Morgunblaðið - 27.07.1979, Síða 1
32 SÍÐUR
170. tbl. 66. árg.
FÖSTUDAGUR 27. JULI1979
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Nicaragua:
Stjómin þjóð-
nýtir banka
Managua — 26. júlí — AP — Reuter
BYLTINGARSTJÓRNIN í Nicara-
Kua þjóðnýtti í gær alla sjö banka
landsins. sem eru í einkaeign.
Jafnframt var bönkum í eigu
erlendra aðila, fjórum að tölu,
skipað að hætta inn- og útlánsvið-
skiptum. Nýjar reglur verða settar
um starfsemi þeirra. Jafnframt
tilkynnti byltingarstjórnin þjóð-
nýtingu fiskveiða, skógarhöggs og
námugraftar en sagði að trygg-
ingafyrirtæki yrðu áfram í einka-
eign. Búist er við að bankar opni
aftur á mánudag.
Stjórnin hvatti eigendur verslana
og leikhúsa til að opna að nýju. Þrír
meðlimir byltingarstjórnarinnar
héldu i dag til Kúbu til að halda upp
á afmæli kúbönsku byltingarinnar
undir stjórn Fídels Castro. Upp-
byggingarstarfið er hafið af krafti í
Nicaragua, gert er við vegi og
samgönguleiðir og hús, er skemmd-
ust, eru lagfærð. Akstur almenn-
ingsvagna er hafinn í Managua en
þeir eru aðeins 20 í borginni, aðrir
eyðilögðust í stríðinu.
Alfonso Robelo, einn valdamesti
maður stjórnarinnar, sagði í dag að
þjóðnýting banka þýddi ekki að
Nicaragua stefndi í átt til sósíal-
isma. Hann sagði að stjórn landsins
yrði í bland einkaframtak og ríkis-
afskipti.
Jimmy Carter, forseti Bandaríkj-
anna, sagði í Washington: „Við
höfum góð samskipti við hina nýju
stjórn. Ég tel stefnu okkar í sam-
skiptum við Nicaragua rétta og að
landið verði ekki önnur Kúba.“ Og
hann bætti við. „Staðreynd málsins
var, að stjórn Somoza hafði misst
stuðning þjóðarinnar."
Mohsen lést af
völdum skotsára
Nice, 26. júlí. — AP, Reuter.
ZUHAIR Mohsen. yfirmaður her-
afla PLO, frelsissamtaka Palestínu-
manna, lést á sjúkrahúsi í Nice í
Frakklandi af skotsárum. Læknar
tóku súrefnistæki úr sambandi þeg-
ar ljóst var að heilaskemmdir Mohs-
Sársaukalaus-
irtanndrættir
íKína
Tókfó 26. júlí - AP.
KÍNVERSKUR læknir hefur með
giæsibrag dregið rösklega þrjátfu
þúsund tennur úr iöndum sfnum
með þvf einu að þrýsta fingri
sfnum á nokkra ákveðna bletti f
námunda við sýktu tönnina, segir
Hsinhua fréttastofan f dag. Hefur
læknirinn sem heitir Gong Xuebin
ekki beitt neinum deyfingum hvað
þá svæfingum við þessar aðgerðir.
Hefur Gong þróað þessa aðferö um
alllanga hrfð og byrjaði f smáum
stfl, tók eina tönn f einu. Nú hefur
honum vaxið svo ásmegin f leikni
sinni að hann dregur fyrirhafnar-
lftið ailt að tfu tennur samtfmis.
Sjúklingar hans finna sáralftinn
sársauka, missa iítið blóð og f 97%
tilfella veldur þessi tanndráttur
engum eftirköstum, bólgum né
öðru slfku, segir fréttastofan.
ens væru það aivarlegar að hann
næði aldrei bata. Enginn hefur lýst
ábyrgð á hendur sér og brigslyrðin
ganga á vfxl.
Yasser Arafat, leiðtogi PLO, sak-
aði ísraelsmenn um ódæðið og sagði
hann, að aðgerðir gegn ísrael yrðu
hertar vegna dauða Mohsens. Blað í
Beirut ásakaði Egypta um að standa
á bak við morðið á Mohsen. Sýrlend-
ingar hafa sakað Egypta og Israels-
menn. Heimildir í Karíó segja hins
vegar, að talið sé, að morðið á
Mohsen sé vegna innbyrðis deilna
innan PLO-samtakanna.
Mohsen réð yfir herafla Palestínu-
manna og var í raun nokkurs konar
varnarmálaráðherra. Hann var ný-
kominn frá Monrovíu af leiðtoga-
fundi Afríkjuríkja þegar hann var
myrtur. Jafnframt því að hafa verið
yfirmaður herafla PLO var hann
einnig yfirmaður Saiga, skæruliða-
fylkingar í Sýrlandi. Þegar Sýrlend-
ingar héldu inn í Líbanon börðust
meðlimir Saiga með sýrlenskum
hermönnum gegn PLO í Líbanon
undir stjórn Yasser Arafats. Mohsen
var þá rekinn úr samtökum PLO en
var hafinn á ný til metorða þegar
sættir tókust með Sýrlendingum og
PLO. Lítið var vitað um einkalíf
Mohsens, leynd hvíldi ávallt yfir
honum vegna ótta við tilræðismenn
og svo fór að hann féll fyrir þeim.
