Morgunblaðið - 27.03.1979, Blaðsíða 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979
Umræður um rekstur Flugleiða og Eimskips á Alþingi:
ein okun arhr ingir ?
Umræðum var haldið
áfram í sameinuðu þingi á
fimmtudaginn, um þings-
ályktunartillögu ólafs
Ragnars Grímssonar um
skipan sérstakrar nefndar
þingmanna til að rannsaka
rekstur Flugleiða h.f. og
Eimskipafélags íslands h.f.
með sérstöku tilliti til
einokunaraðstöðu
fyrirtækjanna.
Eiður Guðnason (A) tók
fyrstur til máls, og kvað hann
það í hæsta máta eðlilegt að
kannaður væri rekstur svo
stórra og þýðingarmikilla fyrir-
tækja og hér væri um að ræða.
Varðandi þá þingsályktunartil-
lögu, sem hér væri verið að
fjalla um, sagði þingmaðurinn,
að þar væri margra spurninga
spurt, en því miður hefði flutn-
ingsmaður yfirleitt gefið sér
svörin við spurningunum fyrir-
fram. Kvað Eiður hér vera á
ferðinni skólabókardæmi um
það hvernig ekki ætti að spyrja
spurninga, og væri slæmt til
þess að vita að slíkt henti svo
lærðan mann, fræðimanninn
Ólaf Ragnar Grímsson.
Sameiningu Loftleiða og
Flugfélags íslands á sínum tíma
sagði þingmaðurinn hafa verið
heillaspor, en þó hafi þar verið
gengið of langt, og lengra en
ætlunin hafi verið, vegna þrýst-
ings frá ríkisvaldinu. En
„samkrull" Flugleiða og Eim-
skips sagði þingmaðurinn hins
vegar vera óviðeigandi og óeðli-
legt, og slíkt væri víða beinlínis
bannað með lögum, til dæmis í
Bandaríkjunum. Þá ræddi Eið-
ur einnig um fargjöld flug-
félaga, og sagði þau mál vera
slíkan frumskóg, að ekki væri
nokkur leið fyrir venjulegt fólk
að botna í þeim. Sem dæmi um
einkennileg fargjöld nefndi
hann, að ódýrara væri að fljúga
frá London til Los Angeles í
Kaliforníu, heldur en á milli
Helsinki og Kaupmannahafnar.
Fyrrnefnda leiðin væri þó tíu
sinnum lengri.
I lok ræðu sinnar ítrekaði
þingmaðurinn þá skoðun sína
aö full ástæða væri til að kanna
umrædd fyrirtæki, og mætti í
því sambandi spyrja mun fleiri
spurflinga en Ólafur Ragnar
hefði gert. Nefndi hann í því
sambandi samstarf Flugleiða og
bandaríska flugfélagsins
Seaboard, aldur áhafna Air
Bahama og fleira. Margar þess-
ara spurninga sagði þingmaður-
inn raunar vera þannig vaxnar
að flutningsmanni væri í lófa
lagið að spyrja flokksbróður
sinn, Ragnar Arnalds sam-
gönguráðherra.
Að lokum sagði Eiður, að
gæta yrði þess að allar þessar
spurningar og öll meðferð þessa
máls yrði að vera fullkomlega
hleypidómalaus, en á það hefði
nokkuð skort í málflutningi
Ólafs Ragnars.
Alexander Stefánsson (F)
sagði að tillaga Ólafs Ragnars
væri vottur þess að hann hefði
tileinkað sér áróðurstækni, og
sagði hann að þetta mál væri
mjög vel sviðsett hjá flutnings-
manni. Hins vegar sagði Alex-
ander að greinilegt væri að
tilgangur Ólafs væri að koma
téðum fyrirtækjum á kné, og
sagði hann það einkennilegt
sjónarmið hjá ungum mennta-
manni, og mætti ætla að hann
væri alfarið á móti framförum.
Sagði þingmaðurinn að þessi
fyrirtæki væru mikil þjóðþrifa-
fyrirtæki sem væru alls góðs
makleg, og væri illt til þess að
vita að ákveðnir aðilar vildu
koma þeitn fyrir kattarnef hvað
sem það kostaði.
