Morgunblaðið - 27.03.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979
Friöarsamningurinn í Washington — Friðarsamningurinn í Washingion — Friöarsamningurinn í Washington
Carter talar við Begin í síma frá Kaíró og Sadat hlustar á.
Carter, Begin og Sadat
taka alUr mikla áhœttu
SAMNINGURINN sem var undirritaður í Washington í gær milli
ísraelsmanna og Egypta lýsir vel hugsjónum þeirra þriggja leiðtoga
sem hafa lagt álit sitt og pólitíska framtíð að veði með honum.
Carter forseti er formlega séð aðeins vitni að undirritun samnings-
ins. en bæði Anwar Sadat Egyptalandsforseti og Menachem Begin
forsætisráðherra ísraels hafa hælt honum fyrir að vera driffjöður
samningsins og gert hann mögulegan.
Rússar
hafa
orðið
fyrir
nokkru
áfalli
Moakvu, 26. marz. AP.
ÞAÐ varð án efa Sovétríkjunum
og forystuliði þeirra nokkurt
áfall að þau skyldu vera Hálf-
vegis fryst út úr þeirri dipló-
matísku atburðarrás sem leiddi
til þess að undir samning ísralea
og Egypta er nú skrifað. Sovét-
menn hafa verið furðu fámálir f
þessu máli, en framtfðarafstaða
þeirra getur haft úrslitaáhrif á
hversu þróunin verður í fram-
kvæmd samkomulagsins f
Miðausturlöndum.
Þó hafa Sovétar ekkert lúrt á
meiningu sinni. Nema síður sé.
Allt frá því Anwar Sadat hélt til
Jerúsalem í nóvember 1977 hafa
reiði- og gagnrýnisraddir heyrzt
frá þeim. Enn einkennast skrif í
sovézkum fjölmiðlum af þessari
afstöðu og nú síðast er svo til
orða tekið að með undirritun
þessari séu Bandaríkjamenn að
stíga fyrsta skrefið í nýju hern-
aðarævintýri í þessum heims-
hluta, sem sé ekkert annað en
landsala, kúgun og samsæri og
beinist gegn Aröbum.
Þeir eru ekki margir stjórn-
málasérfræðingarnir sem halda
að hægt verði að koma á varan-
legum friði á þessu svæði nema
Sovétríkin taki á einn eða annan
hátt þátt í slíku starfi. Sumir
vestrænir diplómatar þar eru
svartsýnir á að þeir muni verða
tilleiðanlegir að vinna að því.
Einn sérfræðingur um sovézk
málefni og einnig um Miðaustur-
lönd segir að Rússar myndu
verða til að ala á sundrung ef
þeim væri boðið til þess að vinna
að framgangi friðar á breiðari
grundvelli en sá samningur gerir
ráð fyrir sem nú hefur verið
undirritaður. Hann segir að
nauðsynlegt sé að finna einhvern
flöt á málinu til að Rússar geti
gerst að því aðilar. En viðurkenn-
ir að hann komi ekki auga á þann
flöt að svo stöddu.
Eins og ýmsir aðrir sérfróðir
menn um Miðausturlönd heldur
þessi maður því fram að Sovét-
ríkin hafi alls ekki komið sér upp
mótaðri og afmarkaðri stefnu í
málefnum Miðausturlanda, og
virðist gera sér að góðu að fylgja
að málum bandamönnum sínum
þar, einkum Sýrlendingum og í
nokkrum mæli Irökum.
Diplómat einn sagði við AP að
flestir byggjust við því að ákvæðu
Sýrlendingar að hefja refsiað-
gerðir á hendur Egyptum eða
ganga jafnvel enn lengra —
myndu þeir njóta við það blessun-
ar Sovétmanna. Og heimsókn
Gromykos, utanríkisráðherra, til
Sýrlands nú rétt fyrir helgina er
auðvitað talandi tákn sem enginn
ætti að þurfa að misskilja. Áætl-
un Sovétmanna í þessum heims-
hluta er loðin og óljós en var þó
kynnt að nokkru í ávarpi
Brezhnevs forseta eftir Camp
David fundinn hinn fyrri. Þar
krafðist hann fullrar frelsunar
alls lands Araba sem hefði verið
hernumið af ísralem árið 1967 og
áreiðanlega var trygging fyrir
öryggi allra Miðausturlandaþjóða
— Israel meðtalið.
