Morgunblaðið - 06.06.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.06.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979 3 Flugumferðarstjóraveikindin: Bréfid féll úr gildi fy rir sly sni F jármálaráðherra vill ekki setja það í gildi aftur „ÞVÍ miður sér fjármálaráðuneytið sér ekki fært að setja þetta bréf í gildi aftur, eins og ég gerði tillögur um, þannig að ég er ekki bjartsýnn á að neinar breytingar verði,“ sagði Agnar Kofoed Hansen flug- málastjóri, er Mbl. spurði hann hvort í sjónmáíi væri lausn á málum flugumferðarstjóra. „Þetta bréf var þess efnis að þeir, sem höfðu 10 ára starfsferil og tilskilin próf og gripu inn sem vaktstjórar í forföllum, fengu VantarlOO skeggjaða menn NÝJASTA vandamálið í smiðju Paradísarheimtar er skortur á karlmönnum f auka- hlutverk og vantar hvorki meira né minna en um 100 karlmenn á öllum aldri, en allir þurfa þeir að vera með skegg til þess að vera liðtækir. Þetta skeggjaða lið vantar m.a. í kvikmyndun á Þingvöll- um við Kóngstjaldið, á Lamba- fjalli og við Hestagjá og einnig í kirkjumyndatökunni. Þeir skeggjuðu menn em kunna að vilja ljá málinu lið eru beðnir að mæta í myndatöku í smiðju Paradísarheimtar í Ármúla 7 í þessari viku til myndatöku milli kl. 4 og 5 á daginn. einum launaflokki hærra þess vegna. Þetta bréf féll svo úr gildi aftur til þess að reyna að liðka málin,“ sagði flugmálastjóri. „Samgönguráðherra var tillögum mínum meðmæltur, en fjármála- ráðherra sá sér því miður ekki fært að fara eftir þeim.“ Flugmálastjóri kvaðst óska þess að það kæmi fram, að engin dæmi væru um að flugumferðastjórar hefðu gert sér upp veikindi, heldur væri eingöngu um það að ræða að þeir vildu ekki bæta á sig auka- vinnu, eins og málum væri háttað. Ólafur Steinar Valdimarsson skrifstofustjóri hjá samgöngu- ráðuneytinu sagði að málefni flug- umferðastjóra hefðu verið þar til umræðu að undanförnu og væri stutt í samkomulag við þá. Þeir hefðu ákveðnar hugmyndir tii athugunar um þessar mundir og væri viðbragða þeirra að vænta í dag. Þá sagði Ólafur að í gær hefði verið gengið frá samkomulagi við þá um sumarafleysingar, svo sem gert hefði verið undanfarin ár í byrjun sumars. Ljósm. - kk- Fyrstu stangveiðiárnar opnuðu 1. júní og voru það Norðurá í Borgarfirði og Laxá á Ásum. Meðfylgj- andi mynd er tekin fyrir neðan Laxfoss í Norðurá fyrsta morguninn en svo bar við að ekki einn einasti lax var þá dreginn. Vorkuldum er að sjálfsögðu um kennt. Norðurá var bæði vatnsmikil og skoluð. en það á ekki endilega að þurfa að koma að sök, vatnið er einfaldlega kalt og minna af fiski gengið en ella. Þó að stjórnarmenn SVFR, sem opnuðu ána, teldu að enginn fiskur væri mættur, sá undirritaður einn velta sér á Brotinu, svo að ekki er ördeyðan alger. Friðrik teflir á Filipseyjum „ÞESSI Filippscyjarferð mín er nú fyrst og fremst kynnisferð, en með því að taka þátt í skákmóti um leið má segja að ég gangi fram fyrir skjöldu til að koma í verk hluta af stefnuskrá minni, en þar kvaðst ég vilja beita mér fyrir því að stórmeistarar ferðuð- ust um og tækju þátt í mótum. Aukafjárveiting skapar um 100 nemum sumarvinnu Dugir ekki til, segir Birgir ísleifur Gunnarsson Á FUNDI Borgarráðs í gær var samþykkt að veita 118 milljónum króna aukafjár- veitingu til sérstakra verk- efna til að auka