Morgunblaðið - 01.07.1979, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ1979
Helga Soffía Bjarna-
dóttir—Minning
Fædd 13. október 1890.
Dáin 21. júní 1979.
Þegar ég kynntist Helgu árið
1939, átti hún langan vinnudag að
baki og nærri jafnlangan fram-
undan. Hún var barn þegar hún
byrjaði að vinna fyrir sér, þá þótti
ekki tiltökumál, þótt hún væri
send á hverjum degi frá Melshús-
um á Seltjarnarnesi eftir Grand-
anum með marga lítra af mjólk í
mörgum brúsum til Reykjavíkur í
hvernig veðri sem var. En svona
voru æskuárin hjá mörgum börn-
um og unglingum í þá daga og þá
þótti ekki tiltökumál þó þau væru
blaut í fæturna frá morgni til
kvölds, enda kom það fram á
seinni árum hennar, því hún var
mjög fótaveik síðustu árin, en
Helga lét ekki það á sig fá, því hún
var alltaf létt í lund og söng mikið
bæði ættjarðarlög og sálma því
hún var mjög trúuð kona. Helga
var dóttir Soffíu ísleifsdóttur af
Víkingslækjarætt, systir Ólafs ís-
leifssonar frá Þjórsártúni. Faðir
hennar var Bjarni Gunnarsson.
Ung réðst hún að prestsetrinu að
Kálfholti í Holtum og vann þar í
mörg ár. Þar kynntist hún manni
sínum, sem þá var vinnumaður að
Kálfholtshjáleigu, Theódóri
Jónssyni, ættuðum frá Stóruvöll-
um í Bárðardal, sem mikill ætt-
leggur stendur að. Theódór var
dugnaðarmaður, hann var sjómað-
ur og eftirsóttur af skipstjórum
þeim, sem hann vann hjá, var
dulur maður en glettinn og eftir-
minnilegur þeim, sem kynntust
honum. Theódór lézt 1961, þá
saddur lífdaga, enda orðinn útslit-
inn og blindur. Helga og Theódór
áttu 12 börn, svo að marga munna
þurfti að metta. Hefur þurft mikla
útsjónarsemi til að allir fengju
nóg, enda þekktist ekki þá að fara
illa með mat og þurfti vel að halda
á, til að kaup eins manns dygði í
heimilið. Helga kunni þá list, hún
var mikil handavinnukona, bæði
prjónaði og saumaði á börnin sín,
þar að auki saumaði hún mikið út
og heklaði. Prjónaði mikið á
barnabörnin og barnabarnabörnin
enda eru afkomendur þeirra á
annað hundrað. Alltaf var gott að
koma til Helgu, hún tók höfðing-
lega á móti öllum og veitti það
bezta sem til var. Þá þótti börnun-
um gaman að koma til ömmu,
alltaf átti hún eitthvað til að
stinga upp í munninn, eða sokka
eða vettlinga, peysu eða jafnvel
fínan heklaðan kjól. Og svo voru
það jólin hjá afa og ömmu. Það
var dýrð, sem enginn hefði viljað
missa af. Þá var sungið mikið, þá
var spilað á gítar og allir voru
kátir, svoleiðis vildi amma hafa
það.
Mikið á ég Helgu að þakka, hún
var okkur góð, tengdabörnunum,
aldrei varð okkur sundurorða og
höfðum við þó báðar skap. Svo var
hún alltaf góð og alltaf var hún að
þakka hvað lítið sem gert var fyrir
+
Þökkum samúö og hluttekningu viö fráfall og jaröarför
BJARNA ÞORLÁKSSONAR,
Hvammatanga.
Sérstakar þakkir sendum viö læknum og starfsfólkl Sjúkrahúss
Hvammstanga.
Asvaldur Bjarnason Debóra Þóröardóttir
Richard Guömundsson og börn
Siguröur Karlsson Sveinbjörg Davíösdóttir
Útför dóttur minnar
MARGRÉTAR MAGNÚSDÓTTUR,
Lynghaga 16,
veröur gerö frá Dómkirkjunni mánudaginn 2. júlí kl. 13.30. — Þeir,
sem vildu minnast hennar, skal bent á landssamtökln Þroskahjálp.
Helga Finnsdóttir
og aörir aöstandendur.
+
Þakka innilega samúö og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns
míns
JÓNS GUÐMUNDSSONAR,
sjómanns,
Bjargarstíg 6.
Fyrir hönd móöur hins látna og vandamanna.
