Morgunblaðið - 11.04.1979, Síða 39

Morgunblaðið - 11.04.1979, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 1979 39 INGÓLFUR ÓSKARSSON, ÞJÁLFARIIR. — t>að er geysilega erfitt að spá um úrslit þessa leiks því liðin eru svo jöfn. Annaðhvort liðið vinnur með 1—2 mörkum. Ef markvarzlan verður góó hjá Vfkingun- um vinna þeir leikinn annars vinnur Valur. GEIR HALLSTEINSSON, FH: — Ég held að Valur vinni og spái að leikurinn endi 18—16. Valsmenn hafa sterkari vörn og markvörzlu og sðknarleik- ur hefur ekki svo mikið að segja f svona leik, þar sem taugaspennan verður gffurleg. Hitt er svo annað mál að Vfkingar búa yfir meiri baráttuviija og ef markvarzlan hjá Kristjáni verður góð getur Víkingur unnið. Hann verður mikiivægasti maður Vfkings- iiðsins f kvöld. Ég vil svo koma þvf að í lokin að sem sóknarleikmaður óska ég þess að Vfkingarnir vinni, mér finnst sóknarleikur skemmtilegri en varnarleikur og Vfking- arnir eru beztu fulltrúar góðs sóknarleiks f dag. STEFÁN JÓNSSON, HAUKUM: — Ég held að Vfkingur vinni lelkinn með tveggja marka mun og gizka á lokatölurnar 17:15% VfUngsliðið er að mfnu mati sterkara lið en Valur og virðist vera f mjög góðri æfingu. PÉTUR JÓHANNESSON, FRAM: — Ég hugsa að Valur vinnl leikinn 15:14. Valsmenn vinna leiklnn fyrst og fremst á vörninni, hún hefur mest að segja f svona leik. Einnig tei ég að Valsliðið verði f melra jafnvægi í svona erfiðum leik. Hins vegar gætu hraðaupphlaup orðið Vfkingunum drjúg. Ég hlakka mikið til þessa ieiks þvf það eru mörg ár sfðan við höfðum fengið annan eins úrslltaleik f handboltanum. PÉTUR BJARNASON, ÞJÁLFARI FYLKIS: — Víkingur vinnur leikinn 10:15. Ég tel Vfkingsliðið einfaldlega betra lið og ég held að það brenni sig ekki á þvf sama og f fyrra. Ég vona að leikurinn verði skemmtilegur á að horfa en auðvitað verður taugaspennan mjög mikil. RAGNAR ÓLAFSSON, HK: - Ef dæma á eftir því sem ég hef séð til þessarra tveggja llða í vetur held ég að Vfkingarnir séu betri. Ég spái þeim tveggja marka sigri og gizka á tölurnar 20:18. Valsmenn eru sterkari í vörn en Víkingarn ir mjög gott sóknarlið auk þess sem vörnin hjá þeim hefur batnað að undanförnu. Ég á von á skemmtilegum leik og trúi ekki öðru en fólk fjölmenni í Höllina. Skíðalandsmótið sett á ísafirði i gær: „Þriðjudeginum frestað um einn dag ísafirði, 10. apríl. Frá Sigurði Grímssyni, fréttamanni Mbl: KLUKKAN 14.30 í dag hófst mótssetning Skíðalandsmóts íslands á Skarðsengi í Seljalandsdal. Guðmundur Ingólfsson forseti bæjarstjórnar ávarpaði viðstadda en að loknu ávarpi hans setti mótsstjóri. Fram vann EINN leikur fór fram í Reykjavíkurmótinu í knatt- spyrnu í gærkvöldi. Fram vann Víking 2:1, eftir að stað- an hafði verið 2:0 í hálfleik. Framarar sóttu mun meira undan norðan-strekkingi í f.h. og skoruðu tvö mörk, Gunnar Orrason það fyrra og Pétur Ormslev það seinna. I seinni hálfleik snerist dæmið við, Víkingar sóttu þá mun meira en tókst aðeins að skora eitt mark