Morgunblaðið - 14.03.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.03.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1979 Útgefandi Framkvaamdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guómundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aóalstrœti 6, sími 10100. AAalstrsBti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. 6 mónuói innanlands. I lausasölu 150 kr. eintakió. Hin hörmulega /r verkstjóm Olafs Tveir lögmenn hljóta dóm í Gr jótjötunsmáli Framsóknarmenn ólmast mikið um þessar mundir. Þeim líður ekki vel, af því að þeir sjá og finna hversu illa hefur tekizt um stjórn þjóðmála síðasta misserið og vilja gjarna koma sökinni á einhvern annan en sjálfan sig, en standa á hinn bóginn frammi fyrir þeirri staðreynd, að formaður þeirra ber höfuðábyrgðina á því efnahags- öngþveiti, sem nú er í landinu. Þetta veldur því, að framsóknar- menn og einkanlega ritstjórar Tímans eru hættir að geta séð hlutina í réttu ljósi. Þeir eru haldnir pólitískri skynvillu. í leiðara Tímans í gær er þó rétt frá því skýrt, að ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar varð verulega ágengt í baráttunni við verðbólg- una og hafði minnkað hana um helming, þegar sólstöðusamning- arnir voru gerðir. En síðan slær út í fyrir ritstjóranum, þegar hann hnýtir því aftan í, að sjálfstæðis- menn hafi átt meiri aðild að þeim samningum en framsóknarmenn. Hér er hlutunum gersamlega snúið við eins og flestir muna. Þvert á móti hafði enginn einn maður meiri áhrif á samnings- gerðina en Ólafur Jóhannesson, þegar hSnn sló því fram upp úr þurru, að hækkun lægstu launa í 100 þús. kr. væri eðlileg, — hækk- un um hvorki meira né minna en 40% í einu stökki. Allir gerðu sér grein fyrir, að það hlyti að valda nýrri kollsteypu, ef þetta gengi fram þannig að árangur góðrar efnahagsstjórnar þurrkaðist út í einu vetfangi. Þetta skyldu verka- lýðsleiðtogarnir líka, þeir sem varlegar vildu fara í sakirnar, en þeir áttu óhægt um vik eftir frumhlaup Ólafs Jóhannessonar. Ekki gátu þeir sætt sig við 10 til 15% hækkun lægstu launa, eftir að viðskiptaráðherrann og formaður Framsóknarflokksins talaði um 40% hækkun. Og því fór sem fór. I tíð fyrrverandi ríkisstjórnar lagði Geir Hallgrímsson ríka áherzlu á náið samband við verka- lýðshreyfinguna og aðra aðila vinnumarkaðarins, þótt ekki væri það með þeim bumbuslætti, sem nú tíðkast. Samt sem áður voru margir verkalýðsleiðtogar fullir tortryggni í garð fyrrverandi rík- isstjórnar vegna aðildar Fram- sóknarflokksins að henni. Orsakir þess mátti rekja til Ólafs Jóhann- essonar og þess fruntaskapar, sem hann sýndi Birni Jónssyni samráð- herra sínum, vorið 1974, þegar hann rak hann úr ríkisstjórninni og hafnaði öllu samráði við Al- þýðusambandið. Eftir það var það ráðandi sjónarmið hjá forystu ASI að hefna harma sinna og mótaði það mjög afstöðu ASÍ til febrúar- laganna og fyrrverandi ríkis- stjórnar. Þessir atburðir hlutu að draga dilk á eftir sér og er ekki séð fyrir endann á þeim enn. Það kom m.a. fram í yfirlýsingu Alþýðu- sambandsins í fyrradag, þar sem farið var hörðum orðum um vinnu- brögð Ólafs Jóhannessonar í sam- bandi