Morgunblaðið - 27.03.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.03.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979 11 metrar upp frá Stíðurgötu og það vita flestir að er ekki hugmyndin, en vegna hæðarmunar á Suður- götu og Strandgötu verður húsið 12—13 metrar þegar horft verður frá Strandgötu. Ég held að það sé ekki neinum málstað til fram- dráttar að leggja öðrum orð í munn. Hitt er svo áleitin spurning, hvernig getur hún orðið mest 7 metra hátt upp á mæni þegar hver hæð verður um 3,30 m og risið um 2 m. Út úr þessu fæ ég um 8,60 metra eða tæpa 9 metra frá gang- stéttarbrún nema að það eigi að ganga tröppur niður í húsið frá Suðurgötu. Svo einfalt er nú þetta reikningsdæmi. Umferðar- vandamálin Fáum orðum fer Jóhannjjm þau umferðarvandamál sem koma til með að skapast við byggingu stór-hýsisins, hann segir: „Umferð bifreiða að húsínu verði þannig hagað, að ekki skap- iast hætta skólabörnum sem leið eiga um bílastæðin að íþróttahús- inu (en umferð um bílastæðið á lítið skylt við umferð um aðalum- ferðargötu bæjarins)." Þá höfum við það, að umferðinni verði bara þannig hagað að ekki skapist hætta. Ekkert sagt hvernig henni verði hagað og ekkert sagt um hvar aðaltilgangur verður við Strandgötu eða Suðurgötu eða á báðum stöðum. Og vafalaust eig- um við önnur ekki að vera að hugsa um þessi mál að áliti Jó- hanns. Aðdróttanir Jóhanns Ég sagði það í upphafi þessa bréfs, að ég ætlaði að láta Jóhann einan um að vera með persónuleg- ar aðdróttanir sem ég tel vera byggðar á misskilningi hans frek- ar en illvilja og vil ég í því tilefni víkja að nokkrum atriðum. Tafið í 2 mánuði — var Vt mánuður Jóhann heldur því fram, að ég hafi tafið framgang þessara lóða- úthlutana í 2 mánuði til að vera „bara á móti“ en um þetta veit Jóhann betur. Bréf ráðuneytisins er dagsett 10. október 1978, bæjarráð felur síðani skipulagsnefnd að kanna óskir ráðuneytisins og fulltrúar ráðu- neytisins mæta á fundi skipulags- nefndar 19. desember 1978 og þá má segja að vinna skipulagsnefnd- ar hefjist. Fundur í skipulags- nefnd 22. janúar gerir bókun um málið og síðasti hluti álitsgerðar skipulagsfulltrúa er dagsettur 7. febrúar s.l. og síðast gerir bæjar- ráð tillögu í málinu 8. marz s.l. og málið er lagt fyrir bæjarstjórn 13. marz s.l. og þá bið ég um tveggja vikna frest til að kanna málið nánar. Þetta var það allt og sumt. Þegar öll gögn loks voru lögð fram þá óskaði ég eftir þessum fresti sem má segja að tefji málið í 'k mánuð en ekki 2 mánuði. Mér er spurn, er það of mikill tími til að kanna svona viðkvæmt mál nánar? Valkostur 2a Ekki datt mér í hug að rök- semdafærsla Jóhanns yrði svo langsótt. Það má gjarnan upplýsa það hér, að Einar Þorgilsson & Co, h.f. á þá lóð sem um ræðir í valkosti 2a en að ég eigi persónu- lega hlut í þessari lóð er ekki fyrir hendi. En langt þarf að sækja þegar lítil efni standa til. Ég vil benda Jóhanni á að ég hef aldrei haft persónulegra hagsmuna að Rafiðnaðarsamband íslands: „Fráleitt að ríkisstjórn og stuðningsflokkar skammti launafólki kaupmátt” gæta í störfum mínum í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar og hef þá skoðun að slíku eigi menn ekki að blanda saman og ég vona að mér takist að hafa það að leiðarljósi hér eftir sem hingað til. Ég á heima við Suðurgötu Að hugsa sér annað eins og það, að ég skuli eiga heima við Suður- götu. Jæja, góðir Hafnfirðingar, þá vitum við það og ég get sagt ykkur meira, ég er líka fæddur og uppalinn á Suðurgötunni undir Hamrinum. Ég tel að ég geti jafnvel enn látið í ljós skoðanir mínar varðandi nmhverfi Ham- arsins vegna þess að ég þekki hann. Fyndist ykkur það ekki fráleitt ef við ættum að dæma Jóhann Bergþórsson úr leik til að ræða um Vesturbæinn gamla af því að hann er þar uppalinn og sama gilti um Norðurbæinn af því að hann býr þar. Kannski bara mætti hann ekki vera í skipulagsnefnd Hafn- arfjarðar af því að hann er Hafn- firðingur. Nei, svona röksemdir eru auðvitað fráleitar og hljóta að byggjast á misskilningi. Einnig má geta þess að stór-hýsi þetta, ef það risi, hefði engin áhrif í sjálfu sér þar sem ég bý og það er ekki það sem ég er að berjast fyrir. Ég er að berjast fyrir því að ásýnd Hamarsins