Morgunblaðið - 13.05.1979, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MAÍ1979
31
„Stóðst ekki
að f á litakass-
anníhendur”
r
Rabbad við Ama
Garðar, sem
sýnir á Borginni
„Auðvitað er ég frístundamál-
ari, þetta er mitt aðaláhugamál í
tómstundum, gamalgróinn áhugi
og reynsla sem lagðist í híði í 30
ár og blossaði síðan upp þegar
konan mín gaf mér litakassa
sem hún keypti í London fyrir
nokkrum árum,“ sagði Arni
Garðar Kristinsson sem heldur
nú einkasýningu á Hótel Borg og
hefur selt margar myndir.
„Fiðringur um
mig allan*
„Það var einkennilegt að taka
við litakassanum," hélt Arni
Garðar áfram, „það fór fiðringur
um mig allan þegar ég sá hvað
var í kassanum og síðan má
segja að ég hafi ekki stoppað, gat
ekki staðist þetta lengur."
„Þú sagðir gamalgróinn
áhugi".
„Já, ég byrjaði fyrst að mála
1944, var þá í skóla Félags
íslenzkra frístundamálara og
lærði hjá skozka málaranum
Waistel. Síðan tók við harðsnúið
brauðstrit í 30 ár í auglýsinga-
bransanum, en fyrir 5 árum hóf
ég endurhæfingu þegar kassinn
góði kom til sögunnar. Um það
leyti stofnuðum við Myndlistar-
klúbb Seltjarnarness og þar hef
ég ásamt félögum mínum notið
leiðsagnar fjölmargra listmál-
ara og við höfum haldið eina
samsýningu á hverju sumri.
Ekki hefur nú farið mikið fyrir
öðrum sýningum utan það að
eitt sumarið héngu myndir uppi
í Bjarkarlundi og Flókalundi á
Árni Garðar málar mikið á Sel-
tjarnarnesi og sjórinn er hvergi
langt frá þeim slóðum. Þarna er
hann með blokkina úti við Gróttu
og það er vitinn í Gróttu sem sézt
f f jarska og Akraf jallið.
Ljówmynd Mbl. Kristinn.
Á handfærum, ein af vatnslitamyndum Árna Garðars.
Vestfjörðum. Eigendum fannst
veggirnir vera svo auðir að þeir
báðu mig a lána sér myndir.
Sýning mín á Borginni núna er
hins vegar fyrsta einkasýning
mín hér í Reykjavík."
„ Vil helzt haía
vatn í
mínum myndum“
„Heldur Nesklúbburinn hóp-
inn þegar leitað er viðfangs-
efna?“
„Þetta er mjög samstilltur og
skemmtilegur hópur og það eru
konur sem eru í meirihluta. Þær
ráða líka ríkjum þar. Já, við
förum víða saman að mála, en
sjálfum finnst mér skemmtileg-
ast að mála sjávarmyndir. Ég vil
helzt hafa vatn í mínum mynd-
um, enda Hríseyingur og það má
segja að mitt tríó séu bátar, sjór
og land. Annars eru margir
áhugamálarar á Nesinu og ugg-
laus hefur hið sífellda birtuspil
ljóss og hafs mikil áhrif í þessu
sambandi.
Seltirningar hafa einnig mikinn
áhuga á málaralist og þeir hafa
sýnt klúbbnum okkar mikla vel-
vild.“
„Að virkja stemmn-
inguna á Nesinuu
„Þú sagðir sjávarsíðuna vera
þitt viðfangsefni."
„Já, ég mála mikið á Nesinu,
það er minn staður, þótt ég taki
blokkina oft með mér út fyrir
„landhelgina". Það er svo gott að
virkja stemmninguna á Nesinu í
málverkinu og það hjálpar
manni til að gera betri myndir
en maður getur í rauninni og svo
er ekki verra að búa við það
stórkostlega sólarlag sem þar
er.“
„Ekki minn
höíuðverkur“
„Hvers vegna málar þú?“
„Það er stundum verið að
skjóta á okkur frístundamál-
arana, en mig varðar ekkert um
það. Það er ekki minn höfuð-
verkur. Ég mála af þvi að ég hef
yndi af því. Ég hélt að það væri
búið að drepa alveg niður í mér
tilfinninguna á 30 árum, en svo
þegar ég hafði litina í höndunum
á ný, þá blossaði upp neistinn
sem hafði blundað og árangur-
inn er hægt að sjá á Borginni, á
sýningunni sem verður opin þar
til sunnudagskvölds, 13. maí.“
é/g* Unglingadeild
(%jj) KARNABÆR
k Austurstræti 22. Sími frá skiptiboröi 28155
Nú er
sumar-
tískan
k 0Mnin í
KARNABÆ
Áprentaöir
bolir —
Ofsalegt
úrval af
myndum.
Náttföt og
náttkjólar.
KRAKKARI
★ Khakibuxur
★ Gallabuxur
★ Flauelsbuxur
★ Peysur
★ Blússur
★ Skyrtur
★ Sportiakkar
mmo
sportföt
á börn
og unglinga.
Blessuö komiö í bæinr
á morgun.