Morgunblaðið - 11.04.1979, Síða 28

Morgunblaðið - 11.04.1979, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979 Skáldsagan er sí- fellt eftirsótt kvikmyndagerðarefni Þrátt fyrir hina margum- töluðu „kvikmyndakynslóð“, nýja, sjálfbyrgingsiega kvikmyndaskóla, hið vax- andi álit kvikmyndarinnar og hina „sjóniega uppöldu“ sjónvarpskynslóð. þá leita handariskir kvikmynda- gerðarmenn f ekki minni mæli en áður að myndefni í heim bókmenntanna. Kvik- myndarétt nýjustu bókar Michael Crichton, sem á að baki sér nokkrar metsölu- bækur sem allar hafa notuð engu síðri vinsælda í kvik- myndabúningi, er kvik- myndaverið 20th Century - Fox nýbúið að kaupa fyrir sjöstafa tölu — f dölum að sjálfsögðu. Bókin er enn óútkomin, en fyrri verk rit- höfundarins (og leikstjór- ans), THE ANDROMEDA STRAIN, WESTWORLD, COMA, THE GREAT TRAIN ROBBERY, eiga að tryggja gæðin. Svipaða sögu er að segja af Peter Bench- ley (JAWS, TIIE DEEP), fyrir skömmu voru boðnar 2.15 millj. dala í rétt-óút- komna, nýjustu bók hans — THE ISLAND. Það dylst engum að nokkr- ir útvaldir pennar eru komn- ir í svipaða valdastöðu í kvikmyndaborginni er áður bauðst eingöngu örfáum af- burðaleikstjórum og súper- stjörnum. Nicholas Meyer, höfundur metsölubókarinnar THE SEVEN-PERCENT SO- LUTION (sem jafnframt var velsótt kvikmynd), er nýfar- inn að leikstýra sínum eigin myndum. Sama máli gegnir um Michael Crichton, fyrir nokkru var frumsýnd fyrsta mynd hans sem leikstjóra — reyndar höfundar líka —, THE GREAT TRAIN ROB- BERY, og nýtur hún mikilla vinsælda þessa dagana. Paul Erdman, höfundur bókarinn- ar THE CRASH OF ’79, fékk greidda 1 milljón dala til að skrifa skáldsögu undir nafn- inu ATLANTIC CITY - efn- ið á að falla vel að gerð kvikmyndar. Höfundar á borð við James Michener geta farið fram á ágóðahlut af tekjum þeirra mynda sem gerðar eru eftir bókum þeirra. Og Harold Robbins er það loðinn um lófana að hann rekur sína eigin kvikmynda- framieiðslu. Gott merki um aukinn áhuga á skáldsögum er hin harðnandi samkeppni um þær. Þegar MGM áleit núna á dögunum, að þeir fengju fyrstir að líta á bókina SPHINX, vegna fyrri við- skipta við höfundinn, kom annað kvikmyndaver, hið ný- stofnaða ORION PICTURES, til skjalanna og keypti kvik- myndaréttinn á eina milljón — án þess að hafa augum litið innihaldið. „Ef sá orð- rómur kemst á kreik að ein- staklega góð skáldsaga sé í smíðum, verða allar línur rauðglóandi," segir Owen Laster, yfirmaður bók- menntadeildar William Mor- ris umboðsskrifstofunnar. Jafnvel líttþekktir rithöf- undar virðast ekki í vandræð- um með að selja verk sín ef þeir eru með æskilegt kvik- myndagerðarefni í pokahorn- inu. Cameron Crowe, ungur blaðamaður hjá ROLLING STONE, sem aldrei hefur ritað skáldsögu, fékk sex tölustafa tilboð frá Universal fyrir óklárað handrit um lífið í menntaskóla. Til að firra sig þessari samkeppni um leið og þau tryggja sér möguleika á því að ná í æskilegar bókmenntir til kvikmyndagerðar, hafa kvikmyndaverin í æ ríkari mæli farið inn á þá braut að semja við rithöfunda um væntanleg verk þeirra. T.d. greiddi MGM rithöfundinum Chuck Sailor allvæna upp- hæð til að skrifa THE SE- POND SUN, skáldsögu um mann