Morgunblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.04.1979, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979 Hvor verður meistari, Valur eða Víkingur? ÚRSLITALEIKUR íslandsmótsins í handknattleik fer fram í Laugardalshöll klukkan 20.30 í kvöld. Þar eigast við risarnir í íslenzkum handknattleik. íslandsmeistarar Vals ok bikarmeistarar Víkings. Hér er um hreinan úrslitaleik að ræða, það liðið sem sigrar er íslandsmeist- ari en ef viðureigninni lyktar með jafntefli verða bæði liðin jöfn með 24 stig og þurfa að leika aukaleik. Ef til slíks íeiks kemur fer hann fram miðvikudaginn 18. aprfl n.k. Búist er við geysilegri aðsókn á leikinn í kvöld enda hafa hand- knattleiksunnendur beðið í allan vetur eftir viðureign þessara tveggja liða. Leikir liðanna undan- farin ár hafa ávallt verið mjög skemmtilegir og spennandi og er þess skemmst að minnast að fyrri leikur liðanna í mótinu endaði með jafntefli 22:22. Forsala aðgöngu- miða verður í dag í Laugardalshöll og hefst hún klukkan 18. Skóla- lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts leikur fyrir leik og í leikhléi undir stjórn Olafs L. Kristjánssonar og fyrir leikinn munu heiðursgestir leiksins, borgarstjóri og borgar- ráð, heilsa upp á leikmenn. Ef hrein úrslit fást verður Islands- bikarinn afhentur í leikslok. Full ástæða er til þess að hvetja hand- knattleiksunnendur til þess að koma tímanlega á leikinn svo þeir losni við biðraðir og troðning. Ómögulegt er að spá fyrir um úrslit leiksins í kvöld. Liðin eru ákaflega ólík, Valsliðið mjög sterkt varnarlið en leikur fremur þungan og hægan sóknarleik en Víkiiigsliðið er aftur á móti beitt- asta sóknarlið landsins, enda stefnir það að nýju markameti í 1. deild en liðið hefur hins vegar veriði talið fremur slakt varnarlið. Það mun því koma í ljós í kvöld hvort vegur þyngra á vogarskálun- um varnarleikur Vals eða sóknar- leikur Víkings og einnig mun markvarzlan hafa sitt að segja. Á blaðamannafundi í fyrradag sátu m.a. fyrir svörum fyrirliðar beggja liðanna, Stefán Gunnars- son og Páll Björgvinsson, en ef að líkum lætur mun annar hvor þeirra taka við Islandsbikarnum í kvöld. Hér fer að eftir í endursögn það helsta sem þeir félagar höfðu um leikinn að segja: „Villidýr“ á Vellinum en vinir þess utan Stcfán Gunnarsson, fyrirliði vals: „ Það er góður hugur í okkur Valsmönnum. Við höfum æft á hverjum degi og við stefnum að sigri. Liðið hefur verið í öldudal í síðustu leikjum og gætti þar fyrst og fremst áhrifa frá Spánar- ferðinni en nú er þetta allt að koma og ég spái jöfnum og skemmtilegum leik. Leikirnir við Víking hafa alltaf verið jafnir og þótt annað liðíð nái einhverju forskoti í leikjunum hefur hinu liðinu jafnan tekist að vinna það upp aftur. í fyrri leik liðanna í vetur komust við Valsmenn t.d. 3—4 mörkum yfir í seinni hálfleik en máttum svo prísa okkur sæla með jafntefli í lokin. Það er engin vafi á því að Valur og Víkingur eiga tvö sterkustu handboltaliðin í dag og tel ég ástæðuna vera fyrst og fremst þá að þessi tvö lið æfa bezt og leikmenn þeirra leggja harðast að sér, auk þess sem þau • Hvor hampar (slandsbikarnum að leikslokum, Páll Björgvinsson fyrirliði Víkings (t.v.) eða Stefán Gunnarsson fyrirliði Vals. Kveójuleikur Viggós LEIKUR VÍKINGS og Vala í kvöld verður kveðjuleikur Viggós Sigurðssonar, skyttunnar miklu í Víkingi, en hann mun leika með spænska liðinu Barcelona næstu tvö árin a.m.k. Viggó lýsti Því yfir á blaðamannafundinum ( fyrradag að hann sstti að vera mættur til Barcelona um miðjan apríl og hann gæti Því ekki leikið með Víkingi aukaleik við Val ef til kæmi nó í bikarkeppn- inni. Viggó er litríkur handknattleiksmaöur, sem tekiö hofur stórstígum framförum í vetur. Hann bætist í stóran hóp góöra handknattleiksmanna, sem Víking- ur hefur orðið að sjá af til erlendra liða á undanförn- um árum. hafa tvo beztu þjálfarana. Samkomulagið milli leikmanna Vals og Víkings er í alla staði til fyrirmyndar, t.d. í landsliðs- ferðum, leikmennirnir eru kannski „villidýr" inni á vellinum en vinir þess utan. Þeir eru erfiðir þessir stóru og sterku menn Páll Björgvinsson, fyrirliði Víkings: Við Víkingar kvíðum þessum leik ekki, við teljum að nú sé komin röðin að okkur að vinna. En Valsmennirnir verða erfiðir eins og alltaf, þessir stóru og sterku leikmenn. Undirbúningurinn hefur staðið yfir í 4 vikur hjá okkur og í síðustu leikjum höfum við verið að reyna ýmislegt, sem notað verður í leiknum í kvöld. Við ætlun að berjast til síðasta blóðdropa og tryggja okkur titilinn. Þrátt fyrir að Valsmenn séu okkar aðaland- stæðingar á leikvellinum er sam- komulagið mjög gott milli leik- manna þessara tveggja liða, það sannaðist áþreifanlega í Spánar- ferðinni. Ég vona að leikurinn verði spennandi og skemmtilegur og ég get lofað því að þetta verður hörkuleikur fyrir áhorfendur. Dómarar í kvöld: Gunnlaugur Hjálmarsson og Karl Jóhannsson milliríkjadómarar. -SS. 1. ólafur Benediktsson 2. Brynjar Harðarson 4. Bjarni Guðmundsson 5. Gísli Arnar Gunnarsson 6. Karl Jónsson 7. Steindór Gunnarsson 8. Stefán Gunnarsson 9. Þorhjörn Jensson 10. Jón Karlsson 11. Jón Pétur Jónsson 13. Þorbjörn Guðmundsson 14. Björn Björnsson 15. Gisli Dan Rafalowich lfi. Brynjar Kvaran Þjálfarar: Hilmar Björnsson og Gunnsteinn Skúlason. Leikir í mfl: Landsleikir: 155 98 13 153 48 100 70 163 20 290 60 73 20 350 68 222 20 200 55 72 10 73 10 Lið Víkings Markverðir: Leikir í mfl: Landsleikir: 1. Eggert Guðmundsson 58 12. Kristján Sigmundsson Aðrir leikmenn: 42 25 3. Steinar Birgisson 48 4. ólafur Jónsson t 128 22 5. Skarphéðinn óskarsson 187 „ 6. Sigurður Gunnarsson 44 4 7. Páll Björgvinsson 286 44 8. Erlendur Hermannsson 105 2 9. Árni Indriðason 46 60 10 Guðm. Skúli Stefánsson 12 11. Viggó Sigurðsson 160 48 13. Gunnar Gunnarsson 2 14. Einar Magnússon 249 69 Þjálfari: Bogdan Kowalzyk. Liðsstjóri: Ilannes Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.