Morgunblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 1
40 SIÐUR 85. tbl. 66. árg. MIÐVIKUDAGUR 11. APRIL 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fýkur nú í flest slqólíyrirAiTiiii Nairobi, Kenya, 10. aprfl. AP. Reuter. TANSANÍUHER ásamt úgönskum uppreisnarmönnum héldu í dag inn í Kampala eftir hörðustu eldílauga- og fallbyssuárásir, sem gerðar hafa verið á höfuðborgina frá upptökum stríðsins. í úthverfum borgarinnar segja útlagar, að liðsveitum Tansaníu hafi verið fagnað með söng og dansi, en stórskotalið Idi Amins forseta hélt uppi gagnárásum frá stærstu hæd borgarinnar. Upplýsingar um stöðu mála liggja ekki á lausu þar sem flestir íbúa borgarinnar héldu sig innandyra meðan eldflaugar þutu yfir húsþök- um. Haft var eftir einum Kampala- búa, að ekki væri „svo mikið sem hund" að sjá á rápi í miðborginni. Haft er eftir diplómötum í Kampala, að svo virðist sem innrás- arliðið reyni að ráða niðurlögum varnarhersins með linnulausum sprengjuárásum jafnframt því sem fótgöngulið sæki í átt að borgar- miðjunni úr tveimur áttum. Einn opinber sendimaður sagði ástandið í Kampala ömurlegt; þar væri rafmagnslaust og hvorki hægt að fá vatn né matvöru í því borgar- hverfi er hann býr í sjálfur. Sprengjur sprungu í aðalsjúkrahúsi borgarinnar þar sem þrír læknar létu lífið og nokkrir aðrir meiddust. Þá hafa einnig orðið nokkrar skemmdir á Makarere-háskóla, en þar leituðu dyggustu stuðningsmenn Amins skjóls um helgina. Leiðtogi Líbýumanna, Khadafy, lýsti því yfir í dag, að sögn líbýsku fréttastofunnar Jana, að stjórn hans væri ekki aðili að deilu Úganda og Tansaníu. Tansaníuher hefur engu síður skýrt frá því, að um fjögur Callaghan virðist hjarna við London, 10 aprfl, Reuter. SÍÐASTA skoðanakönnunin meðal kjósenda á Bretlandi bendir til, að Verkamannaflokkur Jimmy Callaghans sé að rétta ögn við gagnvart íhaldsflokknum. Könnunin, sem birtast átti í miðvikudagsblaði The Daily Express, sýnir að forskot íhalds- flokksins yfir Verkamannaflokkinn hefur minnkað úr þrettán af hundraði í tíu af hundraði ef marka má skoðanakönnun sama aðila í síðustu viku. Fjörutíu og níu af hundraði sðgðust nú fylgja íhalds- flokknum, en þrjátíu og níu flokki Callaghans. hundruð Líbýumenn hafi fallið í bardögum um Entebbe-flugvöll eftir að hermenn Amins lögðu á flótta. Að sögn diplómata hrjáir nú eldsneytisskortur liðsveitir einræð- isherrans, en stríðið, sem staðir hefur í fimm mánuði, mun kosta Tansaníumenn um þrjú hundruð og fimmtíu milljónir ísl. króna á dag. Prófessor í lögum ákærður vegna morðsins á Moro Padua, Ilalíu. 10. aprfl. Reuter. LAGAPRÓFESSOR hefur verið ákærður fyrir að vera viðriðinn rán og morð Aldo Moros, fyrrverandi forsætis- ráðherra ítalíu, og var hann yfirheyrður í dag. Prófessor Toni Negri, öfga- fullur vinstrisinni, kenndi að sögn lögreglu við Paduaháskóla og Sorbonne-háskóla í París. Hann var ákærður í gærkveldi en hefur setið í fangelsi síðan á sunnudag. Talið er að Negri, sem er hálf fimmtugur að aldri, sé aðalhugsuður, ef ekki leiðtogi Rauðu herdeildanna svo kölluðu, blóðugustu hryðjuverkasamtaka á ítalíu. Alls munu um sextán grunaðir hryðjuverkamenn hafa verið handteknir um helgina og er tuttugu og fjögurra annarra leitað. Negri var stofnandi svo- nefndra „sjálfræðissinna", hópa vinstrisinnaðra verkamanna og námsfólks snemma á áttunda áratugnum. Beztu leikarar 1978. - Þau John Voight ogJane Fonda hafa ástæðu til að gleðjast yfir verðlaununum sem þau halda hér á, en það eru Óskars- verðlaun bezta leikarans og heztu leikkonunnar árið 1978. Verðlaunin fengu Voigh t og Fonda fyrir leik sinn í myndinni Coming Home, en myndin sækir efni- við sinn ístríðið í Víetnam. Verð- launin voru veitt í HoIIywood í gær og segir nánar frá verðlaunaafhend- ingunni á bls. 19. Símamynd-AP. Smith segist eiga í höggi við Rússa I.usaka, Salisbury, 10. aprfl. AP. Reuter. RHÓDESÍSKAR herflugvélar gerðu í dag loftárásir