Morgunblaðið - 06.06.1979, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.06.1979, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979 Þessi mynd er tekin í síðustu sumaríerð Vöku. Þá var farið til Breiðafjarðareyja. Vaka í sumarferð á bjarndýraslóðir VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hyjfífst efna til árlegr- ar sumarferðar dagana 7. —10 júní n.k. Er fyrirhugað að halda til Hesteyrar í Ilesteyrar- firði í Jökulfjörðum. Segir í fréttatilkynningu frá Vöku, að þó að enn sé fannfergi mikið á þeim slóðum og heyrst hafi til bjarndýra þar muni félags- menn ekki láta slíkt aftra sér, enda sumarkomu að vænta um þetta leyti. Ætlunin er að leggja upp síðdegis fimmtudaginn 7. júní. Mun flogið vestur á ísafjörð. Þaðan verður siglt sem leið liggur um hálfa landhelgisfjar- lægð yfir Djúpið. Gist verður á gistiheimili Hesteyrar. Heim verður haldið með kvöldvél frá Isafirði á sunnudeginum. Undanþágur skilyrtar því að ekki megi selja unna G-mjóIk V egaskemmdir í vatnavöxtum SÁTTAFUNDUR hóíst í gærkveldi klukkan 21 í deilu mjólkuríræðinga og mjólkurbúanna. Fátt markvert haíði gerzt á fundinum, er Morgunblað- ið hafði síðast af honum spurnir. í gær og í dag er ráð gert fyrir takmark- aðri mjólkurframleiðslu hjá Mjólkursamsölunni, K innig að búast má við því að mjólk verði til sölu á Reykjavíkursvæðinu í dag og væntanlega einnig á VERKSTJÓRAFÉLAG Reykja- víkur hélt sinn 59. aðalfund, sunnudaginn 6. maí sl., í húsa- kynnum félagsins að Skipholti 3, Rvk. A fundinum fór fram, auk venjulegra aðalfundarstarfa, kjör þingfulltrúa á 18. þing Verkstjóra- félags Islands sem haldið verður á Laugarvatni 22.-24. júní nk. Stjórn V.F.R. skipa Haukur Guðjónsson formaður, Sigurður Teitsson varaformaður, Einar K. Gílsason ritari, Rútur Eggertsson gjaldkeri og Jörgen M. Berndsen varagjaldkeri. Auglýst dóm- araembætti við Hæstarétt DÓMARAEMBÆTTI við Ila'starétt íslands hefur verið auglýst laust til Umsóknar með umsóknarfresti til 29. júní n.k. Fjölga á dómurum í Hæstarétti úr 6 í 7 í samræmi við Jög, sem samþykkt voru á Alþingi í vetur. morgun, en síðan er óvíst um framhaldið. Oddur Helgason, sölustjóri M.S. sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að undanþágan, sem í gildi væri, væri bundin við mjólk, rjóma, súrmjólk og skyr, en óheimilt væri að framleiða jógúrt og aðrar mjólkurafurðir. Þá er undanþágan á nýmjólk skilyrt því að ekki sé dreift svokallaðri G-vöru, en talsverðar birgðir munu vera til á Selfossi af full- unninni og pakkaðri G-mjólk, sem hefur geymsluþol um langan tíma. Oddur kvað þær undanþágur, sem nú væri verið að vinna samkvæmt, koma í veg fyrir að bændur þurfi Félagið varð 60 ára á árinu og var þess minnst með hófi og útgáfu afmælisrits. „ÉG HEF trú á því að það verði rætt af fullri alvöru í ríkisstjórn- inni núna,“ sagði Steingrímur Hermannsson, dómsmálarað- herra og formaður Framsóknar- flokksins í gær, er Morgunblaðið spurði hann hvort bráöabirgða- lög um vandamál vinnumarkað- arins færu að sjá dagsins ljós. í gærmorgun féll niður reglulegur ríkisstjórnarfundur vegna heim- sóknar varaforsætisráðherra Al- þýðulýðveldisins