Morgunblaðið - 27.03.1979, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.03.1979, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979 Landsfíokkagííman: HSÞ og KR hlutu flesta meistara LANDSFLOKKAGLÍMAN var glímd í íþróttahúsi Kennara- háskólans á sunnudaginn. Til leiks mættu 27 glímumenn og er þetta vafalaust fjölmennasta glímumót seinni ára. Var gleðilegt að sjá svona mikinn fjölda glimumanna, einkum í yngri aldursflokkunum og af þeim sökum var leiðinlegt að áhorfendur skuli ekki hafa verið fleiri. Er undirrituðum til efs að þeir hafi verið mikið’fleiri en keppendur. Er leitt til þess að vita að unnendur glímunnar skuli ekki sækja glimumót betur. Keppt var í 6 flokkum í Lands- flokkaglímunni, þremur flokkum fullorðinna og þremur flokkum unglinga og drengja. Drengja- flokkurinn var fjölmennastur með 9 keppendur er i öðrum flokkum voru keppendur 3—5 og voru glímur þar allmiklu færri en í drengjaflokkinum eins og gefur að skilja. Þingeyingar sendu að vanda fjöimennasta flokkinn til keppn- innar, 8 glímumenn, Austfirðingar voru 5, 4 frá Ármanni og KR og 3 frá Víkverja og HSK. Úrslit í einstökum flokkum urðu þessi: YFIRÞYNGDARFLOKKUR: 1. Pétur Yngvason HSÞ l'A+lv. 2. Ingi Þ. Yngvason HSÞ IV2+O v. 3. Guðm. Ólafsson Á. 0 v. Bræðurnir Pétur og Ingi lögðu báðir Guðmund eftir snarpar viðureignir og glímu þeirra innbyrðis lauk með jafnglími. Þurfti því aukaglímu milli þeirra bræðra og bar Pétur sigur úr býtum í henni. Fer vel á því að þeir bræður, sem vafalaust eru sterk- ustu glímumenn landsins um þess- ar mundir skipti bróðurlega milli sínum sigurlaununum á helstu glímumótunum, en þess er skemmst að minnast að Ingi sigr- aði í Bikarglímunni á dögunum. MILLIÞYNGDARFLOKKUR: 1. Kristján Yngvason HSÞ 2+1 v 2. Guðmundur Fr. Halldórs. Á2+0 v 3. Eyþór Pétursson HSÞ IV2 v 4. Hjörleifur Sigurðs. HSÞ V2 v I þessum flokki þurfti einnig aukaglímu milli Kristjáns og Guðmundar. Mátti ekki á milli sjá lengi vel en svo fór að lokum að Guðmundi mistókst bragð svo hann féll sjálfur og varð því Kristján sigurvegari. Var Kristján vel að sigrinum kominn enda í miklu betra formi en í bikarglím- unni fyrir skömmu. LÉTTÞYNGDARFLOKKUR: 1. Halldór Konráðsson V. 4 v 2. Sigurjón Leifsson Á. 3 v 3-4. Ólafur Pálss. HSK 1 v 3—4. Jón Magnúss. KR 1 v 5. Elías Pálsson HSK 0 v Halldór og Sigurjóns voru áber- andi sterkustu glímumennirnir í þessum flokki og glíma þeirra innbyrðis réði því úrslitum. Halldór tókst að leggja Sigurjón á góðu bragði og sigra verðskuldað. UNGLINGAFLOKKUR: 1. Helgi Bjarnason KR 2 v 2. Alfons Jónsson Á. 1 v 3. Kristinn Guðnason HSK 0 v Helgi var áberandi bezti glímumaðurinn í þessum flokki og sigur hans öruggur. DRENGJAFLOKKUR: 1. Ólafur H. Olafs. KR 8 v 2. Hjörtur Þráinss. HSÞ 6‘A v 3. Geir Arngrímss. HSÞ 5'A v 4. Geir Gunnlaugss. V. 5 v 5. Karl Karlsson v. 4 v 6. Þrándur Þorkels. HSÞ 2 v 7—9. Bryngeir Stefánss. UÍA IV2 v 7—8. Hreinn Sigmarss. UÍA 1 Vi v Ólafur Ólafsson hafði mikla yfirburði yfir aðra keppendur í þessum flokki og var ekki í taphættu í neinni glímu. Er eng- inn vafi á því að Ólafur er efnilegasti ungi glímumaðurinn, sem fram kom á þessu móti. Þá vakti Hjörtur Þráinsson athygli fyrir skemmtileg brögð, en hann lagði 6 keppinauta sína þótt hann væri lágvaxnasti keppandinn í flokknum. SVEINAFLOKKUR: 1. Einar Stefánss. UÍA 116 v 2. Óli Sigmarss. UÍA 1 v 3. Hans Metúsalemss. UÍA V2 v í þessum flokki sigraði sá lág- vaxnasti, Einar Stefánsson er hann lagði félaga sinn Óla óvænt. Samkvæmt þessu hlaut HSÞ 2 meistara á þessu móti, KR einnig 2 meistara en Víkverji og UÍA einn meistara hvor. Landsflokkaglíman fór hið bezta fram og var ágæt skemmtun. Glímustjóri var Hörður Gunnars- son, yfirdómari Sigurður Jónsson en meðdómendur Gunnar Ingvars- son og Arngrímur Geirsson. -SS. Styttist í keppnistímabil frjálsíþróttafólksins SEGJA má, að keppnistímabil frjálsíþróttafólks utanhúss 1979 sé hafið. Um helgina var haldið Víðavangshlaup Islands með mik- illi og glæsilegri