Morgunblaðið - 06.06.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.06.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979 KAFP/NU (0 GRANI GÖSLARI Hvemig stendur á því að hár- litlir menn þola ekki síðhærða? Það var misskilningur að setja hann ekki í leikíangadeildina! Nei? — Er sportfiskarablaðið komið út! BRIDGE Umsjon: Páll Bergsson Lánlcysi cr ckki vænlegt til sigurs í bridge. sagði óli Már Guðmundsson þegar ég bað hann um spil úr Ísiandstvímenningn- um. sem hann og Þórarinn Sig- þórsson sigruðu giæsilcga á dög- unum. Þrautreyndir keppnisspil- arar báðir. sem sjaldan láta deigan síga. Skemmtilegt dæmi. Vestur gaf, austur-vestur á hættu, en Óli og Þórarinn voru með spil norðurs og suðurs. COSPER Norður S. KD94 H. - T. Á7 I, ÁG109865 Suður S. 10875 H. ÁK85 T. 10862 L. D Nú skulum við setja svolítið fjör í mannskapinn. — Ég fyllti vatnsbyssuna mína! Opið bréf til Velvak- anda og Reykvíkinga Þessar línur til þín Velvakandi góður, eru jafnframt „Opið bréf“ til allra Reykvíkinga! Bréfinu er ætlað að marka tímamót í afstöðu borgarbúa og borgaryfirvalda gagnvart fugla- lífinu í borginni nú á þessu nýbyrjaða vori, tímamót sem eiga heima á spjöldum Reykjavíkur- sögu. Nú, þegar kaldasta vori í ísl. veðurfarssögu er lokið, ættu bæj- arbúar að taka höndum saman og taka þá merku ákvörðun að allir fuglar í görðum í borginni skulu friðlýstir í sambúðinni við okkur mennina: Enginn garðeigandi láti á þessu vori spúa hinum baneitraða vökva yfir trjágarð sinn, í þeirri von að það gæti stuðlað að því að bæta og auka fuglalífið í borginni, til ómetanlegrar gleði fyrir okkur öll og til undirstrikunar á því að Reykvíkingar vilji sýna í verki eðlilega sambúð við móður nátt- úru. Eiturhernaður sem mest bitnar á fuglunum, sem í garðana Ieita verði bannlýstur. Pullvíst tel ég að í þessu máli muni Náttúrufræðistofnunin lýsa fullum stuðningi sínum. Og á sama hátt tel ég að borgarstjórn Reykjavíkur muni láta málið til sín taka á jákvæðan hátt. Því skrifa ég þér þetta „Opna Bréf“ að ég þykist þess fullviss að almenningur muni hafa veitt því athygli að fuglalífið fer þverrandi ár frá ári hér í Reykjavík. Það hefur tíðkast á hverju vori í áratuga raðir að eiturefnum hefur verið dælt yfir skrúðgarða bæjar- ins að því er virðist án þess að um afleiðingarnar sé hugsað. — Þær eru nú óðum að koma í Ijós því ef fer sem horfir mun fuglasöngur- inn smám saman þagna fyrir fullt og allt í bænum. Slíku slysi verðum við að reyna að afstýra áður en það er um seinan. Velvakandi og Reykvíkingar, semjum vopnahlé við fuglana vor- ið 1979. Hættum að reka eitur- hernað gegn þeim. Sverrir Þórðarson. Vestur opnaði á einu hjarta en annars gengu sagnir þannig: Norður Dohl 5 l.auf Rrdohl ox allir pasa Austur P I> Vestur 1 II I II Dobl SuAur 1 Gr P Grandsögn Þórarins lofaði einhverjum háspilum, ca. 7 til 10 punktum og hjartastöðvara en einn spaði hefði verið afmelding. Eftir stökk vesturs i 4 hjörtu varð Óli að segja 5 lauf og ákvað síðan að stíga skrefið til fulls þegar vestur doblaði. Austur átti fá háspil og hvað var eðlilegra en að spila út í lit makkers? En þá greip Óli tækif- ærið fegins hendi. í hjartaslagina lét hann tígul og spaða af hend- inni, spilaði síðan spaða frá borð- inu, fékk á kónginn og las þá stöðuna rétt. Vestur átti aðeins eitt smáspil með spaðaásnum og varð seinna að