Morgunblaðið - 11.04.1979, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979
Minning:
Arni Einarsson fyrrv.
framkvœmdastjóri
Fæddur 17. janúar 1907
Dáinn 5. apríl 1979.
Árni á Reykjalundi er látinn.
Hann andaðist á Borgarspítal-
anum þann 3. apríl eftir stutta
legu og verður jarðsettur í dag.
Árni fæddist að Hvoli á Akranesi
þann 17. jan. 1907.
Foreldrar hans voru þau Einar
Tjörvason sjómaður og kona hans
Sigríður Sigurgeirsdóttir. Árni
ólst upp í foreidrahúsum en fór til
Reykjavíkur til náms 16 ára gam-
all. Skömmu síðar veiktist hann af
berklum og dvaldi að mestu á
haelum eða sjúkrahúsum frá 1925
til 1933.
Hælin voru á þeim tíma þéttset-
in ungu fólki er barðist hetjubar-
áttu gegn hvíta dauðanum en með
misjöfnun árangri. Áhrif hinna
sérstæðu félagslegu aðstæðna er
þar ríktu greiptust í hug Árna og
því var það að 1938 þegar berkla-
sjúklingar stofnuðu samtök sín
SÍBS, þá var Árni einn af stofn-
endum Reykjavíkurdeildarinnar.
Fljótt hlóðustu trúnaðarstörf á
Árna innan SIBS. Hann var kjör-
inn meðlimur stjórnar sambands-
ins árið 1942 og þegar fyrsta
byggingarnefnd Reykjalundar var
skipuð, þá varð Árni Einarsson
formaður hennar.
Kynni okkar Árna hófust við
komu hans í miðstjórn SÍBS og
náið varð samstarf okkar þegar er
undirbúningurinn hófst að bygg-
ingu Reykjalundar. Við vorum
báðir í fyrstu byggingarnefndinni
og starf hennar var ekki auðvelt.
Byggja þurfti endurhæfingar- og
vinnuheimili fyrir berklasjúkl-
inga, heimili, sem ekkert fordæmi
var fyrir hér á landi eða við
íslenskar aðstæður. Aðeins fá
heimili þeirjar tegundar voru þá
til í veröldinni.
Byggja átti heimili á stuttum
tíma við styrjaldar ástand og af
aðilum sem nær ekkert fjármagn
höfðu og væri einhver aur fyrir
hendi, þá var óvíst um byggingar-
efnið. Mannafli var þá einnig af
skornum skammti og fyrir kom að
við Árni urðum báðir að gerast
handlangarar múraranna til þess
að áætlun stæðist. Við þessar
aðstæður naut hæfni Árna sín með
afbrigðum vel.
Dugnaður hans, útsjónarsemi og
áhugi ruddu hverri hindrun úr
vegi og þrátt fyrir alls konar
annmarka, þá stóð fyrsti áfangi
Reykjalundar tilbúinn til notkun-
ar á tilsettum tíma, þ.e. 1. febr.
1945.
Árni gerðist þá formaður
stjórnar heimilisins.
Brátt kom í ljós, að það var
ofviða einum manni að vera bæði
læknir og framkvæmdastjóri þess-
arar vaxandi stofnunar og 1948
varð Árni Einarsson forstjóri
Reykjalundar og flutti með fjöl-
skyldu sína á staðinn.
Starf okkar Árna varð nú mjög
samtvinnað, flókið og margþætt.
Auk þess að halda áfram að
byggja upp staðinn, þá þurfti að
viðhalda heilsu vistmanna, þjálfa
til hinna fjölbreyttustu starfa,
breyta sjómanni í trésmið, vinnu-
konu í saumakonu, verkamanni í
járnsmið o.s.frv. Allt þetta krafð-
ist mjög náins samstarfs læknis-
ins og framkvæmdastjórans.
Eg minnist með þakklæti og
virðingu þessara samskipta við
Árna, hans takmarkalausa áhuga
fyrir þróun og vexti þeirrar stofn-
unar sem við unnum við.
Skilningi hans og hlýju í garð
þeirra sem við erfiðleika áttu að
stríða og máske voru á mörkum
þess að geta hagnýtt þá litlu
starfskrafta sem eftir voru.
Þegar svo Árni lét af störfum
framkvæmdastjóra að Reykja-
lundi sjötugur að aldri fyrir 2
árum síðan, þá var ekki um neinn
hokurbúskap að ræða á þeirri
merku stofnun eins og þegar hann
kom þar til starfa. Þar er nú orðin
mikil breyting á. í glæsilegum
vinnusölum er nú framleidd nytja-
vara, sem er þekkt og notuð um
land allt.
Undir stjórn Árna er Reykja-
lundur orðinn að einu stærsta
iðnfyrirtæki landsins. Uppbygging
og rekstur Reykjalundar varð
hans ævistarf, starf sem hefur
borið ríkulegan ávöxt og öll þjóðin
nýtur.
Þjóðin stendur því í þakkarskuld
við þann sem nú er kvaddur, starf
hans mun um ókomin ár tryggja
betur en ella félagslegt öryggi og
heilbrigði í þessu landi.