Brezhnev sem í ræðu sinni birti
um flest kröfur Araba krafðist
fullra réttinda til handa
Palestínumönnum’ og um fram
annað að þeim væri gefinn réttur
til að stofna sitt sjálfstæða ríki.
Fréttaskgring
Jafnvel sum Arabaríki, sem
hafa lagzt gegn samningnum, hafa
hælt Carter fyrir einlægni í til-
raunum hans til að tryggja víð-
tæka lausn deilumálanna í Mið-
austurlöndum. Sú ákvörðun hans
að taka eina lokaáhættu og fara í
ferð sína til ísraels og Egypta-
lands í þessum mánuði bjargaði
samkomulaginu í höfn.
Fyrsta áhættan
Sadat forseti tók fyrstu meiri-
háttar áhættu sína þegar hann fór
til Jerúsalem 19. nóvember 1977.
Þessi táknræna ferð braut niður
margra áratuga fjandskap Araba
og Gyðinga. „Teningunum var
kastað á þessum degi,“ sagði
bandarískur embættismaður. „Síð-
an hefur Sadat aldrei hikað í þeim
ásetningi sínum að koma friði til
leiðar."
Framlag Begins, sem hefur í bili
horfið í skugga þjarks sem hefur
staðið um skilmála samningsins
allt fram að undirritun hans, er
ekki talið síður merkilegt.
Hann er íhaldssamur leiðtogi í
landi sem hefur búið við umsát-
ursástand í 30 ár. Honum tókst að
sannfæra allar helztu stjórnmála-
hreyfingar í Israel um að ísraels-
menn yrðu að taka mikla áhættu,
láta af hendi raunverulegt land,
sem allir hafa talið öryggi lands-
ins grundvallast á, í staðinn fyrir
frið sem enginn þóttist vita að
gæti orðið raunverulegur.
Hann uppskar árangur erfiðis
síns þegar þingið, Knesset, sam-
þykkti samninginn 22. marz með
95 atkvæðum gegn 18. Hann sagði
að ekkert pólitískt mál hefði verið
samþykkt með eins miklum at-
kvæðamun í Knesset.
Bæði Carter og Sadat eiga það á
hættu að staða Bandaríkjanna og
Egyptalands í Arabaheiminum
versni ef framhaldsviðræðurnar
um stofnun heimalands Palestínu-
manna fara út um þúfur. Hvers
konar ráðstafanir sem Begin kann
að gera og skaða munu sambandið
við Egypta munu sæta gagnrýjii
heima fyrir og erlendis.
Allir trúaóir
Leiðtogarnir þrír eiga það sam-
eiginlegt að vera trúaðir og á
öllum stigum viðræðnanna hafa
þeir beðið um guðlega leiðsögn og
styrk.
Carter er Baptisti og hefur látið
þau orð falia að hann telji það
sérstakt hlutverk sitt að færa
Landinu helga frið.
Þegar Begin hefur talað um
friðarvonir sínar hefur hann
minnt á sorglega sögu Gyðinga-
þjóðarinnar. Hann sagði í sjón-
varpsviðtali rétt fyrir undirritun-
ina að hann hygðist semja sögu
Gyðinga á síðari tímum þegar
hann settist í helgan stein og kalla
hana „Kynslóðir eyðingar og frels-
unar“.
Sadat sem er með blett á höfði
frá því að beygja það í gólfið á
bænastundum, lagði á það áherzlu
að fá að biðjast fyrir í A1
Aqsa-moskunni í Jerúsalem í
heimsókn sinni þangað. Það sem
hann sagði við Carter þegar hann
tók á móti honum í Kaíró fyrr í
mánuðinum var dæmigert: „Megi
guð almáttugur leiðbeina okkur
leiðina og létta ferð okkar og með
guðs hjálp munum við sigra.“
Ólíkir
Allir leiðtogarnir þrír hafa í
ræðum sínum skírskotað til trúar-
skoðana þjóða sinna til þess að
afla pólitískum ráðstöfunum sín-
um stuðnings.
