Morgunblaðið - 27.03.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.03.1979, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979 Bakhtiar ræðst að stiórnun Khomeinis Teheran, 26. marz. Reuter. AP. SHAPUR Bakhtiar fyrrverandi forsætisráðherra 1 íran lét um Elding tók neftrjónuna Indianapolis, 26. marz. Reuter. ÞEGAR handarísk farþegaflugvél frá Allegheny flugfélaginu var í aðflugi að flugvellinum við Indian- apolis á laugardag með 74 manns um borð, laust eldingu niður í hana og tók af henni neftrjónuna. Vélin, sem var af gerðinni BAC-111, lenti heilu og höldnu, og varð engum meint af. „Það kom blátt ljósleiftur. Það var eins og sprengja hefði sprung- ið,“ sagði einn farþeganna eftir á. „Vélin kastaðist nokkuð til áður en flugstjóranum tókst að hemja hana.“ helgina smygla ávarpi á segul- bandi frá felustað sfnum í íran. Réðst Bakhtiar harkalega að núverandi stjórnvöldum í íran og nefndi þau m.a. „Hið nýja ein- ræði“. Skilaboðunum var smyglað til nokkurra erlendra fréttastofnana í Teheran. Þau eru hin fyrstu sem Bakhtiar sendir frá sér frá því að hann fór í felur fyrir fimm vikum. Bakhtiar veittist einna helzt að þeirri ákvörðun stjórnarinnar að efna til kosninga í landinu um íslamskt lýðveldi. Hvatti hann landa sína til að kjósa ekki, því þá væru þeir að kalla yfir sig stjórn- arfar sem legðist gegn félagslegum framförum, gegn efnahagsfram- förum, gegn fullum mannréttum og með stjórnarfari er hefði ekkert þjóðarstolt. Ekki komu fram í segulbands- upptökunni neinar upplýsingar er bent gætu til dvalarstaðar forsæt- isráðherrans fyrrverandi. En í þeim varði hann verk stjórnar sinnar hins vegar heilshugar. Sama dag og skilaboðum Bakh- tiars var smyglað til fréttastofn- ana hvatti Ayatollah Khomeini trúarleiðtogi landsmenn til að samþykkja áætlun hans um ísl- amskt lýðveldi í Iran. íransher lét í dag lausa úr haldi 97 gísla sem herinn tók í Sanan- daj, höfuðborg Kúrdistan. Til- kynnt var í gær að Kúrdi hefði verið skipaður í embætti fylkis- stjóra í Kúrdistan, en það er í fyrsta sinn að Kúrdi gegnir því embætti. Ennfremur var stofnuð nefnd Kúrda sem stofnað getur öryggissveitir fyrir héraðið og ráðið í valdastöður í Sanandaj. Einnig verður mál Kúrda kennt í skólum héraðsins. Þetta eru helztu niðurstöður friðarsamkomulags milli stjórnvalda í Iran og leiðtoga Kúrda sem byggja svæði í suðvest- urhluta Irans. WillyBrandt á niðurleið UM TVEGGJA áratuga skeið var Willy Brandt í'mynd endur- fæðingar Vestur-Þýzkalands úr rústum Þriðja ríkisins. Meðan hann var borgarstjóri Vestur-Berlínar árin 1957—‘66 tókst honum giftusamlega að sneiða hjá ögrunum úr austri. Siðar, þegar hann var orðinn kanslari Vestur-Þýzkaiands, tók hann upp svonefnda „Ostpolitik“, sem mjög dró úr spennunni milli austurs og vesturs, en fyrir það hlaut hann friðarverðlaun Nóbels árið 1971. Minnisverðust er pflagrímsför hans til Varsjár árið 1970, þar sem hann kraup á kné við minnisvarða í Gyðingahverfinu er hann minntist ofsókna Hitlers. Á undanförnum fimm árum hefur skuggi fallið á frægð Brandts heimafyrir, og þá ekki sízt nú nýverið þegar tilkynnt var að Brandt, sem er 65 ára, og Rut eiginkona hans, sem er 58 ára og fædd í Noregi, hefðu ákveðið að sækja um skilnað eftir 30 ára hjónaband. Skilnaðurinn