Guðmunda Þorvaldsdóttir
+
Móöursystir mín
GRÓA ÞÓRARINSDÓTTIR
lést í Elliheimilinu Grund föstudaglnn 29. júní. Útförin auglýst síöar.
Helga Viggósdóttir.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
eiginmanns míns og sonar, fööur okkar og bróöur, tengdaföður,
afa og mágs,
GUÐMUNDAR WILLIAMSSONAR
og
GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR.
Guö blessi ykkur öll.
Freydís Bernharösdóttir William Þorsteinsson,
Þóröur Guömundsson Hólmfríöur Arngrímsdóttir
Sigríöur Guömundsdóttir Konráö Þ. Sigurösson
Arnar Guömundsson Arna Björk Þóröardóttir.
Guömundur Fannar Þóröarson.
hana, en það erum við sem eigum
henni mikið að þakka og okkur
vantar nógu mörg orð til að það
nái tilgangi.
Þar næst ber að þakka Ellert,
yngsta syni Helgu, sem hefur búið
með henni siðustu árin og verið
hennar önnur hönd, allt vildi hann
fyrir mömmu gera, ekkert var of
gott fyrir mömmu. Á meðan Helgi
gat farið á fætur var sjálfsagt að
keyra eitthvað, oft varð Seltjarn-
arnesið fyrir valinu, þar þekkti
hún hvert hús og hverja þúfu,
áður en öllu var breytt. Þá var að
heimsækja börnin, og barnabörn
og alltaf var Elli tilbúinn, hann
var trúr og tryggur fram á síðustu
stund.
Eg kveð svo Helgu með þessum
sálmi:
1. Mœtumst vér á Ijóaslns landi? Ljúft þar
broair unn við strönd — Sem um helga
himingeima Hrelling nein ei þjáir «nd.
Kúr: Mætumat vér? Mætumst vér? Mæt-
umst vér þá handan fljótsins? Ljúft þar
báran brosir hver.
2. Munum vér þar hólpnir hittast Herterð
þegar lokið er? Og þar láta akker falla
Oðrum hjá, sem þekkjum vér?
3. Hittum vér þá hjartakæru. Hér sem
vorum skilin frá? Fáum vér um eilftð alla
Aftur þeim að dvelja hjá?
(H.L.H. - Þýð. óþ.)
Þann 21. júní sl. andaðist í
Landsspítalanum tengdamóðir
mín, Helga Soffía Bjarnadóttir.
Hún var ein þeirra íslandsdætra
sem lítið mun fara fyrir í íslands-
sögunni en hafði unnið þjóð vorri
ómetanlegt gagn með starfi sínu.
Á ég þá við að ala upp 12 börn sem
er ærinn starfi og ekki verður
metinn til fjár en er eigi að síður
stórt innlegg í vort smáa þjóðfé-
lag.
Helga S. Bjarnadóttir var fædd
13. október 1890 í Tjarnarhúsum á
Seltjarnarnesi. Foreldrar hennar
voru Bjarni Gunnarsson sjómaður
og Soffía ísleifsdóttir. Helga gift-
ist 16. september 1912 Theódór
Jónssyni sjómanni. Eignuðust þau
hjón 12 mannvænleg börn og eru
tíu á lífi en tvö eru látin, sonur og
dóttir. Theódór var mikill dugnað-
ar- og sómamaður og hann barðist
harðri baráttu til þess að sjá
heimili sínu farborða. Að sögn
skipsfélaga hans var hann ein-
stakur í sinni röð. Reglusemi,
stundvísi og trumennska voru
einkenni hans. Til merkis um það
er að hann var í 20 ár með sama
skipstjóra og segir það sína sögu.
Helga var greind kona og
hjartahrein og mjög trúuð. Hún
var með afbrigðum gestrisin og
skemmtileg heim að sækja. Helga
kynntist ung erfiðleikum lífsins.
Foreldra sína missti hún aðeins 13
ára og fór þá að vinna hjá vanda-
lausum. Mann sinn missti Helga
1963 og höfðu þau hjón þá búið
saman í yfir 50 ár. Eftir lát
eiginmannsins bjó Helga með syni
sínum Ellert Leif Thedórssyni
sem sá um hana af einlægni og
ástúð þar til hún var lögð inn á
sjúkrahús fyrir 2 mánuðum síðan.
Hafi hann þökk fyrir alla þá hjálp
sem hann veitti henni. Innilegustu
þakkir eru einnig sendar starfs-
fólki á deild 3A á Landsspítalan-
um frá börnum og barnabörnum.
Ég vil að skilnaði þakka Helgu
liðnar stundir, bæði gleðistundir
svo og þær sem erfiðari voru og
þakka óbilandi tryggð hennar og
velvilja. Blessuð sé minning
hennar. Guð styrki og styðji af-
komendur hennar.
