Morgunblaðið - 06.06.1979, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979
Óvissuástand á Ítalíu eftir
kosningaósigur kommúnista
Róm. 5. júní. AP.
MIKIL óvissa hefur skapazt í
(tölskum stjórnmálum eftir ósig-
ur kommúnista í þingkosningun-
um í gær um leið og þeir hafa
fjarlægzt ráðherrastólana og
þokazt lengra frá samvinnunni
við kristilega demókrata.
Fylgi (talska kommúnista-
flokksins, hins stærsta á Vestur-
löndum. minnkaði úr 34,4% 1976
í 30,4% nú í kosningunum til
fulltrúadeildarinnar. Þetta er í
fyrsta skipti sem fylgi kommún-
ista minnkar eftir heimsstyrjöld-
ina. Þeir fá 201 þingmann, 27
færri en 1976.
Kristilegir demókratar undir
forystu Giulio Andreotti héldu
velli og fengu 38,3%> miðað við
38,7% 1976. Flokkurinn fær 262
þingmenn, einum færri en 1976.
Sigurvegarar kosninganna eru
smáflokkar og miðflokkar — sós-
íaldemókratar, lýðveldissinnar, og
frjálslyndir, sem yfirleitt hafa
verið samstarfsflokkar kristilegra
demókrata. En fylgisaukning
þeirra var ekki nógu mikil til þess
að myndun hófsamrar ríkisstjórn-
ar kæmi til greina.
I þess stað verða kristilegir
demókratar að semja við sósíal-
ista sem fengu 9,8% miðað við
9,6% 1976. En sósíalistar setja það
skilyrði að þeir fái jafnmarga
ráðherra í ríkisstjórn og jafnvel
stöðu forsætisráðherrans líka.
Búizt er við löngum samninga-
FallVorsters hefur
mikil sálræn áhrif
Leiðtogar blökkumanna fagna
almennt afsögn Vorsters og marg-
ir krefjast þess að fleiri leiðtogar
Þjóðernisflokksins segi af sér.
Frjálslynda blaðið Rand Daily
Mail, spáir því að fall Vorsters
muni hafa geysimikil sálræn
áhrif. Blaðið líkir Vorster við De
Gaulle þar sem hann hafi haft svo
mikil áhrif í Suður-Afríku.
Blaðið átti þátt í því að afhjúpa
misnotkun opinberra sjóða til þess
að standa undir alþjóðlegri áróð-
ursherferð og segir að Vorster
hafi gert meira af því en nokkur
annar maður að brjóta lög og
fótum troða lýðræðisvenjur og
stofnanir, fyrst sem dómsmála-
ráðherra og síðan sem forsætis-
ráðherra.
Nefnd sem ríkisstjórnin skipaði
undir forsæti Rudolph Arasmus
dómara komst að þeirri niður-
stöðu að Vorster hefði „vitað allt“
um leynilegar ráðagerðir til þess
að vinna kynþáttastefnu Suður-
Afríkustjórnar fylgi erlendis. Þar
er líka staðhæft að fyrrverandi
yfirmaður öryggismála, Hendrik
van den Bergh hershöfðingi, hafi
verið áhrifamikill að tjaldabaki í
tíð Vorsters.
JóhannesarborK, 5. Júnt AP.
JOHANNES Vorster forseti sagði
af sér í gær vegna birtingar
skýrslu á þingi um rannsókn
Muldergate-málsins þar sem
hann er sakaður um yfirhylm-
ingu.
Vorster er 64 ára gamall og
var forsætisráðherra í 13 ár þar
til hann sagði af sér í september í
fyrra til þess að verða forseti sem
er virðingarstaða. Pieter W.
Botha forsætisráðherra kunn-
gerði furðulostnum þingheimi af-
sögnina.
Hann sagði að Marais Viljoen,
forseti öldungadeildarinnar, tæki
við starfi setts forseta í dag.
*
Karpov
kvænist
Anatoly Karpov heimsmeistari í skák gekk ( það heilaga sl.
laugardag. Kona hans heitir Irina og er 25 ára gömul Moskvu-
stúlka. Giftingarathöfnin fór fram í Giftingarhöllinni í Moskvu að
viðstöddum ættingjum og vinum brúðhjónanna og nokkrum
framámönnum (sovézku skáklífi. (Sfmamynd AP).
viðræðum um myndun nýrrar
ríkisstjórnar, hinnar 38. frá
stríðslokum. Talið er að þær geti
ekki hafizt fyrir alvöru fyrr en
eftir kosningarnar til Evrópu-
þingsins á sunnudaginn og setn-
ingu þess 20. júní.
Þótt ósigur kommúnista væri
ekki mikill tölulega séð hefur
hann fnikil sálræn áhrif. Ritari
flokksins, Enrico Berlinguer, við-
urkenndi að tap flokksins væri
verulegt.
