Morgunblaðið - 06.06.1979, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.06.1979, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JUNI1979 25 i • að hafa misst boltann í netið. Liósm-Emilía ttu atúrei nóti Val góðan leik, og eru sýnilega að komast í hörkugóða æfingu. Lið Hauka kemur til með að eiga erfitt uppdráttar í 1. deild- inni í sumar, en enginn verður óbarinn biskup. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild. Laugardalsvöllur 2. júní Valur — Haukar 3—0 (1—0). Mörk Vals: Guðmundur Þor- björnsson á 38. mínútu, Atli Eð- valdsson á 53. mínútu og Jón Einarsson á 83. mínútu. Áminning: Engin. Áhorfendur: 364. þr • Birgir Guðjónsson lætur skot ríða af, en Sigurður Lárusson er til varnar. Sveinbjörn með þr jú er Skaginn lagði KR ÞRENNA hins unga og skap- mikla miðvallarspilara ÍA. Svein- bjiirns Ilákonarsonar. var há- punkturinn í barningsleik ÍA og KR í 1. deildinni í ga'rkvöldi. Knattspyrnulega sóð var leikur- inn slakur. en baráttan var mikil og næstum neistaflug í návígjun- um. Um tíma var því fleygt að það gæti borgað sig að reisa sjúkraskýli við völlinn. Til marks um þetta höfðu KR-ingar notað báða varamenn sina um miðjan fyrri hálfleik og nokkrir voru orðnir tæpir í báðum liðum. ÍA vann leik þennan 3—1. staðan í hálfleik var 1 — 1. en tvö síðustu mörkin skoraði Sveinbjörn á síð- ustu 1 mínútunum. KR-ingar voru varla með í leiknum fyrsta hálftímann, þeirra f.vrsta markskot (lélegt skot) kom á 25. mínútu. Sveinbjörn skoraöi með föstu skoti frá vítateig á 7. mínútu. Sigþór Omarsson sendi laglega á Sveinbjörn og skot hans fór í gegn um klofið á Hreiðari markverði. Skagamenn hefðu átt að skora meira um þessar mundir, einkum þó Matthías á 29. mínútu, en þá sendi Haukur Ottesen knött- inn beint til hans á markteignum. Matti þakkaði fyrir sig með því að stíga á knöttinn og ekkert varð úr marki að sinni. 2 mínútum síðar varði Hreiðar frá Matta af stuttu færi, boltinn barst upp völlinn, Sverrir Herbertsson óð inn í teiginn hægra megin, sendi knött- inn á tærnar á Vilhetm Fredrik- sen, sem skoraði með þrumuskoti af frekar stuttu færi. Að þessu loknu jafnaðist leikurinn mikið og bæði jiðin áttu góð færi, Matti fyrir ÍA og Sæbjörn fyrir KR. KR-ingar voru heidur frískari í síðari hálfleik og allt spil ÍA virtist vera að smá fjara út. Miðjumennirnir léku vel, en fram- línan var fyrir neðan allar hellur. Það eina umtalsverða þar til að mörkum Sveinbjörns kom, var skot Matthíasar í þverslá af 5—6 metra færi og skot Vilhelms rétt yfir af svipuðu færi. Skaginn náði forystu á 88. mínútu. Guðjón Þórðarson sendi háa sendingu inn í vítateig KR, Börkur Yngvarsson skallaði frá, en ekki nógu langt, því að við vítateigslínuna beið Sveinbjörn. Hann sendi knöttinn rakleiðis til. baka með þrumuskoti sem hafnaði efst í markhorninu, gersamlega óverjandi. Glæsimark. Þegar kom- ið var einni mínútu fram yfir venjulegan leiktíma fullkomnaði Sveinbjörn þrennu sína. Nú