Morgunblaðið - 27.03.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.03.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. MARZ 1979 a Einar Þ. Mathiesen: Ágætu Hafnfirðingar. Síðastliðinn fimmtudag skrifaði ég ykkur bréf í Morgunblaðið þar sem ég ræði tillögu bæjarráðs frá 13. þ.m. varðandi lóðaúthlutun til fjármálaráðuneytisins. Ég vil þakka ykkur fjölmörgu Hafnfirðingar, sem hafið ljáð máli mínu stuðning, bæði með því að hringja til mín svo og með því að láta í ljós skoðun ykkar á öðrum vettvangi. Einn Hafnfirðingur hefir látið í ljós andstöðu við skoðanir okkar en það er formaður skipulags- nefndar Hafnarfjarðar, Jóhann Bergþórsson verkfræðingur, og skrifar hann grein um málið í Morgunblaðinu s.l. laugaVdag. í grein Jóhanns eru ýmsar per- sónulegar aðdróttanir en um slík- an málflutning ætla ég að láta hann einan. Hins vegar eru ýmsar rangfærslur í greininni sem ég vil gjarnan leiðrétta. Við skulum nú öll í sameiningu setjast niður og virða grein Jó- hanns fyrir okkur og fara vel yfir hana og þá mun koma í ljós sitt af hverju. Þá skulum við um leið fara yfir myndirnar sem fylgja grein- inni. Skipulagsmál Það er alveg rétt hjá Jóhanni að ég hef ekki fyrr leyft mér að skrifa um skipulagsmál, en mér þykir einkennilegt að á sama tíma sem hann segist fagna áhuga mínum á skipulagsmálum þá fæ ég snuprur fyrir að fást við slíkt. Ég fæ þetta nú ekki til að koma heim saman. Jóhanni er það bezt kunnugt að skipulagsmál eru málaflokkur sem ég hef lengi haft mikinn áhuga á og m.a. þess vegna óskaði ég eftir sameiginlegum fundi bæjarstjórn- ar og skipulagsnefndar um tillögu bæjarráðs en sá fundur var hald- inn þriðjudaginn 20. þ.m. Jóhanni fannst hins vegar lítil ástæða til að halda umræddan fund, því fagmennirnir væru búnir að fjalla um málið og svo ég noti hans eigin orð: „Það væri alltaf hægt að búa til vandamál". Hann lét sig hins vegar hafa það að líta aðeins inn á fundinnn þó hann hefði ekki tíma til að sitja hann allan og ræða við okkur hin um skipulagsmálin. Ég vildi óska þess, að Jóhann sem formaður skipulagsnefndar hefði meiri tíma til að ræða við okkur bæjarfulltrúana um skipulagsmál, þegar við óskuðum slíks, því vitn- eskja hans og kunnátta getur örugglega komið okkur öðrum að margvíslegu gagni. Hvaða lóð? Við sjáum það í grein Jóhanns, að hann er í rauninni alltaf að ræða um allt aðra lóð en felst í tillögu bæjarráðs. Hann talar alla tíð um lóðina sem Ásmundarbak- arí stendur á eða lóð Suðurgötu 14, en bæjarráð leggur ekki til að úthluta þeirri lóð, því að bærinn hefir ekki umráðarétt yfir henni. Bæjarráð vill úthluta lóðunum Suðurgötu 10 og 12 sem eru lóðirn- ar á milli Sýslumannshússins gamla og Ásmundarbakarís. Ég skal gjarnan birta hér fyrstu málsgreinina í tillögu bæjarráðs svo öllum megi vera ljóst um hvað við erum að tala en greinin í tillögunni er svona: „Bæjarstjórn samþykkir að gefa fjármálaráðuneytinu kost á lóð- inni milli Suðurgötu 8 og Suðurgötu 14, eftir nánari ákvörð- un bæjaryfirvalda um endanlega staðsetningu og gerð hússins." Þannig lýkur fyrstu málsgrein en ég skal birta hér hinn hluta tillögunnar til að valda ekki nein- um misskilningi, en þar segir svo: „Bæjarstjórn telur mjög æski- legt, að húsið nr. 14 við Suðurgötu (AsmundarbakarO verði fjariægt begar kubbur A er færður af lóð númer 14 yfir á lóð númer 10 og húsið er komið í heild á þær lóðir sem á að úthluta þá sést hvernig girt verður í skarðið. Myndin af líkaninu er samt villandi vegna þess að hún er tekin á ská ofan á lfkanið í stað þess að vera tekin framan sem hefði gefið okkur sannari mynd af umhverfinu þegar staðið er á Strandgötu. Þetta sannar okkur m.a. hvernig hægt er að nota tæknina við myndatökuna. samhliða fyrirhugaðri byggingu. Óskað er eftir, að samningar verði hafnir við eigendur fasteignarinn- ar Suðurgötu 14 um kaup á