möguleika skólafólks á sumaratvinnu. Einkum verður fénu varið til gróðursetningu og gangstéttagerðar. Að sögn Birgis ísleifs Gunnarssonar borgarráðs- fulltrúa er þessi fjárveiting hvergi nóg til að leysa vanda þann, sem nú er við að glíma varðandi sumaratvinnu skólafólks. Þessi fjárveiting skapar 100 unglingum til viðbótar sumaratvinnu, en 311 skólanemar 16 ára og eldri eru á atvinnuleysisskrá og 150 nemar, sem verða 16 ára á þessu ári, að sögn Birgis ísleifs. scm veita skákmönnum mögu- leika á stigum og titlum“, sagði Friðrik ólafsson forseti Fide í samtali við Mbl. í gær, en hann tekur þátt í skákmóti, sem hefst á Filippseyjum 15. júní n.k. Fjórtán keppendur verða á móti þessu, auk Friðriks stórmeistar- arnir Eugene Torre, Filippseyjum, Averbach og Dirfman frá Sovét- ríkjunum og Raymond Keene Englandi, fjórir alþjóðlegir meist- arar, tveir frá Filippseyjum og tveir frá Indónesíu og svo fimm titillausir keppendur, en á slíkum mótum mega ekki vera fleiri en þrír keppendur án alþjóðlegra skákstiga. Friðrik sagði að nú væri verið að leggja síðustu hönd á ýmis þau mál, sem borin verða upp á Fide-þinginu í ágúst, þar á meðal tillögur að reglum varðandi keppnisskákmenn, sem hann hefði samið, en eitt af þeim málum, sem Friðrik setti fram í stefnuskrá sinni varðandi forsetakjör í Fide var að hann myndi beita sér fyrir því að slíkar reglur yrðu settar. Troðið í hvem kima í geymsl- um hrað- frystihúsa VÍÐA er nú orðið mjög þröngt í frystigeymslum úti um land og má ætla að um 24 — 25 þúsund tonn af fiski liggi nú í geymslum og bíði útflutnings. Þegar allt er eðlilegt er algengt að 16 —17 þúsund tonn séu í frystigeymslum hrað- frystihúsanna. Með því að troða í hvern kima hefur víðast tekizt að koma í veg fyrir lokun húsanna, en þó hefur frystingu verið hætt á Hellissandi og á Patreksfirði. Rögnvaldur Ólafsson á Hellissandi tjáði Morg- unblaðinu í gær að um miðja síðustu viku hefði frysting verið stöðvuð, en allar geymslur voru þá orðnar sneisafullar. I gær voru lestaðir 1600 kassar á Hellissandi fyrir Bretland og við það rýmkar eitthvað í geymslunum. — Síðustu þrjár vikurnar höf- um við saltað allan þann fisk, sem við höfum getað og hefðum stöðv- ast enn fyrr ef við hefðum ekki gripið til þess, sagði Rögnvaldur. — Þá höfum við einnig þurft að vísa aðkomubátum frá síðustu dagana, sagði hann. Gott veður áfram ÚTLIT er fyrir að áfram verði hlýtt um allt land og stillt veður a.m.k. í dag, en trúleg- ast heldur svalara. Á Kirkju- bæjarklaustri var um hádegi í gær 15 stiga hiti, 13 stig á Nautabúi í Skagafirði, en í Reykjavík var 7 stiga hiti á hádegi. Á Norðausturhorninu hefur verið gott veður undan- farið og einna hlýjast á land- inu og finnst fbúum þar sjálf- sagt að þeir eigi svolitla veð- urblíðu inni. taktu .símann pantaóu strax Sólarlandaferóirnar eru óóum aó fyllast - nú er um aó gera aó panta strax Spánn Júgóslavía Jamaica 8. júní - örfásæti laus 24. júní - nokkursæti laus júní - uppselt 22. júní - laus sæti 1. júlí - laus sæti ágúst - uppselt 29. júní - laus sæti 8. júlí - laussæti september - örfá sæti laus 6. júlí - laus sæti 13. júlí - uppselt / biölisti 15. júlí - uppselt / biðlisti Samvinnuferdir-Landsýn Austurstræti 12 - símar 27077 og 28899 A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.