Morgunblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979
3
Frá aðalfundi Flugleiða
„Hagkvœmt
að hluti
Ameríku-
flugsins
sé án
viðkomu”
segir Sigurður
Helgason
„ÞAÐ LIGGUR fyrir að
Norður-Atlantshafsleiðin er
mun erfiðari viðureisnar í
flugrekstrinum en aðrar leiðir
Flugleiða,“ sagði Sigurður
Helgason forstjóri félagsins í
samtali við Mbl. að loknum
aðalfundinum í gærkvöldi.
„Mér finnst staða fyrirtækisins
mjög tvísýn í dag. en í ráði er
að gera tiltækar ráðstafanir til
þess að leysa vandann, finna
jafnvægi f rekstrinum og kom-
ast hjá tapi.
Til þess eru ýmsar leiðir, m.a.
að kanna möguleikana frekar
utan hefðbundinna leiða og nýta
betur þær leiðir sem eru með
hagkvæmara flugi. Þar kemur
til dæmis inn í myndina að
fljúga hluta af Bandaríkja-
fluginu beint frá Luxemburg til
New Y'ork, en þar sem það eru
allt að 3 ferðir á dag á þessari
leið um Island ætti ekki að vera
mikill vandi að láta nægilega
margar ferðir fara um ísland.
Þetta myndi þýða hagkvæmari
flugrekstur og myndi skipta
talsverðu máli að hafa þannig
blandað ferðafyrirkomulag, en
má'ið er nú m.a. í athugun hjá
utanríkisráðuneytinu."
„Stefna
ber hátt í
uppbgggingu
flugsins”
segir Kristjana Milla
Thorsteinsson
MORGUNBLAÐIÐ ræddi við
Kristjönu Millu Thorsteinsson,
en hún flutti tillögu þess efnis
á aðalfundi Flugleiða að
félagið yrði aðskilið á ný í
Loftleiðir og Flugfélag íslands
þar sem sameiningin hefði ekki
skilað þeim vonum sem
bundnar voru við hana. Vildi
hún aðskilinn flugrekstur, en
sameiginlegt starf þar sem það
hentaði. Tillaga hennar var
felld með hlutfallinu 18 gegn 5.
„Eg held að það megi segja í
raun og veru að flugfélögin tvö
eigi fátt sameiginlegt, þau
fljúga ekki sömu leiðir, hafa
ekki sömu vélategundir og eru
byggð upp á mismunandi hátt,“
sagði Milla, „en hins vegar gætu
félögin haft sameiginlegt bók-
haid og farmiðasölu og
samræma þyrfti ferðir á
Norðurlandaleiðinni og Bret-
landsleið.
Mér finnst satt að segja að
þessi sameining hafi verið gerð í
allt of miklu hasti, það var ekki
farið nógu vel í saumana á
sameiningunni og því er alls
kyns misklíð enn við lýði. Loft-
leiðamenn reiknuðu t.d. með því
að vera með 65% hlutafjár
þegar sameiningin var gerð, en
þegar niðurstaða matsaðila kom
2'/2 ári seinna og var óbreytan-
leg þá kom í ljós að hlutur
Loftleiða var ekki nema 54%.
Þetta m.a. hefur valdið mikilli
óánægju og úlfúð.
Þótt talað sé um að innan
stjórnarinnar sé eining og
samstaða þá er þar virkilegt
valdatafl þar sem meirihlutinn
ræður en minnihlutinn kemur
ekki sínu fram.
Eimskip • t.d. eru með 20%
hlutafjár og þegar einn aðili er
kominn með svo stóran hlut,
aðili sem á einnig hagsmuna að
gæta á sjóleiðum til þeirra
landa sem flogið er til, þá er
markaðsyfirráðasjónarmiðið
komið inn í myndina. Eins og
stendur veldur það ef til vill
ekki hækkuðum fargjöldum þar
sem samkeppnin er svo hörð, en
það getur komið niður á
þjónustu við farþega og ég tel
algjörlega óeðlilegt að sú
einokun, sem er við lýði í dag í
flugmálum sé eins og hún er.
Sérstaklega þegar hlutafé lendir
að svo miklu leyti undir einum
og sama hattinum. Eimskip á
um 20% , tveir aðilar um 10%,
ríkissjóður 6.1% og síðan eru
um 20 einstaklingar sem eiga
tiltölulega stóra hluti en þó mun
minna en fyrr hefur verið nefnt.
Ég vil þó taka fram að í fyrsta
skipti á þessum aðalfundi var
ríkissjóður hlutlaus í kosning-
um eins og honum ber siðferði-
leg skylda til.
Sameining flugfélaganna í
Flugleiðir hefur ekki gefið neinn
sparnað og hagræðingin hefur
ekki sézt. Það er mergurinn
málsins.
Hins vegar eins og staðan er í
dag tel ég að leggja beri mesta
áherzlu á að reyna að vinna
félagið upp á Norður-Atlants-
hafsleiðinni og finna ný verk-
efni bæði í pílagrímsflugi og t.d.
við Persaflóa þar sem möguleik-
arnir eru miklir. Það þarf að
taka fast og ákveðið á þessum
málum fyrirtækisins, byggja
upp og stefna hátt, en miða ekki
aðeins við að halda í horfinu.
Flugið skilar nú ámóta miklum
gjaldeyri í þjóðarbúið og allur
iðnaður landsins að álfram-
leiðslunni undanskilinni. Það
þarf að auka þann hlut enn
frekar og það hefst aðeins með
áræði og skynsemi".