Ólafur Ragnar Grímsson
(Abl) tók næstur til máls, og
kvað þingmenn hafa haft góðan
tíma til að kynna sér málið,
enda hefði hann ekki rekið á
eftir því í þinginu. Sagði hann
það sína skoðun að nauðsynlegt
væri að hafa eftirlit með ýms-
um af stærstu og þýðingar-
mestu fyrirtækjum landsins, og
kvað hann hátíðarlofræður um
þessi fyrirtæki, eins og þá sem
Alexander hefði riýflutt, ekki
vera til neins gagns, þær gæfu
forstjórum fyrirtækjanna að-
eins tækifæri á að sofa á verðin-
um.
Þá sagði þingmaðurinn, að
ýmis mál síðustu mánuði, eftir
að hann lagði málið fram, hefðu
orðið til að renna frekari stoð-
um undir málflutning sinn, og
væru rökin nú sterkari en áður.
Minnti hann á eins milljarðs
króna tap á flugleiðinni yfir
Atlantshaf, og að erlend fyrir-
tæki væru nú í auknum mæli að
koma inn á þá flugleið sem
dæmi um það hve þetta flug
v$eri í mikilli hættu.
Þá ræddi þingmaðurinn einn-
ig um að hugsanlega gæti verið
rétt að endurskoða þau rök er
fyrir sameiningu Flugfélagsins
og Loftleiða lágu, og sagði
hugsanlegt að skilja bæri á
milli Atlantshafsflugsins og
annars flugs Flugleiða, enda
hefðu stjórnvöld alveg sama
rétt til að slíta félögin í sundur
eins og þau höfðu til að sameina
þau á sínum tíma.
Þá ræddi Ólafur Ragnar um
spurningar þær er hann setti
fram í þingsályktunartillögu
sinni, og sagði að vera kynni að
það væri rétt sem Eiður Guðna-
son sagði, að þar hefði verið
fullyrt um of fyrirfram. En
ástæðan væri þá sú, að oft
þyrfti að setja mál fram með
þeim hætti til að eftir yrði
tekið, einkum þegar fetaðar
væru nýjar slóðir.
Ólafur vék einnig að því að
ýmsir ræðumenn hefðu bendlað
persónu sinni við málið, og
sagði hann það vera merki þess
að þá skorti rök. Hins vegar
væri hann að sjálfsögðu reiðu-
búinn til að láta sérstaka þing-
nefnd rannsaka sína persónu ef
þess yrði óskað. En jæssi mál-
flutningur sagði Ólafur þó
minna sig á það þegar vestur í
Bandaríkjunum væru sumir
frambjóðendur í raun á vegum
einstakra fyrirtækja, einkum
byðu fyrirtæki oft menn fram í
prófkjörum. — Er slíkt ef til vill
farið að gerast hér? spurði
þingmaðurinn.
Ólafur Ragnar kom víðar við í
langri ræðu, minnti á óeiningu
innan Flugleiða, að réttara væri
ef til vill að kalla þingnefndina
eftirlitsnefnd en ekki rann-
sóknarnefnd, að framsóknar-
menn væru á móti tillögunni
vegna þess að þeir óttist að
rannsókn á S.Í.S. fylgi í kjöl-
farið, um „hættuna" af hinum
nánu samskiptum Flugleiða og
Eimskips, sem meðal annars
hefðu nýlega birst í ráðningu
forstjóra Eimskips, og fleira og
fleira.
FRUMVARP til laga um
breytingu á lögum um
orlof var samþykkt sem lög
frá Alþingi á fimmtudag-
inn, en lagabreytingin
kveður á um að launagreið-
anda skuli skylt að veita
Árni Gunnarsson (A) kvaðst
vilja taka undir ýmislegt í
tillögum flutningsmanns,
einkum er snerti samvinnu
fyrirtækjanna, fjárfestingu og
gerð fargjaldsskrár.
Minnti þingmaðurinn á fjár-
festingar Flugleiða innan lands
og utan, og sagði margt í starf-
semi fyrirtækisins myndu
brjóta í bága við bandarísk lög
um auðhringa, svo eitthvað
væri nefnt. Varðandi þessa fjár-
festingu sagði hann þó, að um
sumt hefði hún verið rétt og um
sumt röng, að hún hefði stund-
um gefist vel og stundum illa.
Ennfremur ræddi hann um þá
hættu sem hann telur að geti
stafað að samvinnu Flugleiða og
Eimskips.