var það Kristján Olgeirsson sem sendi fyrir markið og Sveinbjörn skor- aði enn með viðstöðulausri spyrnu neðst í hornið, óverjandi. Góður sigur hjá ÍA, og stór miðað við gang leiksins, KR átti kannski skilið eitthvað. Skagaiiðið lék fágaðri knatt- spyrnu en KR, þótt á köflum væri hún ekki burðug . Það eru nteiri ærsl og læti i KR-ingunum, og nieira um geimskot ut í bláinn. Miðjumennirnir hjá ÍA, Kristján Olgeirsson, Árni Sveinsson og síðast en ekki síst Sveinbjörn Hákonarson voru bestu menn liðs- ins, vörnin var einnig nokkuð traust. Hjá KR bar enginn af, allir börðust eins og þeir ættu lífið að leysa, en einhvern herslumun vantaði. I stuttu máli: LauKardalsvöllur 1. deild. KR — ÍA 1-3(1-1) Mark KU: Vilhelm Kredriksen (31 min.) Mörk ÍA: Sveinbjörn Ilákonarson (7.88 ok 91 minútu) Gul spjöld: Sveinhjiirn Ilákonarson ok Jón GunnlauKsson ÍA Dómari: Iljörvar 0. Jensson. Ath: Jón Allreðsson lík þarna sinn 300. leik með ÍA. Hann haróneitaói að íá blóm. en þáði kók ok pulsu þess I stað í Botnsskála á heimleið. —gg- • Darraðardans í vítateig KR. Ilreiðar markvörður bjargar með snarræði. Fjöldi manns fylgdist með viðureign liðanna í gærkvöldi. alls 1723. Ljósmyndir: Kristján. ElnKunnagjöfln s__________________> Valur: Guðmundur Áagairason 2 Vílhjálmur Kjartanason 1 Grimur Saamundsssn 3 Höröur Hilmarsson 3 Dýri Gufimundsson 3 SssvarJónsson 2 Ingi Björn Albartsson 2 Atli Eðvaldson 4 Jón Einarsson 2 Guðmundur Þorbjörnsson 4 Albert Guðmundsson 1 Ólafur Danivalason(vm) 1 Þorgrimur Þráinsaon (vm) 2 Haukar: Gunnlaugur Gunnls. 1 Daniel Hálfdánarson 1 Vignir Þorláksson 1 Ólafur Jóhannsson 3 Ólafur Svsinsson 2 Guðmundur Sigmarsson 2 Lárus Jónsson 2 Björn Svavarsson 1 Gunnar Andráaaon 3 Loftur Eyjólfsson 2 Hermann Þórisson 2 Siguröur Aöalsts. (vm) 3 Arnór Guömundss. (vm) 1 Hjörvar Jenason dómari 3 ÍBK: Þorsteinn Ólafss. 3 Kári Gunnlaugss. 3 Óskar Faarseth 3 Guöjón Þórhallss. 2 Sigurbjörn Gústafss. 3 Siguröur Björgvinss. 3 Einar Á. Ólafss. 2 Gísli Eyjólfss. 2 Þóröur Karlss. 2 Þórir Sigfúss. 3 Guðjón Guöjónss. 2 VÍKINGUR: Sigurjón Elfass. 1 Ragnar Gíslason 2 Magnús Þorvaldss. 2 Jóhannes Báröars. 2 Róbert Agnarss. 2 Halldór Árnas. 1 Heimir Karlss. 3 Gunnar Ó. Kristjánss. 1 Lárus Guðmundss. 1 Hinrík Þórhallss. 1 Óskar Tómass. 1 Jóhannes Sævarss. (vm) 1 Ómar Torfas. (vm) 1 Dómari: Róbert Jónsson 3 KR: Hreiöar Sigtryggsson 3 Guöjón Hilmarsson 2 Börkur Yngvarsson 2 Birgir Guöjónsson 2 Stefán Örn Sigurösson 1 Vilhelm Fredriksen 2 Siguröur Indriöason 2 Guömundur Jóhannsson 1 Sverrir Herbertsson 2 Jón Oddsson 1 Seebjörn Guðm.sson (vm) 2 Haukur Ottesen (vm) 1. ÍA: Bjarni Sigurösson 2 Guöjón Þóröarson 2 Jóhannes Guöjónsson 2 Jón Gunnlaugsson 2 Siguröur Lárusson 2 Kristján Olgeirsson 3 Jón Alfreösson 2 Sveinbjörn Hákonarson 4 Árni Sveinsson 3 SigÞór Ómarsson 1 Matthías Hallgrímsson 1 András Ólafsson (vm) 1. DómarhHjörvar Jensson 2. Mmf J8F,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.