Kína og er fund- urinn ráðgerður í dag. Morgunblaðið spurði Steingrím, hvort vænta mætti ákvörðunar af nú að hella niður mjólk. Þó kvað hann allt óvíst á næstu dögum og ef ekki yrði um frekari undanþág- ur að ræða, kvað hann bændur þurfa að hella niður mjólk um næstu helgi. I greinargerð frá Mjólkurfræð- ingafélagi Islands, sem Morgun- blaðinu hefur borizt segir um niðurhellingu á mjólk: „Varðandi fyrirætlanir forráðamanna mjólk- ursamlaganna um að hætta að taka á móti mjólk um miðja vikuna og snúa sér að niðurhell- ingu, viljum við taka fram, að vinnslugeta og geymslurými mjólkurbúanna á 1. verðlagssvæði eru nægjanleg til að fullvinna alla þá mjólk, sem til fellur á svæðinu. Og að mjólkurfræðingar eru reiðubúnir til að vinna úr mjó lk eins og verið hefur. Ef af þessum lokunar- og niðurhellingaráform- um verður, lýsum við allri ábyrgð af því á hendur forráðamönnum mjólkursamlaganna." ríkisstjórnarfundinum í dag. Hann svaraði: „Ég held að því verði ekki lengi frestað, en hins vegar skilst mér að línurnar í farmannadeilunni hafi eitthvað skýrzt, en hvort þaö getur orðið til þess að hún leysist á annan máta, veit ég ekki, það væri vonandi. Ég held þó að þessum málum verði ekki lengur frestað, þvi að þótt kannski sé rétt að ekki sé neyðar- ástand, vegna undanþága, þá er ljóst að neyðarástand verður, ef viðnám gegn verðbólgu fer út um þúfur. Með olíuhækkun ofan á allt annað, held ég að menn verði að MIKLIR vatnavextir eru víða norðanlands og í leysingunum síðustu daga hefur orðið tjón á vegum og bæir eru nánast ein- angraðir vegna flóðanna. Verst er ástandið í Þingeyjarsýslum, þar sem illfært er um vegi. Vegurinn frá Akureyri til Húsa- víkur var fær í gær, en víða orðinn erfiður yfirferðar. Við Húsabakka í Köldukinn var vegurinn illa farinn, en þó tókst að halda honum opnum að mestu. Utan við Laxamýri var plast sett yfir veg- inn svo hann græfist ekki eins í sundur. Léttari bifreiðum var fært yfir Fljótsheiði niður í Aðaldal, en færð var orðin mjög varasöm á háheiðinni síðdegis í gær. Um tíma þurfti að loka veginum við Ingjaldsstaði, er ræsi bilaði í veginum. í Aðaldal er Staðarskæl- an einn flói, þannig að fólk af Staðarbæjunum þarf að fara út Hvamma til að komast í vegasam- band. Ráðherrar uppteknir og bændur töpuðu10 milljónum RÍKISSTJÓRNIN kom ekki saman til fundar í gær til þess að ræða hækkun á land- búnaðarafurðum eins og áformað var vegna þess að ráðherrar voru uppteknir í viðræðum við varaforsætis- ráðherra Kína, Geng Biao, að því er Agnar Guðnason blaða- fulltrúi bænda tjáði Mbl. Blað- fulltrúinn sagði í gær að þessi fundhöld hefðu kostað bænd- ur 10 milljónir króna, því það væri sú upphæð sem land- búnaðurinn tapaði dag hvern sem drægist að hið nýja land- búnaðarverð tæki gildi. Ártölin brengluðust Prentvillupúkinn hrærði veru- lega í ártölum í grein um Vestur- farana íslenzku í hvítasunnu- blaðinu. Þar var að sjálfsögðu verið að tala um útflytjendur á síðari hluta 19. aldar. Þeir fóru til Brasilíu 1859 en ekki 1959 og voru farnir að halda til Kanada og Ameríku um 1870 en ekki 1970 o.s.frv. Stóri hópurinn kom vestur til Nýja íslands svo sem sjá má af textanum 1876 en ekki 96, og settust um 200 þeirra að í Winnipeg. horfast í augu við þá staðreynd, að grunnkaupshækkanir verða ekki meiri en 3%, það er útilokað mál.