Morgunblaðið - 27.03.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.03.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979 3 Hættir Olafur sem forsætis- ráðherra þegar vel stendur á? Hart lagt að honum að halda áfram sem flokksformaður MARGIR áhrifamenn í Fram- sóknarflokknum leggja nú hart að ólafi Jóhannessyni að gefa kost á sér áfram sem formaður flokksins, samkvæmt þeim upplýsingum sem Mbl. aflaði sér í gær. Miðstjórnar- fundur Framsóknarflokksins verður um næstu helgi og eins og fram hefur komið í fréttum hyggst Ólafur þá draga sig í hlé sem flokksformaður. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Mbl. aflaði sér i gær er staða Ólafs mjög sterk í flokkn- um og það mun skoðun mjög margra framsóknarmanna að það sé veikt fyrir flokkinn, ríkisstjórnina og Ólaf Jóhannes- son sjálfan ef hann dragi sig nú í hlé sem formaður. Hafa þessir menn m.a. bent á að samkomu- lagið í ríkisstjórninni sé þannig að hún geti sprungið þá og þegar og þá sé vænlegra að ganga til kosninga undir forystu hins reynda foringja Ólafs Jóhannes- sonar en undir forystu Stein- gríms Hermannssonar, sem eins og staðan er í dag mun taka við stjórnartaumunum í flokknum af Ólafi hætti sá síðarnefndi. ólafur kannar stöðuna Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins munu aðallega tvær ástæður hafa legið að baki þeirri ákvörðun Ólafs að draga sig í hlé sem formaður Fram- sóknarflokksins. Ólafur er far- inn að eldast og hefur hann að undanförnu kannað það meðal flokksbræðra sinna hvort hann eigi að draga sig í hlé á mið- stjórnarfundinum eða halda áfram formennsku. Flestir hafa hvatt hann til þess að halda áfram en sumir ekki, t.d. ráð- herrarnir Steingrímur Her- mannsson og Tómas Árnason og menn, sem standa þeim nærri. Munu þeir hvorki hafa hvatt Ólaf né latt. Sömu afstöðu munu forráðamenn Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga hafa tekið og þá fyrst og fremst Erlendur Einarsson. Telja Sam- bandsmennirnir að Ólafur og ríkisstjórnin hafi brugðist Sam- bandinu og hafa látið álit sitt óspart í ljós. Mun Ólafur vera orðinn þreyttur á því að sitja undir skömmum Sambands- mannanna og mun þetta vera önnur ástæðan fyrir því, að hann vill nú hætta. Guðmundur G. líklegur gjaldkeri Heimiidarmenn Mbl. segja að Steingrímur og Tómas og þeir menn sem standa í kringum þá hafi reiknað dæmið þannig út að ef Ólafur hætti verði Steingrím- ur formaður flokksins, Einar Ágústsson verði varaformaður, Tómas verði ritari í stað Stein- gríms en Guðmundur G. Þórar- insson verði gjaldkeri í stað Tómasar, en Guðmundur er nú varagjaldkeri. I stað Guðmund- ar á Hákon Sigurgrímsson úr Kópavogi, aðstoðarmaður Stein- grims í landbúnaðarráðuneyt- inu, að koma inn í flokksstjórn- ina sem varagjaldkeri. Þeir Guðmundur og Hákon tilheyra þeim hópi, sem fylgir Steingrími og Tómasi að málum og aðrir í þeim hópi eru t.d. Magnús Bjarnfreðsson og Þráinn Valdi- marsson framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, sem mun hafa notað skrifstofu flokksins óspart að undanförnu til þess að afla Steingrími fylgis um allt land. Ekki einhugur ______um Steingrím_________ Eins og staðan er í dag má telja næsta víst að Steingrímur verði formaður, ákveði Ólafur að hætta. Talsvert mun þó skorta á að einhugur sé um Steingrím í flokknum og þeir munu margir, sem telja hann of úgætinn. Enginn ákveðinn kandidat hefur verið nefndur á móti Steingrími, en komið hefur fram áhugi hjá einhverjum flokksmönnum að Halldór Ás- grímsson verði formaður, en hann var sem kunnugt er í framboði í Austurlandskjör- dæmi í síðustu kosningum en féll. Einar Ágústsson kemur ekki til greina sem formaður, samkvæmt heimildum Mbl., hann mun ekki hafa áhuga á formennsku í flokknum auk þess sem talið er hæpið að hann hafi nægilegan styrk innan flokksins sýni hann áhuga á formanns- starfinu. Hættir Ólafur á miðju _______kjörtímabili?