Morgunblaðið - 11.04.1979, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979
15
Hvers má
ég vænta?
Ár barnsins
1979
UMSJÓN:
Alfreö Haröarson kennari.
Guömundur Ingi Leifsson sál-
fræöingur.
Halldór Árnason viöskipta-
fræðingur.
Karl Helgason lögfræöingur.
Sigurgeir Þorgrímsson sagn-
fræöinemi.
beiöslunni. Þaö er þess vegna ekki
aðeins ánægjuleg sjón aö sjá
fjölskyldur sitja saman í kirkju.l því
felst líka vísbending um það, aö
veriö sé aö rækja skyldur allt frá
skírn barnsins.
Athyglissviö barnsins er annaö
en hins fullorðna. Þaö þarfnast
meiri tilbreytingar. Mörg orö eru
barninu torskilin. Óþolinmæöi gæt-
ir, þegar ekki er eitthvaö aö gerast,
sem þaö skilur og getur tekið þátt
í. Kirkjan hefur þess vegna sér-
stakar samverustundir, sem ætlaö-
ar eru börnum (og þá fullorðnum
líka í fylgd barna, til dæmis). Þar er
allt miöaö viö þaö aö ná til barns-
ins meö boðskap kirkjunnar, og
fræöslan gerö auöskilin.
Þessar samverustundir safnaö-
anna fyrir börn eru ýmist kallaöar
barnasamkomur, sunnudagaskólar
eöa fjölskyldumessur. Ekki þarf þó
mismunandi nafngift aö gefa til
kynna ólíkt efni eöa ólíka uppbygg-
ingu. Börnin eru gerö virk meö því
aö syngja söngva sem þau eiga létt
meö aö læra, bæöi Ijóö og lag.
Hreyfisöngvar eru vinsælir, þegar
hendur og handleggir túlka oröin,
sem sungin eru. Víxllestur prests
og barna er mjög nauösynlegur.
Og víöa er hin almenna messa
kirkjunnar lesin, til þess aö börnin
séu búin aö kynnast henni, áöur en
þau fara aö sækja messuna, þar
sem tónaö er og sungiö. Oftast fá
börnin einhverja mynd, sem fjallaö
er um og hún skýrö. Síðan taka
börnin myndina meö sér heim. Þau
minnast þá kirkjunnar sinnar, þeg-
ar þau skoöa myndina og ýmislegt
rifjast upp fyrir þeim seinna meir.
Gott er einnig aö nýta kvikmyndir
og myndræmur, en skortur á slíku
efni er þó mikill.
Þessar barnasamkomur eru yfir-
leitt vel sóttar. En veikur hlekkur
og mjög bagalegur eru síöustu árin
tvö næst á undan fermingarundir-
búningi barnanna, þegar þau
sækja allt of fá. Er þetta sérstak-
lega slæmt, þar sem fermingar-
börnin komast úr snertingu viö
kirkju sína einmitt á þeim tíma,
sem ætti aö vera góöur undirbún-
ingur fyrir staöfestingu skírnar-
heitsins, sem foreldrar stóöu fyrr
aö, en barnið samþykkir í ferming-
unni. Þyrftu bæöi söfnuöir og
heimili aö kanna hvernig má bæta
úr þessu, og síðan aö taka höndum
saman meö úrbætur.
Hvers getur barniö og heimiliö
vænst af söfnuöinum? Jú, einmitt
þess, aö þar sé aö finna þá hjálp
og þaö samstarf, sem bezt getur
tryggt farsælt trúarlíf með skilningi
og eölilegri þekkingu. Án stuönings
heimilanna er aöstaöa kirkjunnar
erfiö. Og án tengsla viö kirkjuna
veröur viöleitni heimilanna í þessu
efni marklausari og rofin frá rót
sinni.
Frönsk kynningarvika í Reykjavík:
Frönsk vika hefst í
Reykjavík næstkomandi
þriðjudag. Þar verður með
ýmsu móti kynnt frönsk
menning og franskar vörur.
Verður kynningin í þremur
aðaldráttum: 1) kvikmynda-
vika með frönskum kvik-
myndum í Regnboganum 2)
vörusýning með frönskum
framleiðsluvörum í Arsöl-
um, sýningahöllinni á Bílds-
höfða og 3) Litla París á
Hótel Loftleiðum, þar sem
boðið verður upp á franskan
mat og vín, franska tónlist
og sex listamenn frá Frakk-
landi koma og skemmta
gestum. Er kvikmyndavikan
á vegum franska sendiráðs-
ins og ágóði rennur til ís-
lenzka Rauða krossins,
kynningin á Loftleiðum á
vegum hótelsins, skrifstofu
Flugleiða í París, franska
ferðamálaráðsins og við-
skiptadeildar franska sendi-
ráðsins í Reykjavík. Á
frönsku vörusýningunni er
mikið af frönskum vörum,
m.a. tveir bílar, sem ekki
hafa sést hér fyrr, Citroen
Visa og Renault-bíll.
