Morgunblaðið - 06.06.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.06.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979 Birgir Ísleiíur veitir viðtöku undirskriftum í fjarveru meirihlutans. Breiðholt III 3—4000 manns hvetja til bygg- ingar sundlaugar Fulltrúar meirihlutans láta ekki sjá sig við afhendingu undirskrifta FULLTRÚUM borKarstjórnar var í gær afhentur undirskriftalisti með nöfnum 3—4000 íbúa í Breiðholti III, þar sem mótmælt er seinagangi og frcstun framkvæmda við byggingu útisundlaugar við Fjöibrautarskólann í Breiðholti III. Jafnframt er skorað á borgaryfirvöld að gera umrædda sundlaug nothæfa fyrir haustið 1979. Þeir scm stóðu að þessari undirskriftasöfnun voru Framfarafélag Breiðholts III. íþróttafélagið Leiknir, Kvenfélagið Fjallkonur, JC Breiðholt, Skátafélagið Hafernir og Nemendafélag Fjölbrautaskólans. Innilaug var tekin í notkun á þessum stað árið 1977 og var gert ráð fyrir því að útisundlaugin yrði nothæf haustið 1978. Nú bregður svo við að framkvæmdum við bygginguna hefur verið frestað til ársins 1982 og fullfrágengin skal hún vera 1982. Forráðamenn þessarar undirskriftasöfnunar bentu á það vandræðaástand sem ríkir í þessu barnmarga hverfi þegar öll aðstaða til sundiðkana og sundkennslu er í lágmarki. Núverandi ástand leiðir til þess að börn þurfa að leita út fyrir hverfið til að geta lært sundtökin. Auk þess stafar mikil hætta af grunni sundlaugarinnar í því ástandi sem hún er nú í. Enginn fulltrúi af hálfu meirihluta borgarstjórnar var viðstaddur afhendingu undirskriftalistans, en fulltrúar minnihlutans, Birgir Isleifur Gunnarsson, Ólafur Thors og Magnús L. Sveinsson tóku að sér að koma listunum til fulltrúa meirihlutans. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar létu í Ijósi þá von að hún mætti verða til þess að borgaryfirvöld sýndu nauðsyn málsins fullan skilning og endurskoðuðu afstöðu sína. Fjöldi leik- fanga á sýningu FÓSTRUFÉLAG íslands stendur um þessar mundir fyrir sýningu á leikföngum fyrir börn á aldrinum 0 — 7 ára. Sýningin er opnuð í Hagaskóla mánudaginn 4. júní og stendur til sunnudagskvöldsins 10. júní og er hún opin almenningi daglega frá kl. þrjú til tíu. Leik- fangasýning þessi er haldin í tilefni barnaárs, en aðgangur að henni er ókeypis. Þessi sýning er fjórða sýningin sem félagið stendur fyrir, en er tvímælalaust sú stæsta og viðamesta. Vilja fóstrur með sýningunni leyfa fólki að sjá og kynnast heppilegum leikföngum fyrir börn, því mikið er af miður æskilegum leikföngum á markaðnum, að þeirra áliti. Hinsvegar ætti öllum að vera ljóst að góð leikföng hafa mikið gildi fyrir þroska barna. Fóstrurnar telja að leikföng ættu að vera þannig úr garði gerð að þau hvetji börnin til að reyna hæfni sína, en við það eykst getan smátt og smátt og þroskinn jafnframt. Einkunnarorð þessarar sýningar eru: Leikur er líf, leikur er starf, leikur er vinna barnsins. í ráði er. aö þessari sýningu lokinni, að fara með sýninguna til Akureyrar og Egilsstaða. Efnt hefur verið til leikfangahappdrættis á sýningunni en leikfanga- verslanir hafa gefið vinningana. Fjórtán aðilar hafa lánað ieikföng á sýninguna, en þar er mikið úrval leikfanga af ýmsum stærðum og gerðum og sýningin hin athyglisverðasta fyrir foreldra og aðra þá sem áhuga hafa á þessum málum. Þessi glæsilegi bangsi upplýsir sýingargesti um einkunnarorð sýningarinnar. Urval leikfanga á sýningunni er fjölbreytt og vakti óskita athygli yngstu sýningargestanna, ekki síður en hinna eldri. LjóHm. Kri«tinn. SALA LAUGAVEGUR 44 v ' X verdlækkun mt*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.