þátttöku, nærri 300 þátttakendum. íslendingar, sem dvelja erlendis, hafa einnig tekið þátt í mótum utanhúss og má þar m.a. nefna ágætan árang- ur Oskars Jakobssonar á móti í Texas. bó að ennþá sé vetrarlegt um að litast er ekki nema rúmur mánuður þar til fyrsta opinbera frjálsíþróttamótið fer fram, þ.e. Vormót ÍR, sem haldið verður á frjálsíþróttavellinum í Laugardal 3. maí. Lokaundirbúningur vegna mótaskrár FRÍ stendur nú yfir, en hún kemur væntanlega út um miðjan apríl. Það er því ráðlegast fyrir þá sambandsaðila. sem óska eftir því að mót þeirra komist í handbókina, að hafa samband við skrifstofu FRÍ hið fyrsta, en síminn þar er 83386. Fram- kvæmdastjóri FRÍ er Katrín Atladóttir og hún er á skrifstof- unni á venjulegum skrifstofu- tíma. Frjálsíþróttafólkið hefur æft mikið og samviskusamlega á þessum vetri. Má því búast við miklum framförum og góðum árangri í sumar, ef meiðsli eða önnur óhöpp koma ekki til. Mikið er um það, að frjáls- íþróttafólk dvelji við æfingar og keppni erlendis um langan eða skamman tíma. Hér er bæði um að ræða námsfólk og þá sem fara utan eingöngu til æfinga eða vinnu. Um þessar mundir er eftir- talið frjálsíþróttafólk ytra: Vilmundur Vilhjálmsson, KR, dvelur við nám í Englandi, Sigurð- ur P. Sigmundsson, FH, er í Edinborg og nemur við háskólann þar í borg. Jón Diðriksson, UMSB, er nemandi við íþróttaháskólann í Köln. í Svíþjóð dvelja Lilja Guð- mundsdóttir, ÍR, og bræðurnir Ingvi og Guðmundur R. Guðmundsson, FH. í Bandaríkjun- um eru Óskar Jakobsson, ÍR, Stefán Hallgrímsson, UÍA, og tvær ungar og efnilegar stúlkur úr FH, systurnar Rut og Ragnhildur Ólafsdætur. Óskar er í Austin í Texas, en Stefán og stúlkurnar í San José. Hreinn Halldórsson er einnig á förum til Austin. Þrír Austfirðingar eru við æfingar í Svíþjóð, þau Guðrún Sveinsdóttir, Björn Skúlason og Brynjólfur Hilmarsson. Friðrik Þór Óskars- son fer til Texas í byrjun maí og dvelur þar í mánuð. I byrjun apríl heldur einnig 12 manna flokkur frá KA til Formia á Ítalíu og dvelur á þeirri frægu æfinga- miðstöð Italanna í rúman hálfan mánuð. KA er nú orðið stórveldi í frjálsum íþróttum og bendir allt til þess, að félagið taki sæti í 1. deild frjálsíþróttanna á næsta ári. • Svipmynd úr keppninni í drengjaflokki. Ljósm. Guðjón Birgisson. 14 sigraði í síðbúinni meistarakeppni KSÍ LIÐ ÍA sigraði í meistarakeppni KSÍ frá því í fyrra. Léku þeir um helgina við lið ÍBV í Eyjum og sigruðu 3—2. Leik þessum tókst ekki að ljúka í fyrra vegna þess hve veður var slæmt og svo vegna þess hve margir leikir voru á skömmum tíma. Ásamt ÍA og ÍBV tók Valur þátt í meistarakeppninni. Leikurinn í Vestmannaeyjum var vel leikinn á köflum enda vallarskilyrði góð. Matthías Hallgrímsson skoraði eina mark fyrri hálfleiksins með skalla. Ómar Jóhannesson jafnaði síðan fyrir ÍBV í sfðari hálfleiknum, en hinn bráðefnilegi Guðbjörn Tryggvason sem á án efa eftir að láta mikið að sér kveða í sumar með Skagaliðinu skoraði annað mark ÍA. Og loks innsiglaði Matthías sigurinn með því að skora úr vítaspyrnu. Síðasta orðið í leiknum áttu Eyjamenn er Örn Óskarsson skoraði úr vítaspyrnu. þr/Hj Á VELLINUM *' *» Þessi mynd var tekin um helgina af liði ÍA í knattspyrnu. Keppnistfmabilið byrjar byrlega hjá þeim, bikar í einum fyrstu leikjum vorsins. Leikmenn IA brugðu sér til Eyja og léku þar síðasta leikinn í meistarakeppni KSÍ. Tókst aldrei að ljúka þessum leik á sfðasta keppnistfmabili og var hann því á dagsskrá nú. Hefðu Eyjamenn unnið, hefðu þrjú lið verið efst og jöfn. Hvað þá? Svo fór þó ekki og ÍA sigraði í leiknum. Á myndinni eru (standandi f.v.) Gunnar Sigurðsson, Miiller þjálfari, Matthfas Hallgrfmsson, Guðjón Þórðarson, Jón Alfreðsson, Björn Lárusson, Kristinn Björnsson, Guðbjörn Tryggvason og Sigþór ómarsson. Krjúpandi f.v. Jón Gunnlaugsson, Sveinbjörn Hákonars- son, Jón Þorbjörnsson, Jóhannes Guðjónsson, Jón Áskelsson, Sigurjón Kristjánsson og Kristján Olgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.