Einar Jóhannesson
bryti
Hjónaminning:
r *
Asta ogHaraldur Olafsson
Látlaust hefur verið yfir andláti
þessara gæðahjóna, sem mín fáu
orð verða hér niður sett fyrir.
Gæðahjón segi ég af því, að af
heilsu höfðu þau gnægð gegnum
árin, vináttu ásamt því að eiga
hjartahlýju nóga með sér í þessu
lífi hér á jörðu. Grein þessi er
ætluð í minningu þeirra hjónanna
Haralds Ólafssonar, f. 2.12. 1895
og d. 8.5.1978, og Ástu Ólafsson, f.
Smith frá Ósló f. 28.2. 1899 og d.
21.5. 1979, rétt eftir andlát maka,
en komust bæði yfir á níunda
áratuginn. Haraldur og Ásta gift-
ust þann 21.11. 1921 og fæddist
þeim frumburðurinn, sonur rétt
ári síðar, þann 12.11, Ólafur, og
síðar auðnaðist þeim dóttirin
Hulda þann 28.1. 1927, sem nú á 5
börn, að verða uppkomin. Ólaf
misstu þau í umferðarslysi 1944
frá unnustu sinni sem gekk þá
með barn þeirra. Ég hafði þá verið
lögættaður kjörsonur þeirra hjóna
rúm 2 ár er þau misstu frumburð
sinn Ólaf svo sviplega. Og það eitt
hversu vel var frá gengið í þeim
málum strax lýsir svolítið höfð-
ingslund þessara hjóna til alls,
sem þau gerðu, þ.e. veittu þessum
litla hnoðra, er þau tóku mig sem
fullgildan fjölskyldumeðlim 1%.
árs. Þetta lýsir dálítið vel öðru í
þeirra lífi, ekkert hálfkák í heið-
arleik sínum.
Það var með foreldra mína að
þau lifðu lengst af búskaparár sín
hér í Reykjavík, en voru nýflutt að
Hrafnistu í Hafnarfirði í jan. 1978
þegar Haraldur lést skömmu síðar
og Ásta rétt um ári síðar eins og
fyrr er sagt.
Haraldur fór snemma til sjós
eða um '14 ára og hóf störf hjá
Eimskipafélagi íslands í febr.
1919, á flaggskipi þess og fyrsta
skipafélagsins. Ög var hann hjá
því félagi nær 42 ár af ævistarfi
sínu eða til des. 1960, er hann
hætti störfum sökum aldurs sem
skipstjóri. En sigldi þó af og til
allt til jan. 1970, þá rétt orðinn 75
ára. Segir þetta líka svoiítið um
hreysti og elju þessa sómamanns,
sem helst gat aldrei kunnað við sig
hálfauðum höndum í landi, sjór-
inn kallaði alltaf.
Ásta var trú manni sínum öll
þeirra hjúskaparár, um 56% árs
tímabil, og dró aldrei bliku á. Og
má segja að þessi hjón hafi notið
mikillar gæfu að ná yfir hálfa öld
á höfum úti og yfir hálfa öld í
hjónabandi auk þess að komast á
níunda áratuginn.
Ég hafði áður staðið fyrir
kveðju sem samin hafði verið af
okkur tveimur þá á sjómannadag-
inn 4. júní 1978, rétt eftir lát föður
míns, sem birtist í Mbl. 10. júní
1978, fyrir neðan grein sem var
um annan sjómann hvers jarð-
neskar leifar höfðu fundist sama
dag og við vorum að semja kveðj-
una, svona eru forlögin misjöfn.
Hann hafði aðeins náð 34 ára
aldri.
Blessuð sé minning þeirra.
Grétar Róbert.
LEGSTEINAR
S. HELGASON H/F,
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI48, KÓPAVOGI,
SIMI 76677.
+
Innilegar þakkir fyrir samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur
minnar
NÖNNU ÞÓROARDÓTTUR
fré Hofstöðum, Gufudalssveit.
Frlöa Ágústsdóttir
og aörir aöstandendur.
+
Þökkum innilega vináttu og tryggö okkur sýnda viö andlát og útför
ELÍNAR BJARGAR GUDMUNDSDÓTTUR
fré Stóru-Héeyri, Eyrarbakka.
Þökkum sérstaklega læknum og hjúkrunarfólki Kleppspítala,
margra áratuga ágæta hjúkrun.
Ingimar H. Jóhannesson
og frændfólk hinnar létnu.