Forstöðumenn kynningar-
innar kynntu frönsku vik-
una fyrir blaðamönnum:
sendiherra Frakka í Reykja-
vík Francois Desbans,
Robert Poublan verzlunar-
FRONSK
VIKA
á la Frangaise
Fjóla og Frans heitir ein fyrsta kvikmyndin á frönsku
kvikmyndavikunni. Isabelle Adjani leikur Violettu og Jacque
Dutrone leikur Frans.
Kvikmyndavika, vörusýnmg og
Litía París á HótelLoftleiðum
Vín og franskir ostar verða meðal þess sem Frakkar kynna á frönsku vikunni í Reykjavík. Hér eru franski sendiherrann,
Francois Desbans, Emil Guðmundsson aðstoðarhótelstjóri og Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi að skoða þessar frönsku
landbúnaðarafurðir sem boðið verður upp á á Hótei Loftleiðum.
í ráðstefnusal Hótels
Loftleiða fer fram Frakk-
landskynning á vegum Flug-
leiða, þar sem sýndar eru
kvikmyndir frá Frakklandi,
og 18. apríl verður ferða-
kaupstefna, þar sem íslenzk-
ir og franskir ferðamála-
menn skiptast á upplýsing-
um og skoðunum. Sagði
Sveinn Sæmundsson að
þetta væri átak til að efla
aftur þau tengsl, sem voru
milli Islands og Frakklands,
en dofnuðu um skeið, og eru
nú að lifna við aftur með
vikulegum ferðum Flugleiða
til Parísar á sumrin. En
hann sagði landið alls ekki
eins dýrt og menn héldu hér,
og skemmtilegt að ferðast
um lítil þorp með kaffihús-
um, krám og matstöðum.
Einnig hefðu Frakkar nú
mikinn áhuga á Norðurslóð-
um og Islandi.
• Tveir nýir
franskir bílar
Hinn 18. hefst einnig
franska vörusýningin í Ár-
sölum við Bíldshöfða 20 kl. 6.
Þar verða auk bílasýningar-
innar sýndar franskar fram-
leiðsluvörur, með snyrtivör-
um, ilmvötnum, húsgögnum
og innréttingum, sport- og
fulltrúi og aðstoðarfulltrú-
inn Dominique Pledel, frú
Daniele Sæmundsson, sem
sagði frá kvikmyndavikunni,
og Sveinn Sæmundsson
blaðafulltrúi og Emil Guð-
mundsson aðstoðarhótel-
stjóri Loftleiða kynntu vik-
una á hótelinu.
Á kvikmyndavikunni í
Regnboganum við Hverfis-
götu verða sýndar samtímis
fjórar myndir dag hvern
fram til 26. apríl. Hefur
verið gefin út sýninarskrá.
Nöfnin á myndunum eru
Fjóla og Franz, 3 milljarðar
án lyftu. Eiturlyf (með Jean
Gabin í aðalhlutverki),
Segðu að þú elskir mig, Með
kjafti og klóm og Krabbinn.
En þar sem margar myndir
eru sýndar daglega, er hver
mynd sýnd í nokkur skipti.
Þetta er fimmta franska
kvikmyndavikan, sm sendi-
ráð frakka efnir til á Islandi.
• La vie
Parisienne
Miðvikudaginn 18. apríl
hefst franska vikan á Hótel
Loftleiðum. Franskir réttir
verða á boðstólum og
franskur matreiðslumeist-
ari, M. Jean Jacque Moulin-
ier, mun stjórna í eldhúsinu
ásamt yfirmatreiðslumann-
inum Þórarni Guðlaugssyni
og hans fólki. Frönsk tónlist
verður leikin og sex lista-
menn frá Frakklandi munu
koma fram og skemmta
gestum. Meðal atriða, sem
sýnd verða, er Can Can dans,
einnig látbragðsleikur um
„la vie Parisiennne“, París-
arlífið með sínum sérkenn-
um, gamanþáttum og þjóð-
dönsum frá Catalognehér-
aði. Þá verða leikin gömul og
ný frönsk lög. Sýningin
verður táknmynd Parísar
millistríðsáranna og blóma-
tíma St. Germain de Pres
með kaffihúsaheimspeking-
um sínum. Þar verða teknar
fyrir víðfrægar persónur úr
ýmsum áttum, svo sem Tou-
louse Lautrec, Jean Paul
Sartre, La Goulue, o.s.frv.
Salir hótelsins verða
skreyttir í samræmi við
frönsku vikuna. Dansað r á
hverju kvöldi. Stuðtríó leik-
ur.
tómstundavörum, iðnaðar-
vörum að ógleymdum
frönskum vínum og mat-
vöru, en Frakkar eru kunnir
fyrir mat sinn og drykk.
Þá sýnir sendiráðið
franska í sýningarsalnum
kvikmyndir, bæði barna-
myndir svo og tæknimyndir
af ýmsu tagi. Þar verða
kynnt ilmvötn og fleira.
Sýningin verður opin kl.
4—9 daglega, en helgidaga
kl. 2 til 10. Fjórir framleið-
endur taka þátt í sýning-
unni. Þar verða 30 sýningar-
básar með vörum og tvö
frönsk fyrirtæki sýna sér-
staklega.
Franska kynningarvikan í
Reykjavík stendur fram til
26. apríl.