sem hrapar niður af 48. hæð og lifir það af. I staðinn fær kvikmyndaverið að vega og meta bókina í rólegheitum áður en hún fer á markaðinn. CASABLANCA FILM- WORKS, sem upp á síðkastið hefur notið góðs af vinsæld- um myndarinnar MID- NIGHT EXPRESS, hefur jafnvel stofnsett sína eigin bókaútgáfu. Það gaf út fyrir skömmu bókina THE GREAT L.A. FIRE, sem fjallar um baráttu við geysi- legan eldsvoða sem er að leggja Los Angeles í rúst. Jafnframt því að Casablanca sleppur nú við að leggja út fé til að kaupa kvikmyndarétt- inn, þá hagnast það á sölu bókarinnar. En hvers vegna eru kvik- myndaframleiðendur svo háðir skáldsögunni? Að dómi fjölda umboðsmanna og framámanna kvikmynda- vera, eru ástæðurnar einkum tvær. í fyrsta lagi það umtal og athygli sem velheppnuð bók vekur. Og þar sem stefna kvikmyndaveranna í dag er að gera færri, en vandaðri myndir, þá skiptir hinn stóri hópur, sem þegar kannast við verkið áður en myndin kemur á markaðinn, talsverðu máii. Því var George Englund, — framleiðandi kvikmyndar- innar ATLANTIC CITY, svo áfjáður í að semja við Paul Erdman. ,Um svipað leyti og bókin kemur út, ætla ég að vera byrjaður á myndatök- unni og um leið og hún kemur á markaðinn í pappírskilju- formi á kvikmyndin að vera tilbúin. Og þegar Erdman verður að kynna skáldsögu 1 sína út um allar trissur, þá fylgir kvikmyndin í kjölfar- ið.“ Að sjálfsögðu eru dæmi þess að birting sögunnar er ekki alltaf eftirsóknarverð fyrir framleiðandann. Eink- um hvað varðar myndir eins og STAR WARS, þar sem meginburðarásinn er sér- staklega frumlegur og for- vitnilegur efnisþráður. Þetta dæmi býður einnig upp á stuld á brellutækni. Hvað varðar rétt-óút- komna bók eftir William Kinsolving og fjallar um ætt skozkra viskýgerðarmanna, þá var bókin gefin út á kostnað 20th Century - Fox kvikmyndaversins, og það jafnvel látið taka þátt í kostnaði við kynningu bókar- innar. Önnur meginástæðan fyrir vinsældum skáldsögunnar sem kvikmyndaefnis er sú að af og til ryður hún nýjar og ótroðnar slóðir. „Handrita- höfundum hættir um of að elta hver annan og eru sér þess vel meðvitandi hvað er að gerast í iðnaðinum," segir Nancy Hardin, varaforseti þeirrar deildar Para- mount-kvikmyndaversins, sem sér um kaup á efni til kvikmyndagerðar, „aft- urámóti getur rithöfundur, sem vinnur einangraður, komið upp með ferskar hug- myndir." Því var fyrsta skáldsaga Lucien K. Truscott, DRESS GRAY, sem fjallar um kynvillu og spillingu með- al kennara og nemenda við herskólann fræga í West Point, samstundis keypt. Hér var verið að fjalla um efni sem átti sér enga hliðstæðu í kvikmyndasögunni. Sama máli gilti um hina rómuðu metsölubók John Irvings, THE WORLD ACCORDING TO GARP; Warner Bros hef- ur fyrir löngu tryggt sér kvikmyndaréttinn á bókinni. Þá hefur góð skáldsaga — gott efni — örvandi áhirf á hinar torfengnu súperstjörn- ur kvikmyndaheimsins, hvort sem um er að ræða leikara eða leikstjóra, nöfn sem tryggja aðsókn. Til dæmis fer Dustin Hoffman, ásamt Meryl Streep (THE DEER HUNTER), með aðalhlut- verkið í myndinni KRAMER VS KRAMER, sem byggð er á skáldsögu Avery Kormans og segir frá konu sem hleypur á brott frá fjölskyldu sinni. Orion keypti