á a.m.k. tvær bækistöðvar þjóðfrelsisskæruliða nærri Lúsaka í Zambi'u. Kaunda forseti segir einn mann hafa látið lffið og sex særzt. Skæru- liðar höfðu hótað að gera að engu þær kosningar, sem hófust í Rhódesíu í dag en þær eru áfangi í Egyptar draga úr ummælum Khalils Kaíró, Damour, Tel Avlv, 10. aprfl. Reuter. AP. EGYPTAR reyndu f dag að draga broddinn úr vaxandi deilum um framtíð Gólan-hæða, er fram komu vegna yfirlýsingar egypska forsætisráðherrans, Mustapha Khalils, þess efnis að Egyptar myndu styðja Sýrlendinga ef kæmi til styrjaldur þeirra við ísraelsmenn. Segja Egyptar ummæli forátisráðherrans hafa verið illa mistúlkuð. ísraelskar orrustuflugvélar réð- ust í dag á tvær strandborgir í Suður-Líbanon og er litið á það sem hefndarráðstöfun vegna sprenging- ar, sem varð einum manni að bana og særði þrjátíu og þrjá í miðborg Tel Aviv í dag. ísraelsstjórn sagðist í gær hafa sent Sameinuðu þjóðunum mót- mæli sín vegna orða Khalils, sem henni virtist að brytu í bága við nýundirritaðan friðarsáttmála þjóðanna. En fréttastofan Mena greindi hins vegar svo frá, að dr. Khalil hefði ekki verið látinn njóta sannmælis og hefði hann átt við að Egyptar myndu verja Sýrlendinga því aðeins að ísraelar neituðu að semja við þá. Palestínskir embættismenn herma, að israelskar sprengjuflug- vélar hafi haldið uppi árásum á borgina Damour í tuttugu mínútur og eftir því sem næst verður komizt drepið tugi manna áður en þær héldu sömu erinda til hafnarborg- arinnar Tyrusar. Frelsissamtök Palestínumanna hafa játað á sig ábyrgðina af sprengjunni á markaðstorgi í Tel Aviv aðeins fimm klukkustundum áður. takmarkaðri sjálfstjórn blökku- manna í landinu. Eftir árásirnar lýsti Ian Smith, forsætisráðherra, því yfir við fréttamenn, að sovéskir herforingjar hefðu tekið við stjórn þjóðfrelsisskæruliða með aðsetur í Zambíu. Smith segist hafa komizt á snoðir um sovésku herforingjana fyrir nokkrum mánuðum. „Rússar hafa í reynd tekið við ábyrgðarstöðum í ZAPU (Afrísku einingarsamtökin Zimbawe)," sagði hann, „og öðrum hefur verið ýtt til hliðar." Forsætis- ráðherrann taldi þó ólíklegt að Rússar hefðu komið við sögu frá upptökum Rhódesíustríðsins fyrir sex árum. Flugvélar Rhódesíuhers gerðu sprengjuárásir með kúlnahríð á tvær af aðalstöðvum ZAPU en leið- togi þessara samtaka er Joshua Nkomo. Bækistöðvarnar voru í að- eins fimmtán kilómetra fjarlægð frá höfuðborg Zambíu. Árásin átti sér stað í þann mund sem 300 fulltrúar frá Einingarsamtökum Af- ríku-Asíuþjóða komu saman til fundar í Lusaka í þeim tilgangi að lýsa yfir stuðningi við þjóðernis- hreyfingu blökkumanna í Suður-Af- ríku. Kaunda forseti fékk skilaboð um loftárásirnar í inngangsorðum sínum á ráðstefnunni og skýrði við það tækifæri fulltrúum þjóðanna fimmtíu frá því, að Zambía myndi aldrei láta deigan síga í stuðningi við Föðurlandsfylkingu Rhódesíu- skæruliða. Nkomo lýsti því yfir við sama tækifæri, að fylkingin yrði nú að beita nýjum árásaraðferðum þar sem Rhódesíuher hefði ráðist á bækistöðvar herforingja í dag. Kosningarnar í dag snúast um fjögur þingsæti hvítra manna og eru þær fyrsta skrefið í átt að meiri- hlutaþingi blökkumanna. Búist er við að Rhódesíufylking Smiths taki öll sæti hvítra manna á þinginu. Byltingin auðsýnir náð í Iran Teheran, 10. áprfl. Reuter. BYLTINGARDÓMSTÓLAR í fran héldu í dag áfram upptcknum hætti við að dæma menn og lífláta á laun. Nú ber hins vegar svo yið í fyrsta skipti síðan dómstólar þcssir tóku réttlætið í sínar hendur, að aðrir dómar en dauðadómar eiga upp á pallborðið. Sextán fangar voru í gær sýknaðir af ákærum og einn lögreglumaður dæmdur í tveggja ára fangelsi. Talsmaður Iransstjórnar, Abbas Amir-Entezam, lét það álit sitt í ljós í dag, að byltingardómstólar myndu e.t.v. starfa í ár til viðbótar áður en yfirvöld dómsmála í landinu fengju að hafa stjórn á réttarfarinu á nýjan leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.