kom ekki mörgum á óvart. Rut hefur staðið við hlið eiginmanns síns gegnum þykkt og þunnt, þar á meðal sambönd hans við aðrar konur, og í viðtali við vikuritið Stern segir hún skilnaðinn ekki eiga neina eina ástæðu, heldur hafi þær hrannast upp. Aðalástæðan virðist þó vera hálfs árs samband Brandts við sam- starfsmann sinn, Brigitte Seebacher, sem er 32 ára, en um það samband sagði Egon Bahr fyrrum ráðherra: „Á Brandts aldri er það hreinasta vitleysa!" Hjónaskilnaðurinn er aðeins síðasta áfallið, sem herjað hefur á Brandt frá því árið 1974, þegar Gunter Guillaume, náinn sam- starfsmaður hans, var hand- tekinn vegna njósna fyrir kommúnista. Guillaume hafði ekki aðeins afhent Austur-Þjóð- verjum leyniskjöl frá NATO, heldur einnig safnað upp- lýsingum um hliðarspor kanslarans í einkalífinu. Neydd- ist Brandt þá til að segja af sér, en Guillaume hafnaði í fangelsi. Brandt átti við áfengisvanda- mál að stríða og fékk þung- lyndisköst. Þótt hann héldi em- bætti sem formaður Jafnaðar- mannaflokksins, SPD, fóru áhrif hans dvínandi, ekki sízt vegna vinsælda arftaka hans í kanslaraembættinu, Helmuts Schmidts. Hann hélt þó áfram störfum í SPD og sem forseti Brigitte Seebacher og Willy Brandt Alþjóðasambands jafnaðar- manna þar til hann fékk hjarta- áfall í fyrra. Orðrómur um hjónabands- erfiðleika komst á kreik þegar hann leitaði sér lækninga á heilsuhæli í Suður-Frakklandi, en eiginkonan varð eftir heima. í för með Brandt til Frakklands var Brigitte Seebacher. Á hæl- inu aðstoðaði Brigitte Brandt við að hætta að reykja og tak- marka drykkjuna við eitt glas af léttu víni á dag. Þegar Brandt kom svo aftur heim til Vestur-Þýzkalands fyrir þremur vikum virtist hann hressari í bragði, og sagði hann þá vinum sínum að hann ætlaði að kvænast Brigitte. Eins og hann orðaði það: „Ég er ákveðinn í að Iifa eins og mig lystir þau fáu ár, sem ég á eftir.“ (Heimild vikuritið TIME) 1977 — Mesta flugslys sögunn- ar: 581 fórst í árekstri tveggja flugvéla á Kanaríeyjum. 1976 — Suður-Afríkumenn flytja herlið sitt frá Angóla. 1968 — Yuri Gagarin, fyrsti geimfarinn, fórst í flugslysi. 1964 — Friðargæzlulið SÞ tekur við stjórninni á Kýpur. 1962 — Herinn tfekur völdin í Sýrlandi. 1960 — Kassem hershöfðingi, forsætisráðherra íraks, stofnar Palestínuher. 1955 — Neyðarástand lýst yfir í Pakistan. 1945 — Yfirlýsii.g Eisenhowers um ósigur Þjóðverja í heims- styrjöldinni 1941 — Páli prins steypt af stóli í Júgóslavíu. 1939 — Krafa Hitlers um að Pólland samþykki innlimun Danzig. 1933 — Japanir boða úrsögn sína úr Þjóðabandalagipu. 1878 — Bretar kalla út varaher og senda indverskt herlið til Möltu. 1854 — Frakkar segja Rússum strð á hendur. 1802 — Amiens-friður Breta og Frakka og friður í allri Evrópu. 1713 — Spánverjar láta Gíbraltar og Minorca af hendi við Breta í Utrecht. 