og var Heimir Karlsson þar að verki. Oddur Pétursson, mótið, sem nú er haldið í 41. skipti. Vegna veðurs var ekki hægt að hefja keppni í göngu, sem fram átti að fara klukkan 15 í dag, og var henni frestað fyrst fram eftir degi, en þar sem veður lægði ekki var ákveðið að geyma keppnina til morguns. Veður er nú að lagast hér á ísafirði og vona menn að göngu- keppnin geti hafist fyrir hádegi eins og áformað er og stökkkeppn- in síðdegis geti einnig farið fram samkvæmt áætlun. Oldungamót i skíðagöngu áá F SKÍÐARÁÐ Reykjavíkur gengst fyrir svökölluðu „01dungamóti“ í skíðagöngu á skírdag klukkan 14 í Bláfjöllum. Keppt verður í 6 flokkum, 4 flokkum karla og Vítaköstin rétt dæmd — segir dómarinn VEGNA frásagnar af leik FH og Þórs í 1. deild kvenna haföi annar dómara leiksins samband viö blaöiö og vildi koma því á framfæri aö öll vítaköstin í leiknum, 22 aö tölu, heföu veriö dæmd af illri nauösyn vegna þess hve leikmenn beggja liða heföu brotiö gróflega á andstæöingum sínum í góðum færum. Kvaö dómar- inn þaö hafa veriö áberandi í leiknum aö stúlkurnar heföu leikið vörnina af kæruleysi og væri þeim hollt eins og mörgum öðrum handboltamönnum að kynna sér betur reglurnar um vítaköst. tveimur kvennaflokkum. Sport- val hefur gefið hikara til keppn- innar og páskaegg verða í auka- verðlaun. Þeir, sem ætla sér að vera með. eru beðnir að koma til skráningar klukkan 13 á skírdag í skálann í Bláfjöllum. Myndin er af verðlaunagripnum. Víðavangshlaup Hafnarfjarðar VÍÐAVANGSHLAUP Hafnarfjarðar fer fram 19 apríl næstkomandi og hefst það klukk- an 14.00 við Lækjarskólann. Keppt verður í aldurshópum og eru það eftirfarandi flokkar: Álafosshlaupinu lýkur við Álafossverksmiðjuna. Álafosshlaup á skírdag SJÖTIU ár eru í dag, miðvikudag, liðin frá því að ungmennafélagið Afturelding í Mosfellssveit var stofnað. I tilefni þessara tímamóta mun félagið efna til íþróttakeppni ýmiss konar yfir bænadagana. M.a. heldur félagið sitt árlega Álafosshlaup á morgun, skírdag, en hlaupið hefst á Úlfarsfellsvegi klukkan 14. Keppt verður í þremur aldurs- flokkum beggja kynja. Karlar fæddir 1962 og síðar hlaupa tæpa sex kílómetra, konur í sama flokki 2,8 kílómetra. Þeir sem fæddir eru árin 1963, ’64, og ’65 hlaupa 2,8 km, bæði kynin. Þriðja aldursflokkinn skipa þeir sem fæddir eru 1966 og síðar og verður vegalengd í þeim flokki 1500 metrar. 8 ára og yngri strákar og stelpur 9—12 ára stelpur 13 ára og eldri stelpur 9—13 ára strákar 14 — 16 ára strákar 17 ára og eldri karlar Verðlaun verða veitt fyrir 3 fyrstu sætin í hverjum flokki og auk þess fá allir keppendur viður- kenningarskjai. Innritun í hlaup- ið er hjá Verslun Valdimars Long, Strandgötu 41, dagana 17. og 18. apríl. Fyrirtækja- keppni í badminton BADMINTONSAMBAND íslands hef- ur ákveöiö aö efna til badrhintonmóts með þátttöku starfsmanna fyrirtækja og stofnana. Fer mótiö fram í TBR-húsinu aö Gnoðarvogi 1, Reykjavík. Hefst mótiö sunnudaginn 22. apríl kl. 1.30 