kvikmyndarétt- inn á bókinni FINAL PAYMENTS, er fjallar um líf ungrar, kaþólskrar stúlku eftir að hún missir föður sinn. Efnið hefur nú vakið athygli Diane Keaton, en hún fór með ekki ósvipað hlutverk í myndinni LOOKING FOR MR GOODBAR. Og MGM keypti kvikmyndarétt AT PLAY IN THE FIELDS OF THE LORD, eftir Peter Mathiesen, sem segir af málaiiða sem er Cheyenne-indíáni í aðra ætt- ina, og kemur suður-amerísk- um indíánaættbálki til að- stoðar, sökum þess að hin sterka meginpersóna sögunn- ar getur seitt til sín leikara á borð við Jack Nickolson. Þá er það einnig athyglis- vert að ekkert kvikmyndatil- boð hefur borist í fjölmargar metsölubækur. Þeirra á með- al er hið stóra verk m.m. Kayne, THE FAR PAVILLION, en að kvik- mynda söguna í hinu fjar- læga umhverfi sínu (mikið til í Himalayafjöllunum) yrði sjálfsagt alltof kostnaðar- samt. Sama máli gegnir um skáldsöguna sem fékk National Book Critics Circle Award árið 1977, SONG OF SOLOMON. Og það þarf mun færri viðskiptavini til að skapa metsölubók en mynd sem slær í gegn. „Þú kemst á ^metsölulistann ef þú selur 30—40.000 eintök skáldsögu," segir Mel Solokow hjá Casablanca. „Ef þú ætlar að koma þessari hugmynd með góðum árangri á hvíta tjald- ið, þá þarftu að fjölga við- skiptavinunum úr 40 þús. uppí 3 milljónir. Þetta er bil sem oft reynist ógerlegt að brúa.“ Jafnvel þó að um sé að ræða heimsþekta höfunda og bækur þeirra sem seljast í geysilegum upplögum, þa er ekki þar, með sagt að um heppilegt kvikmyndagerðar- efni sé að ræða. Ný skáldsaga vel þekkts höfundar getur einfaldlega verið full keimlík fyrri verkum höfundar sem hafa þegar verið kvikmynd- uð. I þessu sambandi má nefna nýjustu metsölubók James Michene, CHESAPEAKE; það hefur enginn framleiðandi boðið í hana enn þar sem umgjörð hennar svipar svo til næstu bókar höfundar á undan, CENTENNIAL, og þegar hef- ur verið fest á filmu, sem sjónvarpsþáttur. THE HONOURABLE SCHOOL- BOY, eftir John Le Carré, hefur heldur ekki freistað neins framleiðanda enn sem komið er. Astæðan er sú að sagan og persónur hennar eru of líkar fjölmörgum slík- um sem fram hafa komið bæði á hvíta tjaldinu og á skjánum síðustu árin. Nýj- asta skáldsaga Arthur Haileys, OVERLOAD, þykir ekki nógu fersk, þar sem um dýra stórmynd yrði að ræða ef bókin yrði kvikmynduð. Og þrátt fyrir hið sögufræga gengi THE GODFATHER, sem kvikmyndar þá hefur enginn, enn sem komið er, keypt kvikmyndarétt á nýj- ustu skáldsögu sama höfund- ar, Mario Puzo. Nefnist hún FOOLS DIE, og þykir koma inná of mörg svið til að geta talist heppileg til kvik- myndagerðar. En aðalper- sóna sögunnar er einmitt rithöfundur sem hlýtur skyndilega frægð í Holly- wood, og tengist kvikmynda- heiminum, fjárhættuspila- borðum Las Vegas, Mafíunni ofl. Aðrar ástæður geta og komið til. Morris West hefur ekki selt kvikmyndarétt helmings metsölubóka sinna, þ.