1703 — Pétur mikli stofnar St. Pétursborg. Afmæli. Alfred de Vigny, franskur rithöfundur (1797-1863) - William von Röntgen, þýzkur eðlisfræðingur (1845-1923) - F. H. Royce, brezkur bílasmiður (1863—1933) — Cirys Vance, bandaríksur ráðherra (1917—). Andlát. Gregor páfi XI 1378 — Jakob I Englandskonungur 1624 — John Bright, stjórnmála- leiðtogi, 1889 — Arnoid Bennett, rithöfundur, 1931. Innient. Yfirréttur 1563 — Eldur í verksmiðjuhúsunum í. Reykjavík (1764) — íslenzkur majór, Ketiil Melsted, fellut í bardaga á eynni Anholt 1811 — Þingályktunartillaga ríkis- stjórnar um aðild íslands að Nato 1949 — Ríkisstjórn ólafs Thors biðst lausnar 1956 — Lög um launajafnrétti 1961 — f. Valtýr Pétursson 1919. Orð dagsins. Horfðu um öxl og brostu að horfinni hættu — Sir Walter Scott, skozkur rithöfundur (1771-1832). Við norðurdyr Hvíta húsins, þar sem öndvegi þjóðarleið- toganna stóð í gær. (AP-símamynd- Frakkland: Vinstri sigur í kosningum ^ París, 26. marz. AP. Reuter. Á SUNNUDAG lauk síðari umferð í héraðsstjórnarkosningum í Frakklandi, en fyrri umferð var viku fyrr. Úrslit kosninganna voru helzt þau að stjórnarandstaðan, vinstri flokkarnir, vann stórlega á, og eru þau talin áfall fyrir Valery Giscard dEstaing forseta og rfkisstjórn hans. Kosinn var helmingur fulltrúa í stjórnir 1.846 héraða Frakklands til næstu sex ára, en kosið er á þriggja ára fresti, helmingurinn í einu. Þegar aðeins vantaði úrslit úr tíu héruðum, höfðu stjórnarflokk- arnir þrír hlotið 900 menn kjörna, og þar með tapað 156 sætum. Mesti sigurvegari kosninganna var jafnaðarflokkur Francois Mitter- ands, sem hlaut 557 kjörna, bætti við sig 158. Kommúnistar juku einnig fylgi sitt, hlutu 225 menn kjörna, bættu við sig 41. Alls fengu vinstri flokkarnir 54% atkvæða, þar af hlutu jafnaðarmenn 35% og kommúnistar 15%. Þegar úrslit voru ljós sagði Mitterand að þetta væri stórsigur, mun meiri en búizt hefði verið við. Talsmaður Giscards dEstaings sagði hins vegar: „Stjórnarand- staðan vinnur héraðskosningarn- Kohl endur- kjörinn Kfl, Vestur-Þýskalandi, 26. marz, Reuter. DR. Helmut Kohl var í gær endurkjörinn til að veita flokki kristilegra demókrata (CDU) for- ystu. Khol hlaut þó færri atkvæði á þessu flokksþingi en á þremur fyrri og er talið að fjöldi fulltrúa hafi lýst óánægju sinni með út- komu flokksins f nýafstöðnum fylkiskosningum með því að sitja hjá við formannskjör eða greiða Kohi mótatkvæði. Alls hlaut Khol 617 atkvæði af 740. Alls greiddu 82 fulltrúar honum mótatkvæði og 41 sat hjá. Khol var fyrst kosinn formaður flokks síns á þingi flokksins 1973. CDU er stærsti stjórnarandstöðu- flokkur Þýskalands um þessar mundir. ar, en þegar um alvöru kosningar er að ræða, þegar örlög þjóðarinn- ar eru í húfi, gerist hið andstæða." Vinsældir stjórnarflokkanna hafa minnkað mjög að undanförnu vegna efnahagsástands í landinu og atvinnuleysis. Samkvæmt síð- ustu skoðanakönnun nýtur forset- inn nú aðeins trausts 51% þjóðar- innar, en um síðust áramót var stuðningurinn við hann 62%. Veður víða um Akureyri +6 skýjaó Amsterdam 8 skýjaö Apena 22 heiðsktrt Barcelona 17 skýjaó Berlín 15 skýjað BrUssel 16 skýjaó Chicago +4 skýjaö Frankfurt 11 skýjaó Genf 11 skýjaó Helsinki 2 heiöakírt Jerúsalem 12 heióskírt Jóhannesarb. 24 skýjað Kaupmannahöfn 4 skýjaö Liasabon 17 heiðskírt London 15 skýjaó Loa Angeles 21 heiósklrt Madríd 15 heiöskírt Malaga 17 alskýjaó Mallorca 17 alskýjaó Miami 26 heióskírt Moskva 2 skýjað New York 15 skýjaó Ósió 3 rigning París 15 akýjaó Reykjavík +1 hálfskýjaó Rio De Janeiro 27 skýjaó Rómaborg 15 skýjaó Stokkhólmur 6 skýjaó Tel Aviv 18 heiðskírt Tókýó 16 skýjaó Vancouver 11 skýjaó Vínarborg 11 skýjaó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.