e.h. Keppnin er útsláttarkeppni með því fráviki, aö liö sem tapar í í fyrstu umferö tekur sæti í B-flokki og heldur áfram keppni þar eftir sama fyrir- komulagi. Keppt skal í tvíliöa- og tvenndar- leik. Annar eöa báöir keppendur skulu vera starfsmenn fyrirtækisins sem þeir keppa fyrir. Ef fyrirtækiö eða stofnunin getur aðeins sent einn keppanda má viðkomandi velja sér meðspilara. Hverju fyrirtæki eöa stofnun er heimilt aö senda fleiri en eitt liö. Keppnin fer aö öllu leyti eftir reglum BSÍ. Þátttökugjald er kr. 10.000 - á liö, sem greiðist á mótsdegi. Nónari upplýsingar gefa eftirtald- ir aöilar: Rafn Viggósson, Magnús Elíasson, Adólf Guðmundsson sem einnig taka á móti þátttökutilkynn- ingum og skulu þær berast fyrir 19. apríl. Liverpool vann og jók forystuna Slagur í Stapa UNGMENNAFÉLAG Keflavíkur gengst fyrir sterku júdómóti á annan í páskum til að halda upp á 50 ára afmæli félagsins. Fer mótið fram í Stapanum í Ytri Njarðvík. Er hér um opið mót að ræða, keppt verður í 3 þyngdar- flokkum og verða þarna flestir sterkustu júdómenn landsins. Ætlar UMFK að halda mót þetta árlega framvegis. FJÖLMARGIR leikir fóru fram í ensku og skozku deildarkeppn- inni í gærkvöldi og verður hér getið úrslita f helztu leikjunum: 1. deild: Arsenal — Tottenham 1:0 Bristol City — Chelsea 3:1 Everton — Coventry 3:3 Middlesbr. — Leeds 1:0 Wolverhampton — Liverpool 0:1 2. deild: Burnley — Newcastle 1:0 Crystal Palace — Cambridge 1:1 Millwall — Orient 2:0 Sheffield Utd. — Notts County 5:1 Skotland: Ranges — Motherwell 3:0 Liverpool virðist alveg óstöðv- andi og stefnir markvisst að meistaratitlinum. Alan Hansen, skozki miðvörðurinn, skoraði mark liðsins gegn Woiverhampton á 34. mínútu. 54 þúsund áhorfendur fylgdust með slökum leik nágrann- anna í Lundúnum, Arsenal og Tottenham. Sigurmark Arsenal skoraði Frank Stapleton á síðustu mínútu leiksins. Liam Brady lék að nýju með Arsenal og lagði upp sigurmarkið. Everton var í vand- ræðum með Coventry, sem komst yfir 3:1 með mörkum Wallace (2) og Ilunt en Latcford og Brian Kidd, jöfnuðu metin, en áður hafði Ross skorað fyrir Everton. Middlesbrough er í miklu stuði um þessar mundir og mark Billy Ashcroft gaf liðinu sigur gegn Leeds. Annað lið, Bristol City, hefur einnig staðið sig vel, unnið fjóra síðustu leikina og er það ekki sízt að þakka Hollendingnum Geert Meyer, en hann skoraði eitt markanna gegn Chelsea, sem nú er örugglega fallið í 2. deild. Jafntefli hja þýzku liðunum EINN leikur fór fram í UEFA-keppninni í gærkvöldi. Þýzku liðin Duisburg og Borussia Mönchengladbach mættust f undanúrslitum keppninnar og lauk lciknum mcð jafntefli 2:2 eftir að staðan hafði verið 0:0 í hálfleik. Mörk Duisburg skoruðu Worm og Fruck en Alan Simonsen og Lausen skoruðu mörk Borussia. Áhorfendur voru 25 þúsund. Telja má líklegt að Borussia hafi svo gott sem tryggt sér sæti í úrslitum keppninnar mcð þessu jafntefli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.