bíta í það súra epli að fá ekki háspil undir hann svo að Óli gaf aðeins tvo slagi, einn á hvorn svörtu litanna, sem þýddi býsna mörg stig í sarpinn en að sama skapi fá til austurs og vesturs. Hverfi skelfingarinnar 58 Asta og horfði brosandi á vin- una. — Nennir þú að fara og skera brauð? Andarta^i síðar kallaði Merete utan úr eldhúsinu. — Hefurðu séð nýja hnífinn nokkurs staðar? David Petersen breiddi sæng- ina gætilega yfir dóttur sfna, læddist út úr herberginu og inn í búðina og dró púrtvfnsflösk- una fram úr felustaðnum. í bar á Vesturbrú í Kaup- mannahöfn reyndi Bo Elmer að rfsa virðuiega úr sæti, hann tók upp innkaupatöskuna og skjögraði á eftir reyndu döm- unni. í leigubílnum sökkti hann sér af áfergju í ilmvatnsskýið sem umlék hana. Augun giöns- uðu og hann svcið f augun. Hann var sveittur um hendurn- ar. Já, hann ætlaði að velja hana. Númer fjögur. Það myndi gefa honum stórkostlega fróun. Þegar hann hafði greitt bfl- stjóranum uppgötvaði hann sér til mæðu að ekki voru fleiri seðlar í veskinu. — Eigum við að slökkva eða viltu gera það við ljós, sagði hún umbúðalaust þegar þau voru komin upp f herbergi á þriðju hæð. — Slökktu. sagði hann stutt- aralega. Skömmu sfðar sagði hún og hló við, — Svei mef ef þú ert ekki sadisti, elskan mfn. Kristen hrökk upp með and- fælum. Ljósið í forstofunni skar hana f augun. Svefndrukkin staulaðist hún íram og slökkti. Sneri við, hikaði og fálmaði svo áfram inn í svefnherbergið. Ofurhægt ieit hún f áttina að forstofunni. Ljósið streymdi á móti henni. Hún hrópaði upp yfir sig og reisti sig upp. Svita sló út um hana. Rúm Bos var ósnert. Hvert hafði hann eigin- lega farið? Hvers vegna var hann ekki hjá henni? Hún reyndi af alcfli að einbeita sér. Eins og ósýnilegur kraftur tog- aði f hana reis hún upp, gekk hægum skrefum f áttina að dyrunum, horfði í kringum sig. Þegar fram f forstofuna kom þaut hún að kveikjaranum og þrýsti honum niður en Ijósið í loftinu slokknaði ekki að held- ur. Gripin óstýranlegri hræðsiu veinaði hún upp yfir sig. Vaknaði loksins. Hún sat uppi f rúminu. það var slökkt f forstofunni en einhver hreyfing var þarna. Hún sá að dyrnar opnuðust hægt. Hún veinaði svo ofboðslega að það var engu líkara en hún gæti ekki hætt að hljóða. Henni fannst hún vera að deyja ... deyja úr tryllings- legri skelfingu. Þegar hún Ioks- ins gat þagnað sá hún litla drenginn sinn Lars standa við rúmstokkinn, hágrátandi. Hún þreif utan um hann og þrýsti honum að sér. Á næsta andartaki heyrði 'hún karlmannsrödd hfopa fyrir Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku. utan og barið var harkalcga á dyrnar: — Opnið, opnið. Grátur Lar&færðist í aukana, hún strauk honum með skjálf- andi hendi yfir hárið og hvísl- aði sefandi að honum. — Opnaðu — ellegar við sprengjum upp dyrnar! sagði röddin ógnandi og áíram var haldið að berja. Hún lyfti drengnum upp í rúmið og skundaði fram. — Hættið þessum barsmfð- um! hrópaði hún. — Hvað er að gerast þarna inni? var kallað. - Ekkert! — Þér hljóðuðuð og æptuð. Við heyrðum það báðir. — Ég var með martröð. Farið og iátið mig í íriði. Hún heyrði pfskur fyrir utan en síðan fótatak sem fjarlægð- ist. Hún gekk aftur inn í svefnherbergið og hugaði að Lars. Hann grét enn beisklega. Hún reyndi að tala við hann sefandi samtfmis þvf sem hún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.