Kjósendur sem greiða atkvæði
til að mótmæla og hafa oft kosið
kommúnista virðast nú hafa kosið
Róttæka flokkinn. Hann er sam-
safn umhverfisfólks og baráttu-
manna fyrir mannréttindum, fóst-
ureyðingum og hjónaskilnuðum en
gegn kjarnorku. Fylgi hans jókst
úr 1,1% í 3,5% og fór yfir eitt
milljón atkvæði.
Róttækir hafa hvað eftir annað
ráðizt á kommúnista fyrir að
semja við kristilega demókrata í
tvö og hálft ár og ákveða síðan 31.
janúar að hætta stuðningi sínum
við þá. í Róm jókst fylgi róttækra
um sjö af hundraði og leiðtogi
flokksins, Marco Panella, lýsti því
yfir að þingmenn hans mundu
halda áfram málþófi og hungur-
verkföllum í þinginu til að mót-
mæla baktjaldasamningum
tveggja aöalflokka Ítalíu.
Aðrir óánægðir kjósendur
kommúnista virðast hafa setið
heima eða eyðilagt kjörseðla sína.
Kjörsókn minnkaði úr 93 í 90% og
það ber vott um útbreidda þreytu
kjósenda eftir fjögurra vikna
kosningabaráttu.
Kosningarnar fóru friðsamlega
fram og voru mikill ósigur fyrir
hryðjuverkamenn sem lýstu því
yfir að þeir myndu trufla kosning-
arnar sem þeir kölluðu „skrípa-
leik“ og snúa þeim upp í „stétta-
stríð“. Aðeins fjórum dögum fyrir
kosningarnar voru tveir hryðju-
verkamenn handteknir í Róm og
miklar vopnabirgðir fundust í
íbúð þeirra.
Flokkur sósíalista er þriðji
stærsti flokkurinn á Ítalíu, bætti
við sig fimm þingsætum og fékk
62 en fylgi hans jókst um aðeins
0,2%. Róttæki flokkurinn hafði
fjögur þingsæti síðast en fékk 18
þingmenn kjörna nú.
ERLENT
Joe Clark
tekinn vid
Ottawa 5. júní Reuter
JOE Clark, hinn nýi forsætisráð-
herra Kanada hélt fyrsta fund
með nýskipaðri rfkisstjórn sinni í
dag, og bar hann upp á 40.
afmælisdag Clarks. Mörgum
finnst hlutur Quebecs ekki
nægur, og þykir ekki lofa góðu
um framvindu mála.
Einna mesta athygli hefur vakið
að Clark skipaði konu, Flora
MacDonald, í embætti utanríkis-
ráðherra. John Crosbie er fjár-
málaráðherra og Jacques Flynn er
dómsmálaráðherra. MacDonald er
eina konan sem á sæti í ríkis-
stjórninni. Svertingi gegnir nú í
fyrsta sinn ráðherraembætti,
Lincoln Alexander frá Ontario
sem fær starf atvinnumálaráð-
herra.
Nokkru áður en Clark sór em-
bættiseið sinn hafði Trudeau frá-
farandi forsætisráðherra sagt
t>etta gerdist
— Bretar samþykkja aðild að
EBE í þjóðaratkvæði.
1973 — Vestur-Þjóðverjar stað-
festa samning um eðlileg sam-
skipti við Austur-Þjóðverja.
1967 — Egyptar loka Súez-skurði.
1944 — Landganga Bandamanna í
Normandí
1942 — Þjóðverjar brenna bæinn
Lidice í Bæheimi — Bandaríska
flugvélamóðurskipinu „Yorktown“
sökkt í orrustunni um Midway.
1919 — Finnar segja Rússum
stríð á hendur.
1918 — Orrustan um Belleau-skóg
hefst.
1916 — Þjóðverjar sökkva brezka
orrustuskipinu „Hampshire" með
Kitchener lávarði um borð. —
'Bandamenn setja hafnbann á
Grikkland — Arabauppreisnin í
Hedjaz hefst.
1884 — Keisarinn í Annam viður-
kennir franska vernd skv. Hue-
samningunum.
1882 — Þriggja mílna landhelgi
ákveðin samkvæmt Haag-sátt-
málanum.
17871 — Þjóðverjar innlima Els-
formlega af sér embætti og hvarf
þar með úr starfi sem hann hefur
gegnt í ellefu ár. „Mér finnst ég
vera frjáls," sagði Trudau við
fréttamenn er hann ók frá skrif-
stofu forsætisráðherra.
Ýmsir spá því að stjórn Clarks
muni fljótlega lenda í mesta baxi
með stjórnunarmál, bæði sakir
þess að ráðherrarnir hafi sáralitla
reynslu og að Clark vantar sex
þingmenn upp á að hafa meiri-
hluta.
Flora MacDonald utanríkisráð-
herra hefur sagt að eitt af fyrstu
áformum hennar sé að færa sendi-
ráð Kanada í ísrael frá Tel Aviv
til Jerúsalem, en það þýðir í reynd
að Kanada viðurkenni Jerúsalem
sem höfuðborg Ísraelsríkis. Mjög
mikill ágreiningur er um þetta
mál í Kanada og búizt er og við að
þetta geti kallað fram allhörkuleg
viðbrögð í Arabaríkjum gegn nýju
stjórninni.
ass eftir ósigur franska hersins.
