Morgunblaðið - 13.05.1979, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ1979
HUG-
VEKJA
eftir séra
Jón Auðuns
Um það þarf engum
blööum að fletta, að
heimsmynd vísindanna
aðhyllist allur þorri manna
hins menntaða heims. Allt
fram á miðaldir var ríkj-
andi hin ævaforna hug-
mynd trúarbragðanna um
heiminn og stöðu manns-
ins í alheiminum. Menn
trúðu því að sól og máni,
stjörnur, hauður og haf
með öllu því lífi, sem þar
hrærist, hefði oröið til í
einni svipan fyrir almættis-
orð skaparans. Jörðin var
skilyrðislaust talin miö-
depill alheimsins og mað-
urinn kóróna allrar sköp-
unar Drottins. Einhvers-
staðar í tilverunni var
heimkynni Guðs í stað-
bundnu himnaríki, þar
sem sálir réttlátra lifðu
fullkomnu sæluríki í návist
hans, og annarsstaðar,
undir yfirborði jarðar var
heimkynni þeirra, sem
með rangsnúinni jarðlífs-
breytni sinni höfðu unnið
inn, eða vitneskju okkar
um hann, svo stórkost-
lega, að mæla fjarlægðir
geimanna svo svimandi
miklar að byltingu hefur
valdið í heimsmynd nú-
tímamannsins. Nú vitum
við ennfremur að sagan,
sem við lærðum í bernsku
um að Guð hefði skapað
heiminn á sjö dögum er
skáldleg goðsögn ein, því
að jörðin var milljónir ára í
sköpun, — sköpun eða
fremur þróun.
Það verður að játa, að
nálega allar þessar stór-
felldu nýjungar leiddu til
átaka viö kirkjuna og guö-
fræðina, og þó engin
fremur en þróunarkenning
Darwins. Trúmálaaftur-
haldið, sem vikið hefur
verið að í blaðagreinum
nýlega, hefur kannski
aldrei gert kirkjunni annað
eins ógagn og þaö gerði
hanni með vandræðaleg-
um og ofsalegum árásum
á Darwin og kenningu
skapað, hvað er þá mað-
urinn þess að þú minnist
hans og mannsins barn að
þú vitjir þess“!
Svo mælir skáld, sem
hörpu Davíð sló fyrir ár-
þúsundum, svo gátu menn
staðið fullir trúarlotningar
andspænis þeim litla
heimi sem þeir þekktu þá,
en hvað er um okkur, sem
höfum margfalt stórkost-
legri mynd af mikilleik
alheimsins fyrir augum? Er
lotning okkar að sama
skapi voldugri andspænis
undri Guðs verka en
þeirra var með sína
þröngu litlu heimsmynd í
huga? Hvað er þá maður-
inn þess, að skapari enda-
lausra sólkerfa og veralda
víðari en nokkur veit skuli
minnast hans. Hlýtur ekki
„mannsins hrokahjóm aö
hjaðna í sitt eigið gróm“
(M.Joch.)? Gætum að: Þú
horfir upp í alstirndan him-
in og minnist þess að í
endalausum fjarlægðum
Gamlar hugmyndir
— ný heimsmynd
til eilífra, endalausra
kvala.
Þessi var sú hugmynd
um alheiminn, sem menn
bjuggu við um aldaraðir,
vísir jafnt og fávísir, vitr-
ingar heims, listamenn og
spekingar jafnt og ólæs
alþýða manna, og þessar
hugmyndir lifa enn í
ódauðlegum listaverkum
og jafnvel í sálmum, sem
við syngjum enn.
Og þó eru hugmyndir
nútímamannsins orönar
allt aðrar. Við vitum nú, að
jörðin er ekki einu sinni
miðdepill þess sólkerfis
sem hún heyrir til, og sólin
sem er miödepill þess, er
aöeins ein af milljónum
þeirra stjarna, sem heyra
Vetrarbrautinni til. Og
ennfremur eigum við að
vita, að i alheiminum eru
hundruð milljóna sólkerfa
með hundruðum milljóna
stjarna, hver fyrir sig, sem
jafnast á við jörðina litlu,
sem við byggjum, og sum-
ar margfalt, margfalt
stærri.
