Morgunblaðið - 27.03.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979
45
T3 Xi#7 „
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
ny ujjamosaía'L] ir
sameign allrar þjóðarinnar eru
notaðir sérstaklega í þágu ríkis-
starfsmanna þegar þeir þurfa að
koma hagsmunum og viðhorfum
sínum á framfæri.
Ýmsir taka af heilagri vandlæt-
ingu um misnotkun og misrétti
hérlendis sem erlendis. Hvernig
væri að þeir tryggðu öllum Islend-
ingum sama rétt gagnvart ofur-
valdi íslenska ríkiskerfisins og
kæmu í veg fyrir misnotkun hinna
voldugu ríkisfjölmiðla.
Verslunarmaður.
• Ástæðulaus
skrif
Kæri Velvakandi.
Okkur finnst ástæðulaus þessi
skrif um íslensku skemmtiþættina
sem hafa verið undanfarin laugar-
dagskvöld.
Okkur er spurn, hvað fólk eins
og t.d. 8006—1188, sem skrifaði í
Velvakanda föstudag 23. mars,
hefur svona á móti Hljómplötuút-
gáfunni h.f.?
Okkur grunar að þessi skrif séu
vegna tómrar afbrýðisemi þar sem
fólkið frá Hljómplötuútgáfunni
eru einu íslensku skemmtikraft-
arnir sem eitthvað kveður að.
Þetta ágæta númer, 8006—1188,
nefndi t.d Brunaliðið, en við mun-
um ekki eftir að Brunaliðið hafi
skemmt nokkuð að ráði í ár. En vel
á minnst, hvernig væri að hafa
þátt með Brunaliðinu á næstunni?
Fyrst þessir þættir fara svona í
taugarnar á öfundsjúku fólki,
hvers vegna er það þá að horfa á
þá bara til þess að æsa sig upp og
hafa eitthvað til að rífast út af?
Að lokum viljum við þakka
sjónvarpinu fyrir vel unna laugar-
dagsdagsskrá.
7988-8885 og 1029-1828.
• ísár og
popptónlist
Kona nokkur hafði samband
við Velvakanda og sagðist alltaf
hafa heyrt, að vel veiddist á
ísárum. Hún sagði að mikið væri
talað um það núna hversu vel
veiddist og margir furðuðu sig á
því og verið með ýmsar getgátur á
lofti en engan hefði hún heyrt
minnast á að vel veiddist á ísárum
yfirleitt.
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á bréfskákmeistaramóti Sovét-
ríkjanna 1977—78 kom þessi staða
upp i skák þeirra Nesis og
Koljkers, sem hafði svart og átti
leik. Staða hvíts virðist auðunnin,
þar sem hann hefur sælu peði
meira. Svartur fann hins vegar
skemmtilega björgunarleið:
46... Dg8! Jafntefli. Jú, því að
hvítur á enga vörn við hótuninni
47 ... Dxc4!, 48. Dxc4 Patt! Bréf-
skákmeistari Sovétríkjanna varð
M. Umanski frá Pjatigorsk.
„Ég veit ekki ástæðuna fyrir því
að betur veiðist þegar ís er við
landið en ella, ætli hann leiti ekki
undan ísnum," sagði konan.
Einnig vildi þessi sama kona
minnast á popptónlistina í ríkis-
fjölmiðlunum.
„Pétur Pétursson var áðan að
kynna hljómsveitina Bee Gees og
sagði að hana þyrfti ekki að kynna
fyrir hlustendum því allir þekktu
þessa hljómsveit. Hann þekkir
hljómsveitina úr sínu starfi og
unga fólkið, sem hrifið er af
popptónlist, þekkir hana en við
fullorðna fólkið viljum ekki þekkja
hana.
Það má segja að það sé búið að
loka fyrir okkur eldra fólkinu bæði
útvarpi og sjónvarpi þar sem
popptónlistin er farin að yfirtaka
báða þessa fjölmiðla og við lokum
fyrir tækin þegar hún hljómar.
Kvöldvökur, og annað því um líkt,
eru jú á boðstólum fyrir aldamóta-
fólkið en ekkert fyrir okkur sem
erum þar á milli, gamla fólksins og
unga fólksins."
• Leiðrétting
Ekki alls fyrir löngu var pist-
ill í Velvakanda þar sem rætt var
um stjórnmálaástandið og meðal
annars talað um að það hefði verið
dýrt spaug er Lúðvík Jósepsson
afhenti Ólafi Jóhannessyni stjórn-
artaumana. I þessari grein var það
mishermt, eftir konunni sem
hringdi, að Lúðvík hefði Ólaf í
eftirdragi. Rétt er að konan sagði,
að Ólafur væri með Lúðvík á
bakinu. Er beðist velvirðingar á
mistökunum.
HÖGNI HREKKVÍSI
• * ” 1
’’ %(s sfcrj-A AÐ UZRA ‘A /ÚÐOe. ÓAMA HV&eWlr ÞO £rYA/Ze ÁD fyMA ‘j v£Gr fye/e P4Ð / “
Vélstjórafélag íslands
heldur almennan félagsfund í kvöld, þriöjudaginn
27. marz kl. 20.00 í Átthagasal, Hótel Sögu.
Dagskrá:
1. Uppstilling til stjórnarkjörs.
2. Kjaramál farskipavélstjóra.
3. Önnur mál. „ ., .
Stjornm.
Ekta
Marmari er ekta náttúruefni meö frábæra endingar-
eiginleika og sérlega auövelt aö halda hreinu. Hin
mjúku og hlýju litbrigöi marmarans gera hann aö
tilvöldu byggingarefni, jafnt á heimilum sem opinber-
um byggingum. Byggingarefni fyrir hina vandlátu.
Vinsamlegast leitiö upplýsinga.
Nýborg C0)
BYGGINGAVÖRUR
ARMÚLA 23 SlMI 86755
Skólar
í Englandi
Mímir hefur nú aftur tekið upp þá þjónustu að vísa foreldrum á beztu
skóla í Englandi. Mímir velur eingöngu viöurkennda skóla sem veita
góðan aöbúnaö og frábæra kennslu. Mímir skrifar öll bréf, leitar
upplýsinga um verö, skrifar pantanir og staöfestingar á skólavist.
Skrifstofan veröur opin til 6. apríl kl. 2—6 síödegis.
MÍMIR, sími 10004.
Verid vidbúin sumri
í¥ * ♦'ý
ÍPIONER
Eigum enn nokkra af hinum vinsælu
PIONES plastbátum 10 til 13 feta á
gömlu veröi. Næsta sending kemur til
meö aö hækka talsvert.
HF
Hólmsgata 4. Sfml 24120. Rvlk
wmmmmmmmaammami.