A öðrum sviðum eru leiðtogarn-
ir gerólíkir. Begin hefur einblínt
svo mikið á smáatriði að það hefur
farið í taugarnar á Sadat og ræður
hans hafa æst Carter til reiði.
Eftir fundina í Camp David í
september var á allra vitorði að
Sadat og Begin hefði ekki komið
vel saman. Sadat leit á málin
meira út frá heildarsjónarmiði og
tæknilegum atriðum og beindi
athyglinni fremur að heildarþró-
uninni en Begin. Þetta getur hafa
verið ástæðan til þess að tilraunir
hans til að koma strax á beinum
friði við Israel eftir Jerúsal-
em-ferðina 1977 fór út um þúfur.
Carter fór ýmsar leiðir til að
koma samkomulaginu í höfn. Hon-
um tókst að viðhalda trausti
Sadats með því að halda fast við
grundvallaratriði, hika hvergi við
að taka frumkvæðið í sínar hendur
og með þrautseigju og þolgæði.
Nóbel?
Hann virðist hafa áunnið sér
virðingu Begins með því að hafa
fullkomið vald á jafnvel ómerki-
legustu smáatriðum og með því að
semja sjálfur ýmsa þætti samn-
ingsins.
Sadat og Begin hafa þegar
tryggt sér áþreifanlegan árangur
af friðartilraunum sínum þar sem
þeir voru sæmdir friðarverðlaun-
um Nóbels í sámeiningu í fyrra.
Nóbelsnefndin fékk einnig í
hendur tillögu um nafn Carters í
fyrra, en hún barst of seint. Nú er
talið víst að stungið verði upp á
honum á nýjan leik í ár.
Spurningar og svör
um friðarsamninginn
HÉR FARA á eftir nokkrar spurningar og svör um hinn sögulcga samning
sem Jimmy Carter, Anwar Sadat og Menachem Begin undirrituðu í gær.
Sp.: Hvernig er samningurinn í
aðalatriðum?
Sv.: Samningurinn er rammasam-
komulag um að Egyptum verði skil-
að Sinai í staðinn fyrir frið og
stjórnmálasamband við ísraels-
menn. Samkvæmt honum skuld-
binda samningsaðilar sig líka til að
reyna að leysa Palestínumálið innan
ramma samkomulagsins í Camp
David. Samningspakkinn hefur að
geyma friðarsamning í 10 greinum
ásamt þremur „viðbótum". Sú fyrsta
kveður á um tímaáætlun um brott-
flutning ísraelska herliðsins og tak-
markar fjölda egypzkra hermanna
sem verður leyft að snúa aftur til
Sinai = Önnur viðbótin hefur að
geyma kort af svæðinu = Þriðja
viðbótin hefur að geyma ákvæði um
hvað séu eðlileg samskipti, meðal
annars um áætlunarflugferðir og
fleira.
Þar að auki fylgir bréf þar sem
Israelsmenn og Egyptar samþykkja
að.halda áfram samningaviðræðum í
góðri trú um fyrirætlanir um sjálf-
stjórn vesturbakkans og Gaza-svæð-
isins með því „markmiði" að ljúka
samningaviðræðunum innan árs.
I einu viðbótarskjali segir að
þegar Egyptar hafi fullnægt innan-
landsþörf muni þeir samþykkja til-
boð frá ísraelsmönnum í olíu þeirra
á Sinai.
Auk þess er að finna „bókanir um
samkomulag" þar sem samningsaðil-
ar samþykkja túlkanir á ákvæðum í
samningnum.
Sp.: Eru Bandaríkin aðili að samn-
ingnum?
Sv.: Nei. Hann er undirritaður í
Washington sumpart vegna hlut-
verks Bandaríkjanna í viðræðunum
um hann og sumpart vegna þess að
undirritunin fer fram á „hlutlausu
svæði“ sem bæði ísraelsmenn og
Egyptar geta sætt sig við.
Sp.: Er samkomulag um fleiri
atriði í pakkanum?
Sv.: Birt verður „greinargerð um
fullvissanir" sem verður í tengslum
við samninginn en ekki hlutir af
honum. Þar munu Bandaríkin
ábyrgjast að ísrael fái 15 ára birgðir
af olíu ef ísrael getur ekki aflað sér
olíu á heimsmarkaði = Þar verða
ísraelsmenn líka fullvissaðir um