Árni er greindur og bókhneigður
maður sem las hvenær sem færi
gafst. Heimili hans var þekkt
menningarheimili þar sem hjónin
voru samhent um að efla, styðja og
meta það sem best er í íslenskri
menningu.
Þann 1. okt. 1934 kvæntist Árni
Hlín Ingólfsdóttur frá Innra
Hólmi. Þau höfðu kynnst, er bæði
voru sjúklingar á hæli.
Þau hjón voru einstaklega sam-
hent og eitt af þeirra sameiginlegu
áhugamálum var að byggja brúna
á milli hælisins og atvinnulífsins.
Þessa brú sem svo mjög vantaði
þegar þau voru bæði sjúklingar.
Árni var því ekki einn að verki
að starfi sínu fyrir Reykjalund,
þar naut hann aðstoðar konu
sinnar sem skildi svo einstaklega
vel mikilvægi starfs, sem hann var
að vinna að. Árni og Hlín eignuð-
ust 6 börn, þau eru nú öll upp
komin.
Ég og fjölskylda mín flytjum
aðstandendum innilegar samúðar-
kveðjur. Við þökkum lærdómsrík
og ánægjuleg ár í samstarfi og
nábýli.
Þau mörgu ár eru okkur ógleym-
anleg.
Oddur Ólafsson.
Árni Einarsson í Reykjalundi er
nú fallinn frá um aldur fram og
komið skarð í hóp þeirra manna
sem hófu hina félagslegu baráttu í
samtökum berklasjúklinga á Is-
landi.
Þessi fátæklegu kveðjuorð við
líkbörur þessa mæta manns segja
ekki allt sem vert væri að minnast.
Árni gerðist forstjóri að Reykja-
lundi 1948 og fluttist þá í Mosfells-
sveitina. Verk Árna skýra sig sjálf
hverjum þeim er lítur heim að
staðnum en hann hefir verið einn
þeirra ágætu manna sem hafa
mótað og stjórnað þessu stóra
heimili.
í starfi sínu hefir Árni notið
trausts og virðingar ekki einungis
heimilisfólks að Reykjalundi held-
ur einnig og í ríkum mæli meðal
fólks í hreppnum. Þrátt fyrir
annríki heima fyrir gaf hann sér
tíma tit þess að sinna ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir samfélagið
og þá einkum þeim sem voru
vandasöm og kröfðust réttsýni og
nákvæmni. Að leiðarlokum vil ég
færa vini okkar þakkir fyrir sam-
fylgdina og samstarfið. Árni stóð
ekki einn í lífinu. Hann átti því
láni að fagna að eiga ágæta konu
og bjó við farsælt barnalán en
þessi fjölskylda hefir markað spor
í sögu héraðsins á ýmsum sviðum.
Ég þakka samverustundir þær
sem ég hefi átt á heimili þeirra
hjóna og einnig og ekki síður í
stjórn Reykjalundar síðustu árin.
Ég leyfi mér að færa Hlín og
börnunum og öllum aðstandendum
hlýjar kveðjur og samúð við fráfall
hans. Með virðingu og þakklæti
kveð ég góðan dreng, blessuð sé
minning hans.
J.M.G.
Þegar ég heyrði lát vinar míns
og félaga, Árna Einarssonar, fyrr-
verandi forstjóra Reykjalundar og
núverandi stjórnarmanns S.I.B.S.,
var mér innanbrjósts eins og
brostið hefði strengur hið innra.
Við Árni áttum svo margt eftir
ósagt og ógert, að erfitt var að
sætta sig við það óhjákvæmilega,
að eitt sinn skal hver deyja.
Síðasta samtal okkar Árna var
aðeins nokkrum dögum fyrir and-
lát hans, þar sem við vorum að
ræða okkar sameiginlegu áhuga-
mál um málefni S.I.B.S. og
Reykjalundar.
Lauk því samtalj með ákvörðun
að hittast í byrjun þessa mánaðar
til frekar umræðna og athugana,
sem aldrei verður og það tóma-
rúm, sem Árni lætur nú eftir sig í
okkar röðum, get ég í dag ekki séð
hvernig fyllt verður.
Starfssaga Árna Einarssonar er
einnig saga S.I.B.S. og Reykja-
lundar. Árni veiktist af berklum
aðeins 18 ára gamall. Sjúkrasaga
hans var löng og ströng eins og þá
gerðist. Fyrst lá leiðin á Vífils-
staðahæli, en þaðan Kópavogshæli
og að lokum Reykjahæli í Ölfusi og
tók þessi för 8 ár, en hann útskrif-
aðist frá Reykjahælinu 1933.
Árni var því gerkunnugur
aðstöðu allri á berklahælunum og
því vonleysi, sem hvíldi yfir bata-
horfum þeirra sem þar voru enda
voru þær smáar á þeim árum og
margt ungmenni féll í valinn.
Samband ísl. berklasjúklinga
var stofnað haustið 1938 af sjúkl-
ingum berklahælanna, en fyrsta
deildin utan hæla var stofnuð árið
1939 í Reykjavík af fyrrverandi
berklasjúklingum.
