Morgunblaðið - 27.07.1979, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.07.1979, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ1979 Samvinnuferöir kynntu nýlega fyrir blaðamönnum nýjung í starfsemi fyrirtækisins, en það eru hópferðir til Jamaica. Flogið er til New York þar sem dvalið er eina nótt, en síðan er flogið með Air Jamaica til Montego Bay þar sem dvalið er í hálfan mánuð. í heimleiðinni er dvalið í þrjá daga í New York. Á myndinni frá vinstri eru Walter E. Turnar fulltrúi í ferðamálaráðuneyti Jamaica, Eysteinn Helgason forstjóri Samvinnuferða og Klaus Trompeter framkvæmdastjóri Air Jamaica, en þeir kynntu hinar nýju Jamaica ferðir fyrir blaðamönn- um. Stjórnendur þáttarins „Púkk“, þau Sigrún Valbergsdóttir og Karl Ágúst Úlfsson, ásamt tæknimanni við gerð þáttarins. Útvarp kl. 20.00: 99 Púkk 99 „Púkkið“ er á dagskrá út- varpsins í kvöld og býður upp á fjölbreytt efni að venju. Meðal annars verður talað við Hinrik Bjarnason um skemmtanamöguleika ungs fóiks, en þeir eru að sögn æði takmarkaðir. Síðan mun María Sigurðardóttir spjalla um hin nýafstöðnu útihátíð „Kol 79“ en hún var, sem kunnugt er, haldin að Kolvið- arhóii um síðustu helgi. Þessu næst verður fjallað nokkuð um hvernig vinnumiðl- un skólafólks hefur gengið að þjóna sínu hlutverki í sumar, en vinnumiðlun þessi var sett á stofn í vor þegar sýnt var að erfitt yrði skólafólki að fá vinnu í sumar. Þá mun einnig verða lesið upp ljóð nokkurt sem fær plötuverðlaunin að þessu sinni, en stjórnendur þáttarins hafa verðlaunað ým- is þau verk sem þættinum hafa borist frá hlustendum. Síðan munu tveir ungir menn koma í Útvarp kl. 20.40: „Kvenfólk” Þáttur sem ber hið sérkenni- lega heiti „Kvenfólk" verður í útvarpinu í kvöld og hefst hann kl. 20.40. Að sögn Ólfas Geirs- sonar umsjónarmanns þáttarins verður fjallað um kvenfólk, eins og nafnið gefur til kynna. Konur lesa úr ýmsum verkum eftir konur, þar sem fjallað er um konur. Meðal annarra mun Ása Sól- veig lesa úr bók sinni „Einkamál Stefaníu" sem út kom fyrir síðustu jól. Þá mun lesið úr þáttinn og spjalla um daginn og veginn, en þeir heita Óskar P. Héðinsson og Jóel Jasonar- son. Inni á milli atriða verður svo flutt létt tónlist ásamt spjalli stjórnenda þáttarins, þeirra Sigrúnar Valbergsdóttur og Karls Ágústs Úlfssonar. Þátturinn „Púkk“ mun verða á dagskrá útvarpsins út ágúst- mánuð, en síðan ekki söguna meir, því stjórnendurnir þurfa að sinna sínum störfum yfir vetrarmánuðina eins og geng- ur og gerist. Karl er við nám í Leiklistarskóla íslands en Sig- rún kennir við sama skóla, en einnig mun hún leika í nýju leikriti sem sett verður upp í Iðnó í haust. bókum Málfríðar Einarsdóttur „Úr sálarkirnunni" og „Sama- staður í tilverunni" en í þeirri bók rekur hún minningar sínar. Þá mun verða lesið úr verkum nokkurra erlendra kvenna, m.a. mun Iesið úr bók Marlene Dietr- ich, „fallegustu ömmu í heimi", en þar leggur hún konum lífs- reglurnar um hvernig þær eigi að koma fram við eiginmanninn til að hafa hann góðan. utvarp Reykjavlk FÖSTUDIkGUR 27. júlí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbi. (útdr.). Dagskrá. Tón- leikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Sigríður Thorlacius heidur áfram að lesa þýðingu sína á „Marcelino“ eftir Sanchez- Silva (5). 9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Tónleikar. 