Morgunblaðið - 11.04.1979, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 11.04.1979, Qupperneq 40
Datrinn er nú mikið tckiö að lengja og flcstir farnir að vænta vorkomunnar á hverri stundu, þó hafís og páskahret geti sett þar strik í reikninginn. Þessi skötuhiú voru í gær á gönguferð í sólinni og hvíldu sig á tröppum Morgunhlaðshússins stutta stund, þar sem Olafur K. Magnússon ljósmyndari gekk fram á þau. V araforsetinn kemur í kvöld — Héðan fer Mondale til Mundal í Noregi, en þaðan er hann ættaður OPINBER heimsókn Walter Mondale varaforseta Bandarfkjanna hingað til lands hefst í kvöld, er flugvél hans lendir á Keflavíkurflug- velli. væntanlega klukkan 20.20. Frá flugvellinum heldur hann rakleitt að Ilótel Sögu, þar sem hann gistir ásamt föruneyti sínu, en þar tekur Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra á móti honum. Á morgun, klukkan níu árdegis, verður síðan fundur í Ráðherrabú- staðnum, þar sem Mondale og fylgdarmenn hans ræða við for- sætisráðherra, utanríkisráðherra og embættismenn sem verða með þeim. Síðan er fundur með frétta- mönnum klukkan ellefu í fyrra- málið, einnig í Ráðherrabústaðn- morgni föstudagsins langa, og liggur leiðin þá til Bergen í Noregi, en hingað til lands kemur Mondale frá Washington, og er Island fyrsti viðkomustaður hans í þessari ferð. Megináhersla þessarar ferðar Mondale verður lögð á heimsókn- ina til Noregs, en þaðan er hann ættaður. Er hann frá litlum bæ á vesturströndinni, er Mundal heit- ir, og þaðan dregur hann nafn sitt, er síðan hefur verið breytt í Mondale, en það voru afi varafor- setans og amma sem fluttust frá Noregi til Bandaríkjanna á sinni tíð. Mun Mondale heimsækja Mun- dal, en fara síðan til Óslóar, þar sem hin opinbera heimsókn hans til Noregs hefst. Sjá: Mondale kunnugur ýmsu hér á landi: hls. 20. að um, en síðan verður farið í Árna- stofnun og á eftir verður snæddur hádegisverður á Bessastöðum í boði forseta íslands, herra Kristj- áns Eldjárns. Frá Bessastöðum verður farið til Þingvalla þar sem staðið verður við nokkra stund og staðurinn skoðaður. Þá verður haldið aftur til Reykjavíkur, og klukkan 20 hefst kvöldverður á Hótel Sögu í boði forsætisráðherra. Flugvél varaforsetans heldur síðan héðan um klukkan níu að Alvarlegt umferðarslys MJÖG alvarlegt umferðarslys varð í Reykjavík í gærkvöldi, er ekið var á pilt á vélhjóli á mótum Breiðholts- brautar og Bústaðavegar. Slasaðist pilturinn mjög mikið, og var flutt- ur á slysadeild. Aðalfundur Hugmynd um einn Flugleiða: forstjóra ög aukna ríkisaðild Allar afgerandi breytingatillögur felldar í RÆÐUM þriggja forstjóra Flugleiða á aðalfundi félagsins í gær kom fram, að rekstur fyrirtækisins stendur ekki eins föstum fótum og oft áður og fram komu hugmyndir um að kanna ýmsar leiðir til að rétta hag fyrirtækisins við. Voru ræðumenn sammála í því efni að nauðsyn sé fyrir allt starfsfólk Flugleiða að standa saman í uppbyggingu félagsins til þess að það haldi sínum hlut a.m.k. Nokkrar umraeður urðu um skýrslu stjórnar og fram komu tillögur og hugmyndir á fundinum um verulegar breytingar á rekstrinum, en allar tiílögur sem gengu langt til breytinga voru felldar. í ræðu Arnar 0. Johnson forstjóra kom m.a. fram, að hann telur ástæðu til þess að forstjóri fyrirtækisins veri einn og kvaðst hann tilbúinn að hætta störfum þegar sá maður væri fundinn. Þá taldi Orn ástæðu til þess að ríkissjóður eignaðist allt að 20—25% hlutafjár í Flugleiðum með það fyrir augum að gera stöðu fyrirtækisins sterkari. Meðal fund- armanna, sem gagnrýndu stjórnina, var Jón Sólnes alþingismaður. Vildi hann að Flugleiðamenn kappkostuðu sjálfir að að leysa sinn vanda, slíkt yrði ekki gert á aðalfundi og hann kvaðst eindregið á móti eignaraðild ríkissjóðs í Flugleiðum, því ríkið gæti ekkert sem Flugleiðir gætí ekki sjálft. Kvað hann fyrirtækið enga þörf hafa fyrir kommissara í stjórn. Allmargar tillögur lágu fyrir fundin- um og voru þær ræddar og afgreidd- ar. Tillaga