Árni var einn af stofnendum
Reykjavíkurdeildarinnar. Kosinn í
fyrstu stjórn þar og frá þeim tíma
verið í forystusveit samtakanna.
Verkefni þessara ungu samtaka,
sem stofnuð voru.af sjúku, dauð-
vona fólki, voru óteljandi og virt-
ust óleysanleg.
En með trúna á lífið og bjart-
sýnina að leiðarljósi var hafist
handa. Á stofnárum S.I.B.S. voru
berklahælin yfirsetin og hlutur
margra var að bíða eftir vist. Þvi
neyddust læknar til að útskrifa
sjúklingana fyrr en ákjósanlegt
var, en því miður til hinna erfið-
ustu lífsskilyrða og starfa, ef völ
var á þeim á tímum atvinnuleysis
og skorts, sem þá var hér á landi.
Samtök sjúkra þekktu þvi betur
en nokkrir aðrir þörfina fyrir
nauðsyn vinnuþjálfunar og endur-
hæfingar, þegar hælisvistinni lyki,
og því fæddist hugmyndin um að
brúa bilið frá hælisvistinni til
starfa á ný með því að reisa slíka
stofnun, sem fékk nafnið „Brúin til
lífsins".
Á fyrstu starfsárum S.Í.B.S. var
því hafist handa með undirbúning
og var Árni kosinn í fyrstu bygg-
ingarnefnd væntanlegs vinnu-
heimilis og var fyrsti formaður
stjórnar vinnuheimilisins að
Reykjalundi.
Byrjað var á byggingafram-
+
Stjúpsonur minn og bróöir okkar
GUÐMUNDUR BJARNASON
natagaróarmaóur,
Öðinagötu 20 A, Raykjavfk,
andaöist aö Landspítalanum sunnudaginn 8. apríl. Anna þórarinadóttir
Baldur Bjamaaon,
Unnur Bjarnadóttir,
Erla Bjarnadóttir,
Auður Bjarnadóttir.
t
Faöir okkar
SÉRA SIGURJÓN Þ. ÁRNASON
Flókagötu 65
andaöist f Borgarspítalanum aö morgni þriöjudagsins 10. apríl.
Eyjólfur K. Sigurjónsson,
Árni Sigurjóntson,
Línoy Sigurjónsdóttir,
Þóray J. Sigurjónsdóttir,
Páll Sigurjónsson,
Þórunn Ásthildur Sigurjónadóttir,
Snjólaug Anna Sigurjónadóttir.
+ Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
SVAVAR SIGURDSSON,
btfrsióastjóri,
lést aö heimiii sínu 1. apríl s.l.
Jaröarförin hefur fariö fram.
Hslsna Svavarsdóttir, Birgir Guðmundsson,
Þorstsinn Svavarsson,
Siguröur Ingi Svavsrsson, Hóimfríöur Guómundsdóttir,
Margrát Svavarsdóttir, Síguröur Þórarinsson,
Ssssslja Svavarsdóttir, Borgar Skarpháðinsson,
Guómundur Svavarsson, Ólöf Aóalbjörnsdóttir,
Sóhrsig Svavarsdóttir, Einar Hilmarsson,
Rósa Svavaradóttir, Pátur Jsnsson
og barnabörn.
Lokað í dag 1—3
vegna útfarar
GUÐMUNDAR GRÍMSSONAR,
húsgagnasmíöameistara.
Helgafell bókabúö Laugavegi 100,
Skóbúö Austurbæjar Laugavegi 100.
Lokað
eftir hádegi í dag vegna jaröarfarar
ÁRNA EíNARSSONAR,
fyrrverandi framkvæmdastjóra að Reykjalundi.
S.Í.B.S. Suðurgötu 10,
Múlalundur, Ármúla 34.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
eiginmanns, fööur, tengdaföður og afa
ÓLAFS B. KRISTJÁNSSONAR,
Ásta Markúsdóttir,
Ingibjörg Ó. Bussa, Poul Bussa,
Banoný Ólafsson, Guófinna Snorradóttir,
og barnabörn.
+
Þakka sýnda samúö og vináttu vegna fráfalls elginkonu mlnnar
ÓNNU BLAKSTAD ÓLAFSSON.
Björn Ólafsson.
+
Innilegt þakklætl til allra þeirra sem auösýndu samúö, hlýhug og heiöruöu
minningu eiginmanns míns
SIGURBJÖRNS RAGNARS JÓHANNSSONAR
sem lést 6.3. 79.
Sérstakar þakkir vlljum viö fœra lögreglumönnum Hafnarfjarðar fyrir veitta
aöstoð og virölngu.
Erla Bára Andrásdóttir,
börn og stjúpbörn.
Vegna jarðarfarar
ÁRNA INGVA EINARSSONAR,
fyrrverandi framkvæmdastjóra á Reykjalundi
veröa skrifstofur, söludeildir og framleiösludeildir
vinnuheimilisins aö Reykjalundi lokaöar efti?
hádegi í dag miövikudag.
Vinnuheimilið að Reykjalundi