“ En er hægt að fá farmenn til þess að hefja vinnu eftir svo langt verkfall fyrir aðeins 3%? — var spurning, sem blaðamaður Morg- unblaðsins bar upp við ráðherra: „Það getur orðið erfitt, en að vísu skilst mér að þeir hafi margir verið í vinnu og haft tekjur, en það er sama, ég er sammála því að þetta er slæmt ef það dregst eitthvað." Norðausturvegur var lokaður í gær við Breiðuvík og Máná á Tjörnesi vegna flóða, en verður væntanlega opnaður í dag. Vegur- inn rofnaði við Ferjubakka í Öxar- firði í gær og erfiðleikar voru í Skógum vegna mikilla vatnavaxta í Skógarkílnum. Það sem veldur þessum miklu flóðum er að snjór, sem féll seinni hluta vetrar og í vor, hefur bráðnað mjög hratt í góðviðrinu síðustu daga. Gef a 500 þús. í sundlaugasjóð AÐALFUNDUR Sjálfsbjargar á' Suðurnesjum var haldinn 4. mars sl. A fundinum var samþykkt að gefa kr. 500.000 í sundlaugarsjóð Sjálfs- bjargar, kr. 100.000 í ferðasjóð vistmanna í Hátúni 12 og kr. 150.000 til kaupa á húsgögnum í íbúðir sem ætlaðar eru Sjálfsbjargarfélögum utan af landi, sem þurfa að dvelja í Reykjavík. Þessar íbúðir eru í Hátúni 12. Einnig var samþykkt að styrkja unglinga sem ætla til Noregs með hóp fatlaða í júní nk. Stjórn Sjálfsbjargar skipa Friðrik Ársæll Magnússon for- maður, Guðmunda M. Friðriksdóttir ritari, Jón Stígsson gjaldkeri, Kristjana Ólafsdóttir varaformaður og Valgerður Guðjónsdóttir með- stjórnandi. Hjálmar Jóns- son formaður Málarafé- lags Rvíkur AÐALFUNDUR Málarafélags Reykjavíkur var haldinn 21. apríl sl. í hinu nýja húsnæði að Lágmúla 5, þar sem öll starfsemi félagsins er nú til húsa. í stjórn voru kosnir Hjálmar Jónsson for- maður, Sæmundur Bæringsson varáformaður, Leifur Örn Dawson gjaldkeri, Kristján Guðbjartsson ritari og Sigurður Pétursson ritari stjórnar. Varamenn voru kosnir þeir Ragnar Eggertsson og Guðmundur Stefánsson. Heykílóið á 100 kr. TÖLUVERÐ eftirspurn hefur síðustu vikur verið eftir heyi en framboð á því er sáralítið. Nokkuð er þó um að bændur hafi miðlað heyi innan sveitar og stöku menn hafa selt hey milli landshluta. Algengast er að hey hafi fram eftir vetri verið selt á 35 til 40 krónur kílóið en síðustu vikur hefur verðið farið hækkandi og eru dæmi um að hey hafi verið selt á 80 krónur kílóið. Er þá gert ráð fyrir að 50 krónur komi í hlut bóndans en 30 krónur sé kostnaður við að binda heyið. Hæsta verð, sem heyrst hefur að hey hafi verið selt á nú í vor er 100 krónur kílóið, en þess má geta að verð á hverju kílói af fóðurbæti er nú á milli 90 og 100 krónur. Aukafundur LÍÚ í dag AUKAFUNDUR LÍÚ verður hald- inn í Kristalsal Hótels Loftleiða klukkan 14 í dag. Til þessa fundar er boðað vegna þess að ekkert hefur miðað með ákvörðun fisk- verðsins og engar tillögur komið fram til þess að leysa vanda útgerðarinnar. Haukur Guðjónsson formaður V.F.R. Steingrímur Hermannsson: Bráðabirgðalög rædd af fullri alvöru á ríkisstjórnarfundi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.