verði ekki eyðilögð meir en þegar er orðið og að við reynum frekar að snúa þróuninni við. Verndum Hamarinn - höldum vöku okkar Góðir Hafnfirðingar, við skulum að lokum þakka Jóhanni Bergþórs- syni fyrir grein hans í Morgun- blaðinu, vegna þess að hún gaf okkur tækifæri til að skoða málið enn nánar og ég er þess fullviss að með öllum þeim orðum sem fallin eru í umræðum um þetta mál og allar myndirnar, bæði þær réttu og röngu, færa okkur heim sann- inn um það, að við þurfum að vera vel á verði um umhverfi okkar. Við þurfum að fá upplýsingar, við þurfum að fá umræðu og þá getum við sem flest tekið þátt í mótun bæjarins okkar því það ætti ekki að vera neitt einkamál sérfræð- inga. Ég er þeirrar skoðunar eins og ég veit að flest ykkar eru, að við verðum að vernda Hamarinn sem mest og það gerum við bezt með því að fara varlega í að byggja í kringum hann. Ég vil koma því hér á framfæri að fleiri en einn af þeim, sem létu mig í sér heyra, nefndu það, að við ættum ef til vill að draga línu niður Öldu, Lækjargötu og upp Suðurgötu og vernda byggð og umhverfi á þessu svæði. Eg tek undir þessa skoðun og við mættum sjálfsagt líta víðar í kringum okkur t.d. um Austurgötu og Hverfisgötu og nágrenni svo og gamla Vesturbæinn, til að huga að því hverju við viljum bjarga af gamalli byggð og umhverfi. Ég vil ljúka þessu bréfi mínu með því að þakka ykkur enn á ný fyrir góðar undirtektir. Stöndum saman um bæinn okkar og vernd- um hann. Ég sé að ég get gert orð Steins Sigurðssonar að mínum er hann segir í kvæði sínu Heima: Því á ég viA hrauniÖ þitt heima. í hamrinum Huldan fær mál. í hamrinum þekkist ei tál. í hamrinum hjartaA er bál. í hamrinum logar mín sál. Við hamarinn á ég heima. Heima. Ileima — heima. Ég þakka Morgunblaðinu fyrir birtingu þessa bréfs og sendi ykkur Hafnfirðingar góðir, enn á ný, beztu kveðjur. Einar Þ. Mathiesen. MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Rafiðnaðarsambandi íslands: Fundur miðstjórnar Rafiðnað- arsambands íslands haldinn 22. marz 1979 ítrekar fyrri samþykkt- ir sambandsins um mótmæli gegn hverskonar skerðingu á kaup- mætti launa eins og hann er ákveðinn í gildandi kjarasamning- um. í tilefni af framkomnu frum- varpi forsætisráðherra lýsir mið- stjórnin yfir fyllsta stuðningi við umsögn og ályktun miðstjórnar Alþýðusambands íslands um verð- bótakafla frumvarpsins. Miðstjórnin telur fráleitt að núverandi ríkisstjórn og stuðn- ingsflokkar hennar skammti launafólki kaupmátt á árinu 1979 sem sé við það miðaður að full- nægja meðaltali kaupmáttar árs- ins 1978, þegar launafólk mátti búa við stórfellda kjaraskerðingu af völdum fyrri ríkisstjórnar, þvert ofan í ótvíræðar yfirlýsingar og tvímælalaus ákvæði gildandi kjarasamninga. Miðstjórn RSI hvetur stjórn Alþýðusambandsins til þess að halda fram af fullri einurð baráttu gegn öllum áformum um skerð- ingu þess kaupmáttar launa sem SUNNANDEILD Alþýðuleikhúss- ins lagði nú nýverið upp í sína fyrstu leikferð í vetur. Farið var með barnaleikritið „Vatnsber- ana“ eftir Herdísi Egilsdóttur. Lagt var upp 11. marz s.l. og fyrsti viðkomustaðurinn var Isa- fjörður þar sem verkið var sýnt tvívegis á Sólrisuhátíð á vegum Menntaskólans á Isafirði. Auk þess sýndi hópurinn á Suðureyri, Bolungavík og Flateyri. Voru sýn- um var samið í Sólstöðusamning- unum og varar jafnframt við þeirri hættu sem í því er fólgin fyrir heildarsamtökin ef einstök landssambönd falla í þá freistni að láta önnur sjónarmið en gildi gerðra kjarasamninga marka af- stöðu sína. ingarnar vel sóttar, að sögn for- ráðamanna. Þriðjudaginn 20. marz lagði hópurinn af stað í för til Norður- lands. Sýningar verða í Logalandi, Borgarnesi og Laugagerðisskóla og síðan á Hellissandi, Stykkishólmi, Grundarfirði og í Búðardal. Um þessar mundir standa yfir sýningar í Lindarbæ á barnaleik- ritinu „Nornin Baba-Jaga“ og gamanleiknum „Við borgum ekki“. Philips U gjöf fyrir ^ !I wí Utvarpstæki frá kr. 7.626 Rakvelar fra kr. 20.119 Hársnyrtitæki frá kr. 13.860 Segulbandstæki frá kr.40.580 Philips kann tökin á tækninni! heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 Á ferð um landið með „Vatnsberana”

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.