Þá ræddi Árni og olíu-
hækkanirnar og afleiðingar
þeirra, sem meðal annars
minnkuðu líkurnar á að það
borgaði sig að fljúga yfir
Atlantshaf með þeim krók sem
millilending á íslandi væri, um
kröfur Luxemburgara til
eignaraðildar í Flugleiðum og
fleira. Sagði þingmaðurinn að
framtíð Flugleiða væri nú í svo
mikilli hættu, að vera kunni að
afhenda þúrfi Luxemborgar-
mönnum allt Atlantshafsflugið,
þannig að við eigum þá aðeins
eftir það flug sem beinlínis
flytur farþega á milli íslands og
Ameríku.
Einar Ágústsson (F) kvaðst
vilja taka undir margt af því
innheimtuaðila orlofsfjár
upplýsingar um greitt og
vangreitt orlofsfé starfs-
manna sinna.
í því skyni að staðreyna slíkar
upplýsingar er innheimtuaðila
orlofsfjár heimill aðgangur að
sem Árni Gunnarsson hafði
sagt, einkum hvað snerti þau
miklu tímamót sem greinilega
væru framundan í millilanda-
flugi okkar íslendinga, og
minnti hann sérstaklega á óskir
Luxemborgarmanna í því sam-
bandi og hugsanlegar breyting-
ar á samvinnu þjóðanna.
Ekki kvaðst Einar vera
hrifinn af því að samþykkt yrði
stofnun þingnefnda eins og hér
væri lagt til, einkum vegna þess
að þingmenn hefðu hreinlega
ekki aðstöðu til að framkvæma
rannsóknir af þessu tagi, og
kvað hann breytingar á starfs-
háttum þingsins í þessa veru
vera að haldast í hendur við
endurskoðun þingskapa. Einnig
minntist þingmaður á umboðs-
mann Alþingis, en það embætti
sagði hann að væri nauðsynlegt
að kæmist á laggirnar, og
minnti á fordæmi Dana í því
sambandi. Sagði Einar að stofn-
un þessa embættis hjá Dönum
hefði markað þáttaskil í sam-
skiptum þings og þjóðar í
Danmörku.
Að lokum sagði Einar
Ágústsson að hann vonaði að
ekki kæmi til þess að sérstök
þingnefnd ^rði stofnuð til að
rannsaka Ólaf Ragnar Gríms-
son. Ekki vegna þess að hann
óttaðist að hann þyldi ekki slíka
rannsókn, heldur vegna þess að
þá gæti farið svo að of harka-
lega yrði spurt og af of miklum
fordómum, þannig að flutnings-
maður kæmi ekki óskemmdur
frá því
Vilmundir Gylfason (A) tók
næstur til máls. Byrjaði hann á
að ræða um hugmyndir sínar
um rannsóknarnefndir þings-
ins, og sagðist vilja taka undir
þær skoðanir sem fram hefðu
komið hjá Ólafi Ragnari, að
annað orð ætti betur við en
“rannsóknarnefnd", réttara
væri ef til vill að kalla þær
eftirlitsnefndir, og einnig gætu
sérnefndir vafalítið tekið að sér
hluta af svona verkefnum, til
dæmis samgöngunefnd í því
tilviki sem hér um ræddi.
Kvaðst þingmaðurinn vilja
styðja framkomna tillögu, þó
vissulega gætti of mikillar
dómsuppkvaðningar í fyrir-
spurnunum.
Þá kvaðst hann kunna vel að
meta hugmyndir Ólafs Ragnars
um þingræði, en kvaðst þó geta
minnst á nokkurt ósamræmi í
málflutningi hjá honum, þegar
hann aðra stundina teldi ekki
að setja mætti lög án þess að
spyrja Guðmund J. Guðmunds-
son leyfis! Þá vék Vilmundur
einnig að því að flutningsmaður
hefði kvartað yfir að persónu
hans væri um of blandað inn í
það mál sem hér væri til
umræðu, og kvað hann það
koma úr hörðustu átt, þar sem
minna mætti á til dæmis að
Ólafur Ragnar skrifaði varla
svo blaðagrein að hann notaði
ekki orðið „Aragata" sem
atviksorð!
Að lokinni ræðu Vilmundar
var umræðunni frestað.
bókum og bókhaldsgögnum launa-
greiðanda.
Lög þessi voru samþykkt í sam-
ræmi við fyrirheit ríkisstjórnar-
innar um umbætur í félagsmálum
samfara setningu laga um skerð-
ingu á greiðslu vísitölubóta á laun
í desember síðast liðnum.
Innheimtuaðila orlof s-
f jár heimilt að skoða
bókhald launagreiðanda