Að loknum aðalfundi Flugleiða í gær ræddi Morgun-
blaðið við nokkra aðila úr hópi fundarmanna, en alls
sáfu á fimmta hundrað manns aðalfundinn.
„Ekkert
hrœddur
við framtíð
Flugleiða”
segir Krisján
Guðlaugsson
KRISTJÁN Guðlaugsson hætti
í stjórn Flugleiða eftir um það
bil 30 ára starf í stjórn Loft-
leiða fyrst og síðan Flugleiða.
Hann tók sæti í stjórn Loftleiða
1953, 6 árum eftir að það var
stofnað, en áður en hann tók
sæti í stjórn hafði hann haft
talsverð afskipti af flugmálum
og var m.a. í nefnd sem kann-
aði sameiningu flugfélaganna
fyrir 1950. Mbl. ræddi við
Kristján að loknum aðalfundi í
gær og innti hann álits á stöðu
fyrirtækisins:
„Ég er bjartsýnn," sagði hann,
„og sé engin verulega alvarleg
vandamál á ferðinni. Það sem
upp hefur komið eru svona
smágos sem hjaðna. Samstarf
innan stjórnarinnar er ágætt,
en hitt er svo að átökin á
vettvangi flugmanna hafa sett
strik í reikninginn. Ég hygg þó
að það sé vaxandi skilningur
meðal starfsfólks á því hvað það
skiptir miklu máli að menn
vinni saman af einurð í þessu
starfi. Mér líst því vel á stöðuna
og óttast ekkert í sambandi við
framtíð félagsins. Þetta hefur
ávallt gengið ýmist vel og illa.
Sveiflur eru eðlilegar í þessari
atvinnugrein. Þótt illa ári nú
verða gerðar réttar ráðstafanir
til þess að rétta hag fyrirtækis-
ins og víst hefur fyrirtækið séð
það svartara en þetta.
Ég er ekkert hræddur við
framtíð félagsins á Norður-At-
lantshafsfluginu miðað við það
að fast og ákveðið verði haldið
áfram stefnu uppbyggingar. Við
höfum að ýmsu le.vti betri skil-
yrði nú til þess að standast
samkeppnina en áður, rri.a. með
nýjum vélum.
Þegar ég hætti nú í stjórn er
ég ánægður með ágæta sam-
vinnu, ekki sízt hjá Loftleiðum.
Ég tel að við höfum búið í
haginn fyrir komandi kynslóðir
og að því leyti vona ég að félagið
hafi góða aðstöðu. Ég vil árna
þessu félagi allra heilla því ég
tel það sterkara sameinað en
sundur skilið."
,yAð ríkið og
einstaktíngar
taki höndum
saman ”
segir Örn Ó.
Johnson
„ÉG tcl eðlilegt undir þessum
kringumstæðum sem Flugleið-
ir búa nú við að þjóðfélagið og
einstaklingur taki höndum
saman í því mikilvæga hlut-
verki sem flugsamgöngurnar
eru í þessu landi", sagði Örn O.
Johnson forstjóri Flugleiða í
samtali við Mbl. í gærkvöldi
þegar hann var inntur nánar
eftir þeirri hugmynd sem hann
varpaði fram á aðalfundinum
um að ríkið eignaðist 20—25%
hlutafjár í Flugleiðum.
„Þó tel ég fyrst og fremst að
einstaklingsframtakið eigi að fá
að njóta sín og að fyrirtækið
byggist að meirihluta á því, en
þetta er þannig vaxið að ég tel
þessa leið öllum hagkvæma.
Þá kvaðst Örn telja ástæðu til
þess að forstjóri Flugleiða yrði
aðeins. einn og kvaðst hann
reiðubúinn að láta af því starfi
sem einn af þremur forstjórum
þegar sá maður væri fundinn.
„Dreg í efa að reikn-
að sé á réttan hátt”
segir þjóðhagsstjóri um tölur Alþjóðabankans
„ÉG VIL sem minnst um þetta
mál segja að sinni, en ég kannast
ekki við þessa reikninga eins og
þeir eru fram settir.“ sagði Jón
Sigurðsson þjóðhagsstjóri í sam-
tali við Morgunblaðið síðdegis í
gær. er hann var spurður álits á
frétt í blaðinu í gær um þjóðar-
tekjur hér á landi og á hinum
Norðurlöndunum. í fréttinni kom
fram að þjóðartekjur hér eru
mun lægri en á hinum Norður-
löndunum. og hafa þær farið
lækkandi hér á síðustu árum,
samkvæmt skýrslu Alþjóðabank-
ans.
Jón Sigurðsson kvaðst draga í
efa að þessir reikningar væru
gerðir á réttan hátt, og sagði hann
að sér virtist að notað væri annað
gengi en okkar skráða gengi við
þennan samanburð, en sagðist þó
ekki vilja tjá sig efnislega um
þessar niðurstöður fyrr en sér
hefðu borist þær í hendur.
-— ,
Þióðartekjur á Is-
lrnidi eru langlægst-
ar á Norðurlöndum
t.mi.r fr»m »•' 1 KÍ
».,...r -r ^,,»r.
i-l-n/K.. ........ '»*■'
V'innlHiul
l.»20
1.700
II Ki iWnnöHr i <1
>) l.þyvnrtrkjur
ll i.),WVHrt* k)ur
UUnd- r. iWnHðnr -u
IsUnd- rrikn.ðHr
(l„H;ira Ira ar»n» 1 *' 1
\ ’l'.i
870
'f.'iw
fi.ordi
7.0'“'
8,or«o
Sv íþ)**d
fi/.WiO
7.210