Kristjönu Millu Thor- steinsson um að félögin, Flugfélagið og Loftleiðir, verði aðskilin, var felld, en í þeirri tillögu var gert ráð fyrir að félögin myndu stunda áfram flugrekstur eins og þau gerðu áður með samræmingu og hagkvæmni þó. Tillaga um fríar ferðir hluthafa var felld. Er reikningar höfðu verið samþykktir var gengið til stjórnar- kjörs. Þeir Kristján Guðlaugsson, Svan- björn Frímannsson og Thor R. Thors gáfu ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn. Einar Árnason gaf sömuleið- is ekki kost á sér til kjörs í aðal- stjórn, en tók sæti í varastjórn. Þessum mönnum voru færðar þakkir fyrir farsæl störf í þágu flugfélag- anna og síðar Flugleiða. í stjórn félagsins voru kjörnir Sigurgeir Jónsson, Alfreð Elíasson, E. Kristinn Olsen, Örn Ó. Johnson, Grétar Br. Kristjánsson, Halldór H. Jónsson, Óttarr Möller, Bergur G. Gíslason og Sigurður Helgason. Varastjórn er þannig skipuð: Dagfinnur Stefáns- son, Olafur Ó. Johnson, Einar Árna- son. Endurskoðendur voru kjörnir Björn Hallgrímsson og Þorleífur Guðmundsson og til vara Stefán J. Björnsson og Valtýr Hákonarson. Ríkisstjórnin ákveður 44% hækkun bílatrygginga SAMÞYKKT hefur verið að iðgjöld ábyrgðartrygginga bíla hækki um 44% svo og iðgjöld framrúðutryggingar, en þessi hækkun var staðfest á fundi ríkisstjórnarinnar ( gær. Eðlilegt að ríkissjóður eignist 20-25% hlutafjár — sagði Örn 0. Johnson á aðalfundi Flugleiða Á AÐALFUNDI Flugleiða í gær lét Örn ó. Johnson í Ijós þá skoðun sína. að ríkissjóður ætti að eiga kost á að kaupa stærri hlut í fyrirtækinu en þau 6% sem hann ætti nú. Kvaðst hann vera andvígur ríkisrekstri sem slikum. en hann teldi þó eðlilegt að ríkissjóður eignaðist t.d. 20—25% hlut í félaginu og gæti hann þar með verið það jafnvægisafl innan félagsins og sú festa sem þyrfti nú á að halda fremur flestu öðru. Örn Ó. Johnson sagði, að sundrung og flokkadrættir innan félagsins og einstakra starfshópa hefðu ágerzt til muna og að þjóðin myndi eflaust skilja neikvæðar afleiðingar lítt viðráðanlegra vandamála, en hún myndi aldrei skilja né fyrirgefa ef samgöngu- mál hennar yrðu höfð að leiksoppi vegna hagsmunabaráttu fárra ein- staklinga eða hópa. Kvað hann þess vegna nauðsynlegt að þjóð- félagið skærist í þennan leik. Þá ræddi Örn um skipan mála varðandi stjórnun fyrirtækisins og sagði að núverandi háttur þar á, þ.e. stjórnarnefnd , þriggja forstjóra, væri ekki heppilegur og hefði gengið sér til húðar. Sagði hann nauðsynlegt að stjórnað yrði af einum forstjóra sém almennt tíðkaðist. „Slíkur maður þarf að hafatil að béra þekkingu, festu og hæfileika til stjórnunar. Verði þessi stefna upp tekin, er það í verkahring stjórnar félagsins að finna slíkan mann og eigi síðar en þegar hann er fundinn mun ég segja upp starfi mínu sem aðalfor- stjóri, með eðlilegum uppsagnar- fresti," sagði Örn Ó. Johnson. Sjá: „Sundrung og flokkadrættir innan félagsins ...“ bls. 18. Tryggingarfélögin höfðu sótt um 79% hækkun. Að sögn Magnúsar Magnússonar kom einnig til umræðu að tryggingarfjárhæðin yrði hækkuð úr 24 milljónum í 120 milljónir, en ekki var það endanlega ákveðið og mun dóms- málaráðherra gera tillögur um hækkunina. Ekki var heldur tekin ákvörðun um hver skyldi vera sjálfsábyrgð. Ilún var kr. 24 þúsund og sagði Magnús að rætt hefði verið um 40—50% hækkun hennar, en á sama hátt myndi dómsmálaráðherra fjalla um hækkunina. Jóhann Björnsson forstj. Ábyrgðar sagðist í samtali við Mbl. líta á þessa hækkun sem eðlileg viðbrögð, í þessari tölu væri við það miðað að verðbólgan myndi hafa í för með sér um 35% hækkun tjónakostnaðar, en það hafi verið “tægsta viðmiðun tryggingaeftirlitsins. Sagði hann að miðað við 79% beiðnina hefði verið tekið mið af tjónareikningi fyrri ára þar sem munatjón hefðu hækkað um 59% og slysatjón um 41%. Kvað Jóhann því þessa hækkun, sem leyfð hefði verið nú, það sem hefði mátt gera ráð fyrir miðað við þessar forsendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.