Stjarnvísindin hafa að
ýmsu leyti leyst af hendi
ágætustu afrek þessarar
aldar, ekki sízt þegar það
er haft í huga að afrek
þeirra virðast ekki í náinni
framtíö veröa notuö sem
eyðingaröfl til tortímingar
eins og mörg önnur vís-
indaafrek aldarinnar, en
þau hafa stækkað alheim-
hans, sem vitanlega gekk í
algert berhögg við sköp-
unarsögu 1. Mósebókar.
Upp úr þeim átökum urðu
fjölmargir vísinda- og
menntamenn hvassir and-
stæðingar kirkju og
kristni. Nú kveður að sjálf-
sögðu við annan tón, þótt
vísindamenn suma greini
á við fyrstu hugmyndir
Darwins um þróunina.
Nú er heimsmyndin orð-
in breytt. Gamlar trúar-
hugmyndir um uppruna,
eðli og stærö alheimsins
eru fæstum mönnum leng-
ur annaö en forvitnilegir
fornmunir, sem fróðlegt er
að skoða. En ósköp hefur
hún verið hlýleg og nota-
leg að flestu gamla hug-
myndin um heiminn eins
og þriggja hæða hús, þar
sem Guð og góðir andar
réðu húsum á efstu hæö,
mannskepnurnar á mið-
hæðinni og í kjallaranum
þeir sem vonlaust var um
hvort eða var og ekki
þýddi að gera sér grillur út
af þótt byggju við bágan
kost. Og þótt okkur þyki
þarna lágt undir loft og
ekki vítt til veggja, gátu
menn staðið lostnir lotn-
ingarundrun andspænis
dýrð hinna voldugu Guðs
verka og sungið með orð-
um hebreska skáldsins:
„Þá er ég horfi’ á himininn,
verk handa þinna, tunglið
og stjörnurnar, er þú hefur
sveima milljarðar voldugra
hnatta, og þó er auga
mannsins e.t.v. meira
furðuverk en undur upp-
heima.
Þú ert smár, manns-
barnið litla, og finnur
smæð þína andspænis
furðuverkum vísindanna,
sem hafa opnað þér nýja
sýn yfir undur alheims og
uppgötvað stórmerki, sem
e.t.v. vekja þér ógn en
ekki lotningarfögnuðinn
einan. En vísindunum er
afmarkað svið. Tölvan,
þetta furðuverk, kann að
geta gert fjölda verkfræð-
inganna óþarfan, eins og
sjálfvirki síminn leysti frá
störfum fjölda af síma-
starfsfólki, en hún getur
ekki komið í staðinn fyrir
Shakespeare, Milton og
Matthías.
Ég las nýlega þessi um-
mæli merks manns: „Mað-
urinn smækkar aö sama
skapi og heimsmynd hans
stækkar". Nei, kenning
Krists um gildi mannsins
og eilíft verðmæti hans
haggast ekki. Guðshug-
mynd þín á að stækka og
hækka jöfnum höndum
viö það að vitneskja þín
vex um dýrö hans vold-
ugu, miklu verka, lotning
þín fyrir valdi og vísdómi
hans, trú þín og traust á
eilífum föður alheimsins,
sem sindrandi sólkerfin
skóp en man þig og elskar
þig í aliri þinni smæö.
Ég þakka innilega öllum þeim sem sýndu mér
vinarhug í tilefni af 90 ára afmæli mínu þann
6. maí 1979. Sérstaklega ’þakka ég systrum
og starfsfólki sjúkrahúsinu Stykkishólmi fyrir
sérstaka vinsemd og umönnun.
Guö blessi ykkur öll.
Sigurborg Sturlaugsdóttir,
Stykkishólmi.
VIÐGERÐAR
ÞJÓNUSTWf?"
mjt! . ,
*>n
Iðnaðarhurðir
fáanlegar einangraöar og óeinangraöar.
Rafdrifnar meö fjarstýringu.
Umboðsaöili
MÁLMBYGGINGAR HF.
Fellsmúla 26 sími 83711.
Nýtt
símanúmer
á afgreiðslu
blaðsins
83033