11.00 Morguntónleikar: Leonid Kogan og Elisabeth Gilels leika Sónötu nr. 1 í C-dúr fyrir tvær fiðlur eftir Eugene Ysaye / William Bennett, Harold Lester og Denis Nesbitt leika Sónötu í C-moll op. 1 nr. 1 fyrir flautu, sembal og viola da gamba eftir Hándel / Gllnter Kehr, Wolfgang Bartels, Erich Sichermann, Bernard Braunholz og Friedrich Ilerzbruch leika Strengja- kvintett nr. 5 í E-dúr op. 13 eftir Luigi Boccherini. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tiikynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Korriró“ eftir Ása í Bæ. Höfundur les (10). 15.00 Miðdegistónleikar: Ffl- harmoníusveit Lundúna leik- ur „í suðri“, forleik eftir Eigar; Sir Adrian Boult stj. / Blásarasveit Nýju fflharmon- íusveitarinnar í Lundúnum leikur Serenöðu nr. 12 í c-moii (388) eftir Mozart; Otto Klemperer stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.30 Popphorn: Dóra Jóns- dóttir kynnir. 17.20 Litli barnatíminn Sigríður Eyþórsdóttir sér um tímann. Sigríður Hagalín les kafla úr „Sturlu í Vogum“ eftir Guðmund G. Hagalín. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.40 Einleikur á gítar: Gode- lieve Monden leikur „Nocturnal“ op. 70 eftir Benjamin Britten. 20.00 Púkk Sigrún Valbergsdóttir og Karl Ágúst Ólafsson sjá um þátt fyrir unglinga. 20.40 Kvenfólk í umfjöllun óiafs Geirssonar. 21.10 Píanóleikur: Mario Mir- anda leikur þætti úr „Goy- escas“, svítu eftir Enrique Granados. 21.40 Á förnum vegi í Rangár- þingi Jón R. Hjálmarsson fræðslu- stjóri ræðir við Valdimar Jónsson bónda i Álfhólum í Vestur-Landeyjum; — fyrri þáttur. 22.05 Kvöldsagan: „Grand Babylon hótelið“ eftir Arn- old Bennett Þorsteinn Hannesson les þýð- ingu sína (16). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Eplamauk Létt spjali Jónasar Jónasson- ar með lögum á milli. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. UU04RD4GUR 28. júlí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn. 7.25 Ljósaskipti: Tónlistar- þáttur í umsjá Guðmundar Jónssonar píanóleikara (end- urtekinn frá sunnudags- morgni). 8.00 Fréttir. Tónleikar. 8.15 Veðurfr. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tón- leikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónieikar. 9.30 Óskaiög sjúklinga: Ása Finnsdóttir kynnir. (10.10 Veðurfregnir). 11.20 Ég veit um bók Sigrún Björnsdóttir stjórnar barnatíma, þar sem kynnt verður bókin „Úlfsyndi" eftir Thöger Birkeland í þýðingu Jóhönnu Þráinsdóttur. Les- ari: Jón Gunnarsson. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tiikynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- íregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. SIÐDEGIÐ 13.30 í vikuiokin Edda Andrésdóttir stjórnar. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir 16.20 Vinsælustu popplögin Vignir Sveinsson kynnir. 17.20 Tónhornið Guðrún Birna Hannesdóttir sér um þáttinn. 17.50 Söngvar í léttum dúr. Tiikynningar. KVÓLDIÐ 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 „Góði dátinn Svejk“ Saga eftir Jaroslav Hasek í þýðingu Karls ísfelds. Gísli Halldórsson leikari les (23). 20.00 Kvöldljóð Tónlistarþáttur í umsjá Ás- geirs Tómassonar. 20.45 Ristur Umsjónarmenn: Hróbjartur Jónatansson og Hávar Sigur- jónsson. 21.20 Hlöðuball Jónatan Garðarsson kynnir ameríska kúreka- og sveita- söngva. 22.05 Kvöldsagan: „Grand Babylon hótelið“ eftir Arn- old Bennett Þorsteinn Hannesson les þýð- ingu sína (17). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Danslög. (23.50 Fréttir). 01.00 Dagskrárlok. SÍÐDEGIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.