henni og að samkomulag geti tekist við ráðuneytið um greiðslu kaupverðs- ins. Jafnframt telur bæjarstjórn nauðsynlegt, að aðsetur bifreiða- eftirlitsins verði flutt frá Suður- götu 8.. Að gefnu tilefni leggur bæjarstjórn þunga áherslu á, að bæjarfógetaembættið í Hafnar- firði og Skattstofa Reykjanesum- dæmis verði áfram staðsett í miðbæ Hafnarfjarðar." Hér er tillaga bæjarráðs komin í heild svo að ekki ætti að vera neinn vafi á því um hvaða lóð er að ræða. Það er meining bæjarráðs að láta byggja á lóðunum Suður- götu 10 og 12 og hvergi talað um það í tillögunni að byggja á Suður- götu 15. Ég held að það sé hollt að gera sér grein fyrir því í upphafi hvers máls um hvaða málið snýst til að forðast að tala í sífellu um hluti sem ekki eru til umræðu á þessu stigi. Mergurinn málsins er sá, að bæjarráð gerir sína tillögu ekki á grundvelli niðurstaðna skipulags- nefndar og hefir þar með lagt niðurstöður nefndarinnar til hlið- ar. Hitt vil ég þó undirstrika, að staðarvalið valkostur 4 er ekki rétt val eins og ég rakti í fyrra bréfi mínu. Myndir — teikningar Allar myndir og teikningar geta eins vel sýnt ranga mynd sem rétta og fer það allt eftir því hvar, í hvaða fjarlægð og frá hvaða sjónarhorni myndir eru teknar. Skipulagsnefnd tekur sína mynd lengst úti á höfn og auðvitað verða öll hús lítil í slíkri fjarlægð. Og svo er verkið kórónað með því að teikna inn á þessa mynd hugmynd skipulagsnefndar en það er í raun- inni ekki hún sem málið snýst um. Myndin sem ég birti með fyrra bréfi mínu er tekin neðan Strand- götu og sýnir hver áhrifin eru þaðan þegar horft verður upp að Hamrinum. Þá set ég strik fyrir húsin samkvæmt tillögu bæjar- ráðs. Við skulum bera þessar myndir saman og sjá hvor er nær raun- veruleikanum. Líkan Við skulum þakka Jóhanni fyrir að birta myndir af líkani því sem gert var af svæðinu í tilefni þessara umræðna. Ég hafði lengi óskað eftir því að slíkt líkan væri gert og fékkst það loks frágengið og lagt fram á sama bæjarstjórn- arfundi og afgreiða átti tillögu bæjarráðs og meðal annars vegna þess hve það var seint lagt fram og hvað það leiddi.í ljós þá óskaði ég eftir frestun á afgreiðslu tillögu bæjarráðs til að bæjarfulltrúum gæfist betri kostur á að skoða málið. Ég vil að við þökkum Jóhanni fyrir að birta myndirnar af líkan- inu vegna þess að það gefur okkur öllum tækifæri til að teikna tillögu bæjarráðs inn á myndina því það gefur allt aðra mynd en hugmynd skipulagsnefndar sem Jóhann heldur sig við. Stærð hússins Sérstaka athygli mína vakti það að Jóhann forðast í grein sinni að minnast á stærð stór-hýsisins sem byggja á á Suðurgötu 10 og 12. Hann minnist t.d. ekki á álit skipulagsfulltrúa um þetta þó hann vitni oft í álit hans. í áliti skipuiagsfulltrúa frá 7. febrúar s.l. segir orðrétt: „Grunnmyndin frá 15.01/79 sýn- ir 707 m2 hús. Þrjár hæðir gera 2121 m2, en frá því mætti draga 321 m2 vegna þess sem fer á kaf af neðstu hæð. Eftir standa 1800 m2 (5940m3).“ Þetta þýðir augljóslega að að- eins 15% hússins eiga að grafast niður í hæðarmismuni Strandgötu og Suðurgötu. Mér er spurn, af hverju minnist Jóhann ekki á þessar tölur? I öðru lagi segir Jóhann ósatt frá því hvað ég sagði um hæð hússins í bréfi mínu 22. þ.m. Tökum nú öll eftir en Jóhann segir orðrétt: „Að nýja byggingin verði mest 7 m há frá gangstéttarbrún við Suðurgötu upp á mæni (Einar segir 12—13 m).“ I bréfi mínu stendur orðrétt: „Þegar slíkt hús sem að framan getur væri komið upp á 3 hæðir eða 12—13 metra upp í loftið þá getur hver og einn gert sér í hugarlund hvers konar múr væri kominn sem byrgði allt útsýni upp Hamarinn, þegar horft væri frá Strandgötu." Við samanburð á þessum tveim- ur málsgreinum sjáum við að ég nefni aldrei að húsið verði 12—13 x ’ i & i Einar Þ. Mathiesen bréf til Hafnfirðinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.