við samráðið við verkalýðs- félögin og hafnað tillögum hans varðandi vísitölumálin. Framsóknarmenn hafa það nú við orð, að efnahagslögin í febrúar 1978 hafi mistekizt á hinn herfi- legasta hátt og sé þar mest um að kenna vinnubrögðum Geirs Hall- grímssonar, löggjöfin hafi verið í smíðum vikum saman og lagðir fram nýir og nýir valkostir. Það er rétt, að Geir Hallgrímsson reyndi til þrautar að ná samkomulagi við verkalýðshreyfinguna, en aldrei gekk hann þó svo langt að leggja til, að 1. marz yrði frestað eins og núverandi forsætisráðherra Ólaf- ur Jóhannesson hefur haft við orð! Enda kom Geir Hallgrímsson sínu frumvarpi fram fyrir þann tíma, og ef sú löggjöf hefði verið í gildi allt sl. ár, hefði verðbólgan haldizt innan við 30%. Hitt er svo annað mál, að lýsing Tímans á vinnubrögðum lýsir engu betur en vinnubrögðum Ölafs Jó- hannessonar eins og glögglega kemur fram í eftirfarandi tilvitn- un í forystugrein Tímans í gær, þar sem engu er breytt nema nöfnum, en innskot eru Morgun- blaðsins: „Staðreyndin er sú, að þessi löggjöf mistókst á hinn herfilegasta hátt og má þar mest kenna um vinnubrögðum Ólafs Jóhannessonar. Hann átti sem forsætisráðherra að hafa stjórn þessa verks með höndum og gerði það líka. Sú verkstjórn hans var eins hörmuleg og frekast gat verið. Vegna verkstjórnar Ólafs var lög- gjöf í smíðum vikum saman (Svo!) og alltaf verið að hringla með hana með því að leggja fram nýja og nýja valkosti (svo!) og þannig tafið að taka ákvarðanir (svo!). Astæðan var m.a. ósamkomulag milli Framsóknarflokks, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags ...“ Þótt Þórarni Þórarinssyni blöskri verkstjórn Ólafs Jóhannes- sonar þessar síðustu vikur og mánuði er nú ekki vel gert af honum að ráðast með þessum hætti á flokksleiðtoga sinn — þótt undir rós sé. Það liggur fyrir að kjaraskerð- ing febrúarlaganna var hverfandi miðað við það, sem nú hefur verið lögfest og ríkisstjórn Ólafs Jó- hannessonar er að reyna að verða ásátt um. Þessu gera verkalýðs- leiðtogar Alþýðubandalagsins sér grein fyrir. Þess vegna eru þeir hornóttir núna. Þeir vita upp á sig skömmina og finna, að fólkið í landinu er búið að sjá í gegnum blekkingarvefinn. Ólafur Jóhannesson varð for- sætisráðherra eftir viðreisn. Efna- hagsmálin voru þá í góðu lagi þar sem tekizt hafði að ráða á undra- skjótan hátt bót á kollstejpum síldarleysisáranna. Eftir að Ölafur kom til sögunnar, skipti strax til hins verra. Verðbólgan rauk upp í rúm 50% með hjálp Lúðvíks Jósepssonar. Og nú er Ólafur Jóhannesson aftur forsætisrð- herra. Ekki þarf að fara mörgum orðum um í hvert óefni stefnir í efnahags- og verðbólgumálum. Þar hefur úrræðaleysið aldrei verið meira en nú né hráskinnsleikurinn auðvirðilegri. MORGUNBLAÐIÐ fékk í gær eftirfarandi frétt frá sakadómi Reykjavfkur um dóminn í Grjót- jötunsmálinu og forsendur hans. Dóminn kvað upp Ilaraldur Henrysson sakadómari: Kveðinn hefur verið upp í saka- dómi Reykjavíkur dómur í máli ákæruvaldsins gegn Knúti Bruun og Þorfinni Egilssyni, sem höfðað var með ákæru, dagsettri 28. janúar 1977. í ákæru var ákærðu gefinn að sök fjárdráttur eða umboðssvik með því að hafa í