparins meiri þakkarskuld að gjalda en svo að hún verði nokkurn tíma greidd. Enn féll niður orð í vísunni Ur hugsunum orðum og athöfnum er unnið í lífsins þráð ... o.s.frv. Þá óskaði kona er átti pistil í laugardagsblaðinu um Dýrt spaug eftir að koma á framfæri leiðréttingu þar sem segir að það sé dýrt spaug fyrir þjóðina að Lúðvík skyldi afhenda Ólafi stjórnartauma en vera sjálfur í eftirdragi, en meining konunnar var þveröfug. MÉR sýnist, að það sé verið að setja lífeyrissjóðunum slík skil- yrði um fjárráð sín og hvernig þeir fara með sína fjármuni, að það sé öldungis ófært, sagði Eðvarð Sigurðsson (Abl) í um- ræðum um frumvarp um ráðstaf- anir vegna lánsf járáætlunar rfkisstjórnarinnar. Jafnframt gagnrýndi hann, að kostir Byggingasjóðs ríkisins væru mjög þrengdir, ekki sizt þegar við blasti, og öllum væri Ijóst, að einmitt í byggingariðnaðinum væri fyrirsjáanlegt atvinnuleysi. Hann tók fram, að á samráðs- fundum Alþýðusambandsins með ráðherrum hefði þessum ákvæðum verið sterklega mót- mælt. — Og satt að segja kom það mér mjög á óvart, þegr ég sá þessi ákvæði í frumvarpinu eins og það er lagt fram, sagði þing- maðurinn. Þau ákvæði, sem þingmaðurinn fjallar hér um, eru breytingartillög- ur á lögum frá 1977, þar sem lífeyrissjóðunum var gert að skyldu að kaupa verðtryggð skuldabréf fyrir allt að 40% af ráðstöfunarfé sínu. Frumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir að þrengja þessi lög enn frekar, þannig að skuldabréfa- kaupin séu í samræmi við lánsfjár- áætlun ríkisstjórnarinnar og aðeins af Byggingarsjóði og Framkvæmda- sjóði, en ef um frekari skuldabréfa- kaup yrði að ræða giltu um það sömu reglur og áður. Samkomulag hefur verið um það, að lífeyris- sjóðirnir keyptu bréf af Byggingar sjóði fyrir a.m.k. 20% af ráð stöfunarfé sínu. Eðvarð Sigurðsson sagði, að hanr hefði verið andvígur laga- setningunni 1977 og ættu sömu rök við nú og þá. I frumvarpi ríkis- stjórnarinnar væri gert ráð fyrir, af húr. gæti ■ sagt hverjum einasts lífeyrissjóði á landinu fyrir um það af hvaða sjóði og hvenær þeir skyldu kaupa skuldabréf, hvort sem þaf samræmdist greiðslugetu þeirra eða ekki. Þingmaðurinn benti á, að lífeyris- sjóðir á samningssvæði SÍS hefðu einbeitt skuldabréfakaupum sínum að fjárfestingarsjóðum þess, Líf- eyrissjóður verzlunarmanna af Framkvæmdasjóði verzlunarinnai og ýmsir sjóðir, einkum iðnaðar manna, hefðu keypt sín bréf a: Iðnlánasjóði. Enginn vafi væri á, a< það sem lægi á bak við þessi skulda bréfakaup væri það, að með þein teldu sjóðsfélagar sig vera að stuðh að atvinnuöryggi sínu. — Ég veit ekki hvernig þetti kemur heim við lánsfjáráætlui ríkisstjórnar hverju sinni. Það ei a.m.k. ekki séð á lánsfjáráætlun nú að þetta dæmi gangi upp, þ.e. a< kaup þessara lífeyrissjóða verð óbreytt frá því sem verið hefur sagði þingmaðurinn og beindi þein tilmælum til þingnefndar að felli breytingartillögurnar niður, sen væri eðlilegt og raunar sjálfsagt. HÖGNI HREKKVÍSI McNaught Synd., Inc. "'l foeeiqía fúá því, að ZíTTHVAO 'bVÆM $££li>T...! * Stjórnunarfélag íslands Sóar þú eigin fjármunum? Stjórnunarfélag íslands gengst fyrir námskeiði um FJÁRMÁL EINSTAKLINGA að Hótel Esju dagana 21. og 22. marz kl. 15—19 og 23. marz kl. 10—14, eða alls 12 klst. Á námskeiöinu verður sérstök áherzla lögö á aö kenna gerö greiðsluáætlana fyrir einstaklinga í þeim tilgangi aö ná betri tökum á eigin fjármálum. Námskeiöiö á erindi til þeirra sem vilja: — minnka tilkostnaö og auka tekjur viö hinar ýmsu fjár- ráðstafanir sínar — koma betra skiþulagi á eigin fjármál — fá vitneskju um greiðslugetu í náinni framtíö — ná betri árangri í baráttunni viö veröbólguna — auka ráöstöfunarfé sitt. Meöal námsgagna er fyrra hefti af Fjárfestingahandbókinni sem er nýútkomin. Leiöbeinandi veröur Gunnar Helgi Hálfdanarson forstöðumaöur veröbréfamarkaöar Fjárfestingafélags íslands og ritstjóri Fjárfestingahandbókarinnar. Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfólags ísands, Skipholti 37, sími 82930. Gunnar Helgi Hálf- danarson. riSskiptafr. Kópevogskaupstaöur E! Frá Heilsuverndarstöð Kópavogs Hjúkrunarfræöingur óskast frá 1. júní viö ung- barnaeftirlitiö. Einnig vantar sjúkraliöa frá 1. maí. Uppl. hjá hjúkrunarforstjóra, sími 40400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.