á m. þeirrar nýjustu, PROTEUS. Ástæðan er sú að í bækur hans sumar vantar meiri spennu og þéttari at- burðarás. Bækur eins vinsæl- asta rithöfundar okkar tíma, Robert Ludlum (hvenær skyldi hann verða þýddur á íslensku?), sem gjarnan fjalla um síðari heimsstyrj- öldina og eftirhreytur henn- ar, eru oft teknar sem dæmi um vinsælar bókmenntir sem henta illa til kvikmyndagerð- ar sökum þess fjölda mynda sem þegar ha£a verið gerðar um sama efni. Af þeim bókum sem núna eru að skríða uppá metsölu- listana, má telja allvíst að hinn nýi þriller Len Deightons, SS-GB, nafnið skýrir sig sjálft, verði fljót- lega tekinn til meðhöndlunar af kvikmyndaframleiðanda. Og skáldsaga Ken Folletts, EYE OF THE NEEDLE, en bakgrunnur hennar er inn- rásin í Normandie, einkum þær aðferðir sem bandamenn notuðu til þess að rugla Þjóð- verja í ríminu, hefur þegar verið keypt af United Artists. „Við erum í bransa þar sem engar reglur gilda," segir Eric Pleskow hjá Orion. „Það sem oft virðist pottþétt reyn- ist svo alls ekki pottþétt. Það tók heila eilífð að koma í gegn kvikmyndagerðinni ONE FLEW OVER THE CUCKOO’S NEST. Á daginn kom að þar var á ferðinni ein ágætasta mynd sem gerð hefur verið. Ef farið hefði verið eftir formúlunni; að gera aldrei kvikmyndir um geðveikraspítala, þá hefði ONE FLEW ... aldrei orðið til . . .“ Heimildir: Aöaliesa grein e. Francis Levy. sem birtist í N.Y. TIMES 25. mars. S.V. Best Sellers a 1 vwfc Weeks Week OnLisl 1 CHESAPEAKE, by James A Mlchener. (Ran- * dom House, $12.95.) Four centurles of Maryland s Eastem Shore 1 14 2 WAR AND REMEMBRANCE, by Herman Wouk. *• (Little, Brown. *I5.) The Henry famlly of The Winds of War" during World War II. 2 O OVERLOAD, by Arthur Halley (Doubleday, ** $10.95.) A public utillty encounters a crisls. » 1 4 THE STORIES OF JOHN CHEEVER. by John ^ Cheever (Knopf. *15.) Vislons of lost moral order amid contemporary domestic disarray. 4 5 THE COUP, by John Updtke. (Knopf. *8.95 ) A ** comedy of incongruities set in modem Africa S 9 C FOOLS DIE, by Mario Puzo. (Putnam’s, »12.50.) v Hollywood tycoons and llterary celebrities gam- ble with fate • 7 SECOND OENERATION, by Howard Fast. * (Houghton Mifflin, *8 95 ) The chtldren of “The ímmigrants" on the eve of World War 11. 7 19 O THE FAR PAVILIONS, by M M Kaye (St. Mar- ** tjn'S_ »12.95.) Love and war in the high Htma- layas 19 19 Q EVERGREEN, by Belva Plain. (Delacorte *10.) 9 Jewish immigrant woman’s rlse from Lower East Side poverty 9 lO THE SIXTH COMMANDMENT, by Lawrence Sanders (Putnam s. »10 95.) Susplclous prac- ticesota doctor-researcher. II 1 1 BRIGHT FLOWS THE RIVER, by Taylor Cald- ** well. (Doubleday, *I0.95.) The angst of a man confined toa sanitarlum. 8 14 12 THE SILMARILLION, by J R R Tolkien (Houghton Mlfflln, *10.95.) Mlddle-earth in pre- Hobbit days 1S n THE STAND. by Stephen King. (Doubleday. * $12 95 ) Terrible disease sweeps acroas the United States 14 SECRETS.byF Lee Balley. (Stein* Day. ».9Ö.) 1 Courtroom mekdrama 1 C THE WOKLD ACCORDING TO GARF. by John 14 U **' lrving. (Dutton/Henry Robbins, $10 95.) Comlc, extravagant novel about son pf famous mother Tht lislings above are bosed on computer-processed sales ftfuret Meryl Streep og Dustin Hoffman f KRAMER VS KRAMER, sem fjallar um óvenjulegt kvikmyndaefni: konu sem yfirgefur heimiii sitt. Sean Connery og Lesley-Ann Down í THE GREAT TRAIN ROBBERY, leikstýrð af Michael Crchton og byggð á metsölubók hans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.