sambandi við kaup á sanddæluskipinu m.s. Jörpeland (síðar m.s. Grjótjötunn) í Noregi á árinu 1974 komist yfir til eigin ráðstöfunar 400.000 norskar krónur, þ.e. Þorfinnur n.kr. 300.000 og Knútur n.kr. 100.000. Þorfinnur kom fram sem skipamiðlari við kaupin en Knútur var stjórnarfor- maður og framkvæmdastjóri Sand- skips h.f., sem var kaupandi skips- ins. í ákæru var Knútur einnig ákærður fyrir ranga skýrslugjöf, með því að hafa í umsóknum um Samkvæmt upplýsingum Jónatans Sveinssonar saksóknara er Hauki Heiðari gefið að sök í ákæru að hafa á tímabilinu nóv. 1970 til ágústloka 1977 dregið sér krónur 51.450.603.- í bankanum. Fjártökurnar á umræddu tímabili munu vera 25 talsins og er fyrr- greind tala samanlögð upphæð þeirra allra og reiknuð á verðlagi hvers tíma. Samkvæmt upplýsing- um Mbl. mun láta nærri að marg- falda þurfi þessa tölu með fjórum ef reikna á hana til verðlags í dag. Hinum ákærða er jafnframt gefið að sök að hafa á sama tímabili falsað í stórum stíl færsluskjöl og búið til ný færslu- skjöl í stað annarra, sem hann skaut undan, og hafi hann gert þetta allt í því skyni að leyna fjárdrætti. I ákæru er ennfremur getið sérstaklega um fjárdrátt, sem framkvæmdur var í tengslum við uppgjör og afgreiðslur ákærða heimild til erlendrar lántöku og um gjaldeyri staðhæft að kaupverð hafi verið n.kr. 2.8 milljónir, en í ákæru var talið að hið raunverulega kaupverð hefði verið n.kr. 2.4 milljónir. I dóminum var ekki talið sannað gegn neitun ákærða Knúts, að hann hefði staðið að samningum um umboðslaun til sín við gerð kaup- samnings í júlí 1974 né hafi hann vitað um fjárhæð umboðslauna til ákærða Þorfinns. Var lagður til grundvallar sá framburður hans, að hann hefði talið að umrædd greiðsla á n.kr. 100.000 til sín hafi verið nokkurs konar lokaafsláttur til kaupanda, sem greiddur var við afhendingu skipsins 9. október 1974 og hann hefði notað í þess þágu. Lagði hann fram reikninga að fjárhæð rúmlega 50 þúsund norskra króna vegna skipsins, sem hann kvaðst hafa greitt af umræddu fé. Að því leyti, sem ákærði stóð ekki skil á fyrrnefndum n.kr. 100.000 til Sandskips h.f. var hann talinn hafa á ábyrgðarskuldum firmans Ein- ars Asmundssonar Import/Export (Sindri og Sindrastál) við Lands- bankann. Fjárdráttur og skjalafals Þetta er meginefni ákærunnar, en ákæran er aftur brotin niður í 25 liði, þ.e. í hverja einstöka fjártöku og þær sannanlegu mis- fellur, sem í þeim felast. Er ákærði talinn hafa brotið gegn 1. máls- grein 247. greinar almennra hegn- ingarlaga og 1. málsgrein 155. og 158. greinar sömu laga, samanber 138. grein sömu laga. Fyrrnefndar greinar eru fjár- dráttargrein almennu hegningar- laganna og tvö ákvæði skjalafals- greinar sömu laga og einnig er vísað til 138. greinarinnar, sem fjallar um brot í opinberu starfi, en Haukur Heiðar er í ákæru talinn slíkur sem starfsmaður ríkisbanka. Samkyæmt lögunum gerst sekur um fjárdrátt skv. 247. gr. almennra hegningarlaga nr. 19,1940. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um ranga skýrslugjöf þar sem ekki var talið nægilega sannað að hann hefði við gerð kaupsamnings vitað um samninga við seljendur um greiðslur til ákærðu. Ákærði Þorfinnur var í dóminum talinn sekur um fjársvik gagnvart kaupanda skipsins með því að hafa samið við seljanda um og tekið við umboðslaunum að fjárhæð n.kr. 300.000, sem verið hafði óeðlilega há miðað við kaupverð skipsins. Var og talið, að ráða mætti af gögnum málsins og framburðum, að upphæð umboðslauna hafi ráðið nokkru um það hvaða kaupverð var sett í kaupsamning. Ákærða hafi hlotið að vera ljóst, að hin háu umboðs- laun yrðu, a.m.k. að einhverju leyti, á kostnað Sandskips h.f., en þessu hefði hann leynt kaupandann í því skyni að hagnast sjálfur. Þá var og talið sannað, þrátt fyrir neitun ákærða, að hann hefði um það leyti, sem kaupsamningur var gerður, einnig samið um greiðslu á n.kr. 100.000 til Knúts og var litið á þá samninga sömu augum og samninga ákærða um umboðslaun sjálfum sér til handa. Var atferli ákærða talið varða við 248. gr. hegningarlag- anna. Ákærði Knútur var dæmdur til að sæta fangelsi í 3 mánuði og ákærði Þorfinnur fangelsi í 5 mánuði. Þá voru báðir dæmdir til að sæta sviptingu á málflutnings- réttindum í 3 ár, Knútur fyrir Hæstarétti og héraðsdómi og Þor- finnur fyrir héraðsdómi. Að lokum voru þeir dæmdir til að greiða málskostnað, þar með talin máls- varnarlaun til skipaðra verjenda sinna, Jóhannesar L.L. Helgasonar hrl. og Jóns Finnssonar hrl., kr. 250.000 til hvors um sig. er hámarksrefsing við broti á fyrrgreindum greinum 8 ára fang- elsi en sé um að ræða brot opin- bers starfsmanns skal hann sæta þeirri refsingu, sem við brotinu liggur, „en þó svo aukinni, að bætt sé við hana allt að helmingi hennar", eins og orðrétt segir í 138. greininni. Hagsmunir bankans og fyrirtækisins tryggðir Morgunblaðið sneri sér í gær til Sigurbjörn Sigtryggssonar, banka- stjóra í Landsbankanum, og spurði hann hvort bankann hefði tryggt hagsmuni sína í þessu máli. Kvað Sigurbjörn svo vera. Hagsmunir bankans væru tryggðir í eignum Hauks Heiðars og teldi banka- stjórnin að bankinn myndi sleppa frá þessu máli án þess að bíða fjárhagslegt tjón. Morgunblaðið sneri sér enn- fremur til Jónasar Aðalsteinsso ar hrl., lögmanns firmans Einars Ásmundssonar Import/Export og spurði hvort samið hefði verið um uppgjör milli fyrirtækisins og Landsbankans vegna þess tjóns, sem fyrirtækið varð fyrir vegna málsins. Kvað Jónas uppgjör milli aðilanna frágengið og hefðu hags- munir fyrirtækisins verið að fullu tryggðir þar. Þetta er „Landsbankamálið“, nokkrar möppur í pappakassa. Myndin cr tekin á skrifstofu ríkissaksóknara en í gær var kassinn með málsskjölunum sendur til sakadóms Reykjavíkur, sem mun dæma í málinu. » Akæran í Landsbankamálinu: Engin tengsl deild- arstjórans við aðra starfsmenn bankans Hagsmunir bankans og fyrirtækisins tryggðir, segja talsmenn þeirra RÍKISSAKSÓKNARI gaf í gær út ákæru á hendur Hauki Heiðari, fyrrverandi deildarstjóra ábyrgðadeildar Lands- banka íslands, og hefur falið sakadómi Reykjavíkur meðferð málsins. Er Haukur Ileiðar einn ákærður í málinu en rannsókn þess mun ekki hafa leitt í ljós óyggjandi tengsl hans við aðra starfsmenn bankans né utanaðkomandi aðila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.