1840 — Karlista-stríðinu á Spáni
lýkur með uppgjöf hers Karlista.
1797 — Napoleon stofna Livorno-
lýðveldið á Italíu.
1977 — Frakkar ganga í bandalag
með Prússum gegn Austurríkis-
mönnum.
1690 — Spánverjar ganga í
bandalagið gegn Frökkum.
1660 — Stríði Svía og Dana lýkur
með Kaupmannahafnar-friðnum.
1654 — Kristín Svíadrottning
leggur niður völd og Karl X tekur
við.
1520 — Afskiptum Frakka í
Skotlandi lýkur með samningi
Hinriks VIII og Franz I.
1513 — Svisslendingar sigra
franska herinn við Novara.
Afmæli. Robert Falcon Scott,
brezkur landkönnuður (1868—
1912) — Dalai lama, tríbezkur
trúarleiðtogi (1935--) — Thomas
Mann, þýzkur rithöfundur
(1875—1955) — Aram Kbatchat-
urian, rússneskt tónskáld (1903—
1978) — Alexander Pushkin,
Tveir lögreglu-
þjónar skotnir
TVEIR lögregluþjónar voru
skotnir til bana í úthverfi
Madrid í dag og hafa þá samtals
69 menn verið drepnir a Spáni á
árinu. Skotið var á lögreglu-
mennina úr bíl sem nú er ákaft
leitað. Af þeim sem drepnir hafa
verið á Spáni á árinu eru lög-
reglumenn hér með orðnir 35
talsins.
Eiturslöngur
á jarðskjálfta-
svæðunum
Beltcrad. 5. júní Reuter — AP
EITURSLÖNGR hafa gert sig
heimakomnar á jarðskjálfta-
svæðunum í Adríahafsströnd
Júgóslavíu og eykur það enn á
vanda og erfiðleika fjölda fólks
sem margt missti heimili sín í
jarðskjálftunum. Eitur-
slöngurnar hafa hreiðrað um sig
úti á víðavangi og í görðum og
einnig leitað upp í tré. Margt
fólk hefur orðið að leita læknis-
hjálpar eftir að hafa orðið fyrir
því að slöngurnar hafa bitið það.
Annar eins grúi eiturslangna
hefur aldrei sézt í þessu héraði í
mannaminnum að sögn
lögreglunnar.
Orrustuvél
fórst í Belgíu
Florennes. Belxfu. 5. Júnf. AP.
BELGÍSKUR flugmaður fórst
þegar vél hans af gerðinni F-104
hrapaði í grennd við Florennes í
dag, eða í um það bil 70 km
fjarlægð frá Brussel. Vélin var
að taka þátt í hæðaræfingum
fjögurra hervéla þegar hún
missti skyndilega afl og hrapaði
niður með fyrrgreindum
afleiðingum. Varnarmálaráðu-
neytið sagði að rannsókn stæði
yfir á því hverjar ástæður gætu
legið til slyssins, en ekki eru
nema fáeinar vikur síðan belgísk
Mirage-orrustuvél fórst rétt hjá
Liege.
Baskaskæru-
liðar gripnir
Bllbao 29. mnf. Reuter.
SEX menn sem eru grunaðir um
að vera í skæruliðasamtökum
Baska — ETA — hafa verið
teknir höndum í skyndiatlögu
lögreglunnar í borginni. Þessi
samtök hafa lýst á hendur sér
morðum á 38 manns á Spáni á
þessu ári. í Madrid var í dag
frestað réttarhöldum yfir fimm
félögum ETA eftir að lögmaður
þeirra veiktist snögglega.
6. júní
rússneskur rithöfundur (1799—
1837).
Andlát. Anson lávarður, flota-
foringi, 1762 — Jeremy Bentham,
heimspekingur, 1832 — Louis
Chevrolet, bílasmiður, 1941 —
Robert Kennedy, stjórnmálaleið-
togi, 1968 — J. Paul Getty, ríkasti
maður heims, 1976.
Innlcnt. Alþingi lagt niður 1800
— Ólafur Stefánsson fær lausn og
Trampe greifi skipaður stift-
amtmaður 1806 — Trampe greifi
kemur og tekur við stiftamt-
mannsembættinu 1809 — Gufu-
mekkir yfir Dyngjufjöllum 1926 —
f. Þorvaldur Thoroddsen 1855 —
Guðmundur Kamban 1888 —
Guðmundur Finnbogason 1873 —
d. Jóhann Sæmundsson prófessor
1955 — Sex handteknir fyrir
aðstoð við Þjóðverja 1941 — f.
Tryggvi Magnússon 1900 — próf.
Jón Jóhannesson 1909 — Loftur
Guðmundsson 1906 — Gunnar
Guðbjartsson 1909.
Orð dagsins. í kærleika eru
engar öfgar — Francis Bacon,
enskur heimspekingur (1561 —
1676).