Tilræðið virtist mjög vel skipulagt og
ekki hefur náðst til banamanna
Mohsens.
Feðgar frá borlákshöfn björguðust í gúmbát í gærkvöldi er bátur þeirra, Valur KÓ 3, sex tonn, sökk
skyndilega um 11 sjómílur suður af Hafnarnesi. Þessa mynd tók Rax ljósmyndari Mbl. af gúmbát
feðganna um ellefuleytið í gærkvöldi, skömmu áður en þeim var bjargað um borð í Arnar ÁR 55.
Sjá baksíðu.
Singh falin stjómar-
myndun á Indlandi
Nýja Delhi, 26. júlí - AP. Reuter
CHARAN Singh, leiðtoga
smábændaflokksins á Ind-
landi. var í dag falin
stjórnarmyndun af
Sanjiva Reddy, forseta
landsins. Þar með vann
Singh kapphlaupið við
Morjai Desai, fyrrum for-
sætisráðherra, um það
hvorum yrði falin
stjórnarmyndunin.
Reddy forseti kallaði
Singh til Forsetahallar-
innar og þar var fjöldi
fréttamanna þegar Reddy
afhenti Singh bréfið, sem
Deilur í Noregi vegna
norsks skips á Kínahafi
Frá (réttaritara Mbl. f ÓhIó 26. júlí.
NORSKA skipið „Lysekil“ hefur nú tekið um borð
256 flóttamenn frá Víetnam í Suður-Kínahafi. Skipið
er á leið til Singapore. Norska utanríkisráðuneytið
hefur lýst því yfir, að fólkið um borð í „Lysekil“ fái
ekki landvistarleyfi í Noregi þar sem fólkið sé ekki
meðal þeirra 3000 flóttamanna, sem Noregur hefur
lofað að taka við.
Fólkið um borð í „Lysekil" fær
ekki að fara í land í Singapore
nema einhver þjóð heiti að taka
við fólkinu. Mál þetta er nú
mikið deilumál í Noregi. Hávær-
ar raddir eru uppi um, að með
því að senda skip til Suður-
Kínahafs þá sé Noregur einungis
að auka á vandann, því fleira
fólk leggi sig í þá miklu hættu að
leggja á haf út á bátskel.
Samtökin sem sendu Lysekil
til Suður-Kínahafs hafa brugðist
hart við þessu. „Við viljum
bjarga mannslífum. Samviska
okkar leyfir ekki að þúsundir
deyi á hafi úti. Aðeins fjórir af
hverjum tíu sem leggja á haf út
komast lífs af. Við gerum þetta
af mannúðarástæðum," sagði
talsmaður samtakanna.
Charan Singh
felur honum stjórnar-
myndun. Singh, sem fyrst
tók virkan þátt í stjórn-
málum fyrir þremur
árum, las skipunarbréfið
fyrir fréttamönnum og var
hann sigurreifur. Hann
sagðist búast við að honum
tækist að mynda ríkis-
stjórn fyrir laugardag en
Reddy gaf Singh frest til
þriðju viku í ágúst til
stjórnarmyndunar.
Stjórnarmyndun Singhs
hvílir á trausti Kongress-
flokksins, og mun flokkur-
inn taka ákvörðun á
morgun.
Charan Singh er 76 ára gamall
og í fyrsta sinn í hinni ellefu daga
stjórnarkreppu á Indlandi lét
Reddy mynda sig með leiðtoga
flokkanna, sem berjast um völdin.
Singh segist hafa stuðning 279
þingmanna, þar af er um fjórð-
ungur stuðningsmenn Indiru
Ghandi, fyrrum forsætisráðherra.
Singh gagnrýndi Indiru mjög
þegar hún setti á neyðarlög 1975,
og hann sat um tíma í fangelsi.
Indira Ghandi sagði í dag, að
flokkur hennar myndi styðja
Singh en ekki taka þátt í ríkis-
stjórn hans. „Ég er fegin því að
Janatabandalagið er ekki lengur
við stjórn," sagði Indira við frétta-
menn.
Pandolfi
næsti for-
sætisráð-
herra?
Róm, 26. júlí — AP, Reuter
HEIMILDIR í Róm segja að
Sandro Pertini, forseti ltalíu,
hafi ákveðið að fela Filippo
Pandolfi stjórnarmyndun. Búist
hafði verið við, að Pertini fæli
forseta þingsins, Amintore
Fanfani, stjórnarmyndun og að
hún yrði tilkynnt í kvöld.
Pandoífi er núverandi fjármáia-
ráðherra landsins og er mikils
metinn á Ítalíu fyrir starf sitt í
fjármálaráðuneytinu.