_______ Ólíklegt er talið að Ólafur Jóhannesson fari aftur í fram- boð hvort sem hann verður áfram formaður eða ekki. Eins mun hann hafa hug á því ef stjórnin heldur velli og öldurnar lægir að hætta sem forsætisráð- herra áður en kjörtímabilið rennur út og muni hann þá velja til þess einhvern tíma þegar staða stjórnarinnar er tiltölu- lega sterk og hann getur skilað embættinu sómasamlega af sér. Miðstjórnarfundur Fram- sóknarflokksins hefst á föstu- daginn. Miðstjórnin fer með æðsta vald flokksins milli flokksþinga, sem eru á fjögurra ára fresti og kýs miðstjórnin forystu flokksins. Italskir óperutón- leikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar N. k. fimmtudag 29, mars 1979 kl. 20.30. verða ítalskir óperutónleikar í Háskólabíói á vegum Sinfóniðu- hljómsveitar íslands. Á tónleikum þessum verða flutt atriði úr ítölskum óperum eftir Verdi, Bellini og Puccini. Efnisskráin verður sem hér segir: Verdi — Arím og dúett úr óp. Grlmudans- leikurinn — Verdl — Ballettmúsik úr óp. Aidn — Verdi — „Celeste Aida“ úr óp. Aida — Verdl — Forl. aft óp. I vespri siciliani — Bellini — Forl. aft óp. Norma — Puccini — „Vissi d’arte" úr óp. Tooca — Puccini „Turnarian" úr óp. Toeca — Pucclni — Aríur og dúett úr óp. La Bobeme Hingað til lands koma tveir frægir óperusöngvarar sem starfa við Scalaóperuna i Mílanó, en það eru júgóslavneska sópransöngkonan Radmila Bakocevic og tenórsöngvar- inn Piero Visconti. Jafnframt því að vera fastráðnir söngvarar við Scala- óperuna, syngja þau sem gestir við öll stærstu óperuhús Evrópu og Ameríku. Sem stendur er hún að syngja við óperuna í Triest og hann að syngja Aida í Múnchen. Sjórnandi á þessum óperutón- leikum er franski hljómsveitarstjór- inn Jean-Pierre Jacquillat, en hann hefur starfað með Sinfóníuhljóm- sveit íslands allan marsmánuð. Radmila Bakocevic sópransöng- kona. íbúðarhús brann til kaldra kola Akureyri. 25. marz ÍBÚÐARHÚSIÐ að Vesturgötu 21. Indriðastaðir, brann til kaldra kola í morgun. Engu af innbúi var bjargað. Það var um klukkan 6.45 að hús- móðirin að Vesturgötu 23 Erla Gísla- dóttir, sem var þá nýkomin á fætur, varð vör við smelli eins og að rúður væru að brotna. Er hún leit út um gluggann sá hún að eldur var laus í næsta húsi. Erla hljóp út á náttkjóln- um til að gera íbúum viðvart á meðan eiginmaðurinn Stefán Sigurðsson lög- fræðingur símaði til lögreglu og slökkviliðs. Húsbóndinn var einn í húsinu og bjargaðist hann út. Mesta mildi var að ekki kviknaði í húsinu númer 23 við Vesturgötu, en gafl þess húss sviðnaði og skemmdist plastklæðning sem húsið er klætt með og rúður sprungu. Eldsupptök eru ókunn. — Áamondur. Ódýru orlofsferðirnar til Benidorm. Áætlaðir brottfaradagar: 5. apríl 11. júlí 27. ágúst 19. apríl 23. júlf 3. september 11. maf 1. ágúst 15. september 30. maí 13. ágúat 29. september. 20. júní 22. ágúst Auðvitaö með Ferðamiöstööinni. Ferðamidstöðin hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.